Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1962, Blaðsíða 9
Jón Þorsteinsson í ám og giljum og líka voru moldargöturnar víða sleipar af því. Komum við til Borgarness snemma dags þann 13. og hafði ferðin þá tekið rúman hálfan annan sólarhring. — Hvernig var það, keyrðir þú bílinn sjálfur alla leiðina, eða var einhver, sem gat leyst þig af og hvílt þig? — Halldór H. Jónsson greip aðeins í stýrið spotta og spotta, en hann var þá mjög lítið van- ur akstri, svo að það var aðeins á köflum, þar sem vegurinn var beztur. — Þetta ferðalag hefur vak- ið talsverða athygli, var það ekki? — Jú, eitthvað var minnzt á það í blöðum og umboðsmaður Ford var afar hrifinn af þessu. Hann hólt mér veizlu næst, þeg ar ég kom til Reykjavíkur, og lét mig hafa dekk og ýmsa vara arfjörð og norður, komst lengst norðuij} að Fnjóská, en fór venjulega í Skagafjörðinn. — En hvernig stóð á því, að þú fórst svona langt í þetta sinn? — Ég fékk skipun um að fara f eins langt og ég kæmist norð- j ur: Þetta var annað sumarið, i sem ég var í þessu og ég komst þangað. En yfir Fnjó=ká komst hefillinn ekki, brúin var of mjó, svo að ég mátti snúa við. En ég neitaði alveg að fara t lengra en í Skagafjörð eftir I þetta. Það var meðfram af því, § að í þessari ferð komst ég nær S því en nokkru sinni annan § tíma að missa hefilinn út af 1 veginum og ofan í gil. Það yár i á Öxnadalsheiði, í brekku fyrir ffi ofan Bakkasel í rigningu og % mikilli hálku, að karl fór að I renna og þegar hann byrjaði | á því, var engin leið að ráða | við neitt. En einhvern veginn tókst mér að rétta hann af á síðustu stundu og hitta á brúna á gilinu. — Ekki hefur nú hefillinn verið lipur í snúningum eða léttur fyrir? — Nei, það var erfitt að kom ast á honum þar sem vegur var hlykkjóttur t.d. upp Vatnsskarð ið. Þar þurfti að bakka í hverri beygju og oftar en einu sinni í sumum. Og þar sem vegur var laus, hætti honum til að grafa sig niður að aftan. Afturhjólin voru 800 pund að þyngd, hvort um sig úr gúmmíi í gegn, steypt utan á felgurnar. Meðan allar rennur voru úr timbri, kom það stundum fyrir, að þær brotn- uðu undan heflinum. — Þá hefur nú tekið af gam- anið. — Ójá, ég man eftir því, ég held fyrsta sumarið, sem ég var í þessu, að renna brotnaði und an honum að aftan inni í Bjarnadal og þá var hann svo 1 djúpt sokkinn, að það var seil- | ingarhæð upp í framhjólin. Þá i vildi til, að það var verið að g byggja brúna á Bjarnadalsá og öm aldarfjórðungsskeið hafa lög um ríkisútgáfu námsbóka verið í gildi. Þau voru sett fyrir atbeina Vilmundar Jóns- sonar, fyrrv landlæknis, og fleiri góðra manna. Við eldri menn í kennara- stétt munum þá tíð, er hin mesta ringulreig var á bóka- kosti, sem barnaskólum hæfði og þeim erfiðleikum. sem oft var þá við að fást til þess að börn hinna fátækustu fengju bækur Námsbókaútgáfan bætti því úr brýnni þörf. Með almennu námsbóka gjaldi studdi hver annan og öll börn fengu þær skólabæk- ur, sem þau þurftu. Þær voru ag vísu misjafnar að gæðum. — og eru enn. En þær hafa smátt og smátt orðið fjölbreyttari að efni og fallegri útlits. Og þótt ekki hafi allir verið ánægðir með þessa skipan mái anna. eða með eitt og annað í fari útgáfunnar, mun þó það sannast sagna nú, að enginn vilji leggja hana niður. Enda væri það hið mesta óráð. Miklu fremur á ag efla hana og styðja til víðtækari starfsemi fyrir skólana, enda má segja. að starf hennar stefni nú til þeirrar áttar. Þaðj er, vissulega ánægjulegt fyrir okkur gömlu skólamenn- ina að líta inn í skólavörubúð námsbókaútgáfunnar í Hafn- arstræti hér i borg. Þar er vissulega margt á boðstólum. sem girnilegt er fyrir þann. sem við fræðslustörf fæst. Oft söknuðum við þeirra bóka og tækja. sem við vissum meðal starfsbræðranna í ná grenninu. Og oft reyndum við að fá verzlanir til að hafa ým- islegt af slíku á boðstólum. en gekk misjafnlega Skal þó ekki Guðm. Gamalíelssyni gleymt sem átti bæði vilja og nokkra getu tvl þessara hluta, en kvart aði undan fáum óskum og litl um viðskiptum. Og fleiri komu