Alþýðublaðið - 15.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAQUR 19. MABZ 10ID. ALÞYIWBLAOIO ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓai: F. R. VALÐEMARSSON. í íjarveru banr. STIFÁN PÉTURSSON. AFGREEÐSLA: j ALÞÝÐUHÖ8IND (Inngangur frá Hverttagötu). SÍMAR: 4800: Aígreiösla, auglýíilngpr. 4901: Ritstjórn (lnnl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4908: V. S. Vilhjálins (heima) 4905: Alþýðuprentsmiöjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétilrsson (heima). j I AX.ÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Hvernig eiga Jseir að segja fylgismðnnaiD sinnm frð gvi? ÞÓ a'ð Finnum hafl me'ð hinni harðvítugu vöm sinni tekizt að varðveita sjálfstæði sitt og sjálfsákvörðunarrétt, bæði í inn- anlandsniá'.um og utanríkismál- um, fyrir Rússum, þannig, að mikOl munur virðist munu verða á aðstöðu þeirra og smáþjóðanna austan við Eystrasait, sem ekkert viðnám þorðu að veita hinu risa- vaxna nágmnnaríki og beygðu sig þegjandi undir ok þess, mun flestum mönnum finnast þeir kostir vera nágu harðir, sem Finnar urðu að ganga að, til þess að fá aftur frið við árásar- rikið, sem rofið hafði grið og gerða samninga á þeim. En það er þó einn hópur manr.a, sem virðist hafa oröið fyrir töluverðum vonbrigðum af því, að Rússum skyldi ekki tak- ast að kúga Finna svo, að þeir neyddust til þess að kaupa sér friðinn með því að selja af hendi frelsi sitt og sjálfstæði. Pað em Moskvakommúnistamir, mennirn- tr með „hugsjónir“ og „æru" Kuusinens, eins og þeir Einar 01- geirsson og Brynjólfur Bjamason. Pegar árásin á Finnland var haf- in, trúðu þessi ginningarfífl Stal- ins því, að rauði herinn myndi á örfáum dögum taka Helsing- fprs og steypa „Tanner-Manner- heimklíkunni“, eins og Þjóðvilj- jnn segir, „frelsa" Finnland og ge:a læriföður þeirra, Kuusinen, sem strax var látinn mynda svo kallaða „alþýðustjórn“ í Terijoki, á örmjórri landspildu á bak við rússnesku herlinuna á Kyrjála- nesi, að landstjóra Stalins þar. En þeir Einar og Biynjólfur sáu i trúartrausti sínu á Stalin Pg rauða herinn ennþá stærri við- burði koma á eftir. Pegar búið væri að „frelsa" Finnland, væri röðin komin að Svíþjóð og Noregi, sögðu þeir við fylgis- menn sína. Og innst i hugskoti sinu eygðu þeir jafnvel sovéther- skip koma siglandi hingað til þess að „frelsa“ okkur og gera þann þeirra, sem duglegri yrði til þess að rægja hinn við yfir- ixiðarana í Moskva, að eins kon- ar Kuusinen yfir Islandi. En nú eru allar þessar „hug- sjónir" horfnar, að minnsta kosti i bráð, með friðarsamningunum á Finnlandi. Hinn „sigursæli, rauði her“ komst .aldrei nema lítið eitt inn fyrir landamæri Finn'ands, og Stalin varð að gera svo vel og semja við „Tanner-Mannér- hemiklíkuna" i stað þess að sjá Kuusinen sem landstjóra sinn í Helsingfors. Með hjálp Hitlers fékk hann að vísu Kyrjálanesið með Víborg, flotastöð í Hangö og landið norðan og vestan við Ladogavatn. En hann varð að hætta við að „frelsa" Finnland í þetta sinn, svo að ekki sé talað um Svlþjóð og Noreg, hvað þá heldur lsland, og endirinn varð sá fyrir aumingja Kuusinen, að hann var að minnsta kosti settur af ásamt „alþýðustjóm" sinni i Terfjoki, ef ekki meira að segja- drepinn, eins og sumar fregnir segja, fyrir að hafa