Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1962, Blaðsíða 6
ny huómsveit Þa® þótti talsvcrðum tíðindum sæta meðal unga fólksins í höfuð- borginni, þegar fréttist, að hin vin sæia hljómsveit K.K.-sextettinn væri að syngja sitt síðasta vers, og myndi hætta störfum með öllu um síðustu áramót. Hljómsveitin hafði, svo sem mörgum mun kunn ugt, leikið um árabil í veitinga- húsinu Þórskaffi, og þar var því skarð' fyrir skildi, þegar svo fór, sem frétzt hafði, að K.K.-sextett var leystur upp. Furðulega hefur þó rætzt úr hljómsveitarmálunum í Þórskaffi, jafnvel þótt gestir hússins hafi orð ið að sjá af góðri og vinsælli hljóm sveit. Þar hafa tvær sveitir tekið hennar sæti, LÚDÓ-sextettinn, sem skipaður er ungum hljóðfæra leikunim, og svo hljómsveit Andrésar Ingólfssonar, sem hefur á að skipa nokkrum þekktari hljómlistarmönnum þessa bæjar. Andrés Ingólfsson hljómsveitar stjóri er einn með kunnari saxó- fónleikurum okkar og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, margra ára starf sem hljómlistarmaður að baki. Hann nam um skeið í Banda ríkjunum,' þar sem hann fékk náms styrk við frægan tónlistarskóla. Hann hefur áður leikið með K.K.- sextettinum og fleiri þekktum hljómsveitum. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Gunnar Síeins son, víbrafónleikari; Ólafur Gauk- ur, gítarleikari og útsetjari; Gunn- ar Sigurðsson, bassaleikari; Elfar Berg, sem leikur á píanó og Alfreð Alfreðsson, trommari. Síðast en ekki sízt ber að geta söngvara hljómsveitaiinnar, en hann er Harald G. Haralds, kornungur maður, sem getið hefur sér mik inn og góðan orðstir fyrir söng sinn upp á síðkastið, enda var hann aðalsöngvari K.K.-sextetts- ins siðasta árið, sem sú hljóm- sveit stai'faði, og ætti það að vera út af fyrir sig næg trygging fyiir því, að þar sé ekki á ferð- inni neinn aukyisi. B 11 * Þegar á allt ér'lliÚ^Í,;I'er', hljóm- sveit þessi skipuð mönnum, sem mikils má vænta af, og verður skemmtilegt að heyra til sveitar- innar, þegar hún hefur fengið næg an tíma til samæfinga. Við birt- um hér með mynd af hinni nýju hljómsveit Andrésar Ingólfssonar, og óskum henni um leið góðs gengis. Hringborós - ráó- stefna í Reykjavík Félagið Frjáls menning hef- ur ákveðið að efna til ráð- stefnu um efnið: Sjálfstæði Ís- lands og þátttaka í efnahags- bandalögum, næstkomandi laugardag. Verður ráðstefnan haldin í Tjarnarcafé uppi og hefst kl. 14.00. Ráðstefna þessi mun verða með nokkuð nýstárlegum hætti. Verður reynt að hafa umræður sem mest í samtalsformi og að þátttakendur tali aðeins í fáar mínútur í senn, eins og tíðkast á ráðstefnum, sem á ensku hafa verið nefndar „round table conferences". Takmörkuðum hóp manna er boðið til ráðstefn- unnar og gert ráð fyrir að hana muni sitja 50—60 manns. Framsöguerindi verða tvö, flutt af Má Elíssyni, hagfræðingi og Helga Bergs, verkfræðingi. Að loknum framsöguerindum þeirra verða almennar umræður, en þeim stjórnar formaður Frjálsrar menn ingar, dr. Jóhannes Nordal, hag- fræðingur. Engar ályktanir verða gerðar á ráðstefnunni, enda er henni éingöngu ætlað það hlut- verk að skýra málið og rökræða það. Gert er ráð fyrir að allar um ræður verði hljóðritaðar og gefnar út í bókarformi, þó með þeim fyr irvara, að þátttakendum hafi gefizt tækifæri til að lesa yfir ummæli sín. Ef þörf krefur, verður ráð- stefnunni haldið áfram á sunnu- dag. Tilgangur Frjálsrar menningar er sá, að koma af stað óháðum rökræðum um þetta mál. Til ráð- stefnunnar er boðið mönnum, sem ætla má að hafi góða þekkingu, en mismunandi skoðanir á þessu máli, til þess að hin ólíkustu sjón armið komi fram. Ef vel tekst með þessa ráðstefnu er það ætlunin, að hún verði upphafið að fleiri slík- um. Til að standa undir kostnaði af þessari og annarri starfsemi sinni, hefur Frjáls menning efnt til veglegs happdrættis og eru mið ar til sölu víða um land. Vinning urinn er glæsilegt fokhelt einbýlis hús, sem