Tíminn - 23.10.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.10.1963, Blaðsíða 14
og S.S.-foringjarnir, verið að skipuleggja samtök Þjóðverjanna í Memel á svipaðan hátt og við höftí-m áður heyrt um frá Austur- ríki og Súdetahóruðunum. Þýzku herirnir höfðu eihnig verið fengn- ir til samstarfs, og þremur vikum eftir Munchen-fundinn hafði Hitl- er skipað herforingjum sínum að undirbúa hemám Memel um l'eið og unnið var að undirbúningi eyð- ingar þess, sem eftir var af Tékkó- slóvakíu. Þar eð sjóheriium hafði ekki gefizt neitt tækifæri til þess að afla sér frægðar, þegar haldið var inn í Austurríki og Súdetahér- uðin, sem hvorki lágu að sjó, á- kvað Hitler nú að taka skyldi Memel frá sjó. í nóvember voru gerðar áætlanir fyrir sjóherinn, og voru þær með dulnefninu „Stettin-æfingaflutningarnir“. Hitl- er og Rader aðmíráll voru svo á- hugasamir um þessa litlu sýningu á styrk sjóhersins, að þeir lögðu sjálfir upp sjóleiðis frá Swine- mtinde um borð í litla herskipinu Deutschland, og héldu til Memel 22. marz nákvæmlega viku eftir hina sigursælu innreið foringja í Prag, og áður en hið varnarlausa Litháen hafði tima til þess að láta undan úrslitakostum Þjóðverja. Weizsacker, sem löngu, síðar átti eftir að lýsa yfir ógeði sínu á dýrslegum aðferðum nazista, tilkynnti stjórn Litháen, 21. marz, að „ engan tíma mætti missa“ og að æðstu menn landsins yrðu að koma til Berlínar „með sérstakri flugvél á morgun“ til þess að undirrita samning, sem færði Þýzkal'andi aftur Memel. Litháarn- ir höfðu komið eftir hádegi 22. marz, en þrátt fyrir það að Ribben- trop sjálfur legði hart að þeim, eggjaður áfram af hinum sjóveika Hitler um borð í herskipinu úti á hafi, flýttu þeir sér ekkert að láta undan. Þýzk leyniskjöl sýna, að' tvisvar um nóttina sendi foring- inn áríðandi skeyti frá Deutsch- land til Ribbentrops þar sem hann spurðist fyrir um það, hvort Lithá- arnir hefðu gefizt upp, eins og óskað var eftir. Einræðisherrann og aðmírállinn hans urðu að fá að vita, hvort þeir ættu að skjóta sér leið inn í höfnina í Memel. Að lokum, klukkan 1:30 um nóttina, 23. marz, gat Ribbentrop sent skeyti til meistara síns með þeim fréttum, að Litháarnir hefðu skrif- að undir. Klukkan 2:30 eftir hádegi hinn 23. marz fór Hitler enn eina sigur- gönguna inn í nýhertekna borg, og við borgarleikhúsið í Memel, ávarp aði hann enn ofsaglaðan „frelsað- an“ þýzkan mannfjölda. Enn einn kafli Versala-samningsins hafði verið rifinn sundur. Enn einn sig- urinn án lóðsúthellinga hafði verið unninn. En þetta var líka sá síð- asti, þrátt fyrir það að foringinn gæti ekki vitað það nú. Það fer að þrengjast um Pólland. Innlimun Memellands í Þýzka- íand kom pólsku stjórninni „mjög óþægilega að óvörum“, eins og þýzki sendiherrann í Póllandi, Hans-Adolf von Moltke tilkynnti til Berlínar frá Varsjá næsta dag. „Aðalástæðan er sú,“, bætti hann við, „að nú er almennt álitið, að næst komi röðin að Danzig og Hlið- inu“. Hann tilkynnti þýzka utan- ríkisráðuneytinu einnig, að pólsk- ir varaliðar hefðu verið kallaðir í herinn. Næsta dag, 25. marz, skýrði Canaris aðmíráll, yfirmað- ur Abwehr frá því, að kallað hefði verið út meira lið og verið væri að draga saman lið í kringum Danzig. Keitel hershöfðingi áleit ekki, að þetta bæri merki um „að Pólverjar hygðust gera árás,“ en herforingjaráð landhersins“, sagði hann, „leit þetta alvarlegri aug- um“. Hitler kom aftur til Berlínar frá Memel 24. marz, og næsta dag átti hann langar viðræður við von Brauehitsch hershöfðingja, yfir- mann landhersins. Sjá má á