Alþýðublaðið - 29.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1940, Blaðsíða 3
FöfSUDAGUR 29. MARZ 1940 ALÞYÐUBLAÐIÐ | F. R. VAIiDEMARSSOH. ^ í SSstrvens b«B»: ‘ STEFÁK PÉTUmSSOM. AFGRSIÐS1--A: ALÞÝÐUHÚSINO (Inngangur Irá Hver£l*götu). SÍMAR: 4900: AfgreiSsla, sugiýírlngar. 4901: Ritstjórn (innl. íréttir). '4902: Eitstjóri. j 49.03: V. S. Vilhjálm* (heim»). 490S: Alþýðuprentsmiöjan. .4906: Afgreiðsla. ^5021 Stefán Péturwion (heima). j I AUÞÝSUPRENTSMISJAN j é --------------------------* lirépifir Snm- aer ielles. C'UMNER WELLES. sendi- maður Roosevelts, sem svo mikið hefir verið taíað um í blöðum úti um allan heim und- anfarið, kom í gær aftur heim til Ameríku úr ferðalagi sínu til Evrópu, þar sem hann heim- sótti Rómaborg, Berlín, París, London og í bakaleið aftur Par- ís og Rómaborg. Miklar bollaleggingar hafa farið fram um tilgang þessa ferðalags og víst er um það, að það hefir ekki verið ákveðið út í bláinn í Washington, þó að árangur þess sé enn ekki sýni- legur þeim, sem utan við völ- undarhús heimsstjórnmálanna standa. í Ameríku hefir aldrei verið viðurkennt, að tilgangur- inn með ferðalagi Sumner Wel- les væri nokkur annar en sá, að fá persónuleg kynni af for- ystumönnum og milliríkjamál- um í Evrópu til þess að Banda- ríkjaforsetinn gæti fengið áreið- anlegar upplýsingar um ástand og horfur í þeirri styrjöld, sem nú stendur yfir. Og sú skýring lítur ekki ólíklega út, þeg- ar þess er gætt, að Banda- ríkin höfðu 1 raun og veru ekkert stjórnmálasamband við stórveldin í Evrópu fyrstu mán- uði stríðsins og hafa enn sem stendur engan sendiherra í höfuðborg Þýzkalands. Það er því ekkert óskiljanlegt, þótt Bandaríkjaforsetinn hefði fund- ið þess þörf, að afla sér beinna upplýsinga um ástandið í Ev- rópu, og talið það nauðsynlegt að senda þangað í því skyni slyngan stjórnmálamann og þaulkunnugan milliríkjamálum, eins og Sumner Welles, sem, eins og kunnugt er, er aðstoðar- utanríkismálaráðherra hans, og það því síður, sem það er al- mennt talið, að Bandaríkin eigi fáum mönnum á að skipa, sem þekki til fullnustu refskák milii- ríkjamálanna í Evrópu. Það er þannig enginn vandi, að finna fullkomlega skynsam- lega skýringu á ferðalagi Sum- ner Welles. En menn spyrja þó engu að síður, hvort það hafi ekki haft einhvern sérstakan pólitískan tilgang, sem Roose- velt kæri sig bara ekkert um að afhjúpa enn sem komið er. Mörgum datt í hug, meðan Sum- ner Welles var í Evrópu, að Roosevelt hefði falið honum að kynna sér möguleikann á mála- miðlunartilraun í Evrópustríð- inu af hans hálfu. En til eru þeir menn, sem litu allt öðrum augum á för hans, og líktu henni þert á móti við Evrópuför House offursta, trúnaðarmanns Wilsons Bandaríkjaforseta, í heimsstyrjöldinni, rétt áður en Bandaríkin létu til skarar skríða og sögðu Þýzkalandi stríð á hendur. Væri það nú hins vegar ekki einnig hugsanlegt, að Evrópu- för Sumner Welles hafi verið farin með hvorttveggja mögu- leikann fyrir augum? Enginn veit að vísu enn, hvort Roose- velt verður áfram Bandaríkja- forseti, eftir að stjórnartímabil hans er á enda að ári um þetta leyti, með því að hann verði kosinn í þriðja sinn, eða hver annars kann að verða kosinn í hans stað. En það