gefið Stalin rangar upplýsingar um fylgi hans á Finnlandi. Pað eru því ekkert glæsilegar horfur nú fyrir þá, sem höfðu hug á þvi, að feta i fótspor Kuusinens hér á landi, og engin furða, þótt þeir séu vonsviknir. En hvernig eiga þeir Einar og Brynjólfur að fara að segja fylg- ismönnum sínum frá svo óvænt- um endalokum hinnar „sigursælu sóknkr" rauða hersins á Finn- landi og læriföður þeirra, Kuu- jsinens, í Terijoki? Jú, þeir fara eins að þvi og re'rninn, sem sagði urn berin, að þau væm súr, þegar hann náði ekki í þau. Þannig segir Pjóð- viljinn í gær, að friðarsamningar Sovétrfkjanna og Finnlands sýni, að „enska og franiska auðvaldið hafi beinlínis att finnsku ríkis- stjóminni út i þetta stríð", að það hafi aldrei verið annað en „varnarstríð Sovétrikjanna gegn auðvaldsríkjum Vesturlanda", og þau „skipti sér hvorki af inn- anlandsmá’um Finnlands né grandi sjálfstæði þess“! Að visu hefir það ekki heyrzt, ekki einu sirmi í útvarpinu í Moskva, að finnska stjómin hafi farið fram á það, að fá Leningrad, flota- stöð í Kronstadt og landið sunn- an og austam við Ladogavatn. En það er sama, Fribarsamningamir sýna það, segir Þjóðviljinn, að „stríðið í Finnlandi hefir i raun- Ínmi veriÖ varnarstxíð Sovétríkj- anna“! Pau ætluðu sér aldrei að leggja undir sig Finnlaind, aldrei I að steypa „Tanner-Mannerheim- kl|iunni“, aldrei að gera Kuusi- nen að landstjóra í Helsingfors! Pannig er árás þeirra á Finn- iand túlkuÖ í dag af Moskvakom- múnistum, eftir að sovétstjórriin helir gefið upp allar þessar fyrir- ætlanir, að minnsta kosti í bráð. „Þau em súr“, sagði refurinn um berin, þegar hann náði ekki íþau. Á Kuusinen er ekki minnzt i Pjóðviljanum. Pað er lika hyggi- legast. Pvi að í sambandi við hans nafn gæti hæglega vaknað sú spurning hiá einhverjum les- andanum, hvað annar samningur sýnir, sem sovétstjómin gerði ekki alls fyrir löngu. Það er samningurinn við Kuusinen, for- se*a „alþýðustjómarinnar" í Te i'oki, „einu löglegu stjómina ó Finnlandi", eins og hún var kölluð í Moskva fyrir aðeins ör- fáum vikum síðan. Sá samningur átti að gilda í tuttugu og fimm ór. En hvar er hann nú, þremur mánuðum eftir að hann var gerð- ur? Og hvar. annar aðili hans, Kuusinen? Það myndi í dag margan fýsa að fá að vita. Vildi ekki Þjóðviljinn gefa íesendum sínum einhverjar upplýsingar um það, og segja þeim um leið, hvað sá samningur Sovétríkjanna sýnir? Pðskaegg og allt í PÁSKABAKSTURINN. Bezt og ódýrast. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678. TJARNARBÚÐIN. Sími 3S70. Útbreiðið Alþýðublaðið! Athyglisverður úrskurður kveðinn upp af Félagsdömi. .♦.. Dellan var milli Nétar og atvinnnrekenda C ÍÐASTLIÐINN þriðju- ^ dag kvað Félagsdómur upp dóm í deilumáli, sem var milli Nótar, félags neta- vinnufólks, og Björns Bene- diktssonar, vegna greiðslu vinnulauna á Siglufirði sum- arið 1938. Mál þetta varð allum- fangsmikið, enda hefir það staðið yfir í 9 mánuði og all- mörg vitni verið leidd, bæði hér fyrir dóminum og úti á landi: á Akureyri og ísafirði. Fyrir hönd Nótar flutti málið Sigurgeir Sigurjóns- son cand. jur., en fyrir Björn Benediktsson Eggert Claes- sen hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður. Niðurstaða dómsins varð á þá leið, að Nót vann málið í aðalatriðum. Vegna