Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1962, Blaðsíða 7
m <<> Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indriði G, Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórna'rskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f — Áskriftargjald kr. 55 á mán innan lands. f lausasölu kr 3 eint. Hverju svarar ríkis- stjórnin? ÞaS er skynsamleg aðferS, sem verkalýðshreyfingin hefur valið, að leita samstarfs við ríkisstjórnina um að tryggja svipaðan kaupmátt launa og var hér í júlímánuði síðastl. eða áður en gengislækkuninni síðari var skellt á, án þess að hennar væri minnsta þörf og hægt væri að færa nokkur frambærileg rök fyrir henni. Gengisfellingin hefur gert það að verkum, að þær kjarabætur, sem fólust í kaupiiækkunum á síðastl. sumri, hafa verið gerðar að engu og kjörin jafnvel orðin lakari hjá mörgum en þau voru áður. Á ráðstefnu formanna verkalýðsfélaganna, sem Al- þýðusambandið hélt í septemberlok síðastl., var það ein- róma samþykkt, að verkalýðsamtökin skyldu vinna að því, að kaupmætti launa yrði aftur komið i það horf sem hann var í fyrir gengislækkunina. í framhaldi af þessu hefur Alþýðusambandið nú hafið samninga við ríkisstjórnina um að þessi kaupmáttur verði tryggður, án kauphækkana. í því sambandi hefur Alþýðu- sambandið bent á eftirgreindar ráðstafanir til athugunar; „1. Ailir útlánsvextir lækki a. m. k. í það, sem þeir voru í árslok 1959, og verði jafnframt tryggt, að vaxta- lækkun til atvinnuveganna komi öll fram í hækkuðum launum. 2. Söluskattar og tollar verði felldir niður á öllum nauðsynjavörum, og ríkinu í staðinn tryggðar auknar tekjur með fullkomnara skattaeftirliti. Skattar og útsvör verði innheimt hjá launþegum jafnóðum og tekjur falla til. 3. Niðurgreiðslur á aðalneyzluvörum almennings verði eigi rýrðar frá því sem nú er. 4. Aðflutningsgjöld og vátryggingagjöld verði lækk- uð og tryggt, að sú lækkun komi öll fram í lækkuðu vöruverði. 5. Numið verði úr gildi bann við greiðslu verðlagrf- uppbóta á laun og tryggt, að samningafrelsi og sjálfs- ákvörðunarréttur verkalýðsfélaganna verði ekki skert. 6. Átta stunda vinnutími verði lögfestur sem há- marks vinnutími í þeim atvinnugreinum, sem fært þyk- irNog yfirvinna takmörkuð sem allra mest að öðru leyti allt án skerðingar heildarlauna. Jafnframt verði yfir- vinna barna og unglinga innan 16 ára umfram 8 stund- ir á dag bönnuð með öllu. 7. Ríkissfjórnin tryggi varanleik þeirra kjarabóta, sem samkomulag kynni þannig að nást um." Semja Rússar og Þjóöverjar? Alístæíurnar eru allt aftrar ú dag en þær voru 1922 og 1939 HINN 16. apríl næstkomandi eru liðin 40 ár síðan Þjóðverj- ar og Rússar gerðu með sér hinn svonefnda Rapallo-samn- ing, sem vakti mikla athygli, því að hann kom mönnum mjög á óvart. Fram að þeim tíma hafði ekki verið neitt stjórn- málasamband milli Þýzkalands og Rússlands eftir valdatöku kommúnista í Rússlandi 1917. Með Rapallo-samningnum viður kenndu Þjóðverjar ekki aðeins stjórn kommúnista í Rússlandi, heldur var lagður með honum gi’undvöllur að víðtækri sam- vinnu landanna. Þessi samning ur kom Bretum og Frökkum mjög á óvart, en þeir höfðu m.a. treyst á, að ekki myndi koma til samvinnu milli Þjóð- verja og Rússa. Þeir sátu líka á sérstakri ráðstefnu með Þjóð verjum í Genúa. þegar þeim barst fréttin um Rapallo-samn- inginn (Rapallo er skammt frá Genúa), og áttu því enn síður von á honum