Alþýðublaðið - 06.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1940, Blaðsíða 2
ALÞVÐUBLAÐIÐ MIÐVIK ÍJDAGUR 6. MARZ lð4Ö. 1) Það var hræðileg'a kalt, það snjóaði og það var farið að dimma. Það var á gamlárskvöld. Um götuna gekk lítil stúlka berhöfð- uð og berfætt. Hún hafði verið í klossum, en til hvers var það, klossarnir voru alltof stórir, UMRÆÐUEFNI DAGSINS, 2) og hún missti þá af sér, þeg- ar hún hijóp yfir götuna og annan klossann gat hún ekki ftindið aftur. 4) Og þarna gekk nú litla stúlk- an berfætt í snjónum. Hún hafði mikið af elí ispýtum með sér, en enginn hafði keypt af henni all- an daginn. Hún var ákaflega svöng oj; henni var kalt. arfjarðar 19 ára. ‘C' IMLEIKAFÉLAG Hafnar- f jarSar á um þessar mund- ir 10 ára afmæli — stofnað snemma á árinu 1930 fyrir for- göngu Halísteins Hinrikssonar. Fyrstu 4 árin iðkaöi félagfö aðallega fimleika og haföi þá margar fimleikasýningar. Síðan gekk það í í. S. í. og fór þá að taka þátt í íþróttamótum í 3) En hinn klossann tók vondur strákur og hljóp með hann í burtu. 5) í öllum gluggum sá hún Ijós og steikarilminn lagði út á götu. Því að það var gamlárskvöld. Rey.kjavík og hefir gert það ætíð síðan. I sambandi við afmælið efndi féiagið í síðustu viku til þriggja fimleikasýninga, fyrirlestra um í- þróttamál og sýndi auk þess í- þröttakvíkmynd. Síðast liðið laugardagskvöld hafði félagið samsæti og gerði heiðursfélaga þá Hallstein Hnriksson, Bjarna Bjarnason, skólastjóra að Laug- arvatni og Benedikt Waáge. — Kennarar hafa ávalt verið Hall- steinn Hinriksson, Gísli Sigurðs- son iog Fríða Stefánsdóttir. For- maður er Sigurður Gíslason. FO. Happdrættið og höppin, sem það veitir. Hressingarhælið, sem Hringurinn gaf og eng- inn minnist á. Gísli Súrsson og kötturinn með dósina í rófunni. Erlendu orðin og ís- lenzku nýyrðin. Vísa um stjórnina og brunann að Hriflu. Krossaregnið, verð- ugir og óverðugir. ■——o~— ATHUGANIIl HANNESAR Á HORNINU. —o— Happdrætti háskólans er nú enn einu sinni a® fara af stað. ÞaS hefir orðið miklu vin- sælla en flestir bjuggust við og aukast vinsældir þess stöðugt þó að margir verði fyrir vonbrigðum ár- Iega. Menn hugsa líkast til sem svo, að það sé eyðandi 15 krónum á ári til þess að eiga möguleika til að vinna 25 þúsund krónur. Marg- ir hafa orðið fyrir miklu happi í happdrættinu. Og það er áreiðan- legt, að það hefir gerbreytt æfi- kjörum margra. Þetta gerir það líka á þessu ári. Tíu sinnum á ári snýst hjólið. 10 sinnum á ári vona menn að gæfa brosi við þeim, í hvert skipti verða margir fyrir vonbrigðum, en alltaf fá einhverjir óskir sínar uppfylltar, sumir langt fram um það, sem þeir höfðu vonað. Svo segir Jósep Hún- fjörð: Háskólinn minn huga seiddi. höppin líka fann — 15 krónum einum eyddi, yfir þúsund vann. Og enn segir Húnfjörð: Hjartakæra vina, vak! Við skulum efna í sæng og lak. Háskólans í heppni rak. Happdrættið er fyrirtak! Auðna drýgist, yndið hlær, okkar nýi reisist bær — meyjan hlý og hjartakær, hundruð tíu eg vann í gær. Nú í dýrtíðinni vænta margir þess, að happdrættið bæti hag þeirra, hvað sem úr því verður. Grímur bóndi Sigurðsson kveð- ur: Létt er að bæta kjörin kröpp: — Keyptir nokkrir drættir! — Ef þú hikar, engin höpp engir draumar rætti*. Smáðu ei þessi gróðagögn, gömlum bundinn vana; láttu hjólið hafa sögn og hirtu vinningana. ,,DVALINN“ sendir mér þessar línur: ,,Mér datt í hug núna þegar frá því var skýrt að útlendur mað- ur hefði gefið hingað „stállunga" til Landsspítalans, sem auðvitað er stórhöfðingleg gjöf og vert að minnast lofsamlega — þessarar setningar, sem var of lítið áberandi í«skýrslu félagsmálaráðherra í Al- þýuðbl. fyrir nokkru: — Kvenfél. Hringurinn hefir gefið