Alþýðublaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 7
Fbstudagur 4. febniar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ |Bœrinn í dag.l Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofu Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: ,,Bör Börs- son“ eftir Falkberget, V (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 77, nr. 1, eftir Ilaydn. 21.15 Frindi Fiskiþingsins: Nýir framleiðsluhættir í sjávarút- vegi (Sveinn Árnason fiski- r.iatsstjóri). 21.35 í'purningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- sor.). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): Symfónía nr. 3 eftir Beet- hoven. Slðasti dagur til atvinnuleysisskráningar á ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar er í dag. Áheit á Hallgrímskirkju í Reykjavík, kr. 10.00 frá B. B. Kvenfélag Alþýðuflokksins efnir til skemmtifundar í kvöld í fundarsal Alþýðubrauðgerðar- innar. Er þar margt til skemmtun- ar — og mega félagskonur bjóða með sér gestum. Stúdentafundurinn, sem frestað var á dögunum, heldur áfram í háskólanum í kvöld og hefst stundvíslega kl. 8 . Margir eru á mælendaskrá. Leiðrétting. Misritun varð hér í blaðinu í gær í auglýsingu frá barnakórnum Sólskinsdeildin. Nafn annars ein- söngvara kórsins misritaðist „Anna Einarsson" fyrir Agnar Einarsson. Húsaleigan í Hofðaborg. Frh. af 2. síðu. innar og bæði um ályktun hennar til að koma í veg fyrir hækkunina. Jón Axel kvaðst ekki ætla, að matsmennirnir hefðu verið jafn bundnir við reglur þær, er Steinþór reyndi að skjóta sér bak við eins og hann vildi vera láta. Ég veit ekki betur, sagði Jón. en að heimilt sé að taka tillií til ásiskomulags húsnæð- isins. Og þó að húsnæði það, er' hér væri um að ræða, liti sæmi- lega út, þá væri það þó eigi að síður vitað, að hér væri um bráðabirgða húsnæði að ræða. Bæjarfulltrúar Aliþýðuflokks- ins báru fram svohljóðandi til- iogu: „Bæjarstjórnin ákveður að vísa til yfirhúsaleigunefndar til endurmats ákvörðun húsaleigu- nefndar um leigu á íbúðahús- næði í svokallaðri Höfðaborg. Lýsir bæjarstjórnin því yfir að það er hennar vilji, að fullt tillit sé tekið til þess, að um bráðabirgðahúsnæði er að ræða en ekki fullkomin íbúðarhús.“ Tillaga þessi var felld. en að því búnu samþykkt tillaga frá borgarstjóra þess efnis, að bæjarstjórnin samþykkti að vísa matinu til yfirhúsaleigu- nefndar, en ekkert látið uppi um vilja bæjarstjórnar að öðru leyti í þessu «máli. — Tillögu Steinþórs um að húsaleigan skyldi ekki hækka iþrátt fyrir mat hans var vísað til bséjar- ráðs. Eldsvoðinn • Frh. af 2. síðu þúsund krónum. Innbú og t-'gn- ir gesta hafði Hótel íslam \ á- tryggt hjá vátry mhngars t of u Sigfúsar Sighvatssonar fvrir 225 þúsund krónum og Gefiun hafði vátryggt sínar vörur íjá sama félagi fvrir ,75 búsund' krónur. Tjón , gestanna . varð mikið. Misstu margir allt, sem þeir höfðu meðferðis. Einn maður missti 75 refaskinn, en þau voru vátryg"ð fvrir 15 þús- und krónur. M isisssókra pstód iífinsí j clíipisíirí f gær. j Rannsókn í þessu máli stóðs hjá rannsóknarlögreglunni í all- an gærdag og unnu að henni þeir Valdimar Stefánsson, Sveinn Sæmundsson og Magn- ús Eggertsson. Var yfirheyrður fjöldi manna, en þó var ekki hægt að lúka rannsókninni eða yfirheyrslunum. Að svo stöddu getur rannsóknarlögreglan ekki sagt með neinni vissu, hvernig eldurinn hefir komið upp í hús- inu. Yfirleitt er enn allt á huldu með