Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1943, Blaðsíða 3
I»riðjudagur 29. júní 1943. ALPYÐUBLAÐIÐ n ♦ ..... i Flugmiðuœ dreift til íbúa borgarinnar. STÓR HÓPUR LIBERATORFLUGVÉLA réðist á Elus- eus og Hasani flugvellina við Aþenu í Grikklandi í gær l?jóðverjar sendu gegn þeim margar orustuflugvéiar en Bandamenn skutu niður 7 þeirra og að líkindum aðrar 8 án þess að missa nokkra flugvél sjálfir. ítalska útvarpið telur þessar árásir á Grikkland irndan- iara innrásar Bandamanna við Miðjarðarhafið. Wellington flugvélar gerðu öfluga árás á Napoli í fyrri- nótt. Talið er að mikið tjón hafi* hlotizt af árásum Banda- manna á flugvellina við Aþenu í gær. Að lokinni árásinni flugu flugvélar B;/ndamanna yfir A- þenu og köstuðu niður flugmið um til íbúanna, þar sem þeir voru kvaddir til að halda áfram mótþróanum gegn Þjóðverjum. Þegar Wellington flugvélarn ar komu til árása á Napoli í fyrrinótt var talsvert mistur yfir borginni, en flugmönnum tókst að finna skotmörk sín með því að nota svifblys. Miklar skemmdir urðu við höfnina, á járnbrautarstöð í norðurhluta borgarinnar og •einnig nokkrum verksmiðj- ■um. Flugvélar frá Malta héldu uppi árásum á samgönguleiðir, á Sikiley og Suður-ítalíu. ítalska útvarpið skýrði frá því í dag, að árás hafi verið gerð á Reggio á Suður-ítalíu. Bandamenn misstu tvær flug vélar í þessum árásarferðum. Stjörnmálameiin i Wash ington tordæma árásina á Snðina. Washington. ÐSTU opinberir starfs- menn hér í höfuðborg Bandaríkjanna hafa látið í ljós gremju sína og hryggð vegna árásar Þjóðverja á íslenzka skipið „Súðina“. Elbert D. Thomas öldunga- deildarþingmaður Utah, og forseti kennslumálanefndar og verkamálanefndar, sagði: — „Þessi lúalega árás á íslenzka strandferðaskipið ,,Súðina“, sem gerð var í landhelgi ís- lands, af þýzkri sprengjuflug- vél, er svívirðileg og álösun- arverð. íbúar Bandaríkjanna votta hinni ötulu, friðsömu, ís- lenzku þjóð dýpstu samúð. Við skiljum hversu mikið áfall þetta er fyrir íslendinga. Sú þjóð, hvað stór, sem hún er, sem virðir ekki hlutleysi ann- arrar þjóðar, hversu fámenn, sem hún kann að vera, hefur fyrirgert rétti sínum til þess að taka þátt í alþjóðaráðum.“ Joseph H. Ball, öldungadeild arþingmaður Minnesota, sagði: „Hin ástæðulusa árás sprengju flugvélarinnar á ,,Súðina“ drap nokkra menn ,en rændi aðra atvinnu sinni, að minnsta kosti á meðan gert er við skemmdir á skipinu. íslending- ar taka þjáningunum með þögn og þolinmæði. En hin svívirði- lega árás á ,,Súðina“ fékk þá til þess að bera fram opinber mótmæli vð Þjóðverja vegna hlutleysisbrots þeirra á íslend- ingum. Hin frjálsu Bandaríki rétta hinum frjálsu íslending- um höndina í samúðarskyni. EVIN verkamálaráðherra Breta skýrði frá því í dag að Bretar smíðuðu nú fleiri flug vélar heldur en Þjóðverjar. Bevin kvað þetta fyrst og I Franska pjóðfrelsisnefnd in berzt fyrir endnrreisn iíðræöisins i Frakblandi 10 RANSKA þjóðfrelsisnefnd- in er þannig skipuð, að hershöfðingjarnir de Gaulle og Giraud eru forsetar, Catroux hershöfðingi, Georges hershöfð- ingi, Massigli, Jean Monnet og André Philipp eru stjórnarmeð- limir, en að öðru leyti verður hún skipuð öðrum fulltrúum til viðbótar. Nefndin, þannig skipuð, er frönsk miðstjórn. Nefndin stjórn ar hernaðaraðgerðum Frakka í styrjöldinni, alls staðar og í hvaða mynd sem er. Þannig heldur