þar til sögu. en gáfust bráð- lega upp. En nú er kominn þarna að- ili til skjalanna, er líta má á sem einn liðinn i þeirri þjón- ustu, sem námsbókaútgáfan rækir, þótt sjálf verzlunin muni ekki heyra henni til nema á óbeinan hátt En mikilsvert er að hvort tveggjq sé i tengsl um innbyrðis. svo að eitt geti annað stutt Þarna er úrval af kortum. jarðlíkunum og margs konar tækjurn, sem bíða eftir því að þau verði notuð til ag gera kennsluna ánægjulegrl og nota drýgri. Og það er vissulega p.ftirsóknarvert. Námsbókunum fjölgar og bær verða fallegri og girnilegri og munu vekja meiri gleði en þær gömlu. þvi að alltaf vill augag hafa nokkuð og á börn verkar litaskraut örvandi Fjöldi myndanna eykst og ger- ir bækurnar forvitnilegri og eigulegri. Það er því ugglaus framför að því. að gera bæk- urnar fallegri og auðugri að myndum. y' Hitt er svo náttúrlega höfuð atriði. að innviðirnir séu eftir því. Og ekki ber að efast um það, að yfirleitt muni einnig þar vera um framför að ræða. þótt alltaf sé hægt að deila um eitt og annað í því sambandi Þarna er nýkomin heilsu fræðibók eftir Pálma Jósefs son skólastjóra, falleg að ytra útliti og myndum skreytt Hef ur Pálmi áður sýnt það. að hann kann að velja og skipu- leggja námsefni til kennslu. svo sem ætla má af snjöllum og þaulvönum kennara En annars má segja þag um kennslubækur almennt, að kostir þeirra og gallar komi bezt í ljós við notkun. ef ekki koma annarleg sjónarmið til. og þvi sé eðlilegt að á þá sé einkum hlustað. sem eiga að nota þær. — Heyrt hef ég því haldið fram, að einungis fag- menn eigi að skrifa kennslu- bækur, t. d. læknar heilsu- fræði o. s. frv. Víst geta þeir það og hafa gert En samt held ég, að oftast nær verði kenn- arar betri höfundar slíkra þóka. Þeir munu kunna á því bezt skil, hvernig skynsamlegast og eðlilegast sé að bera efnivið- inn „á borð“. svo að vel sé. Og hér á ekki að vera um annað að ræða en almennan fróðleik. Snorri Sigfússon sem alls staðar er tiltækur í slík verk, og þvi engin ofætlun að fara rétt með efni. Og mér sýn- ist þessi bók Páima hæfa 12 ára börnum, sem hún mun líka ætluð. Þá er nýkomin bók i grasa- fræði eftir Geir Gígja með teikningum eftir Bjarna Jóris- son. Þetta er sérlega falleg bók og er sennilega að henni stór fengur fyrir eldri börn og ungl inga. Og það held ég, að gott væri og nytsamlegt, að nota maímánuð meira og betur, þeg- ar vel vorar, til þess að fara með slika bók í hópi nemenda út f gróðurríki náttúrunnar. vaknandi af vetrardvala, og létta þar með eitthvað af hinu þreytandi og gagnslitla prófa stússi þennan vormánuð Þessar tvær bækur eru nú sendar út til íhugunar og reynslu, og kennarar beðnir um tillögur, ef þeir telia breyt inga þörf. Þetta eru skynsam- leg vinnubrögð og fróðlegt get ur það orðið fyrir höfundinn og gagnlegt, að kynnast um- sögnum og ti’lögum notend anna áður en bókin er endan lega gefin út. Þá eru þarna að koma lausu blöðin til lestrarnáms. Slík blöð tókum við upp á Akureyri fyr- ir 25 árum og létum fyrst fjöl- rita og síðar prenta. Mínútan og síðar Byrjandinn o. fl hafa þótt hentug og gagnleg og ver ig miög mikið notuð í skólum hin síðari ár Nú er námsbóka- útgáfan komio með slík blöð, svinuð Bvrjandanum í nýjum og girnilegri búningi fyrir börnin. Þetta er gott verk. sem kennarar munu notfæra sér. Það er ótrúlega mikill styrkur í glímiin-ni við lestrarnámig að hafa laus blöð ti-1 æfinga upp á að bjóða Þá þykir mér hýsna forvitni legt Ihla heftið- ,.Við syngjum og leikum“, sem gefig er út að tilhlutan Söngkennarafélags f=lands. Þarna hygg ég að vel sé og rétt af stað farið með slíka útgáfu. Þar er gripið á Tmdinstöðuatriðum. Og því ber að fagna þessu pg hvetja þá til að nota slíkt. sem það geta. Og skemmtilegt finnst mér líka litla heftið hans Jóns Ás- geirssonar. Hljóðfall og tónar, létt og látlaust. en vandlega hugsað virðist mér. og létt að fást við. Svipað sá ég hjá norsk um kennara fyrir mörgum ár- um og lét hann vel af Allt þetta er gott og blessað og vonandi hvöt til