ríkinu Hressingarhælið í Kópavogi með öllu tilheyrandi. — Þetta finnst mér og kannske fleirum — stór- höfðingleg gjöf og er varla ofmælt að blöðin hafi stundum skýrt frá ómerkilegra efni. Vitað er að hin mestu vandræði eru með sjúkra- hús, svo að flest eða öll eru yfir- full af sjúklingum, en svo þegar ríkinu er gefið „tugþúsundavirði" — eins og sagt var um stállungað ■— heyrist þess hvergi getið. Og sannar fregnir hefi ég um það, að enginn úr ríkisstjórninni hefir lát- ið svo lítið að líta á gjöfina, og einn úr stjórnarnefnd ríkisspítalanna lét sjá sig þar rétt sem snöggvast rúmum mánuði eftir áramót, en þá var gjöfin afhent. Hvað veldur þessu tómlæti?“ „FYRIR NOKKRU var leikinn í útvarpinu sjónleikurinn Gísli Súrs- son og um það er ekki nema gott eitt að segja. Litlu síðar skrifaði einhver maður um leikinn og hrósaði honum og meðferð leik- enda ó hlutverkunum — að mak- leikum — nema vopnagnýrinn í síðasta þætti hefði verið ófær — líkast því og þegar köttur hlypi yfir möl með tóma blikkdós bundna í rófuna. — Nú vil ég spyrja mann þann, sem þetta hefir skrifað, hvort hann skammist sín ekki að láta slíkt fra sér fara. Er hann vanur svo svívirðilegu athæfi sem að kvelja varnarlaus dýr, að hann haldi að allur almenningur sé kunnugur þeim ýmsu hljóðum, sem við það myndast? Sé svo ekki, en þetta átt að vera skáldleg sam- líking, þá væri bezt fyrir hann að leggja slíkt á hilluna. Ekki man ég nú fyrir víst hvar þetta birtist, en slíkt finnst mér viðkomandi rit- stjóri ætti ekki að birta í blaði sínu, það er engum til sóma.“ [Skárri er það nú tilfinningasem- in og tiltektarsemin!] „ÚR ÞVÍ AÐ ÉG MINNIST Á ÚTVARPIÐ, sem allir narta í, þá hefi ég verið að vonast eftir að heyra Helga Hjörvar tala meira um Isi: tungu. Það litla erindi, sem hann hélt fyrir stuttu í tímanum „Spurningar og svör“, fannst mér svo ágætt, að „mættum við fá meira að heyra?" „ÉG ER ÞÉR SAMMÁLA um það, að vel megi taka upp í málið alþjóða orð og beygja að ísl. hætti, og ekki get ég fellt mig við sum nýyrði, eins og t. d. ,,sjá“, sem nú er nýjast, og til að skilja sum þe§sara nýju orða þarf beinlínis sérfróða menn. Hvaða efni er t. d. ,,hamvoð“, sem talað er um í hinni ágætu sögu Borgarvirki? Hamleð- ur hefi ég heyrt nefnt, oftast í sambandi við þann gamla, en ham- voð veit ég ekki hvað er, og eng- inn, sem ég hefi spurt. Annars eru öðru hvoru að koma upp í málinu undarleg orð og orðasambönd, sem annaðhvort eru rangt mynduð eða almenningur skilur ekki. T. d. er oft .talað um „frjálsar íþróttir“ Samkvæmt eðli málsins hljóta þá að vera til „ófrjálsar íþróttir“, hvort sem þær eru nú stolnar, kúg- aðar eða á annan hátt ófrjálsar. Ekki væri úr vegi að þeir. sem mest hampa orðatiltækjum sem þessum, útskýrðu, við hvað þeir ættu með þeim. Svo eru tvö orð út- lend, sem oft sjást í blöðunum, sem ég vildi gjarnan fá að vita hvað þýddu. Annað er „badminton“. Það mun vera nafn á einhvers konar íþrótt, en meira veit ég ekki. Hitt orðið er „rotary“-félag eða -klúbbur. Hvers konar félagsskap- ur er það? Eru það bara fínir menn, sem snúast hver um annan “ UM KROSSANA skrifar Álfur úr Hól: „Oft hefi ég velt því fyrir mér, hvaða mælikvarði myndi lagður á verðleika þeirra manna, sem árlega eru veitt heiðursmerkin íslenzku. Ýmsa þá menn, sem und- anfarin ár hafa verið sæmdir Fálkaorðunni, kannast ég ekki við, en flesta þeirra þekki ég að af- spurn og verð að játa, að ég hefi orðið litlu nær um þann grundvöll, sem orðunefndin mun byggja veit- ingar sínar á. Um marga þeirra, sem hlotið hafa þessa mestu ís- lenzku sæmd, má segja, að þeir hafa lítið til 'hennar unnið og sum- ir hverjir ekkert annað en það, að vera til.