en ella. Rapallo- samningurinn varð til þess, að Genúa-fundurinn fór alveg út um þúfur. Allt þangað til, að Hitler hófst til valda í Þýzkalandi, helzl allnáin samvinna milli Þjóðverja og Rússa. Meðal ann ars hjálpuðu Rússar Þjóðverj- um til þess að sniðgan.ga friðar samningana um afvopnun Þýzka lands, t.d. með því að leyfa ieynilega þjálfun þýzkra her- manna í Rússlandi og framleiða ýmis vopn fyrir Þóðverja, er ekki mátti framleiða, í Þýzka- landi. Eftir valdatöku Hitlers, rofnaði þessi samvinna Þjóð- verja og Rússa að meslu, unz þeir Hitler og Stalín gerðu rneð sér hinn illræmda griðasátt- mála sumarið 1939, og þá kom öllum að óvörum, m.a. vegna þess, að Rússar, áttu þá í við- ræðúm við Breta og Frakka um samstarf til að hefta útþenslu nazismans. Það var þessi samn- ingur, senr framar öðru hratt síðari Heimsstyröldinni af stað. ENDURMINNINGIN um Ra- pallo-samninginn 1922 og þýzk- rússneska griðasáttmálann 1939 skýtur nú stöðugt upp kollin- um í sambandi við Berlínar- og Þýzkal.málin, enda gera bæði Rússar og Þjóðverjar talsvert til þess að halda henni á Iofti. Af hálfu þeirra, er eindregnast hvetja vesturveldin til samn- inga við Rússa, er mjög alið á því, að dráttur í þeim efnum, geti vel orðið til þess, að Rúss- ar og Þjóðverjar geri sérsamn- ing síðar. Þess vegna sé nauð- synlegt að hraða þessum samn- ingum. Þetta er m.a. rökstutt með því, að Rússar geti boðið Þjóðverjum það. sem þeir sækj ADENAUER — Þjóðverjar semja ekki við Rússa meðan hann fer með völd. ast mjög eftir, en Vesturveldin geta ekki veitt þeim, og er þá átt við sameiningu Þýzkalands. Áf hálfu hinna, sem eru and- vígir samningum vestuiveld- anna við Rússa, er hins vegar alið á því, að það geti orðið til þess að Þjóðverjar taki sjálf ir upp beina samninga við Rússa síðar, ef Vesturveldin haga ekki samningagerð sinni við Rússa að óskum Þjóðverja, m.a. með því, að halda fast við kröfuna um sameiningu Þýzka lands. Af hálfu Rússa var nú um áramótin gerð misheppnuð til- raun til að hræða vesturveldin við hugsanlega samninga Rússa og Þjóðverja. Rússneska stjórnin sendi vestur-þýzku stjórninni þá sérstaka orðsend ingu og var það aðalefni henn ar að láta hilla undir gull og græna skóga, jafnvel samein- ingu Þýzkalands, ef Vestur-Þjóð verjar höfnuðu nánu samstarfi við Vestuiveldin. Orðsending þessi hefur almennt hlotið þann dóm, að hún hafi verið klaufa- leg viðleitni til að vekja óein- ingu milli Þjóðverja og vestur veldanna. Meðan Adenauer er við völd i Vestur-Þýzkalandi verðUr á- reiðanlega ekki að hálfu vestur þýzku stjórnarinnar gert neitt til að koma á sérsamningum milli Rússa og Þjóðverja. Aden- auer er eindreginn fylgismaður þess, að Vestur-Þjóðverjar teng ist fyrst og fremst við vestur- veldin- Sama gildir um Erhard. Meiri óvissa kemur hins vegar til sögu, þegar hinir yngri menn taka við. eins og Strauss, Schröder og Mende. Allir hafa þeir látið í það skína, að sá tími geti komið. að Vestur-Þjóð verjar þurfi að taka upp það . sem þeir kalla óháðari utan- ríkisstefnu. Þeir orða þetta hins vegar óljóst, en augljóst er samt, að í þessu fellst viss hótun til vesturveldanna um, að Þjóðverjar geti tekið upp samninga við Rússa, ef þeir telja sig ekki nógu ráðamikla í vestrænu samstarfi. ÞAÐ er af þeim ástæðum, er hér hafa verið stuttlega raktar. sem Rapallo-samningurinn og þýzk-iússneski griðasáttmálinn ber nú svo oft á góma. Það