er ákaflega líklegt, að hinn nýi forseti — eða Roosevelt, ef hann skyldi verða endurkosinn — byrji hið nýja stjórnartímabil með alvar- legri tilraun til þess að miðla málum í Evrópu. Mistakist hún, er fyrir Bandaríkin ekki nema um tvennt að gera: Annaðhvort draga þau sig þá aftur inn í sína skel og halda áfram að vera hlutlaus eins og hingað til, þó að þau selji Bandamönnum sjálfsagt vopn eins og áður. Eða þau skerast í leikinn eins og í heimsstyrjöldinni og segja Þýzkalandi stríð á hendur. Hjá málamiðlunartilrauninni myndi Bandaríkjaforsetinn, hver svo sem hann yrði, varla komast. Ef hann vildi sjálfur halda Bandaríkjunum utan við stríðið, yrði hann að gera þá til- raun til þess, að friða það fólk í Bandaríkjunum, sem vill veita Bandamönnum lið. Og væri hann sjálfur því fylgjandi, að Bandaríkin skærust í leikinn, yrði hann fyrst að reyna að miðla málum vegna þeirra, sem vilja frið og eru andvígir þátttöku í styrj- öldinni. Hver svo sem forsetinn verður í Bandaríkjunum að ári um þetta leyti, þarf hann að geta sagt: Ég hefi gert allt, sem í mínu valdi stóð, til þess að koma á friði í heiminum. Því nær, sem dregur forseta- kosningunni í Bandaríkjunum — hún fer fram í nóvember í haust, þó að hið nýja stjórnar- tímabil hefjist ekki fyrr en í marz næsta vetur — því gætn- ari verður utanríkispólitík nú- verandi Bandaríkjastjórnar. Skýringin á því er ofur einföld: Roosevelt vill umfram allt koma í veg fyrir, að forsetakosningin fari fram undir kjörorðunum: Stríð eða friður? Ef einhver skyldi ætla, að Evrópuför Sum- ner Welles muni hafa einhverj- ar breytingar á utanríkispóli- tík Bandaríkjanna í för með sér á allra næstu vikum eða mán- uðum, þá verður hann því á- reiðanlega fyrir vonbrigðum. Hvaða afstöðu Bandaríkin taka í styrjöldinni verður ekki ljóst fyrr en forsetakosningin er um garð gengin. Ýmislegt bendir til þess — og ekki hvað sízt sendi- för Sumner Welles til Evrópu, ef hún er hér rétt skilin — að Roosevelt ætli að gefa kost á sér í þriðja sinn. En geri hann það, þarf enginn að því að spyrja, með hvílíkum djöfulgangi sú kosningabarátta verður háð af andstæðingum hans. Því meiri nauðsyn er á því fyrir Roose- velt, að fara gætilega. Hann veit áreiðanlega, hvað í húfi er: Það getur fleira en framtíð hans sjálfs og Bandaríkjanna oltið á því, hver úrslit forseta- kosningarinnar verða í haust. Framtíð alls heimsins getur verið undir þeim komin. KaupsýslutíðindL 10. tölublaÓ yfirstandandi ár- gangs er nýkomið út. Hefst það á yfirlitsgrein um utanrikismál. Gylfi Þ. Gíslason hagfræðingur skrifar fróðlega grein um birgöa- mat, og loks eru fréttir frá bæjar- þingi Reykjavíkur. Eigum við að hita úthverfi bæjarins uppmeð rafmagni? Rannsékialr Nlknlásar Friðrlkssonar nm rafmagnsnpphitnn ibúðarhúsa. "ly FTIR því, sem hitaveitunni A-1 miðar áfram, vaxa á- hyggjur þeirra, sem búa í út- hverfum bæjarins, yfír því, — hvernig þeir eigi að hita upp sín íbúðarhús. Hitaveitan kemst 'ekki þangað, enda myndi leiðsl- ur þangað verða gífurlegur kostnaðarauki eftir því, sem sagt er. Margir menn hafa bent á það, að sjálfsagt sé nú að fara að undirbúa algerlega upphitmi húsanna í úthverfunum með raf- mágni. Hefir Nikulás Friðriks- son