það. Heldur er enn ekki vitað með vissu hvar eldurinn hefir komið upp. Bendir allt til þess, að hann hafi kom- ið upp í litlu geymsluherbergi á efsta lofti, þar sem ýmsir munir voru geymdir: skíði, dúk- ar, saumamaskína og fleira. Var ekki kunnugt um, að nýlega, hefði verið farið í herbergið. Þá hefir það og komið fram við yf- irheyrslurnar, að menn sáu eld- inn einnig fyrst bak við stóran klæðaskáp í öðru herbergi þarna í grennd. Eins og áður segir virðist þaé ganga kraftaverki næst, að ekk' skyldi hafa farizt þarna mikill fjöldi manna. Flestir björguðust út um dyrnar, en nokkrir urðu að kasta sér á fallhlífar, sem lögregla og slökkviliðsmenn héldu strengdum á gangstéttun- um, aðrir sigu í köðlum niður. Svo virðist að starfsstúlka í hótelinu: Rósa Sigfúsdóttir, sem var í herbergi á efsta lofti, hafi fyrst orðið eldsins vör. Hún vaknaði við einhvers konar snark og er hún fór að aðgæta þetta og leit út um dyrnar á herbergi sínu, sér hún eld í þili á geymslukompu. Hún þaut til þeirra, sem sváfu þarna á loftinu og vakti þá og komst í samri svipan allt í uppnám í þessu stóra húsi. Ljósin loguðu enn og þutu nú starfsstúlkurnar og gestir og heimilisfólk jafnóð- um og það vaknaði milli her- bergjanna til að vekja fólkið. Gekk þetta m.jög vel og stóð fólkið í þeirri trú að allir hefðu verið vaktir. Meðan á þessu stóð komst Ester Rosenberg inn í skrifstofu hótelsins og hringdi hún ,á slökkviliðið, en menn muna að kallið náði því 2.29, svo að gera má ráð fyrir að eld- urinn hafi komið upp 2-—3 mín- útum áður. Frásogn tveggja gesta á hótelinn. í vitnisburði Tómasar Hall- grímssonar, sem bjó í herberg- inu nr. 14, sem var á annarri hæð, kemur vel fram hversu mjóu munaði um mannbjörguu- ina. Herbergi Tómasar var aust- ast á ganginum. Hann var vak- andi í rúmi sínu og var að lesa, er hann heyrði hrópað um eld. Hann þaut fram úr rúminu, smeygði sér í buxur og setti á sig morgunskó. Hann fór fram á ganginn fyrir framan herbergi sitt, og hitti þá Helga Rósen- berg, sem bað hann að taka annað af tveimur handslökkvi- tækjum og koma méð sér upp á næsta gang, en þar þóttust þeir vita af eldinum. Þegar þeir komu upp var þar tiltölulega lítill reykur á þakhæðinni, en i fyrrinótt. þeir sáu eld í þilinu upp við loftið, bak við stóran klæða- skáp. Þeir sprautuðu öllu úr tæk.junum, en það bar engan ár- angur. Tómas fór þá aftur nið- ur í herbergi sitt, klæddi sig betur og lé tniður í töskur sín- ar. Telur hann að hann hafi verið að þessu í mesta lagi í 5 mínútur. En er hann kemur aftur út úr herberginu er gang- urinn orðinn svartur af reyk og logarnir leika um hann. Einnig voru ljósin þá að slokkna. Hann brauzt ]dó niður stigann og tel- ur hann að hann hafi verið sá síðasti, sem komst út þessa leið. Var hann brenndur á hendi og fi.t hans sviðin. Ingólfur Steindórsson frá Norðfirði, sem bjó á herbergi nr. 33, segir frá á þessa leið: í herberginu með honum voru tveir brezkir sjóliðar. Þeir vökn uðu allir í senn og kveiktu ljós. Fóru þeir í einhver föt, en er jieir voru að ljúka við það að klæða sig slokknuöu ljósin. Þeir þutu út á ganginn, en er þeir komu þangað var þar allt svart af reyk, en logarnir sleiktu um veggina. Ingólfur varð strax viðskila við sjóliðana. Ingólfur sneri aftur inn í herbergi sitt, en mun sennilega ekki haia lát- ið aftur á eftir sér hurðina, því að ’herbergið fylltist samstundis af reyk og eldi. Ingólfur fór nú upp um