er bent á, að hér geti sagan átt eftir að endurtaka sig, kannske ekki í dag, en ef til vill á morgun. Þess ber I.ins vegar að gæta, að til þess að svo geti orðið, þurfa aðstæðurnar að vera svip aðar og þær voru 1922 og 1939, þ.e. að segja þær, að báðir að- ilar telji sér hag að slíku sam komulagi. Eins og málin standa í dag, fer fjarri því, að þessar að- stæður séu fyrir hendi. Það, sem Rússar hafa á he..di og Þjóðverjar sækjast eftir, er sameining Þýzkalands. Gegn því að fallast á sameiningu Þýzkalands, myndu Rússar fá í staðinn, að Vestur-Þýzkaland færi úr NATO. Fyrir Rússa væri þetta augljóst tap. Þeir myndu afhenda Vestur-Þjóðverj um Austur-Þýzkaland og skapa með því öflugra Þýzkaland, sem vafalaust myndi bráðlega heir ‘a lönd af Tékkum og Pól- verjum Þetta myndi vekja ugg í allri Aústur-Evrópu og andúð gegn Rússum fyrir að hafa stig- ið þetta spor. Það væru glám- skyggnir valdamenn í Kreml, sem teldu sér hag af slíkum samningum. Ávinmngurinn, sem Vestur- Þjóðverjar hlytu, yrði líka tví- eggjaður. Þeir myndu að vísu heimta Austur-Þýzkaland, sem a. m. k. í fyrstu yrði þeim fjár- hagsleg byrði. Þeir myndu slíta teiigslin við vesturveldin og hafna því efnahagslega sam- starfi, sem þar hefur komizt á. Þeir myndu ekki lengur njóta svipaðs öryggis af vestrænum vörnum og áður. Vestur-Þjóð- verjar myndu vafalaust hugsa sig um tvisvar — og hefðn líka gildar ástæður til þes-s — áður en þeir færu út í slíkt ævintýri og óvissu. Vegna þeirra ástæðna, sem hér eru raktar, og raunar margra fleiri. virðast sáralitlar líkur til þess, að saga Rapallo- samningsins og þýzk-rússneska griðasáttmálans endurtaki sig í náinni framtíð Ástæðurnar í dag eru svo gerólíkar því, sem þær vorn þá. Þess vegna þurfa Vesturveldin ekki að láta óttann við slíkt hafa áhrif á stefnu Þ. Þ. Sina. Ríkisstjórnin hefur nú þessar tillögur til athugunar. Svipaðar tillögur hafði hún til athugunar á siðastl. vetri, en hafnaði þeim þá og neyddi verkalýðshreyfinguna þannig út í verkfallsbaráttu. Ríkisstjórnin ætti að láta þá sögu vera sér til aðvörunar. enda tala nú ýmsir ráðherr- anna á þann veg, að þeir vilji stuðla að friði í þjóðfélag- inu, en ekki sundrungu. Það mun ekki sízt sjást á undir- tektum ríkisstjórnarinnar undir þessar eða svipaðar til- lögur, hvort þar fylgir hugur máli. Þjóðin mun vissulega veita því mikla athygli hver svör ríkisstjórnarinnar verða að þessu sinni. yggingar i Reykjavík 1901 Yfirlitið er gert af byggingar- fulltrúanum í Reykjavík. stækkanir á eldri húsum 3.240, skúrar, spennistöðvar og fleira rúmmetrar. j úr steini 12.108 rúmmetrar. bíl- Samkvæml því hefur verið lokið ' skúrar og geymslur úr timbri við byggingu íbúðarhúsa. samtals . Þá eru skólar. félagsheimili,110.486 rúmmetrar. 183.414 rúmmetra. þar af fjölbýlis- kvikmyndahús og fleira 66.074 hús 104.568 rúmmetrar. önnur íbúð rúmmetrar. verzlunar- og skrif- Alls hefur verið byggt á árinu arhús úr steinsteypu 74.003 rúm- stofuhús 40.300 rúmmetrar, iðnað- 368 705 rúmmetrár. í smíðum eru metrar, önnur íbúðarhús úr timbri arhús úr steini 52,427 rúmmetrar. um áramótin um 850 íbúðir þar 1.603 rúmmetrar og breytingar og stálgrindahús 3.896 lúmmetrar, bíl- af 500 fokheldar eða meira. Blaðinu hefur borizt vfirlit ttm byggingar i Reykjavík, sem lokið var á árinu 1961. T í MIN N, laugardaginn 20. janúar 1962- /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.