minn- isblöðum hins síðarnefnda frá þessum fundi, að foringinn hafði enn ekki gert fullkomlega upp við sig, hvernig fara ætti að Póllandi. Meira að segja virtist hinn ofsa- fengni heil’i hans vexa fullur af mótsögnum. Lipski sendiherra var 212 væntanlegur til baka næsta dag, 26. marz, og foringinn vildi ekki hitta hann. — Lipski kemur frá Varsjá á sunnudaginn, 26. marz (skrifaði Brauchitsch). Honum var falið að grennslast fyrir um það, hvort Pólland væri undir það búið að gera samning varðandi Danzig. Foringinn fór burtu aðfaranótt 25. marz: hann vill ekki vera hérna, þegar Lipski kemur til baka. Ribbentrop á að hefja samn- ingaviðræðurnar fyrst. Þó vill foringinn ekki leysa Danzig-málið með valdi. Honum myndi ekki geðjast að því að reka með því Pólland í fangið á Stóra-Bretlandi. Möguleikar á hernámi Danzig verða því aðeins athugaðir, að Lipski láti í það skína, að pólska stjórnin geti ekki gagnvart þjóð- inni tekið á sig ábyrgðina á því að láta Danzig af hendi af frjáls- um vilja, og málið yrði þeim auð- veldara, ef svo væri komið, að þeir gætu ekkert gert meira. Þetta gefur athyglisverða inn- sýn í huga Hitlers og eðli á þess- um tíma. Þremur mánuðum áður hafði hann sjálfur fullvissað Beck um, að slíkt gæti ekki orðið í Danzig. Samt mundi hann, að pólski utanríkisráðherrann hafði lagt á það áherzlu, að pólska þjóð- in myndi aldrei þola, að Danzig yrði afhent Þjóðverjum. Ef Þjóð- verjar aðeins tækju hana, myndi það ekki gera pólsku stjórninni auðveldara fyrir að ganga að þessu? Fram til þessa hafði Hitler verið hreinn snillingur í því að reikna út veiku hliðarnar á er- lendum andstæðingum sínum og notfæra sér þær, en hér, og næst- um í fyrsta skiptið, var dómgreind hans byrjuð að bregðast. „Ofurst- arnir", sem stjórnuðu Póllandi, voru allir miðlungsmenn og mestu j klúðrarar, en þetta var það síð- ast, sem þeir vildu, eða myndu : ganga að í Danzig. Fríríkið var efst í huga Hitlers, en hann var einnig að hugsa um annað og meira en það, alveg eins og hann hafði gert í Tékkósló- vakíu, eftir að Múnchenfundurinn hafði fært honum Súdetal’öndin. Sem stendur hefur foringinn ekki hugsað sér að leysa Póllands- vandamálið (skrifaði Brauchitsch). Samt sem áður verður að vinna að því. Lausn þess í náinni fram- tið verður að byggjast á sérlega heppilegum pólitískum aðstæðum. f því tilfelli verður að berja Pól- land niður svo gjörsamlega, að ekki þurfi að taka það með í reikn- inginn sem stjórnmálalegan að- ila í næstu áratugi. Foringinn hefur í huga lausn, þar sem landa- mæralínan verði framlengd frá austurlandamærum Austur-Prúss- lands til eystri odda Efri-Slesíu. Brauchitsch vissi vel, hvað því- lík landamæralína þýddi. Þetta voru landamæri Þýzkalands að austan eins og þau höfðu verið | fyrir-stríðið, og Versala-samning-- jurinn hafði eyðilagt og hafði gilt svo lengi sem ekkert Pólland var til. Ef Hitler var í nokkrum vafa um það, hvert svar Pólverja yrði, þá hvarf sá vafi, þegar Lipski I sendiherra kom aftur til Berlínar, j sunnudaginn 26. marz, og lagði | fram svar landa síns í formi skrif- i aðrar skýrslu. Ribbentrop las j hana þegar í stað, og hafnaði I henni, þrumaði yfir hervæðingu ! Pólverja og varaði sendimanninn ' við „mögulegum afleiðingum". I Hann lýsti því einnig yfir, að færu | pólskar liðssveitir inn á land j Danzig, myndi verða litið á það jsem árásaraðgerðir gegn Ríkinu. Skriflegt svar Póllands við kröf- J 1 Nafn mitt er Lawrence Peter Whitley, læknir. Sérgrein mín er innvortissjúkdómar, og ég starfa á Berry og Chappel sjúkrahúsinu í