Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.04.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.04.1939, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGS Jack London skrifar fréttagreinar sínar og liefir tösku fyrir skrifborð. SUNNUDAGINN 30. APRÍL 1939 VI. ÁRGANGUR. 18. TÖLUJBLAÐ IRVING STONE: Þegar Jack London var stríðsfréttaritari í rúss- . • ’ ■ ■ : " • - . - ft V nesk- japanska stríðinu. ANÝJÁRSDAG árið 1904 var öllum það ljóst, að Rússar og Japanir ætluðu í stríð. Sem sósíalisti var Jack London 4 móti stríði. En ef stríð var ó- hjákvæmilegt, vildi hann gjarnan vera á sjónarsviðinu, til þess að kynnast því. Hann hafði kynt sér hernaðarsérfræði og auk þess fjöldan allan af kenningum um gulu hættuna, sem hann vildi. gjarnan fá tækifæri til að stað- xeyna. Hér var á ferðinni eitt • æfintýrið enn, sem var þess megnugt að hjálpa honum út úr amndræðunum. Jack London fékk tilboð frá limm stórblöðum; hann tók bezta tilboðinú, sem var frá Hearst- blöðunum. Þann 7. janúar árið 1904, fimm dögum áður en hann varö tuttugu og átta ára gamall, sigldi hann af stað til Japan. í Yokohama fékk Jack sér -drink í öllum þeim krám og knæpum, sem hann hafði heim- sótt seytján ára gamall í fylgd með þeim Stóra-Viktor og Axel. Pangað voru komnir stríðsfrétta- fitarar frá öllum löndum heims og biðu eftir leyfi til þess að fá að fara fram á orustusvæðið. En japönsku stjórnarvöldin virtust vera á þeirri skoðun, að ekkert lægi á, og reyndu í þess stað að : sjá um, að hinum erlendu frétta- riturum væri skemt eftir föngum. En tveggja daga kurteisishjal og undandráttur var nóg til þess að gera Jack London óþolinmóð- • an. Hann gerði sér það ljóst, að Japanimir höfðu alls ekki í hyggju að sleppa blaðamönnun- um fram í eldlínuna. Þess vegna fór hann frá Tokio til Nagasaki og átti von á að fá skipsferð til Chenrulpo á Koreu. Meðan hann- beið skips, datt honum í hug að ljósmynda hluta af borginni. En það veitti honum þegar í stað tækifæri til þess að gista hið fyrsta af þeim fangels- um, sem honum auðnaðist að kynnast á þessu ferðalagí. Jap- önsku yfirvöldin tóku hann fast- an sem rússneskan njósnara. Og þegar hann loksins var látinn laus aftur, var skipið, sem hann ætlaði með, farið fyrir löngu. Löngu seinna fékk hann far með öðru skipi, en stjórnin náði skipinu, áður en það lagði af stað. Jack var nú orðinn milli von- ar og ótta um það, að hann næði svo snemma út á vígstöðvamar, að hann gæti gefið lýsingu á fyrstu orustunni. Hann lagði því ■af stað í uppskipunarbáti, til þess að ná litlu gufuskipi, sem ætlaði til Fusan. Og hann þurfti að hraða sér svo mjög um borð, .að í öngþveitinu misti hann ann- að koffortið sitt í sjóinn. Skips- höfnin var öll innfædd, og Jack varð að sofa á þiljum uppi, hvernig sem veður var. 1 Fusan náði hann í annað skip, en þegar það kom til Mok- pó náði stjórnin skipinu á sitt vald og setti farþegana í land. Jack var viti sínu fjær af reiði ýfir þvi, að geta ekki unnið það starf, sem' hann fékk borgun fyr- ir að inna af heridi. — Þá ákvaÖ hann að taka málið í sínar hend- ur og leigði opinn bát af hinum innfæddu. I þessum báti sigldi hann yfir „Gula hafið“ og lengra fram með strönd Koreu, þangað til hann komst til Chemulpo. „Það er það versta, sem ég hefi lent í um mína daga,“ skrifaði hann einum vina sinna. „Þú hefðir bara átt að sjá mig sem skipstjóra á opnurn báti með þrjá Koreubúa, sem ekki kunnu orð í ensku, sem háseta. Við komumst til Kunsan í rökkur- byrjun, eftir að hafa eyðilagt mastrið og mölbrotið stýrið. Við komum þangað í hellirigningu og kuldastormi, sem næddi um okk- ur. Þú hefðir átt að sjá hjúkrun- ina, sem ég fékk. Fimm komung- ar japanskar meyjar drógu af mér vosklæðin, böðuðu mig og háttuðu mig. Næstu sex daga var frostviðri og bátinn hrakti til og frá. Eini hitinn, sem við urðum aðnjót- andi, kom frá trékolaglóðum í eldstæðinu, en reykurinn frá þessum glóðum var enn þá eitr- aðri en hinn kaldi matur hinna innfæddu, sem maður varð að gera sér að góðu. Enskur blaða- ljósmyndari, sem var komínn til Chemulpo áður en Japanir stöðv- uðu allar samgöngur, skrifar þannig um Jack London: „Þegár London kom til Che- mulpo þekti ég hann ekki. Hann hafði skinnkal á eyrum, fingrum og fótum. Hann sagði, að sér væri fjandans sama um það, ef hann bara kæmist út á Víg- stöðvarnar. Jack London er einn af þeirn mestu mönnum, sem ég hefi orðið svo hamingjusamur að hitta á lífsleiðinni. Hann er jafn- mikil hetja og merkilegustu per- sónurnár í bókurn hans: T ACK útvegaði sér fáeiná hesta, þjónaogMapu, eða méðréiðar- sveiri, og lagði af stað í norður- átt, eða í áttina til hinna rúss- nesku hersveita. Ising var á veg- unum og sums staðár hólklaki, og á hverju kvöldi urðu þeir að keppa við japönsku hermenriina urn að fá gistingu í svéitaþorp- unum. Þetta ferðalag stóð yfir í fleiri vikur, og eftir hina ótrúlegustu erfiðleika kom Jack London loks- ins til Ping-yang, nyrsta staðar- ins, sem nokkur fréttaritari heim- sótti í þessu striði. Þar var hann hneptur í fangelsi vegna kæru til japönsku stjórnarinnar frá þeim fréttariturum, sem haldið var eft- ir, en blöð þeirra sendu þeim hvert skeytið á fætur öðru, þar sem þau spurðust fyrir unr það, hvernig á því stæði, að Jack London gæti sent skeyti frá Koreu, en þeir gætu það ekki. Hann var sendur aftur til Söul ög hneptur þar í fangelsi, af því að hann hafði í leyfisleysi farið út á vígstöðvarnar. En þetta hafði þó þau áhcif, að jaþánska

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.