umsjónarmaður við Raf- veitu Reykjavíkur ritað nokkuð um þetta mál og lagt eindregið til, að þetta verði gert. Nikulás Friðriksson byggir í þessu máli á mikilli reynslu, rannsóknum og þekkingu. Eins og kunnugt er, hefir hann kynnt sér mjög vel rafmagnsmál Norð manna, en þeir eru komnir afar- langt í þessum málum og stefna nú óðfluga að algerri upphitun húsa með rafmagni. í nýkomnu hefti af Tímariti iðnaðarmanna er Iöng og fróð- leg grein eftir Nikulás Friðriks- son um rafmagnsmál. Norð- manna, Skýrir hann þar frá ferðalagi sínu til Noregs og kynnum sínum af þessum mál- um þar. Fara hér á eftir nokkrir kafl- ar úr þessari grein: í Bergen hafa ekki verið gerðár sérstakar tilraunir með fulla upphitun húsa, að öðru leyti en því, að nokkrar stór- byggingar eru hitaðar með af- gangsraforku þannig, að vatn er hitað og það svo leitt um venjuleg miðstöðvarkerfi. Aftur á móti er mikið gert að hjálpar- hitun með lausum ofnum. í Álasundi kosta kolin 22 kr. tonnið og koks 3,00 hektólítr- inn. Raforka til suðu kostar 5 til 6 aura kwst., og er verðið nokk- uð mismunandi á hinum ýmsu stöðum. Heimilistaxta hafa þeir í Ála- sundi með eftirfarandi fasta- gjaldi á ári fyrir hvert íbúðar- herbergi: 1 herbergi 2 — 3 — 4 — 5 — 6 — 7 — 8 — 9 — kr. 30,00 41,00 52,00 63,00 80,00 92,00 104,00 116,00 128,00 Öll eydd raforka er svo greidd með 3 aurum kwst. Eftir þessum taxta er mikið notuð hjálparhit- un með lausum ofnum vissa tíma árs, og nokkuð er gert að því að hita hús algerlega með raforku, en ennþá er það ekki komið í fullkomið framtíðar- horf. Raforkveitan selur afgangs- orku til stærri notenda fyrir 0,8 aura til 0,9 aura kwst., og verður notandinn, sem nýtur þessara kjara, að hafa varavélar — sem grípa má til, þegar stöðin þarf raforkuna til ann- arra þarfa. Til þess að örfa notkun á raf- orku til suðu og vatpshitunar, hefir rafveitan farið inn á þá bráut, aið gefa hverjum not- anda, sem kaupir sér rafsuðu- vé.l, 100 krónur. Félagið greiðir honum þó ekki upphæðina í peningum, en hann má eyða raforku fyrir þá upphæð án greiðslu. A sama hátt gefur fé- lagið 40% af vatnshitunardunk- um. Þykkbotnuð suðutæki í rafm,- eldavélar (potta og pönnur) nota menn mikið í Álasundi, en þó eru margir, sem nota hin þunnu aluminium suðutæki. — Bakke-Fagerberg kenndi mér auðvelda aðferð til að rétta botna þunnra tækja, og fást þær leiðbeiningar hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. í Álasundi skoðaði ég stóra skrifstofubyggingu, sem hituð er upp með raforku. í henni er bæði pósthúsið og símstöðin. — Húsið er hitað með þilofnum (panelofnum), sem settir eru á veggina undir gluggum, en einn ig eru notaðir venjulegir geisla- ofnar fyrir háan hita, og eru þeir settir hátt upp á veggi bygg ingarinnar. Þilofnarnir eru til- tölulega ný gerð rafmagns- geislaofna, og hafa þeir stóran hitaflöt, en lágan yfirborðshita, sem ekki fer yfir 80° C. í Þrándheimi skoðaði ég skólahús, sem eingöngu hefir verið hitað með raforku síðan 1932. Eru þar notaðir þilofnar (eldri gerð) og þeir settir fastir á veggina, víðast hvar undir gluggum. Einnig eru þar há- hitageislaofnar, sem settir eru hátt á veggina. í hverri skóla- stofu eru ofnarnir 4 kw. sam- tals, og er