þess að dómur þessi snertir mjög alla, sem vinna í þessum atvinnuvegi, er rétt að birta dóminn og niður- stöður hans: „Ár 1940, þriðjudaginn 12. marz, var í Félagsdómi í málinu nr. 9/1939 Alþýðusamband íslands f. h. Nótar, félags netavinnu- fólks gegn Vinuveitendafélagi íslands f. h. Bjöms Benediktssonar uppkveðinn svohljóðandi dómur: Hinn 17. júlí 1938 var undir- ritaður samningur milli Vinnu- veitendafélags íslands og Al- þýðusambands íslands, um kaup og kjör fólks, sem starfar við að búa til og bæta síldar- nætur, og þann 23. s. m. gekk félag netaverkstæðiseigenda og félag netabætingafólks inn í samning þennan, með áritun á hann. En meðlimir þessara fé- laga eru netagerðarmenn og netabætingafólk búsett í Reykja vík. í 4. gr. saninings þessa seg- ir svo: „Fólk það ,sem vinnur við netabætingar í Norðurlandi um sumartímann, hafi kaup það, sem gildir þar á staðnum, þann tíma.“ Sumarið 1938 starfrækti stefndur í máli þessu, Björn Benediktsson, netaviðgerðar- verkstæði á Siglufirði. Mun starfsfólk hans nær eingöngu hafa verið að sunnan og með- limir í Félagi netavinnufólks hér. Fólki þessu greiddi hann kr. 2,02 Yi fyrir hverja klukku- stund, að einum manni undan- skildum, formanni Nótar, sem vann hjá honum nokkra tíma og mun hafa fengið fyrir vinnu sína kr. 2,25 fyrir hverja klukkustund. Auk stefnda höfðu þessir menn netagerðarverk- stæði á Siglufirði þetta sumar: Ingólfur Theódórsson og Jónas Halldórsson, báðir úr Reykja- vík, og greiddu þeir kr. 2,25 um klst. Pétur Njarðvík frá ísa- firði, er greiddi, að því er virð- ist kr. 2.00 um klst., og loks þeir Jónas Hallgrímsson og Óli Kon- ráðsson, báðir búsettir á Akur- eyri. Greiddi Jónas kr. 2.25 um klst., en Óli 2,25 -4-3% eða kr. 2,1814, eins og nánar verður að vikið síðar. Er starfsfólk stefnda kom hingað suður að lokinni síldar- vertíð á Siglufirði sumarið 1938 mun það hafa farið að bera sig saman um kaup það, er það hafði fengið greitt, og komst þá að þeirri niðurstöðu, að það hefði fengið lægra kaup en því bar, og á fundi í Nót, félagi netavinnufólks, sem haldinn var 13. desember 1938, var samþykt að fela Alþýðusambandi ís- lands að fá úr því skorið, hver réttur þess hefði verið. Alþýðu- sambandið höfðaði síðan mál þetta með stefnu útg. 14. júní 1939 og hefir gert þær dóm- kröfur: Aðallega, að stefndur verði skyldaður til að greiða þeim meðlimum Nótar, félags netavinnufólks, er hjá honum vann við netabætingar á Siglu- firði sumarið 1938, kr. 2,25 fyr- ir Kverja klukkustund, en til vara, að kaupið verði ákveðið kr. 2.21 um klst. og til þrauta- vara, að kaupið verði ákveðið eftir mati dómsins. Ennfremur hefir það krafizt málskostnaðar eftir mati dómsins. Stefndur hefir krafizt algerrar sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar eftir mati dóms- ins. Dómkröfur sínar byggir stefn- andi á því, að tilgangurinn með 4. gr. áðurnefnds samnings frá 17. júní 1938, hafi verið sá, að sunnanmenn, bæði netagerðar- meistararnir og verkafólkið, — skyldi hlýta þeim kaupgreiðsl- um, er umsemdist milli norð- Ienzkra netagerðarmanna og verkafólks. Nú hafi að vísu eng- inn netagerðarmaður, búsettur á Siglufirði, rekið þenna at- vinnurekstur þar þetta sumar, og verði þá að leggja til grund- vallar kaupgreiðslum