þakglugga og komst upp á þak hússins, en svo mjóu munaði, að logarnir náðu öðr- um fæti hans og brenndu hann, en hann var berfættur. Gekk hann þar nokkuð um og athug- aði möguleika til þess að kasta sér niður, og stökk hann síðan niður. Áfrek rámlega átt- ræðs bónda. En rúmlega áttræður bóndi austan af Rangárvöllum, Guð- mundur Þorbjarnarson frá Stóra-Hofi, mun hafa unnið mesta einstaklingsþrekvirkið við björgunina. Guðmundur var sofandi í rúmi sínu og vaknaði við hróp og köll. Er hann ætlaði að kveikja gat hann það ekki, því að ljósaleiðslan hafði ein- mitt bilað í sömu svifum. Hann klæddi sig í skyndi nær alveg, en fór þó ekki í skó. Hann taldi sig ekki eiga neina undankomu úr herbergi sínu, sem var á þak- hæðinni, út um dyrnar, og leit- aði því eftir kaðli, sem hann vissi, hvar var í herberginu. Festi hann kaðalinn í herberg- inu og tróð sér síðan með hann í höndunum upp um gluggann. Lét hann sig síðan síga niður, en kaðallinn reyndist of stuttur. Vantaði svo sem tvo til þrjá metra til þess að hann gæti náð jörð og varð gamli maðurinn því að kasta sér af kaðlinum niður. Við það meiddist hann á fæti og lá hann í gær hjá syni sínum, Jóni Guðmundssyni end- urskðanda í Nýjabæ á Seltjarn- arnesi. (Hákon hæstaréttarrit- ari er annar sonur hans.) Ekk- ert kveðst Guðmundur vita, hvernig hann komst yfir þak- skeggið á húsinu er hann las áig niður kaðalinn. Nær allir, sem björguðust, komust út á nærklæðunum ein- um. Var fólkið strax tekið og farið ineð það í lögreglustöðina, í hafnarskrifstofuna og önnur nærliggjandi hús. Einn norskur skipstjóri, Fjörtoft að nafni, meiddist, er hann stökk niður og einn lögregluþjónn meiddist á handlegg er maður stökk í fallhlífina, er hann hélt ásamt fleirum. Aðstaða slökkviliðsins var, eins og áður segir, ákaflega erfið. Veður var hið versta og frostið mikið. Eftir að bálið minnkaði, en það lýsti upp mik- inn hluta af bænum, fór frostið að segja til sín gagnvart slökkvi liðsmönnunum. Föt þeirra hlupu í stokk svo að þeir áttu Konan mín, dóttir og systir okkar, Helga Stefánsdóttir, andaðist á St. JósepsspítaÍa hinn 3. þ. m. Kjartan Benjamínsson. Jóna Guðnadóttir og systkini. amMMBaaa^— Jarðarför föður, tengdaföður og afa, Hunóifs Péturssonar, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 5. febrúar og hefst meS húskveðju á heimili hans, Þingholtsstræti 1, kl. 10Vi f. h. Jarðaö verður í Fossvogskirkjugarði. Pétur Runólfsson. Ricliard Runólfsson. Guðfinna Ármannsdóttir. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Isak K. Vilhjálmsson og barnabörn. ákaflega erfitt með allar hreyf- i ingar. En starf þeirra tókst samt giftusamlega. Var því þó ekki lokið fyrr en um klukkan 6 í gær. — Lögregla og óbreytt- ir borgarar sýndu og mikinn dugnað í þessum mikla elds- voða. Þetta er mesti eldsvoði, sem orðið hefir hér í Reykjavík síð- an Hótel Reykjavík brann. Bar bjarmánn af eldinum yfir bæ- inn nær allan og he.yrðist brak- ið og brestirnir frá eldinum inn á Laugaveg og vestur á Tún- götu. Hótel ísland var byggt 1882, en bætt við það árið 1901. Eig- andi þess var Alfred Rosenberg veitingamaður. Keypti hann það af Jensen Bjerg, en hann keypti það af Góðtemplurum. Skrá yfir fóikið sem var í lnlsinu. Hér fer á eftir skrá yfir þá, sem voru í húsinu, og er skráin samin í gær: Gestir: Herbergi nr. 4, bjó kapteinn Bjerkelund og hafði búið þar síðan um mánaðamót nóv og des. Herbergi nr. 6, bjo