Idaho. Ég ann starfi mínu, ég ann fjöllunum í kringum mig, og ég ann vinum mínum. Bezti vinur minn er samstarfs- maður minn, Philip Scoles. Phil er ári yngri en ég, mjög aðlað- andi og vinsælli og heppnari lækn- ir en ég. Ilann er skurðl’æknir, sem hefur meiri töfraljóma yfir sér í augum almennings. Sérgrein hans er fæðingarhjálp og kven- sjúkdómar, og hann er mjög fær í þeirri grein. Frítt andlit hans, djúp röddin og öryggi í fasi eru honum drjúg hjálparmeðul á framabrautinni. Þegar hann kom hingað, lifnaði heldur en ekki yfir veikara kyn- inu í bænum. Konur, allt frá fimmtán sjra til fimmtugs og jafn- vel betur, kunna vel að meta hæfi- l’eika Phils. Hvað Phil viðvék, féll hann inn í okkar litla samfé- lag hérna eins og hönd í vettling. Hann varð þegar heima í starfinu, eins og hann hefði verið meðal okkar árum saman, og hann tók þátt í tómstundagamni okkar, veiðiferðum j sumrin, skíðaferð- um á veturna. Phil tekst allt vel, sem hann spreytir sig á. Hann er hávaxinn og myndarlegur á velli, rauðhærður, með alvöruglampa í brúnum augunum. Við Phil erum svo ólikir, að vin- átta okkar er víst ýmsum undr- unarefni, en okkur féll þegar í upphafi vel við hvorn annan. Við íeigoum saman íbúð skammt frá sjúkrahúsinu og vorum alltaf sam- an, jafnt í starfi sem í frístund- úm. Ég átti að verða svaramaður hans í brúðkaupi þeirra Marynelle Lowe. . . . Sagan, sem ég segi, hlýtur óhjá- kvæmilega að hefjast veturinn, sem Phil ætlaði að kvænast Mary- nelle. Við skulum byrja helgina fyrir brúðkaup þeirra, þegar við fórum öll til McCord í skíðaferð. Stjórn sjúkrahússins hefur kom- ið því svo fyrir, að sérhver starfs- maður þess fær eina fríhelgi í hverjum mánuði. Eftir talsvert þóf hafði okkur Phil tekizt að fá okkar fríhelgi saman í þetta sinn. Við erum vön að segja hér, að McCord sé paradís fátæklinganna. Staðurinn er stórkostlegur. Veit- ingahúsið er ódýrt en prýðilegt, vatnið fagurt og veiðisælt, skíða- land gott á veturna. Á sumrin ök- um við þangað á fimm tímum, en á veturna verðum við að fljúga þangað. Það er þó engum erfið- leikum bundið, því að nokkrir í klíkunni fljúga eigin vélum. Og Empire-félagið lendir í McCord, ef farþegar þangað fást fleiri en tveir. Þetta föstudagskvöld flug- um við Phil þangað með Empire- vél, einkaflugmennirnir vilja eðli' lega heldur kvenfarþega. Öll klíkan var saman komin í McCord þessa helgi, u.þ.b. fimmtán manns, flest starfsfólk við sjúkrahúsið. Fyrsta kvöldinu eyhdum við við arininn í stóru setustofunni, spjöll uðum saman, drukkum dálítið, spiluðum, vaxbárum skíðin okkar. — Min var þarna stödd. Næsta morgun var snjókoma, en stytti upp um tíuleytið og þegar að loknum hádegisverði fóru Phil og Marynelle saman út á skíði. Við litum öll á það sem sjálfsagð an hlut, og ekkert okkar varð þeim samferða. En Phil sagði mér alla söguna í smáatriðum síðar. Marynelle hafði verið uppstökk kvöldið áður og enn verri við há- degisverðinn, en við afsökuðum framkomu hennar með því, að þetta væru sjálfsagðir duttlungar ELIZABETH SEIFERT verðandi brúðar. Afsökunarorð Phils við Min sýndu, að hann hugs aði eins. Phil er svo skilningsgóð- ur. Að sjálfsögðu verður læknir að vera þeim eiginleika búinn, en Phil er alveg sérstakur í þessu efni. Svo ríkur skilningur á fólki og hegðan þess og slík lagni að öðlast gagnkvæman skilning er óvenjulegur eiginleiki. Vegna þessa ágæta eiginleika held ég, að Phil hafi ekki tekið það alvarlega né verið óviðbúinn, þegar svo Marynelle greip fyrsta tækifæri til að hella sér yfir hann. Hún vætti varirnar og