Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.04.1939, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.04.1939, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Hið eina, sem takmarkar hversu þétt jurtirnar geta staðíð í slíku vatnskeri eða trogi, er að næg birta verði á hverri jurt, hvort sem birtugjafinn er sólar- ljós eða rafmagnsljós. Jurtirnar geta þannig staðið þrefalt til fimmfalt þéttar í vatni en á akr- inum. Og ein uppskera tekur við af annari. Byrja má t. d. með spinat, rækta því næst lauk og Soks baunir og hveiti o. s. frv., eða fyrst spinat, þá tómata og loks melönur, sem öllu má sá i senn eða með nokkru millibili i sama trogið, en þroskast á mis- löngum tíma. MIKILSVERÐUR ÁRANGUR. Tiiraunir þær ,sem gerðar hafa verið til samanburðar á jarðvegs- ræktun og vatnsræktun, hafa leitt í ljós, betur en áður, hve stór- kostlega mikla þýðingu það hef- ir fyrir vöxt jurtanna, að áburð- urinn sé rétt blandaður, og sann- að, aö sáralítill skortur á aðeins einu efni, sem þarf að vera í jarðveginum, getur valdið upp- skerubresti, þótt gnótt sé annara efna. . ; , ■ i :• i Tilraun var m. a. gerð með belgjurt eina: Alfalfa. Sáð var i tvö trog á sama tíma, úx sama fræbréfinu og sömu næringarefni llátin í vatnið, en þó meÖ örlít- illi undantekningu. En árangur- inn varð sá, að jurtirnar í öðru troginu urðu helmingi stærri en í hinu. Það sem olli þessum feikna mismun á gróðri var að 1/300000 laluta meira af zinki var látið í Það trogið, sem bar helmingi meiri ávöxt. Af ýmsum málmsöltum, t- d- zinki, kopar, boron, járni og man- ganese er svo lítið í járðveginum, að jarðefnafræðingarnir geta ekki greint þau. En skortur á 1/3000 hluta t. d. af boron í jarðvegin- um getur valdið því, aö upp- skera í aldingarði verði lítil eða engin. Við vatnsræktun má fijótlega ganga úr skugga um hvað veld- ur, ef þroski jurtanna er ekki í lagi, og bæta við efnum, sem vanta í næringárvökvann, á sama hátt og læknir gefur vitamin fearni, sem þjáist af næringar- gkorti. ALDINSKÁLAR Á ÍSLANDI? Ýfirlitt má segja, að tiiraunir þær, sem gerðar hafa verið víðs- vegar í Bandaríkjunum í tilefni »f starfsemi dr. Gericke, hafi leitt i Ijós margháttaða og óvænta möguleika á jurta- og aldinarækt við hin ólíkustu skilyrði, og því er það engin fjarstæða að telja senniiegt, að fyr en varir geti Is- leadingar hafið t .d. appeisínu- •g sitrónuræktun í skemmum iýstum rafmagnsljósum í stað sólar, en rætur ávaxtatrjánna standa í kerum og blómgast og bera ávöxt, án þess að hafa nokkru sinni moldu bragðað. — Þetta tekst prýðilega í Californíu í sólskininu þar. En rafmagns- ljósin ættu að geta afrekað svip- að hér hjá okkur. Það væri sann- arlega ómaksins vert, að gera til- raunir með þetta, því til mikils er að vinna, ef árangur yroi sæmilegur. VATNSRÆKTUN ! GRÓÐUR- HÚSUM. Ólafur Friðriksson rit- höfundur vakti athygli manna á iþví í grein, sem hann skrifaði um vatnsræktunina í 33. tbl. Fálkans 1937, að vatnsræktun hlyti §iga sér framtíð hér á landi vegna þess, hve geysilega mikið er hægt að auka afköst gróður- húsanna með þessum hætti. Auk þess má benda á það, að jarð- vegi í gróðurhúsum er afarhætí við sýkingu, strax eftir fyrsta árið. En ef notuð er vatnsræktun er fljótgerí að skifta um „jarð- veg“, þar eð vandinn er eigi ann- ar en að skifta um vatn. Sýkingarhættan er þannig úr sögunni, ef notuð er vatnsræktun, en plöntusjúkdómar hafa á und- anförnum árum valdið allmiklu tjóni í gróðurhúsum hér, og því furða, að vatnsræktun skuli enn enginn gaumur gefinn hér á landi. Einn af mörgum kostum þess- arar ræktunaraðferðar er sá, að vilji maður hraða vexti t. d. tó- matanna eða blómanna, til þess að geta náð sem hagfeldustum markaði, er vandinn eigi annar en sá, að hita vatnið nokkuð í geymunum, og er þetta hægt með hitaþráðum, olíukyndingu, eða