það fullnægjandi hit- un fyrir skólann, sem byggður er úr tré. Sjálfvirk hitastilling er notuð, þannig útbúin, að loft- hitinn í kennslustofunum er á- valt kominn upp í það hitastig, sem óskað er eftir, er kennsla byrjar í skólanum, kl. 9 að morgni. Sjálfvirku tækin setja rafstrauminn þeim mun fyr á ofnana að nóttunni, sem kaldara er í veðri, og halda hitastiginu í vissri gráðu meðan kennslan fer fram. í Þrándheimi er raforkan að- allega seld um hemla til heim- ilisnotkunar. Þar eru því mest notaðar hinar svonefndu maga- zinsuðuvélar, en þær eru með hitageymi, sem hægt er að safna hitanum í að nóttu til og nota hann á daginn. Meðaleyðsla hverrar f jöl- skyldu sagði Faanes forstjóri, að myndi vera 4000 kwst. á ári, að- allega til suðu og Ijósa. Hér í Reykjavík er áætlað að sams- konar notkun sé um 1500 kwst. á ári, Kemur þessi mikli mis- munur af því, að magazinsuðu- vélar eyða miklu fleiri kwst. en þær suðuvélar, sem við notum hér, en þær hafa aftur þann kost, að miklu minni „toppar“ verða í eyðslunni fyrir máltíð- irnar. Við skoðuðum hina frægu dómkirkju og var veriö að setja í hana rafmagnsupphitun, sem er þannig gerð, að lögð' eru postulínsrör undir flísarnar í gólfinu með 50 sm. bili, í þau er síðan dreginn hitunarvír. Vír- arnir eru sameinaðir leiðslum í kjallara kirkjunnar, sem leiða rafstraum í hitavírana. Á þenn- an hátt er gólf kirkjunnar hit- að upp í 25 gráður C. Ég set hér dæmi um stofn- og reksturskostnað yfir hitalögn í eina íbúð: Stærð íbúðar 300 rúmmetrar, uppsettir þilofnar 6 kw. Laus- lega áætlaður kostnaður hita- lagnarinnar með ofnum, en án hitastilla, kr. 1000,00. (í Noregi kosta þilofnar ea. 90 n. kr. pr. kw.) Áætluð rafmagnsnotkun fyrir íbúðina 15 000 kwst. á ári. Notkunartími á ári 2500 klst. Kostnaður við að kynda þessa íbúð með kolum, miðað við verð þeirra í Þrándheimi, kr. 360,00. Til upphitunar minni íbúðar- húsa er ekki nauðsynlegt að hafa sjálfvirka hitastillingu í öllum herbergjum. Nægilegt er að hún sé í aðalíbúðarherbergj- um. En í stórum byggingum er mjög nauðsynlegt að hafa hana sem fullkomnasta. Tilraunir með rafhitun húsa hafa verið gerðar aðallega á tvennan hátt. Með óbeinni hit- un, þannig. að rafmagnshitari er tengdur við venjulega vatns- miðstöð og vatnið hitað méð raf- orku, og með beinni hitun. þil- ofnum. Til óbeinu hitunarinnar er seld afgangsorka fyrir 0,8 aur. kwst. (Það verð á að hækka.) Af þessum hiturum er Nikluás Friðriksson, orkan tekin tvær stundir á dag með klukkurofum, þegar álag stöðvarinnar er mest. Til þess að húsið kólni ekki of mikið þessa tvo tíma, setur notandinn fulla orku á rafmagnshitarann nokkru áður en straumurinn er rofinn, og safnar sér þá hita í húsið fyrir þann tíma, sem ork- an er tekin af. Þessi upphitunar- aðferð er straumfrek og eyðist um 50% meiri orka til íbúðar- húsahitunar heldur en ef bein hitun mð þilofnum er notuð. Hin upphitunaraðferðin, sem rafveitan í Aker hefir notað, er bein hitun með þilofnum. Eru flestar tilraunir í Aker gerðar þannig nú. — Reynslan þar er, að þilofnar séu þeir réttu ofnar. sem nota eigi. Þeir reynast straumsparir og gefa þægileg- astan hita af öllum ofnum, sem reyndir hafa vérið. Bezt þýkir að setja ofnana