Tíminn - 31.01.1962, Síða 13

Tíminn - 31.01.1962, Síða 13
Stemma skal á að Osi Nú hin síðari ár hafa í sveitum landsins risið af grunni mörg svo kölluð „félagsheimili“. Hefur mik- ið kapp verið á það lagt af sveita- fólkinu, að koma þessum heimilum upp, og hefur það hvorki sparað til þess fé né fyrirhöfn. Var það hugsjón þeirra, sem fyrir þessu hafa staðið og að því unnið, að þetta yrðu eins konar menningar- miðstöðvar sveitanna. Hér gæti fólkið komið saman til funda og samkomuhalds, hér skyldi vera að- staða til leik- og kvikmyndasýn- inga, bókasöfn, aðstaða til tóm- stundaiðju o. s. frv. Þá var þess og vænzt, að heimili þessi yrðu veiga- mikill þáttur í þeirri viðleitni, að halda fólkinu í sveitunum, þau áttu að verða tæki til þess, að fólkið í dreifbýlinu gæti að nokkru bætt sér upp einangrun og fábreytni hversdagslífsins og safnazt saman við og við, sér til hressingar og sálubóta. En hvað hefur svo skeð? Nú ber- ast þær sögur hvaðanæva, að þess- ar stofnanir, sem áttu að vera stolt og prýði sveitanna og fólkinu til andlegrar og líkamlegrar uppfyll- ingar og menningarauka, séu að verða gróðastíur drykkjuskapar og ólifnaðar. Þetta er hörmulegt áfall fyrir þá, sem barizt hafa fyrir þess- um málum, fyiir sveitirnar, sveita- menninguna og þjóðina í heild. Mun ekki ofsagt, að allir ábyrgir menn hafi áhyggjur af því, hvernig þessum málum er komið og von- brigðin séu mikil, að svo skyldi fara sem raun ber vitni. Munu all- ir á einu máli um það, að eitthvað þurfi að gera til að ráða bót á þessu ófremdarástandi. En hvað á þá að gera, hvaða ráð eru vænlegust til úrbóta? Eg las það í blaði nýlega, að í Eyjafirði hefði verið stefnt til fundar hópi mætra manna til að ræða þetta mál og þar verið gerðar ýmsar samþykktir til varnar þessum ófarn aði. En eru það nú fyrst og fremst nýjar samþykktir og reglugerðir, sem okkur vantar, væri ekki rétt að byrja á því að framfylgja bétur þeim, sem fyrir eru, áður en fleiri eru settar, sem þá kynni að fara cins um, að þær yrðu nánast að- eins pappírsgögn? í lögum mun vera það ákvæði, að óheimilt sé, að selja eða veita unglingum innan 21 áre aldurs á- fenga drykki. Mér er spurn, hvern- ig stendur þá á því, að hver ungl- ingur, allt niður til fermingarald- urs, getur orðið sér úti um áfengi, ef hann óskar þess? Hvar leynist sú uppsprettulind, sem þessum unglingum er svo auðratað að? Hann verður að finna, því að það er einmitt þessi uppspretta, þesíri á, sem stemma verður að ósi. Tak- ist það, mun hitt að mestu hvertfa af sjálfu sér, því að eins og allir vita, þá er það vínnautnin, sem er undirrót alls þess illa, sem hér er að gerast. Að grípa til ráðstafana, eins og þess, að leyfa ekki unglingum inn- an 16 ára aldurs að sækja sam- komur félagsheimilana, og að lok- unartími skuli vera kl. 23,30, finnst mér mjög fjarstæðukennt og óheil brigt. Það ber ekki fullorðna fólkinu gott vitni, ef framkoma þess og fordæmi er þannig, að það verki siðspillandi á börn og unglinga að vera með þeim á samkomum. Vit- anlega ætti þetta að vera þveröf- ugt. Og hvað eiga þá unglingarnir við sig að gera, ef á að útiloka þá frá þessum stofnunum, sem áttu jafnvel fyrst og fremst að vera æskunni helgaðar, til andlegra og líkamlegra skemmtana og þroska. Þá finnst mér einnig hitt ákvæð- ið, sem ég nefndi, um lokunartím- ann, vera mjög fjarstæðukennt. Sveitafólkið er yfirleitt ekki laust frá störfum, fyrr en nokkuð er lið- ið á kvöld. Mundi þá verða stuttur tími til skemmtunar, ef undantekn- ingarlaust ætti að loka þessum hús- um kl. 23,30. Sé ég ekkert á móti því, að t. d. á laugardagskvöldum, mættu skemmtanir standa lengur frameftir, og væri það nokkuð fólkinu sjálfu eða forráðamönnum samkomanna í sjálfsvald sett hverju sinni. Það, sem ég tel því, að fyrst og fremst þurfi að gera til að ráða bót á núverandi ófremdarástandi í sambandi við skemmtanalíf sveit- anna, er: 1 Að lagaakvæðum um, að ungling um innan 21 árs, sé hvorki selt né veitt vín, sé slranglega fram- fylgt, og séu þung viðurlög við brotum á þeim. 2. Að bönnuð sé algerlega vínnautn á samkomum félagsheimilanna, og hver, sem gerir sig sekan um að hafa þar vín um hönd, sé taf- arlaust rækur þaðan. Takist petta hvoit tveggja, mun skemmtanalíf sveitanna aftur kom- ast á það stig, að menn sæki sér þangað, svo sem áður var, andlega hressingu og holla skemmtun, og engir foreldrar þurfi að óttast, að börn þeirra leiðist þar á villigötur. Stefán Kr. Vigfússon. Hjálparbeiðni Sunnudaginn 21. jan. 1962 brann íbúðarhúsið í Tröð í Fróðárhreppi til kaldra kola. Heimilisfólkið þar missti þar öll sín föt nema það, sem það stóð í, allt innbú, smátt og stórt, því að engu varð bjargað. Hús og innbú var mjög lágt vá- tryggt. Hefur fólkið því orðið fyrir stórkostlegu tjóni. Heimilisfólkið í Tröð er: bóndinn Magnús G. Árnason, 77 ára gamall, kona hans, Ragnheiður Skarphéð- insdóttir, 69 éra gömul og heilsu- lítil. Uppeldissonur þeirra, Guð- mundur Pálsson, 23 ára gamall. Einnig átti þar heima Hjörtur Árnason, húsmaður, öryrki, 61 árs gamall. Viljum við undirritaðir fara þess á leit, að allt gott fólk hlaupi nú undir bagga og hjálpi fólki þessu. Við undirritaðir munum taka á móti gjöfum til fólksins. Einnig höfum vér beðið öll helztu dag- blöðin í Reykjavík að veita gjöfum til fólksins móttöku. íslendingai hafa oft brugðizt rausnarlega við, er til þeirra hefur verið leitað með hjálp og treyst- um við því. að svo muni einnig verða í þetta sinn. Með fyrirfram þökk fyrir veitta hjálp og aðstoð. Ólafsvík, 23. jan., 1962. Magnús Guðmundsson, sóknarprestur. Ólafur Bjarnason, hreppstjóri Fróðárhrepps. Guðbrandur Guðbjartsson, . hreppstjóri’ Ólafsvíkurhrepps. er frjáls o.oo getið þér eignazt þessa nagnsritvél, með 35 cm og ýmsum öðrum nýtízku útbúnaði. £ Helgasen & Melsted Rauðarárstíg 1 Sími 11644 I TIMINN, miðvikudagur 31. janúar 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.