“ „ÞEGAR ORÐUFLÓÐIÐ er orð- ið svo hversdagslegt og ástæðu- laust, sem hér er raun á orðin, hlýtur það jafnframt að draga mjög úr gildi heiðursmerkjanna gagnvart þeim, sem verðskulduðu riddaraheitið. Mér þykir Fálka- orðan hafa verið misnotuð mjög. Hún á einungis að veitast þeim mönnum erlendum, sem á einhvern hátt hafa sýnt íslenzku þjóðinni sóma eða gagn, og þeim íslending- um einum, er hafa skarað fram úr, hvort heldur er á líkamlegu eða andlegu sviði. Og þess skyldi ávalt um leið getið, fyrir hvaða afrek viðkomandi er sæmdur merkinu, alveg eins og þegar t. d. hetjuverð- laun Carnegies eru veitt. Þvílík greinargerð getur haft mikla þýð- ingu til þess að koma í veg fyrir misnötkun orðunnar." „ÉG VIL HÉR MEÐ skora á orðunefndina, að breyta nú alger- lega um starfsreglur. Það vill ein- mitt svo vel til, að hún hefir nú ákjósanlegt tækifæri til þess að veita Fólkaorðuna eftir verðleik- um, sem ekki verður um deilt. Hin- ir 5 vöskú sjómenn, sem börðust við dauðánn á hafinu í 12 sólar- hringa, eru kjörnir riddarar hins íslenzka ríkis. Þeir hafa sýnt svo óvenjulegan og frábæran dugnað, þrautseigju og hugprýði, að allir undrast. Þeir eru sannir afreks- menn.“ Hannes á horninu. Á fundi kvennadeildar Slysa- varnafélagsins í Oddfellowhúsinu í kvöld syngja þeir Ágúst Bjamason og Jakob Hafstein. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Malfandiir ferka- lannaáSanððrkrdbi Enginn kommúnisti i stjórn- inni í fyrsía skifti í morg ár AÐALFUNDUR verkamanna félagsins Fram á Sauðár- króki var haldinn 1. þ. m. og var ný stjórn kosin fyrir félagið á fundinum. Undanfarin 4—5 á hafa alltaf verið einhverjir kommúnistar í félaginu, en nú var enginn kos- inn og fengu þeir aðeins sárafá atkvæði. í stjórn félagsins voru þessir Alþýðuflokksmenn kosn- ir: Kristinn Gunnlaugsson for maður, Árni Hansen gjaldkei i og Agnar Baldvinsson fjármála- ritari, varaformðaur var kosinn Trausti Reykdal, Framsóknai - maður, og ritari Pétur Jónsson, sem mun hafa talizt til SjálL'- stæðisflokksins. Sömu hlutföll voru í kosu- ingu varastjórnar og í trúnað- armannaráð samkvæmt vinnu- löggjöfinni. Voru kosnir 4 Al- þýðuflokksmenn, 1 Framsókn- armaður og 1 Sjálfstæðismað- ur. Á Sauðárkróki er alltaf særni- legur afli þegar gefur á sjó, en bátakostur er fremur lítill. KirkjiMjónleikar að tiiUitoH Aliiancð Francaise. TT IRKJUHLJÓMSVEITAR voru haldnir í dómkirkj- unni í fyrrakvöld að tilhlutun Alliance Francaise. Vom tónleikarnir fyrir fólags- menn og gesti þeirra. Tilgangur- ínn var sá, að kynna franska tón- list. Páll Isólfsson lék á ‘orgel, en M. H. Voillery, ræðisioaður Frakka, lék á fiðlu. Þjóðleikhús Norðurlanda hafa ákveðið að hafa séistaka Finnlandssýningu 17. marz. Leik- endur frá þjóðleikhúsinu í Oslö og bonunglega leikhúsinu í Stokkhólmi munu koma fr;;m á- samt dönskum leikendum á kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn, og mun þetta verða einstök leiksýning. FO Inga 16 ára heitir þýzk kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika Rolf Wonka og Ellen Schwanneke. Hatreiðslonámskeið Þær, ;:em hafa gefið sig fram tii þátttöku í næsta mat- reiðslunán skeið í Miðbæjarskólanum, komi tií viðtals í skólaeldhúsinu í dag, miðvikudaginn 6. mars, kl. 7 e. h. Borgarstjórinn. Fimleikifélao Bafn Leyndardónmr i gðmlu hallarinnar EINKENNILEGT MÓT. Allou rannsóknardómari gekk röskum skrefum fram hjá Saint-Lazare-stöðinni. Honum lá ekki mikið á, en í marzlok er oft kalt í Parísarborg og þá neyðist maður til þess að ganga hratt. Hann var rjóður í kinnum af kuldanum, en svipur hans bar vott i.m það, að maðurinn var ánægður með lífið. Þetta var fyrsti dagur leyfistíma hans í París. Daginn áður hafði hann unnið þangað til