stefnda, það kaup, er þeir norðanmenn greiddu, sem ráku netabæting- arverkstæði á Siglufirði sumar- ið 1938, en það voru þeir Óli Konráðsson og Jónas Hallgríms- son, báðir búsettir á Akureyri. Hafi þeir greitt: Jónasi kr. 2,25 og Óla kr. 2,25 -4-3% og beri stefndum því að greiða kr. kr. 2,25. Er aðalkrafa hans, svo sem áður segir kr. 2,25 um tím- ann en varakrafan er meðaltal þessara tveggja upphæða. Mót- mælir hann því eindregið, að samið hafi verið um það, að kaupið skyldi vera kr. 2,25 pr. klukkustund, að frádegnum 10% eins og stefndur heldur fram. Stefndur hefir hinsvegar ein- dregið mótmælt því, að einungis beri að leggja kaupgreiðslur Norðlendinganna til grundvall- ar. í 4. gr. áðurnefnds samnings segi, að kaup við netabætingar Norðanlands skuli vera það, sem gildi á hverjum stað þar. Nú séu engir netagerðarmenn búsettir á Siglufirði og engin ástæða sé til þess, að láta menn búsetta á Akureyri ráða meira um kaup í þessari starfsgrein á Siglufirði heldur en Sunnanmenn, enda engin heimild til slíks. Þá hafi og verið ákveðið í upphafi síld- arvertíðar á Siglufirði sumarið 1938. að kauptaxtinn við neta- bætingar skyldi vera kr. 2,25 um klukkustund að frádregnum 1Q% — tíu af hundraði. — Þenna kauptaxta hafi hann (stefndur) haldið og greitt starfs fólki sínu kr. 2,02 Vi um klukku- stund og sé honum óviðkomandi þótt sumir af netagerðarmeist- urunum hafi ekki greitt sam- kvæmt þessum taxta. Þá hafi og Pétur Njarðvík frá ísafirði greitt kaup samkvæmt taxta þessum, en þeir hafi báðir til samans greitt meira en helm- ing þeirra vinnulauna, sem greidd voru á Siglufirði í þess- ari starfsgrein sumarið 1938 og hljóti það því að teljast það kaup, er gilti þar á staðnum. Eins og áður segir, er svo á- kveðið í 4. gr. samningsins frá 1938, að „fólk það, er vinnur við netabætingar á Norður- landi um sumartímann. hafi kaup það, er gildi þar á staðn- um.“ Verður að líta svo á, að samningsaðiljar, en meðlimir þeirra munu allir vera búsettir hér syðra, hafi gengizt undir það, að hlýta því kaupi, sem á- kveðið yrði af netagerðarmeist- urum og verkafólki Norðan- lands, svo sem það yrði á hverj- um stað, án þess að þeir hefðu íhlutunarrétt þar um. Nú er það að vísu svo, að ,,þar á staðnum“, þ. e. Siglufirði, var enginn netagerðarmeistari búsettur þetta sumar og er því ekki hægt að hafa hliðsjón af kaupgreiðslum slíks manns. En þar sem svo er ekki, þykir eðli- legast, að leggja til grundvallar kaupgreiðslur þeirra Norðlend- inga, er ráku netabætingastarf- semi á Siglufirði sumarið 1938, en það voru þeir Akureyring- arnir Jónas Hallgrímsson og Óli Konráðsson. Þessu til stuðnings er og það, að Ingólfur Theódórsson hefir vottað það, að hann og umboðsmaður stefnda hafi verið sem „áheyr- endur“ á fundi, er Óli Konráðs- son hafi haldið með verkafólki sínu á Siglufirði 15. júlí 1938, til þess að ræða um kaup það, er gilda skyldi þá um sumarið. Koma þá kaupgreiðslur Péturs Njarðvík, sem búsettur er á ísa- firði og kom með sitt starfsfólk þaðan, þegar af þessari ástæðu ekki til álita við lausn máls þessa. Þá kemur til athugunar sú staðhæfing stefnda, að Óli og starfsfólk hans hafi samið svo um, að kaupið skyldi vera kr. 2,25 -4- 10% fyrir hverja klukkustund. Ingólfur Theódórs son