Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.01.1963, Blaðsíða 15
Aldarminning Framhald af 5. síðu. inu stendur fyrirmyndin frá Commedia dcll’ arte (ítalska stílnum, sem ríkti frá 16. öld til byrjunar 18.), en á hinu leit inu sprettur upp Stanislavski, Listaleikhús Moskvu, með sín dæmalausu tilbrigði og ná- ViG taka á Geigia lítið herbergi fyrir bókageymslu, í bænum eða nágrenni. — Upplýsingar í síma 14179. Bæjargjaldkerastarfið hjá Húsavíkurbæ er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt meðmæl- um og upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist bæjarstjóranum í Húsavík fyrir 15. febrú- ar n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri. Bæjarsfjórinn í Húsavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta sem auglýst var í 91., 93. og 94. tbl. Lögbirtings í vb. Faxa SF 56 (áður RE 32) eign Eymundar Sigurðssonar, Vallanesi, Höfn í Horna- firði, fer frarn að krofu Guðmundar Ásmundsson- ar, hrl., um borð í bátnum við bátabryggjuna í Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 24. jan. n.k. kl. 2 e. h. Uppboðshaldarinn í Skaftafellssýslu sam- kvæmt umboðsskrá, 16. janúar 1963 Björn Ingvarsson. Naudungaruppboð annað og síðasta. sem auglýst var í 91., 93. og 94. tbl. Lögbirtings í húseigninni Vallanesi á Höfn i Hornafirði eign Eymundar Sigurðssonar, Valla- nesi, Höfn Hornafirði, fer fram að kröfu Guð- mundar Ásmundssonar, hrl., og Útvegsbanka ís- lands, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. jan. n.k. kl. 10 árdegis. Uppboðshaldarinn í Skaftafellssýslu sam- kvæmt umboðsskrá. 16. janúar 1963 Björn Ingvarsson. Auglýsiö í TiMANUM kvæmni leikstíls og tilsvara. Á milli þessara tveggja fyrir- bæra, sem standa álíka langt hvort frá öSru og þau væru hvort á sínu heimskautinu, komumst við í kyhni við ótal aðferðir aðrar, sem margar stjórnast ekki af öðru en stund artilfinningu leikstjórans, en sumar eru sprottnar af leikhús- heimspeki eðn vísindahugs- un, eins og hjá Bertolt Brecht, sem leggur áherzlu á „þátt- töku áhorfandans í leiksýning- unni“. — Þeir, sem séð hafa leikara Listaleikhúss Moskvu flytja leikrit Tjekoffs „Kirsu- berjagarðinn" eða „Vanja frænda" undir stjórn Stanis- lavskis, hafa orðið vitni að miklum listviðburði, svo hár- nákvæm og óaðfinnanleg er bæði stjórn og leikur. Ekki eitt einasta atriði var tilviljun háð, nákvæmnin var einna líkust þeirri, sem viðhöfð er við æf- ingu og stjóm á ballett. En ballett og leiklist er tvennt, hvort með sitt listgildi og sér- stakar aðferðir. Máske mætti öllu heldur líkja sýningunum í Listaleikhúsi Moskvu við kvik myndir, þegar Stanislavski hafði lagt sfðustu hönd á leik- stjórnina, var listform þeirra orðið svo mótað og fullkomið, að minnti á málverk mikils málara. Norski skipstjóriEin Framhaid al 16 siðu lengd, 68 á dýpt og möskva- stærðin er 42 á alin. ■> — Eruð þi'ð einir hér við land? — Nei, hér er staddur annar bátur, liann kemur hingað í dag. Hann heitir Anna G og er cinnig frá Bergen, um 300 tonna skip, uppbyggður hval- bátur. Sá bátur er eign Hans Vindenes, sem er einn af sfærstú bátáútgérðafínönnún um heima. Han.n á að verr héraa fram í miðjan febrúar og gerir eingöngu tilraunir með flotvörpu. — Hvenær leggið þið upp? — Vi'ð förum fram á miðin í nótt. — Góða ferð og farvel. — Tak, tak. Viötaliö Framhald af 9. siðu. laust að við sjómenr.irnir ber- um kostnað af þeim. Svo mætti lika minnast á það, að sjómenn sýna-ekki allt af nægan félagsþrcska að mínu áliti. Þeir sækia illa fundi og gera of lítið að því að fylgja kjaramálum sínum eftir. Út- gerðarmennnirnir hata marga menn á launum til að fylgjast með sínum hluta; við þurfuin að standast þeim snúning á því sviði. Það er komið út á hættu lega braut að mínu viti, þegar þeir aðilar, sem eiga sameigin- legra hagsrnuna að gæta, standa í margra vikna verkfalls deilum til ag leysa ágreinings- mál sín. — mb: síld (Framhald at 9. sfðu.) lóðaði líka stöðugt á síld. Það var allstór torfa fyrir neðan okkur, en hún var of djúpt. Nú voru fleiri komnir af stað. Þeir voru bersýnilega margir, sem höfðu hug á sömu torfunni og við, og bátarnir kræktu hver fyrir annan, að því er virtist ósköp kæruleysislega eins og enginn væri í raun og veru að bíða eftir því ag kasta, heldur rétt sigldi þarna til þess að vera einhvers staðar. Svo fór síldin að þokast ofar og enn hertu bátarnir á sér. Það leyndi sér ekki, að kast var í aðsigi og enginn ætlaði sér að gefa eftir. „Ef það yrði nú sam komulag um að allir sigldu brott af staðnum og kepptust síðan um að