Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 16
Vilhjálmur íþrótta- maður ársins 1961 Molotoff fundinn Krústjoff týndur NTB—MOSKVA, 22. jan. — Rofin hefur nú verið þögnin mikla, sem hefur verið um Molotoff, fyrrum utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, síðan til- kynnt var, að hann færi á kjarnorkuþingið í Vínarborg. Hefur nú verið ákveðið, að hann fari ekki. Þannig hefur hið dularfulla Molotoff-mál leystst, en annað mál er kom- ið í staðinn, og það er hvarf Krustjoffs forsætisráðherra. Hann hefur nefnilega ekki sézt opinberlega í tíu daga, en það er alveg nýtt. Síðast sýndi Krústjoff sig opin berlega 12. janúar, en þá hélt 1 hann ræðu í Minsk um landbúnað armál. Dagblöðin hafa alltaf skýrt frá heimkomum Krústjoffs til Moskvu, en í þetta sinn hefur ekki komið stafkrókur um heimkomu hans. Það var upplýst í utanríkis- táðuneytinu í Moskva í dag, að það vissi ekkert um, hvar Krústj- off væri. Mikilvægar ákvarðanir Athyglisvert er, ag öll forsætis nefnd miðstjórnar kommúnista- (Fran.h á i5 síðu.i uAMTAL AÐILS OG ÞÓRARINS FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Fundur verður í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna, í félags heimilinu að Tjarnargötu 26, miðvikudaginn 24. jan. kl. 8,30 Stjórnin. Atli Stelnarsson, formaður samtaka íþróttafréttamanna, afhendir Vil- hjálmi Elnarssyni verðlaunagrip þann, sem iþróttamaður ársins fær til varðveizlu. Þetta er farandgripur, og er nafn þess íþróttamanns, sem sigrar, letrað á hann. Gripurinn er hinn fegursti eins og sjá má af mynd inni; veglegasti verðlaunagripur, sem vetttur er hér á landi. f Steínar í loftinu Fagurhólsmýri, 22. jan. Nóttina milli 16- og 17. janúar gerði ofsarok, og urðu spjöll á hlöðum við beifarhús frá Svínafelli, sem eru um 3—4 kílómetra frá bænum. Þar var svo hvasst, að steinar, allt að kvartkíló á þyngd, þutu um loftið og gegnum bárujárn á hlöðunum eins og skot. — Veð'rið var að því Ieyti skárra heima á Svínafelli, að þar fauk ekki grjót. SA. J Úrslit í hinni árlegu skoð- anakönnun íþróttafréttamanna um íþróttamann ársins voru kunngerð á sunnudag, og var Vilhjálmur Einarsson ÍR kjör- inn „íþróttamaður ársins 1961", og mun fáum koma það á óvart, því Vilhjálmur vann mjög góð afrek á síðasta ári, setti heimsmet í hástökki án atrennu, og stökk 16,17 metra í þrístökki, sem var áttunda bezta afrek í heiminum í þeirri grein á s.l. ári. Samtök iþróttafréttamanna voru stofnuð fyrir sex árum af fjórum íþróttafréttamönnum, og þau hafa síðan staðið árlega fyrir slíkii skoð anakönnun meðal félagsmanna sinna. Að þessu sinm greiddu níu íþróttafréttaritarar atkvæði. For- maður samtakanna, Atli Steinars- son, tilkynnti úrslitin í hófi í Þjóð leikhúskjallaranum á sunnudag, og voiti þar' flestir iþróttamannanna mættir, sem urðu í efstu sætun- um, ásamt forseta ÍSÍ, Benedikt G. Waage. Lítill munur í þau sex skipti, sem kosið hefur verið um íþróttamann ársins, hef- ur Vilhjálmur fimm sinnum sigrað, en Valbjöm Þorláksson einu sinni. (1959). Að þessu sinni var minni munur en oftast áður, og munaði aðeins níu stigum á fyrsta og þriðja manni. Tíu efstir urðu þessir: 1. Vilhjálmur Einarsson, ÍR, frjálsar íþróttir 86 2. Valbjöm Þorláksson, ÍR, frjálsar íþróttir 79 3. Guðmundur Gíslason, ÍR, sund 77 4. Þórólfur Beck, KR, knattspyrna 56 I (Framhald á 15. síðu) Hér eru sjö þeirra, sem voru I 10 efstu sæfunum, og mættu í hófinu. Talið frá vinstri. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, (8), Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, (5) , Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR, (9— 10), Kristleifur Guðbjörnsson, KR, (6) , Guðmundur Gíslason, ÍR, (3), Valbjörn Þorláksson, ÍR, (2), og Vil hjálmur Einarsson, ÍR, (17). Þrír gátu ekki mætt, Þórólfur Beck, KR, Kristinn Benediktsson, Hnifsdal, sem báðir eru erlendís, og Hjalti Einars- son, FH, — Ljósm.: Sveinn Þormóðss. Þegar nýja símasambandið við útlönd var opnað í gær, talaði Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, við Geir Aðils, frétta mann blaðsins í Kaupmanna- höfn. Hefur Geir unnið ötul- lega fyrir blaðið og sent því margar góðar fréttir, nú síð- ast að Kiljan hefði kvatt stjórn málin, en hana birti Tíminn fyrstur blaða hér. f gær notaði Geir tækifærið og sagði fréttir frá Kaupmanna höfn. Þar var þá milt veður, sex til sjö stiga hiti, en rign- ing og rok. Síðastliðið laugardagskvöld bar svo við, að einu leikhúsi Kaupmannahafnar var lokað fyrirvaralaust. Er þetta leik- húsið Alla Scenen, en að und anförnu hefur það sýnt, í leik ritsformi, hina frægu sögu Dostojevskís, Raskolnikoff, og teflt fram ýmsum vinsælustu leikurum borgarinnar. Þrátt fyrir þetta var enginn aðgöngu iniði seldur á laugardagssýn- inguna. Þótti þá mælirinn full ur, enda hafði leikhúsið und- anfarið átt í miklum fj’árhags- örðuigleikum. í Kauþmanna- höfn eru nú aðeins starfandi fjögur Ieikhús, en fjórtán í Stokkhólmi og sjö í Osló. Þá skýrði Geir Aðils frá því að ýmis stórmenni Dana hafi gert víðreist að undanförnu. Konungur og drottning hafa verið í heimsókn í Thailandi og Kampmann forsætisráðh. í Indlandi. Umræður fara vaxandi um fyrirhugaða aðild að Efnahags bandalagi Evrópu. Þá eru allt af nokkrar umræður um, að komið geti til þingkosninga í Danmörku, en stjórnin styðst við réttan meirihluta þings- ins. Lítið þarf því út af að bera. Það eykur þessa óvissu, að talsverð óeining virðist ríkja hjá radikölum, sem eru annar stjórnarflokkurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.