reist verður hvar sem er á landinu i byggð. Jafnframt mun félagið leita eftir auglýsingum frá fyrirtækjum og félögum í bækling þann, sem fé- lagið hyggst gefa út að lokinni ráðstefnunni um efnið: Sjálfstæði íslands og þátttaka í efnahags- bandalögum. Eftir- prentanir að gjöf í fyrrad. afhenti ambassador Sam bandslýðveldisins Þýzkalands, H. R. Hirschfeld, menntamáíaráð- herr'a, Gylfa Þ. Gíslasyni, 30 eftir prentanir af myndum frægra mál ara. Eftirprentanir þessar eru gjöf til Menntamálaráðuneytisins frá þýzka sambandslýðveldinu, og eru þær ætlaðar Kennaraskóla íslands, er hann flytur í hin nýju húsa- kynni sín, sem nú eru í smíðum í Stakkahlíð í Reykjavík, og einn ig muri ráðuneytið láta setja nokkr ar myndanna upp í öðrum skólum. Menntamálaráðuneytið efnir til sýningar á myndum þessum í Boga sal Þjóðminjasafnsins, og verður sýningin opin frá kl. 14 til 22 dag lega frá fimmtudeginum 25. jan. til sunnudagskvölds 28. jan„ og er aðgangur að henni ókeypis. Við afhendingu myndanna lét Hirschfeld ambassador þess getið, að hann vonaðist til þess, að þær ættu eftir að verða bæði nemend- um og kennurum til mikillar gleði og ánægju í framtiðinni, og þar eð foreldrar ættu ekki greiðan aðgang að myndunum í skólunum, væri vel til fallið að halda þessa sýningu, áður en þeim verður end anlega komið fyrir. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra þakkaði gjöfina, og þann hlýhug, sem í henni fælist. Á sýningunni eru meðal annars myndir eftii málarana Emil Nolde, Faul Klee, Franz Marc og Maz Beckmann. Islandskynning í frönsku sjónvarpi Fréttamönnum var í fyrrad. boðið að horfa á kvikmynd, sem fransk- ir sjónvarpsmenn tóku síðastliðið sumar hér á fslandi. Myndin er stutt, sýningartími u.þ.b. 20 mín- útur, þar kennir ýmdssa grasa. Hún sýnir m.a. þar sem verið er að kafa eftir hlutum úr „Pour- quoi Pas?“ sem fórst hér við land aðfaranótt 16. september 1936. Þar má sjá örstuttar svipmyndir frá fiskveiðum, söltun, íshúsvinnu, harðfisk hangandi á rám, hval- skurð í Hvalfirði og stúlkur, sem vinna að garðiækt. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, gengur um á Bessastöðum og sýnir landar eignina. Enn fremur má sjá for- setann í sundi. Ber að sjálfsögðu mikið á því, sem mesta furðu vekur hjá erlend um gestum, sem hingað koma, heita vatninu, borholunum í Krísu vík, sundlaugunum og geymunum á Öskjuhlíð. Örfáar myndir eru sýndar af náttúrufegurð fslarids. Ber þar helzt að telja Gullfoss, Kerið í Grímsnesi og sólarlag í Reykjavík. Aftur á móti er síðasti hluti myndarinnar helgaður Kefla- vík og ameríska hernum. Má þar sjá hermenn labba um götur' með handleggjaslætti og bakhluta á tveim mönnum í vinnufötum, með ísland málað á bakið á sér. Enn fremur er þar sýnt samtal tveggja manna í sjónvarpinu í Keflavík. Kvikmynd þessi mun hafa verið sýnd í franska sjónvarpinu í haust og trúlega megum við íslendingar vera ánægðir með hana. Lögregluþjónsstaða Staða lögregluþións á Akranesi er laus til umsókn- ar frá og með 1. apríl n. k. Laun samkvæmt launa- samþykkt Akranesbæiar. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 30 ára, ef þeir hafa ekki gegnt slíku starfi áður. Umsóknir, ásamt Ijósmynd af umsækjanda, og meðmæli, ef til eru, skulu send bæjarfógetanum á Akranesi fyrir 10. marz n. k. Bæjarfógetinn á Akranesi, 23 janúar 1962. Þórhallur Sæmundsson. Uppboðsauglýsing Uppboð það, sem fram átti að fara 22. jan. s. 1. á vb. Sigurfara S.H. 43 frá Ólafsvik, þingl. eign Helga Salómonssonar o. fl. samkv kröfu Fiskveiðasjóðs íslands verður haldið hér í skrifstofunni mánudag- inn 12. febrúar n. k. kl. 13,30. Bæjarfógetinn á ísafirði, 22. jan. 1962. Jóh. Gunnar Ólafsson. ' Iprðin Norður-Hvoll í Mýrdal er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við ábúanda og jarðareiganda. Kristján Bjarnason. TÍMINN, föstudaginn 26. janúar 1962 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.