hún frönskum yfirráð- um í öllum þeim löndum, sem eru utan valdsviðs fjandmann- anna; hún sér um gæzlu og vernd allra franskra hagsmuna í heiminum; hún hefir æðsta vald yfir löndum, her, flota og flugher, sem komið hefir verið á fót til þessa, hvort heldur er af frönsku þjóðnefndinni eða af yfirstjórn hernaðarlegra og borg aralegra mála. Allar ráðstafan- ir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á sameiningu þeirra stjórna, er heyra undir þessa tvo aðila, verða tafarlaust gerðar af nefndinni. Samkvæmt þeim bréfum, er farið hafa milli hershöfðingj- anna de Gaulle og Giraud, af- hendir nefndin völd sín í hend- ur bráðabirgðastjórnar, sem stofnuð verður samkvæmt lög- um lýðveldisins, þegar er frels- un höfuðborgarinnar leyfir og síðan frelsun 'alls Frakklands. Nefndin mun halda áfram, í náinni samvinnu við alla Banda- menn, hinni sameiginlegu bar- áttu fyrir frelsun franskra landa og landa Bandamanna, allt til þess, er fullnaðarsigur hefir verið unninn á öllum óvinaríkj- unum. Nefndin heitir því hátíðlega, að koma á aftur öllu því frelsi, er ríkti í Frakklandi áður, lög- um lýðveldisins og stjórnarfari, og eyðileggja algerlega einræð- isstjórnarfarið og það persónu- vald, er nú ríkir í landinu. Nefndin er í þjónustu frönsku þjóðarinnar, en barátta þjóðar- innar, andstaða hennar gegn kúgunarvaldinu og raunir henn- ar, svo og nauðsynlegar endur- bætur krefjast einingar allra þjóðlegra afla. Nefndin heitir á alla Frakka, að fylkja sér, svo að Frakkland nái aftur, með baráttu og sigri, frelsi sínu og mikilleika, ásamt fyrra sæti sínu meðal stórvelda Banda- manna, og að það geti beitt á- hrifum sínum við friðarráð- stefnu hinna sameinuðu þjóða, sem ákveður framtíð Evrópu og alls heimsins. (Frá fulltrúa frönsku þjóð- frelsisnefndarinnar í Rvík.) fremst að þakka brezkum kon- um, sem hafi lagt fram mikin skerf til hergagnaframleiðsl- unnar. Þjóðverjar flytja 30,000 loft varnabyssur og 1000 orustu flugvélar til Ruhr. Y-j JÓÐVERJAR HAFA NEYÐST til þess að flytja mikið fluglið til Ruhrhéraðanna vegna loftárása Bandamanna að undanförnu. Einnig hafa loftvarnir þeirra verið mikið auknar. Loftárásir Bandamanna á Þýzkaland hafa því haft mjög truflandi áhrif á allar hernaðaráætlanir Þjóðverja í sumar. Ameríski hermaðurinn á myndinni berst á Bunavígstöðv- unum á Nýju Guineu_ Hann er að gefa páfagaukinum sín- um, sem hann kallar „Tojo“ eftir forsætisráðherra Japana, kex, því páfagaukurinn talar mál, sem einna helst líkist japönsku! Yfir 400 þýzk skip hafa farizt á tundurduf lum London í gærkveldi. i_Í REZKA flotastjómin til- kynnti í dag, að frá því að styrjöldin hófst hafi yfir 400 þýzk skip farizt á tundurdufU um við strendur Evrópu. Þá hafa ýms skip laskast af völdum þeirra, þar á meðal or- ustuskipin Schanhorst og Gneisenau, þegar þau flýðu á sínum tíma frá Brest í Frakk- landi. Meðal þeirra skipa, sem farizt hafa af völdum tundur- dufla, er 18.000 smálesta far- þegarskipið Gneisenau, tvö stór olíuflutningaskip og mörg stór kaupskip, auk smærri skipa. Herskip Bandamanna hafa lagt tundurduflin, og einnig flugvélar, þar sem herskipin hafa ekki getað komið því við. Tundurduflin hafa oft gert svo mikinn usla á siglingaleið- um Þjóðverja, að þeir hafa neyðst til þess að loka vissum höfnum á svæðinu frá Kirke- nes í Noregi til Biskayaflóans. Giraud