Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1962, Blaðsíða 9
m ensku, já, ég man eftir að hafa líka séS rússneska þýðingu, og vísast er, að hún hafi verið þýdd á enn fleiri mál, auk ein- stakra kafla og brota. Smekk- ur breytist, og því koma nýjar og nýjar þýðingar á sama máli. Lengi vel, t.d. á ensku aðeins þýðing Dasents, sem m.a. kom aftur og aftur út í Everyman’s Library og fór víða. Málið var fyrnt, en kraftmikið og list- rænt. Á síðari tímum hneigj- ast menn að þýðirigum á eðli- legra máli, og nýlega hafa kom ið út tvær Njáluþýðingar á ensku, sem bera merki þeirrar viðleitni. Önnur er gerð af ís- lendingnum Hermanni Pálssyni lektor í Edinborg, og Magnúsi S. Magnússyni, blaðamanni i Glasgow. Hún er mjög vönduð, nákvæm og lifandi, Hún kom út í Penguin-safninu og virðist munu ná mjög mikilli út- breiðslu. Þeir gefa út bæði sí- gild verk og reyfara í Penguin, eins og titt er um vasabókaút- gáfurnar. Slíkar útgáfur af ís- lenzkum ritum þyrfti líka að koma í tilsvarandi þýzkum og frönskum söfnum. — Er margt skylt með Eddu- kvæðunum og Hómerskvæðum, eins og stundum er haldið fram? — Já, hætt er nú við, en það væri efni í annað viðtal. — Hvað segið þér um atóm- skáldin, eru þau höfuðspillir íslenzkrar Ijóðagerðar? — Fyrst er nú að vita, hvað átt er við, þegar talað er um atómljóð. Stundum er orðið haft um órímuð ljóð en stuðl- uð, eins konar frændur forn- yrðislags, sem ég hef ekkert á móti. Stundum er orðið notað um rímuð ljóð, en óstuðluð. Þau finnst mér ógn leiðinleg. Stundum heyrir það, sem menn kalla atómljóð, undir prentlist, en ekki skáldskap. Tekin eru orð og setningar og raðað upp á blað eftir prentkúnstarreglum Prentlist er ágæt, en hún kem ur ekki skáldlist við. Stundum kalla menn atómljóð það sem er alls ekki Ijóð, heldur lýriskt óbundið mál. Baudelaire gef einu sinni út „poemes en prose“. Það voru þess konar smáþættir. Nafn villir, menn halda að Baudelaire hafi ruglað saman bundnu og' óbundnu máli, en hitt er þó sannast, að hann lagði ekki minni rækt við kveðskáp en Egil. Sem sagt, orðið atómljóð segir ekkert, af því að það er haft í einura graut um marga óskylda hluti — Tókuð þér snemma tryggð við Eddukvæðin? — Fyrst hafði ég lesið Snorra-Eddu þegar ég var svo sem tíu ára. Nokkru síðar kom ég gestur á bæ í heimasveit minni, Mýrdal. Þar var maður, sem átti Sæmundar-Eddu. Ég fékk að líta í hana og átti eríitt að slíta mig frá henni. Næst þegar ég fékk færi á, fór ég til Víkur til að athuga, hvort hún fengist þar, sem var, og ég keypti hana. Þetta var út- gáfa Finns og skýringar fáar, en ég skildi kvæðin í heild og lét það nægja að sinni. Líka var yfir þeim einhver leyndar- dómsfull hula þannig, en það gerði ekkert til, þó ég skildi ekki allt. Á næstu árum orti ég svo ókjör af Eddukvæðum. Þau eru öll týnd og tröllum gef in, en það hefur víst ekki orðið neinn skaði fyrir bókmenntirn ar. — Teljið þér, að almenning- ur á íslandi hafi enn mikinn áhuga á hinum foma kveð- skap? — Það eru ótrúlega margir, sem kunna kynstur í Eddukvæð um. Þau eru vitaskuld ólíkt að gengilegri en dróttkvæðin. Þó hafa margir ungir menn líka gaman af að brjótast í gegnum þau. En svona sem dæmi um það, hve forni skáldskapurinn á enn sterk ítök í almenningi á íslandi, get ég sagt þetta: Einu sinni hringdi síminn hjá mér seint um kvöld, það var komið fram á tólftu stund. Þetta var sjómaður, -sem vildi fá úr því skorið, hvort lína i Hávamálum væri svona eða hinsegin. Það var um veðmál að ræða og þoldi ekki bið. Hann var að^æða við skips- félaga sinn. Tveir sjómenn ræddu um Hávamál og veðjuðu um. Ég held tæplega, að svona gæti komið fyrir, og verið al- gengt, um alþýðufólk annars staðar á íslandi. . ' - i :t:i. j - 'nrOhi mtív Útgefendur nú á dögum mættu öfundast yfir bókarsíðu eins og þessari: Síða úr Skarðsbók. Gráskinna hin meiri Gráskinna þjóðsagnasafn dr Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórð arsonar, kom út í fjórum heftum á árunum 1928—1936. Þóttu það t’ðindi eigi alllítil, er slíkir menn lögðu saman í púkk — tveir meist arar íslenzurar tungu og fræðar- ar og átrúnaðargoð lýðsins. Grá- skinna varð líka mikil hefðarbók t þeirra höndum. Nú er komin út Gráskinna hin meiri, stórt rit í, tveimur