liðið var á dag í dómhúsinu í Marseille. Hann hafði raðað rykugum skjölum, til þess að hafa þau í röð og reglu, þegar starfsbróðir hans leysti hann af hólmi, meðan leyfistíminn stæði yfir. Og núna, eftir heila nótt í hraðlestinni, leið honum vel í hinu þægilega um- hverfi Pai ísar — hann hlakkaði til leikhússýninganna, hljóm- Ieikanna, málverkasýninganna, sem höfðu valdið því, að hann valdi París sem dvalarstað sinn, En einmitt þessa stundina var það enginn listsýning, sem hann hlakkaði til, það var óskáMlegra en svo. Klukkan var ný- slegin tólf og þá var einmitt kominn tími til þess að fá sár góða máltíð. Meðal kunningja sinna var hann jafnþekktur að því, hve góðan smekk hann hafði fyrir mat, og hve skarp- skyggn hann var. Sjálfur sagði hann, að hann væri meiri mat- maður en rökfræðíngur. Þess vegna hugsaði hann ekki um annað en mat þessa stund- ina og tók naumast eftir þeirn mönnum, sem hann mætti. En þegar hann fór fram há stöðinni, tók hann ei að síður eftír manni, sem stóð hreyfingarlaus og hallaði sér upp að grind- inni. Þetta var stórvaxinn, þreklegur maður, sólbrenndur í fram- an og nefið ofurlítið skakkt. Það var eins og hann hefði ein- hverntíma nefbrotnað. Hann leit líka út eins og hann tæki ekki eftir neinu, sem fram hjá fór í kring um hann, en allt í einu kom hann auga á Allou. Hann hafði vafalaust séð í augu lög- reglumannsins. Enginn, sem einu sinni sá þessi djúpu, bláu augu, gat gleymt þeim. Rannsóknardómarinn nálgaðist. Þessir tveir menn gátu ekki slitið augun hvor af öðrum. Þegar Allou kom að hlið óþekkta mannsins, snéri hann sér að honum og gekk í veg fyrir hann. Allou nam staðar. — Ég hefi ekki borðað í þrjá daga, sagði hann lágt. Það var engin auðmýkt í röddinni, og maðurinn leit ekkí betlaralega út, heldur einmitt hið gagnstæða. Hann var afar- vel búinn, en það vakti strax athygli, hve flibbinn hans var óhreinn. Allóu var það strax ljóst, að maðurinn sagði satt. Það var auðséð á augunum, en á þeim var hitagljái. Þau minntu á hungraðan úlf. — Komið með mér, sagði Allou. — Ókunni maðurinn fylgdist með honum, án þess að svara. Þegar þeir komu að stóru hóteli rétt hjá, nam hann staðar. — Nei, ég fer ekki hér inn, hér er of margt fólk. Þeir fundu minna greiðasöluhús. f. — Hafið þér nokkuð við það að athuga, þó að ég hafi Iiatt- inn á höfðinu? Hann lét hattínn slúta fram á ennið. Allou hafði tekið eftir þessu úti á götunni. — Hafið það eins og yður þóknast. — Ég skal skýra fyrir yður, hvernig á því stendur .... — Þér þurfið ekki að gefa neina skýringu. Ég skal kynna mig, en þér þurfið ekki að kynna yður. Ég heiti Allou og er rannsóknardómarí. Ókunni maðurinn varð skyndilega náfölur. Hann studdi hönd- unum eins og í krampa á borðið eins og hann ætlaði að standa á fætur og flýja. Allou tók matseðilinn og fór að rýna í hann 1 mestu rólegheitum, Það leit svo út, sem ókunni maðurinn hefði allt 1 einu sl ipt um skoðun. Hann hugsaði sig um andartak og tók svo c 'an hattinn. — Lítið á mig. Dómarinn leit á hann sem snöggvast en leit svo af honum: aftur. Ókunni maðurinn var nú að missa þolinmæðina. — Takið mig fastan, sagði hann. Ég afber þetta ekki lengur. Nú ætla ég að gefa mig fram. Gefið mér aðeins ofurlítið að borða •— svo getið þér tekið mig fastan. Allou horfði á hann rólegum augum. Hann beið þangað til þjónninn hafði borið á borðið. — Borðið. sagði hann. — Hvað því viðvíkur að taka yður fastan, þá hefi ég ekkert umboð til þess. Ég er ekki í minu I ögsagnarumdæmi og auk þess ber ég ekki kennsl á yður. Ókunni maðurinn borðaði í nokkrar mínútur, án þess að mæla orð frá vörum. Svo leit hann fast á Allou og sagði:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.