Markús Jensen og frú, frá Eskifirði, og komu þau með Esju í fyrradag. Herbergi nr. 7, Sigurður Hall bjarnarson írá Akranesi kom 1. þ. m. Herbergi nr. 9, Mr. Appley, kom í byrjun jan. Herbergi nr. 10. Mr. Prosser, búinn að vera á annað ár. . Herbergi nr. 12, sem er skrif- stofa Magnúsar Andréssonar, útgerðarmanns, þar svaf í fyrri nótt danskur skipstjóri. Herbergi nr. 13, Magnús Ól- afsson, frá Vestmannaeyjum. Hann ætlaði til Vestmannaeyja með einhverju skipi kvöldið áður, og mun hann hafa farið. Herbergi nr. 14, Tómas Hall- grímsson, frá Grímsstöðum, kom 21. f. m. Herbergi nr. 15, Konráð Jóns son, starfsm. hjá S. í. S., hafði búið á hótelinu í 14 mánuði. Herbergi nr. 16, Capt. Mayer, kom á hótelið 29. f. m. Herbergi nr. 17, Friðrik Þor- valdsson, Borgarnesi, kom- á hótelið 30. f. m. Herbergi nr. 18, Sveinn Stein dórsson, frá Hveragerði, kom 1. þ. m. Herbergi nr. 19, A. J. Godt- fredsen, hefir búið á hótelinu síðan 1939. Herbergi nr. 20, Hinrik Gísla son, frá Vestmannaeyjum, kom á hótelið nálægt 10. janúar. Með honum í herberginu var þessa nótt Jón Ólafsson frá Eyrarbakka. Herbergi nr. 21, Mr. Berger, vinnur á enska Y. M. C. A., kom á hótelið í byrjun desem- ber. Herbergi nr. 22, maskínu- meistari Foyn, kom á hótelið í nóvember. Herbergi nr. 23, Helgi Rósen- berg, þjónn á hótelinu. Herbergi nr. 24—25, dr. Scargill, vinnur með Y. M. C. A., kom á hótelið 1940. Herbergi nr. 26—28, Mr. og Mrs. Andei’son, herprestur á vegum brezka setuliðsins, kom á hótelið árið 1941. Herbergi nr. 27, Gísli Sig- hvatsson, Sólbakka í Garði, hafði verið mánaðartíma á hótelinu en fór suður í Garð í eftirmiðdag í gær, og mun ekki hafa komið aftur í gærkvöldi. Herbergi nr. 30, Capt. Ro- bertson, er á vegum Sea Trans- port Office og kom á hótelið í gær. Herbergi nr. 31, Sveinn Ás- mundsson, byggingameistari frá Siglufirði, kom um 20. janúar s.l. á hótelið. Herbergi nr. 32, Capt. Fjört toft, norskur skipstjóri og bú- inn að búa á hótelinu á annað ár. Herbergi nr. 36, Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi á Stóra- Hofi, kom í kringum 20. f. m. Herbergi 38, Ingólfur Stein- dórsson frá Norðfirði, kom á hótelið í fýrradag, og tveir sjó- liðar af H. M. S. Sakara. Starfsfólk og hemafólk: íbúð á 1. hæð, Alfred Rósen- berg, kona hans Sigrún Rósen- berg, og sonardóttir þeirra, Sig- rún Helga 4 ára gömul. Herbergi nr. 40, Estar Rósen-' berg. Herbergi nr. 40, Ester Rósen- enberg og dóttir hennar, Elsa Jóhanna 3ja ára, og Kristín Sigurðardóttir, vinnustúlka hjá Rósenberg. Herbergi nr. 33, Guðrún Böðvarsdóttir og sonur hennar Leó Garðar, og enn fremur Líney Jónasdóttir. Guðrún og Líney voru starfsstúlkur á hóteíinu. Herbergi nr. 34, Magnús Jónsson, dyravörður hótelsins. Herbergi nr. 37, Rósa Zwisler og Antoniette Meldgaard, starfs stúlkur á hótelinu. » Ónúmerað herbergi, kallað „Stóra herbergið“: Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Jóns dóttir og Kristjana Jakobsdótt- ir, starfsstúlkur hótelsins. Herbergi nr. 39, Oddný Ólafs dóttir, starfsstúlka á hótelinu. Enn fremur var á hótelinu næturvörður Sigurður Wiium, Vífilsgötu. Hann bjó ekki á hótelinu. Herbergi nr. 4—12 voru á 1. hæð hótelsins, nr. 13—32 á 2. hæð, og 33—40 á þakhæð. Skrifstofa hótelsins var á 1. hæð, beint á móti aðalinngangi, en veitingasalir, eldhús og verzlun Vöruhússins og Gefj- unar á stofuhæð. Utbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.