undir glugga og hafa hitastilli (Thermostat) fyr- ir hvert herbergi. Stærð ofna í íbúðum er mið- uð við 50 wött á hvern fermetra íbúðar innan útveggja. Kjallari er ekki talinn með, nema hann sé upphitaður. Þessi ofnastærð er miðuð við 15 °C. frost úti. Ef kuldinn er meiri, verður að hita upp á annan hátt með lausum ofnum eða kamínum. Fólk, sem býr við hitun frá þilofnum, er svo ánægt með hana, að það telur enga hitun jafnast þar við, hvað þægindi snertir og hreinlæti. í Aker er talið að raforkan megi kosta kringum 2 aura á kwst. til að jafngilda kolum og koksi til hitunar íbúðarhúsa. Raforkan verður seld til íbúð- anna fyrir þetta kwst.-verð: Ljós 15 aura, suða 5 aura, vatnshitun og herbergjahitun 2 aura. Rafmagnsveitan í Oslo hefir gert þá stærstu tilraun, sem gerð hefir verið í Noregi með rafmagnshitun íbúðarhúsa. Til- raunir þessar voru gerðar í 50 íbúðum og stóðu yfir frá því snemma á árinu 1935 til fyrri hluta ársins 1938 að tilrauna- tímabilið var úti. Voru þá tekn- ar ákvarðanir um framkvæmd- ir, sem byggðar voru á árangri þessara tilrauna. Tilraununum var hagað þann- ig, að Rafmagnsveitan kostaði allar innlagningar, ofna og leiðslur og lét ókeypis raforku til upphitunar hjá þessum 50 notendum, gegn því að mega gera tilraunir með ofna og alk konar mælingar í íbúðunum. í öllum íbúðunum var „bein hit- un“ (ekki vatnshitun með mið- stöðvarofnum). Við suma ofna voru hafðir hitastillar (thermo- stat), en við aðra venjulegir rof- ar, og mátti skipta álaginu á ofninn á meiri og minni straum eftir hitaþörfinni í herberginu. Ýmsar gerðir rafmagnsofna voru notaðar, og reyndust þær mjög misjafnlega. Fullvíst var, að þilofnar höfðu reynzt bezt. Ofnar þessir hafa lágan yfirborðshita og þar af leiðandi verður flatarmál þeirra að vera stórt. Þykkt þeirra er eigi meiri en lVz til 2p sm. og yfirborðshiti 80°C., og hefi ég lýst þeim áður. Ákveðið hefir verið, að hefja framkvæmdir í stórum stíl með upphitun íbúðarhúsa í Oslo, og' nota við þá hitun þilofna. Þeg- ar ég var þar, var búið að setja fulla hitun með þilofnum í 370 íbúðir og gert var ráð fyrir, að fjöldi rafhitaðra íbúða yrði kominn upp í 1000 fyrir 1. jan- úar 1939.“ Síðan þetta var ritað, hafa miklar framfarir orðið í þessum málum í Osló. Sally Salminei dansfcnr borgari. Giftist danska máiaran- nm Johannes Diihrkop K\upmannahafnar- BLAÐIÐ „Politiken“ skýr ir frá þvi. að finnska skáldkon- an Sally Salminen, sem vann sér heimsfrægð með skáldsög- unni „Katrín“, hafi nýlega gifzt danska málaranum Johannes Dúhrkop og þar með orðið danskur ríkisborgari. Sally Salminen, sem er fædd og upp alin á Álandseyjum, var heima á Finnlandi meðan á stríðinu við Rússa stóð, og var hvað eftir annað á vígstöðvun- um til þess að safna efni í nýja bók, sem hún ætlar að skrifa um stríðið. Hin fræga skáldsaga hennar ,.Katrín“ var, eins og allir muna, sumpart lesin og sum- part sögð hér í útvarpið af Helga Hjörvar, og líkaði með afbrigðum vel. Á.V.R. Rommdropar. Vanilludropar. Citrondropar. Möndludropar. C ardemommudr opar. Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. Öll glös eru með áskrúfaðri hettu. _ Áfengisverzlun ríkislns |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.