bindum. gefið út af Þjóðsögu, er einnig kostaði hina nýju og vönduðu út- gáfu af Þjóðsögum Jóns Árnason- ar sem kunnugt er. Er fyrra bindi endurútgáfu gömlu Gráskinnu, sem uppseld er fyrir löngu, en nýtt efni í hinu síðara. Er þar sam ankominn sá fengur þjóðsagna, sem þeim Sigurði og Þórbergi hef- ur safnazt síðan fyrri útgáfunni lauk, og fyllir hálft fjórða hundrað blaðsíðna. Það er skemmst af Gráskinnu hinni meiri að segja, að þetta er em fegursta bók, sem hér hefur verið gefin út. Mun Hafsteinn Guðmundsson. prentsmiðjustjóri í Hólum, bar sem bókin er prentuð, hafa haft þar alla forsögn. Ber þar að sama brunni um gerð og band bókarinnar Hér hefur ekki verið kstað höndum til neins — allt unn ið af frábærri smekkvísi og natni. Árangurinn er forkunnarfögur bók. Og úigefandinn hefur viljað slemma stigu við því,að fólk spillj góðum grip af ógætni,, því að rit- ínu fylgja ieiðbeiningar um það, hversu fara skuli höndum um bæk ur, sem eru nýkomnar úr bók- bandi. Um efnið verður hér farið fljótt yfir sögu. Það nær frá Þorgeirs- bola til hinna ókennilegu dýra, sem gengu a land við Laxárósa og Heiðarhöfn á Langanesi haustið t958, og raunar kjarni þess þátt- ar endurrit úr dómabók Þingeyj- arsýslu, því að þeir, sem dýr þessi sáu, voru yfirheyrðir af yfirvald- inu. Er það fágætt innlegg í þjóð- sögur. Af þessu sést, að hér er greint frá atburðum og fyrirburð- u.m á síðustu misserum, en annað er frá gamalli tíð og hefur lengi gengið í munnmælum, og eru af- arfjölbreyttar að efni. En sums staðar, þar sem næst er höggvið nútíðinni, hefði þó farið betur á. að sögur fengju að liggja um stund óbirtar og bíða Gráskinnu hinnar mestu, því 8ð í slíku safni getur margt að borið, sem fólki er við- kvæmt, ef of brátt er við brugðið og tíminn iiefur ekkj fengið að vinna sitt verk Ef til vill líta sumir þjóðsögur þeim augum, að þar sé verið að ala á gamatli hjátrú. En slíkt er einhliða dómur. Nordal segir: „Á þessj fræð; má líta frá ýms- um sjónarmiðum. Flestir lesend- ur munu fyrst og fremst hafa þau sér til dægrastyttingar, láta sanr.- indi og skýringar liggja milli hluta . . . Sumir lesa þau til fróð- leiks, sem heimildir um háttu, trú og smenk þjóðarinnar, og á þvi leikur ekki vafi, að þar er saman komið mikið og merkilegt efni í menningarsögu vora. Og enn eru þeir tesendur, sem sækjast eftir slíkum sögum, og þá vitan- lega þeim, sem bezt eru vottfest- ar, sér til sáiubótar, til styrkingar þeirri trú, -em hjátrú nefnist.“ Og þeir, sem þá trú hafa, eru ekki liklegir til þess að láta setja sér stólinn fyrir dyrnar, „þyí að hjá- ítú hafa menn ekki, fremur en hjá konur, nema af frjálsum vilja og fúsum“, segir Nordal. Pórbergur ÞorSarson. Slgurður Nord.il Við skrásetningu Gráskinriu hef ur verið fyigt þeim reglum, sem fyllstar verða gerðar til þjóðsagna ritara. Frásdgn sögumanna, munn- íegri og skriflegri, hefur verið fylgt vandlega og engar þær breyt ingar gerðar, er raski efni eða stíl Vegna þessarar virðingar fyr- ir tungutaki sögumanna hefur safnið einnig málfarslegt gildi, og þar bregður fyrir mörgum sér- kennilegum orðmyndum, sem safn enndur hafa látið standa óbreyttar. þegar þeir hefluðu bersýnilega agnúa. Því reis Gráskinna hátt yf- ir fjölda þjóðsagnasafna, þar sem r.ákvæmni og vandfýsni, er oft ekki' sem skyldi — jafnvel í sumum fyllt í eyðuinar með sögum, sem eru diktur skrásetjaranna og öðr- um breytt til þess að samræma þær sögulegum staðreyndum. Þess vegna má með fullri vissu segja, að Gráskinna hin meiri mun lengi þykja kjörgripur á sínu sviði, bæði af sínu innra gildi og þeim bún- ingi, er henni hefur verið snið- inn til ytra í Hólaprentsmiðju. J. H. RIT JÓNS Reykjavík, 20. des. — Rit Jóns Slgurðssonar, II. bindi, er komið út á vegum Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Efni þess er blaðagreinar Jóns Sigurðssonar Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur, sá um útgáfuna. Bindið er 401 síða að stærð og skiptist i tvo meginþættl, blaða- greinar um íslenzk efni í Christian- |a intelligenssedler og blaðagreinar úm dönsk efni í Christiania inteili- genssedler. Síðast í bókinni eru skýringar og athugasemdir. T í M I N N, laugardagurínn 22. des. 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.