fer til Washington London í gærkveldi. SAMKVÆMT frétt frá Cai- ro mun Giraud hershöfð- ingi fara bráðlega í heimsókn til Washington í hemaðarer- indum. Frétt þessi hefur nú verið staðfest af St. Early, einka- ritara Roosevelt. Upplýsir hann, að Giraud verði gestur Bandaríkjastjórnar meðan hann dvelur vestra. Eisenhow- er hershöfðingi bauð Giraud fyrir hönd Bandaríkjastjórnar í heimsókn þessa 26. maí s.L og’ tók Giraud boðinu strax. Rússar taka hæð á Frá þessu er skýrt í vikulegri skýrslu Elmer Davis yfirmanns upplýsingaskriftofunar í útvarpi Bandaríkjanna. LONDON í gærkvöldi. Síðastliðin vika var vika loft árása, þeirra mestu, sem heim- urinn hefir ennþá kynnzt, en samt eru loftárásirnar alltaf að aukast. 1 6 daga hafa þrezkar og Bandarískar sprengjuflug- vélar, sem hafa bækistöðvar í Engl. látið sprengjum rigna yfir borgir Norðvestur Þýzka- lands. Utvarp Þjóðverja til Bandaríkjanna hefur reynt að telja okkur trú um, að Ruhr héraðið sé ekki svo ýkja þýð- ingarmikið, verksmiðjur þess séu til hægðarauka fyrir þá, en langt frá því að vera nauðsyn- legar, vegna þess, að Þýzka- land hafi nóg af öðrum iðnaðar héruðum. En ákafi Þjóðverja, er þeir reyna að telja okkur trú um, að Ruhr héraðið sé þýð ingarlítið, sannar betur en nokkuð annað, að Þjóðverjum eru greidd þung högg, þar sem þeir mega sízt við að fá þau, sem sé á iðnaðarhverfin. Önnur sönnun þess, að Þjóð- verjar hafa orðið fyrir tjóni, er að þeir hafa aukið varnir sínar yfir borgum Norðvestur-Þýzka lands. Fregnir, sem borizt hafa til London, herma, að yfir 1000 orustuflugvélar og 30,000 loft- varnabyssur hafi verið fluttar á þetta svæði. Lofthernaðurinn gegn Vest- ur-Þýzkalandi, hefur neytt ó- vinina til að safna saman or- ustuflugvélum og loftvarna- byseum þangað, hefur haft mik il áhrif á stríðið í Evrópu og lofthernaðinn við Miðjarðar- haf-fyrir utan þá ógnun, sem herir bandamanna í Afríku búa Þjóðverjum. Síðast liðna viku sendu Þjóð verjar varalið til Balkanskag- ans til þess að efla setuliðið þar, en Þjóðverjar vita ekki hvar við munum gera innrás- ina; við getum gert hana á Balkanskagann, á Sikiley, á Sardiriíu, ítalíu eða Suður- Frakkland. Og þessvegna hafa Þjóðverjar einnig sent í þessari viku varalið til Suður-Frakk- lands og það, sem er ennþá mikilvægara, þeir hafa einnig sent varalið til ítalíu. RÚSSAB skýra frá bardög- um á Kyrjálaeiði. Segjast þeir hafa tekið þar hæð eina af Finnum og hrundið ítrekuð- um gagnárásum þeirra til þess að taka hana aftur. 300 Finnar féllu. Þjóðverjar skýra fi; áþví, að þeir hafi haldið uppi skothríð á landgöngulið Rússa við Novorossisk á Kúbanvígstöðv- unum. Kafbátar Bandamanna á Kyrrahafi hafa nýlega sökkt 8 japönskum skipum, þar á meðal tundurspilli. Hikill Qðldi amerísfcra flug véla réðist á Frakkland i gær LONDON í gærkvöldi. TÓRIR HÓPAR amerískra flugvélar flugu yfir Erma- sund í dag til árása á Frakk- land. Talið er að hér hafi verið um stórar árásir að ræða. Enn hefir ekki verið tilkynnt um árangur árásanna. Typon flugvélar réðust á skipalest í dag við Hollands- strendur og sökktu tveimur skipum og löskuðu 3 önnur. Myndir sem hafa verið tekn- ar af Bochum eftir síðustuárás Breta á þá borg sýna að yfir 130 ekrur lands í borginni eru í rústum. Á þessu svæði er m. a.. stór stálverksmiðja. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.