verða fyrstir til baka, vaeri kannski möguleiki á því, að einhver gæti kastað“, sagði Víðir og glotti við. Síldin var kominn upp í 36 faðma og toppurinn raunar aðeins of- ar. Stöðugt þrengdist bátakös- in yfir toppnum og spenningur inn óx um borð. Það var auð- séð á svipnum á Víði, ag hann ætlaði ekki að gefa sinn hlut eftir. Svo kom kallið, klukkan fimm. Klárir, og sömu handtökin og fyrr. Víðir hafffi fundið smugu og nótin flaug út og kveikt var á kastljósunum. — Vafalítið hafa einhver miður falleg orð hrotið í hinum bátun um. Þeir voru heldur ekki all- ir á því að gefa sig, þótt okkar I n-- vær* fQrin.Einn sighli svo nálægt, :iö ekkl var annað sjá- anlegt en hann færi í nótina. Víðir kveikti á kastaranum og beindi honum að nótinni, en en allt kom fyrir ekki, hinn stefndi á hana. Þá snaraðist Víðir eins og elding í talstöð- ina og kallaði í dónann og spurði hvort hann ætlaði að sigla í nótina hjá okkur. Ein- hver kom hlaupandi upp í brú og hann hundskaðist í burtu. Kraftblökkin var komin í gang. Hægt og hægt silaðist nótin inn fyrir og hringurinn þrengdist. „Nágrannarnir" voru bersýnilega forvitnir, því þeir sigldu alveg að nótinni og beindu Ijóskösturum sínum að henni til þess að sjá hvort mik- il síld væri í henni. — Ég gæti trúað, að þetta væri stærra kast en áðan“, sagði Víðir, þeg- ÖryggE í akstri - hreinar bílrúður - WINDUS gluggaþvottalögur er hentugur og fljótvirkur. WINDUS fæst í mjög þægi- legum umbúðum, og þvi hand- hægur í hverjum bíl. . WINDUS þekkja allar hús- mæður WINDUS fæst í næstu húð. Einkaumboö: H.A Tulinius ar hálfnað var að draga nótina. Annars er ekki svo gott að sjá það enn þá, bætti hann við. En Víðir reyndist sannspár. Lestin fylltist og síldin streymdi í stíurnar á dekkinu, sem fylltust, ein af annarri. Þegar búið var að háfa, var gengið vel og kirfilega frá farminum á dekkinu. Segl var strengt yfir og rammlega fest niður með listum, sem negldir voru utan á. Þegar þessu var öllu lokig var klukkan orðin sjö að morgni. Það var farið að lifna yfir flotanum. Nokkr- ir bátar sáust með kastljósum, aðrir með vinnuljósum. Víðir II. var lægri í sjónum en þeg- ar við komum á miðin fyrir nokkrum klukkustundum, og þegar haldið var af stað gaf örlítig yfir hvalbakinn og skvettist á brúargluggana. Víð- ir skipstjóri gekk að talstöð- inni og kallaði á Guðmund Pét- urs: Guðmundur Péturs, Víðir II. Erum að fara af miðunum með 13—14 hundruð tunnur. Blessaður. Og Guðmundur Pét- urs, þ. e. Jón skipstjóri, svar- aði og endurtók töluna. Víðir II var kominn á þung an skrið í vesturátt. Ljósaborg- in á hafinu var að baki. Þeir voru að kasta eða leita. Sumir mundu verða heppnir og koma stuttu á eftir okkur; aðrir mundu bíða næstu nætur, því nú var útséð, að eklq þýddi að ætla að halda vesriú'. Síldin þar hafði sem sé revnzt vonar- peningur, aðeins einn bátur hafði þar fengið sjld um nótt- ina, eitthvað um fimm hundruð tunnur. Eg lagðist til svefns á áttunda tímanum. í gegn um svefninn heyrði ég Víði skipstjóra kalla í bát, er var á Isíð til Vest- mannaeyja með síld, og ætlaði að selja hana um borð í tog- ara. Það þýddi miklu meira verð fyrir aflann og hærri hlut fyrir áhöfnina. Víðir bað hann um að athuga, hvort hann gæti ekki líka losnað við farm- inn í togarann. Hinn vísaði Víði á að tala við Gunnlaug Stefánsson í Eyjum, hann hefði með þetta að gera þar, en togarinn var Júní frá bæj- arútgerð Hafnarfjarðar. Svo heyrði ég aftur, að Víðir talaði við Keflavíkurradíó. Þeir sögðu að þetta væri klappað og klárt í Eyjum, hann ætlaði að fara þangað inn. Ég samgladdist skipverjum í huganum og sofn- aði aftur með það. Við komum til Eyja um tvö leytið. Löndun hófst fljótlega, en gekk ekki að sama skapi vel; var vægast sagt argasta handabakavinna, en sjeppum því. mb BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Byggðarholti f Lóni, andaðfst í Landspítalanum hlnn 15. þ. m. — Kveðjuathöfn verður í Hallgrímsklrkju næstkomandi föstudag kl. 10,30. Fyrlr hönd vandamanna, Sigríður Benediktsdóttir. Jarðarför föður okkar og stjúpföður, JONS HJARTARSONAR, sem lézt sunnudaginn 13 þ m„ fer fram frá Fríklrkjunni á morgun, föstudag 18 janúar kl 1,30 e. h. Helga Jónsdóttir Margrét Jónsdóttlr Frederlksen Anna Benediktsdóttir Hjörtur Jónsson Móðlr okkat oy tengdamóðlr, VALGEROUR HELGA BJARNADÓTTIR andaðist 1ó þ m heimlli sínu Snorrabraut 81. Jófriður Jónsdóttir Guðmundur Lárusson Valgerður Gunnarsdóttir Arnkell Ingimundarson r í M I N N, fimmtudagur 17. jan. 1963. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.