hefir vottað, að svo hafi verið ákveðið á nefndum fundi 15. júlí 1938. En ekki fór hann þó eftir þessu, þar sem hann greiddi kr. 2,25 um klst. án frá- dráttar. Óli segir í símskeyti til stefnda, að umtalaður taxti hafi verið kr. 2,25 -4- 10% pr. klst. klst., en er til framkvæmda kom hafi hann greitt kr. 2,25 -4-3% og í vitnaleiðslu á Akureyri neitar hann því, að nokkur end- anleg ákvörðun hafi verið tekin um kaupið á nefndum fundi 15. júlí 1938. Og ekki hefir fengizt nein staðfesting á því frá starfs- fólki Óla, að kaupið hafi á nefndum fundi verið ákveðið á þann hátt, er stefndur heldur fram. Þá hefir Pétur Njarðvík vottað það, að samkomulag hafi orðið milli sín og Óla og um- boðsmanns stefnda á Siglufirði, að greiða verkafólkinu kr. 2,00 um klukkustund, en enginn þeirra fór eftir þessari tilhögun nema Pétur. Loks hefir Jónas Hallgrímsson borið við vitna- leiðslu í málinu, að Óli hafi til- kynnt honum, að kauptaxtinn vasri kr. 2,25. Þar sem upplýs- ingar um þetta atriði eru svo sundurleitar og framkvæmd kaupgreiðslnanna svo margvís- leg, sem raun er á, þykja ekki vera framkomnar nægar sann- anir þess, að svo hafi umsam- ist með Óla og starfsfólki hans, að kaupið skyldi vera kr. 2,25 -4-10% pr. klukkustund. Verð- ur því, þegar af þeirri ástæðu, að leggja til grundvallar við á- kvörðun kaups þess, er stefnd- um ber að greiða það kaup, er starfsfólk þeirra Jónasar Hall- grímssonar og Óla Konráðsson- ar raunverulega bar úr býtum. Óumdeilt er, að Jónas hafi greitt kr. 2,25 pr. klukkustund án nokkurs frádráttar. Þá hafa og málsaðiljar orðið ásáttir um það við munnlegan flutning málsins að ganga megi út frá því, að Óli hafi greitt kr. 2,25 -4- 3% pr. klst. En í rekstri máls ins höfðu þeir deilt um það, hvort Óli hefði raunverulega greitt þá upphæð eða kr. 2,25 án frádráttar. Samkvæmt því, sem fyrir liggur 1 málinu, er Óli stærsti atvinnurekandinn í þessari starfsgrein, þeirra manna, er höfðu netaviðgerðir á Siglufirði þetta sumar, hvort heldur sem miðað er við heildar- upphæð greiddra launa, eða vinnustundir. Jónas Hallgríms- son mun hinsvegar hafa greitt í vinnulaun þetta sumar, upp- hæð, sem nemur í hæsta lagi tæpum þriðjungi þeirrar upp- hæðar, er Óli greiddi. Með því að kaupgreiðslur Óla eru þann- ig svo verulegur hluti þeirra kaupgreiðslna, sem lagðar eru til grundvallar við úrlausn máls þessa, verður að telja, að kaup það er starfsfólk hans bar úr býtum, kr. 2,25 -4-3% eða kr. 2.18V4 um klst. hafi verið það lágmarkskaup, er stefndum ber að greiða þeim meðlimum Nót- ar, er hjá honum unnu við neta- bætingar á Siglufirði sumarið 1938, og ber því að viðurkenna rétt meðlima Nótar til þess kaups. Eftir atvikum þykir mega láta málskostnað falla niður. Sökum endurtekinna vitna- leiðslna úti á iandi hefir mál Frh. á 4. sföu. Sjúkrasamlag Reykjavíknr tilkynnlr: Ákveðið hefir verið, að þeir samlagsmeðlitnir, sem skoðaðir eru hjá trúnaðarlækni samlags- ins, vegna inngöngu í samlagið, eða endurnýj- unar réttinda, skuli hér eftir greiða kr. 2,00 fyrir skoðunina. Greiðist gjaldið um leið og rétt- indaskírteini er afhent. Enn fremur skal á það bent, að réttindaskír- teini verða ekki afhent, nema læknaval hafi farið fram. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.