aukins söng lífs, því að bað er höfuðatriði bessara mála að glæddur verði áhugi á söng í skólunum, svo að börnin syngi og hafi ánægju af, syngi með fjöri og af hjart ans lyst. Gott er það að sjálf- sögðu að fá tilsögn með notk- un raddarinnar á barnsaldri En ekki má það verða að tepru skap, sem kæfir alla sönggleði nog allan söng. Ég held, að einraddaður söngur sé of lítið iðkaður. Söngur fjörgar og glæðir góðan félagsanda. Hann er uppalandi til góðra hluta og má hvergi vanta í neina upp- eldisstofnun. — „Þar sem söng list dvín er dauðans ríki — stendur þar. Og jafnan þótti mér dapurlegt að koma i söng lausan skóla Sjálfsagt er að mennta nemendur í tónfræð- um og kenna þeim nótnalestur, en varla hafa allir gagn af því. En allir sem einhverja rödd hafa til söngs, og þag munu flestir hafa. eiga að fá að nota hana, læra lög og syngja. Þá er þarna nýkomin átthaga fræði eftir ísak Jónsson skóla- stjóra. Þetta er allstór og viða- mikil bók, handbók fyrir kenn ara, sem vafalaust mun koma þeim að góðu gagni. Annars er það svo og hefur jafnan verið, að kennarar eru ekki á eitt sáttir um form náms bóka. Sumir kjósa þær alllang- ar og talsvert ýtarlegar, aðrir stutt ágrip. Hvort tveggja hef- ur til síns ágætis nokkuð. Viða mikla og langa kennslubók er ekki vandalaust að kenna, t. d. f stuttum skóla, svo ag notum komi Slíkar bækur hafa aftur á móti sitt mikla gildi við heimalestur og sjálfsnám. Stutt ar og hnitmiðaðar kennslubæk ur munu taldar hentugri í skól 'um, en þeim þarf þá að fylgja lestrarbók. sem gerir megin- efni þeirra betri skil Stutta bókin er þá beinagrindin, en (Framhald á 15. síðu). hluti upp á 500 krónur í verð- launaskyni. Fimmhundruð kall- inn var meira virði þá en nú. Meðan við höfðum hlýtt á frásögn Jóns af ferðalaginu, höfðum við drukkið kaffi, sem kona hans, Elín Jónsdóttir, sem ættuð er frá Einifelli i Staf- holtstungum, bar fram. Tvíveg is hefur Jón verið kallaður frá til þess að afgreiða benzín, en hann hefur með höndum benzínafgreiðslu fyrir B.P. Það er tekið að bregða birtu. Út um gluggann sjáum við dreng- ina. Þeir eru búnir að koma bílnum í lag og keppast við. Þeir flytja sand, eru sennilega að bera ofan í veg. Þegar Jón kemur inn aftur, erum við .við- búnir og spyrjum: — Þú varst lengi veghefils- stjóri? —í nærri sextán ár frá 1931 —1946. Annars var það ein- göngu á sumrin fyrst framan af. Eftir að frost komu, vann ég í áhaldahúsinu hér í Borgar nesi. — Hvernig starf var þetta? Var það ekki erfitt og lýjandi? — Maður þóttist góður að fá þetta, því að það var svo vel borgað — króna á tímann — tíu aurum hærra en venjulegt verkamannakaup. En erfitt, jú, þessi hefill var einn af þremur, sem fyrstir komu til landsins. Á honum var allt gert með handafli, tönnin dregin upp með höndum og ef eitthvað átti að nást, þegar heflað var, varð að halda tönninni niðri með hand- afli. — Fórstu víða í heflingar- ferðum? — Ég fór vestur um Dali. út á Snæfellsnes, um allan Bor^- gai C5 ícugiu uiiiuui skjóta undir hann um leið og hann var tjakkaður upp. — Hvað gerðirðu, þegar þú hættir á heflinum? — Ég keyrði hjá vegagerð- inni og eigin bíl í vegavinnu. meðan ég gat eitthvað unnið, sem vinna gat heitið, en núna dútla ég bara við benzínaf- greiðslu. Dyrnar opnast og inn koma drengirnir, sem við sáum. þeg- ar við komum Annar þeirra heldur á veghefli undir hend- inni: „Amma, komdu að spila, segir sá yngri. Þegar við kom- um út, er búið að kveikja götu ljósin. Við biðjum um benzín á bílinn, sem kemur nýr og betri af verkstæðinu. Jón dælir á bílinn. drengirnir standa hjá. og þe.gar við höfum kvatt, sjá- um við, að hann leiðir þá inn, hvorn við sína hönd. Þannig hefur hin eldri kyn- slóð. sem tók vaxin við véla- menningu nútímans, leitt hina yngri inn í heim tækninnar. þannig að faðir kennir syni og sonur tekur við af föður og heldur áfram því ’verki, að auð velda ferðalög fólks. færa lands hluta nær hvern öðrum S. Þ. Tf M I N N, sunnudagur 1. apríl 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.