hafði aug- ljóslega sitt af hverju í pokahorn- inu, sem hann skyldi verða að hlusta á. í fyrsta lagi — eins og þú veizt, er ég nútímakona fram í fingur- góma, sagði hún. Skær rödd henn- ar hljómaði hvellt í auðninni. Himinninn var heiður, dreifð trén þung af snjó, framundan endalaus ar hæðir, upp og niður, svo langt sem augað eygði, ekkert líf í nánd. Marynelle dustaði af gulum hönzkunum sínum, svo að í þeim small, og setti þá upp á ný. Hún horfði ekki beint á Phil. Hann hallaði sér upp að trjástofni og kveikti í vindlingi fyrir hana. Hún hélt áfram. — Mér skilst, að kossar séu orðnir svo venjulegt íyrirbæri, að eina hættan, sem þeir geti haft í för með sér, sé einn eða tveir sýklar. Þrátt fyrir það er stigsmunur á kossum. Og það er eins gott, að þú vitir, að ég þykist eiga fyrsta rétt, hvað þínum kossum viðvíkur, minn kæri Phil. Hann rétti henni vindlinginn og hallaði sér aftur upp að trjástofn- inum. — Eg veit, að þér geðjast að Min Brady, sagði hún, án þess að láta trufla sig hið minnsta. Og ég er alls ekki ein um að Velta því fyrir mér, hversu VEL þér geðjist að henni. Hver sá, sem sá þig heilsa henni í gærkveldi, hlaut að halda, að HÚN væri unn- usta þín. Þá kveðju er auðvelt að flokka undir faðmlag, dr. Scoles! Og þú veizt það, ekki satt? Min hafði komið fljúgandi með Walt Maddox, íþróttafréttaritara við sama blað og hún vann við þá, og Johnny Kling, sem átti vélina. Þau komu til veitingahússins eftir myrkur. Min birtist með glitrandi snjókorn í fallega dökka hárinu, og kinnarnar glóðu. Henni skrikaði fótur á skónum, hálum af snjón- um, en útréttur armur Phils bjarg aði henni frá slæmri byltu, og — já — hann gaf henni koss, svona í leiðinni. En ekkert okkar hafði tekið til þess — ekki einu sinni ég. En kossinn sá arna hafði vaxið Marynelle í augum. — Þessi koss var ykkur meiri ánægja en svo, að ég kæri mig um endurtekningu á slíku! hélt hún áfram ræðunni. — Þú getur tekið þetta sem kröfu eða skipun, hvernig, sem þú vilt, aðeins ef þú skilur, hvað ég á við. Phil stóð í sömu sporum og rót- aði í snjónum með öðru skíðinu. Hann leit með hægð á Marynelle og sagði með sinni djúpu, rólegu rödd: — Heldurðu ekki, elskan, að betra væri að geyma slíka skip- un, þangað til í næstu viku? Eg á við T- hann lét vindling sinn detta niður í snjóinn og horfði á litlu svörtu holuna, sem stúfurinn bræddi í snjóinn — ég á við, að mér virðist þú vera að nöldra að óþörfu. Gerirðu þér það ljóst? — Reyndu ekki að snúa út úr, sagði hún hvellt. Hann lyfti höfðinu og horfði nú beint framan í hana. — Eg er ekki að snúa út úr. Eg er aðeins að segja þér, að ég hef ekki trú á, að ég muni líða þennan tón og þessa framkomu, eftir að við er- um gift. Og þú getur hengt þig upp á, að mér geðjast ekki heldur að því núna! Hún greip andann á lofti. Senni lega var þetta í fyrsta skipti, sem Phil var hvassyrtur við hana, og hún var ekki á því að taka því með þögn og þolinmæði. — Þú dirfist ekki að tala til mín á þenn- an hátt, Phil Scoles! Ef þú ætlar að niðurlægja mig með framkpmu þinni, skal ég láta þig vita, að ég mun ekki líða það! Já, og þú skalt verða að hlusta! — Aðeins svo, að rödd þín nái eyrum mínum rétt á meðan ég geng burt frá þér, sagði hann furx- vissandi. — Já, farðu bara burt! æpti hún og hnykkti til höfðinu. Andlit hennar var hvítara en snjórinn. Skuggarnir í vöngum hennar og við gagnaugun virtust grænir. Svipur hennar var sem á óðri konu. Marynelle var gædd ríku T í MIN N , miðvikudaginn 23. október 1963 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.