þar sem hverahiti er, að nota einnig hveravatnið til að hita næringarvökvann, sem auðvitað er ódýrast. Gróðurhúsaeigandi einn í Montebello í Californíu, Ernest Brundin að nafni, mun fyrstur manna hafa tekið upp þetta snjallræði, að hita næring- arvökvann. Og gróðurhúsaræktun hr. Brundin hefir gefið mikinn arð. Hann ræktar einkum tómata til uppskeru um hávetur, til þess að sæta hámarksverði, en um það leyti árs fæst hálfur dalur (kr. 2,75) fyrir kílóið af tómötum í Californíu, en á surnrin fellur verðið niður í 6 aura fyrir kíló. En þeim tíma árs telur hr. Brun- din betur varið til laxveiða. Brundin var verkfræðingur, áð- ur en hann hóf gróðurhúsarækt- un sér til heilsubótar, að sjálfs hans sögn. En hann er og upp- ffinningamaður i hjáverkum. Brátt hugkvæmdist honum þvi að láta næringarvökvann vera á stöðugr, hringrás um öll trogin og kerin í gróðurhúsum sínum, einkum til þess að geta hitað vökvann hæfi- lega, þegar á þarf að halda til að hraða vexti jurtanna, þannig, að vökvinn endurnýjast í geym- unum á fjögra stunda fresti. Brundin notar stóran ketil til hit- unar og kyndir undir með olíú, sem þama er mun ódýrari en rafmagn. Streymir vökvinn úr katlinum 76 F stiga heitur, og aftur inn, í ketilinn 4 stigum kald- ari, eftir að hafa streymt gegnum sérstakt safnker og öll trog gróð- urhússins. Ef hraða þarf vexti tómatanna til hins ítrasta, er vökvinn hitaður upp í 80 F stig. Það er auðvitað sólskininu í Californíu að þakka, að hægt er að rækta tómatana og aðrar jurt- ir um hávetur, án þess að hjálpa til með rafmagnsljósum, En hér á landi ætti slík ræktun eigi að síður að geta orðið arðvænleg, þótt nota Jjurfi rafmagn, vegna þess að verð á grænmeti hér er margfalt hærra en í flestum öðr- um löndum. Hér á landi eru til nokkuð mörg gróðurhús á stöðum þar sem skilyröi em til þess að geta fengið nægilega ódýrt rafmagn til lýsingar, og mundi ómaksins vert fyrir eigendur þeirra að hef ja tilraunir með þessa ræktunarað- ferð. KAUPSTAÐABÚUM eða öllum þeim sem hafa lítið eða ónógt jarðnæði, ætti að geta orðið hið mesta gagn að vatnsræktun. Væri æskilegt að bæjarstjórnir gengj- ust fyrir tilraunum, með aðstoð vísindamanna. Slíkar tilraunir mega þó ekki draga neitt úr á- huga fólks á því að heimta að sem flestum fjölskyldum sé gef- inn kostur á landi til garðræktar i kaupstöðum. Að því ber að stefna að hver einasta fjölskylda, 'í kaupstað eignist sinn eigin mat- jurtagarð. Allmiklu af peningum og tíma sem æskulýðurinn ver nú til kappleikja og ferðalaga, væribet- ur varið til garðyrkju. Og hús- freyjum kaupstaðanna væri það holíara, að verja nokkmm hluta dagsins til að hlúa að matjurta- garði, en að rölta prúðbúnar um rykugustu götur bæjanna þann tíma sem þær ættu að vera úti í hreinu lofti sér til heilsubótar og hressingar. KARTÖFLUUPPSKERA þarf aldrei að bregðast hér sunn- anlands, ef hið hæfasta útsæði er notað, og nóg borið af áburði í garðana. Og rabarbari, heimilis- njóli, grænkál, og salat vex hér hvernig sem viðrar. Eigi að síður er hér mikill skortur á nýju grænmeti mestan hluta árs, og því þjóðarnauðsyn að úr verði bætt með öllum ráðum sem heppi leg reynast. Er hér því einnig verk að vinna fyrir þá kaup- staðabúa sem stunda garðrækt i hjáverkum, sér til gagns, gamans og heilsubótar, eins og hr. Bmnd- in, — að hefja vatnsræktun, auð- vitað í smaum stíl til að byrja með. Uppskera á veturna og snemma að vori, væri dýrmæt búbót og mörgum heilsubót. Leiðbeiningar um alt sem þarf, mun hægt að fá hjá háskólanum í Berkeley í Californiu. En áður en þeirra er leitað, væri fróðlegt að fá að vita hvort bæjarstjórn- inni okkar mundi þóknast að leggja fram lífgjafann til slíkrar ræktunar: nógu ódýrt rafmagn. Jón Gunnarsson. Daladier talar í útvarp um Tékkóslóvakíumálin

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.