Alþýðublaðið - 07.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.02.1945, Blaðsíða 5
MHðrikudagar 7. febrúar 194S ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 Menn, sem hverfa í Reykjavík. — ökuniðingar, sem við burfum áð finna. — IJm nýtt tímarit. — Persónu- saga. — Atriði, sem hlýtur að hafa mikil og góð áhrif á allt hjóðlíf okkar. AÐ HLÝTUR a» fara aS setja agg í menn, hverso manna- ihvörf eru farin a» bera títt viS ihér í Reykjavík. Sjaldan effa alðrei hefur rannsóknarlögreglan ®rSi<5 a3 auglýsa jafn efft eftir fólki sem horfið' hefur hér í bæn- um, eins og nú fyrir og eftir þessi áramót. Kunnugt er uxn einn ung an mann, sem horfið hefur alger- Jega og ekkert hefur spurzt iál enn sem komið er. Mér finnst, aö Iþegar rannsóknarlögreglan aug- ílýsir þannig eftir týndú fólki, þá ®ig£ hún að birta myndir af því. JÞað nægir ekki að lýsa líkams- hyggingu þess eða klæðnaffi. MENN MCNU varla fara í nein ar grafgötur með það, að það hef <ur verið ökuníðingur af verstu gerð, sem ók á flugliðsmennina arétt eftir miðnætti aðfaranótt mánudags á Reykjanesbraut. Hann ekur á mjög miklum hraða, isveigir inn á brautina, er hann kemur á móts við mennina, þrífur einn þeirra og ber hann langa leið; wn 50 metra, og þar til hann kast ast af bifreiðinni, og heldur svo áfram án þess að minnka hraðann eins og ekkert hefði í skorist. FRÁ BÆJARDYRUM OKKAR Seikmanna, er ekki hægt að sjá annað en að ökumaðurinn hljóti að hafa orðið var við það, er bif- reið hans rakst á manninn, og und arlegt er það, ef henn hefur ekki vitað af því, þar sem bifreið hans dró manninn með sér um 50 metra vegarlengd. Samt sem áður stöðv ar ökuníðingurinn ekki bifreið- ina. Það hlýtur að vera mikið keppikefli fyrir rannsóknarlög- regluna, að hafa upp á þessum tcnanni og vonandi geta einhverjir sem farið hafa um þessar slóðir gefið upplýsingar, sem að haldi geta komið. „VERÐANDI", hið nýja tíma- rit, sem gefið er út á Akranesi vndir ritstjórn Ólafs B. Björnsson ar, virðist ætla að verða gott rit. Þetta fyrsta hefti er fullt af ágæt- ran innlendum fróðleik um menn og málefni, sem okkur er nauðsyn legt að þekkja, og er ritstjórinn lofar því, að ritið skuli taka að sér það hlutverk, sem Óðinta gamli hafði áður, munu mlargir byggja gott til þess. VH) ÍSLENDINGAR unnum mjög persónusögu. Ritinu er og ætlað að sinna því efni og hefur Gils Guðmundsson verið ráðinn til þess að sjá um þann kafla. í þessu hefti er ágrip af sögu Þorsteins Jónssonar járnsmiðs, sem margLr Reykvíkignar og allir, hinar eldri kannast við. Er ritgerð þessi vel skrifuð og greinagóð. Er vonandi að haldið verði áfram á þessari braut og fleiri merkismanna get- ið. í SAMBANDI við þetta vil ég minnast á eitt, sem ég hygg að sé einkennnandi fyrir okkur íslend- lendinga: Nær allir menn, sem nú mega teljast ríkir og mikilsmeg- andi, hafa verið verkamenn eða sjómenn, vinnumenn, komnir af fátæku fólki, orðið að berjast á- fram úr engu. Hvar eru þeir, sem nú bera hæst, sem hafa svo að segja fæðst með gullskeiðina í munninum og ekkert þurft að hafa fyrir því að komast til manns? Ég veit að. vísu, að þeir eru til, en þeir eru svo fáir, að þeir eru alger undantekning. ÞETTA ÆTTI að geta orðið til þess, að- þessir mennTiefðu önnur sjónarmið en auðmenn annarra landa. Þeir þekkja erfiðleika lífs- ins, hina köldu og miksunnarlausu baráttu. Ef þeir gleyma öllu því, sem þeir reyndu í æsku, þá • eru þeir uppskafningar, en það er eitt versta skammaryrði, sem til er í íslenzkri tungu. Það ætti líka að verða til þess, að þeir kenndu son um sínum og dætrum að vinna og meta vinnuna, en færa þeim ekki allt upp í hendurnar. Ég þekki auðmenn — á okkar mælikvarða — sem mistekizt hefur uppeldi barna sinna aðeins vegna þess, að þeir voru auðmenn. Böl þeirra ætti að vera áminning til hinna. ÞESSI STAÐItEYND, að allir fslendingar, sem nú eru vel stæð- ir og í metum, hafa unnið með siggbarðar hendur, stundað störf í vosi og kulda, við skort og erfiði, ætti líka að koma fram í stjórnar iháttum okkar. og opinberu lífi — og ég hygg að það geri iþað. Ég er alveg viss um það, að jafnvel þó að mörgum okkar þyki seint ganga með framfarirnar, aukin mannrétt indi og vaxandi öryggi, þá sé ó- Framh. á 6. síðu. Það er orðin sígild saga AUGLÝSID f ALÞÝDUBLADINU Bandaríkjamenn aftur á Manila Síðustu fregnir segja, að Bandaríkjamenn séu nú að taka Manila, höfuðborgina á Luzon og Filippseyja yfirleitt. En um langt skeið h afa þeir haldið uppi lotftárásum á hana og flota- stöðvar Japana við Manilaflóann. Myndin sýnir eina af þeim loftárásum á eyvirkin, og strandvirkin utan við borgina. Corregddor, sem Bandaríkjamenn vörðu lengst fyrir Japönum 1942, er eitt af eyvirkj.unum á Manilaflóa. Frá Persíu nútímans PERSÍA er land mikils hita og mikils kulda, — Þar eru dásamlegir aldingarðar og sólbrenndar eyðimerkur — alls nægtir og hungur. Og hvergi kemur manni afleiðing þessa mis munar betur í ljós, en í skap- gerð fólksins, sem i landinu býr. Persar eru mjög viðfeldn- ir menn yfirhöfuð, — kannske heldur einfaldir, flestir þeirra, miðað við aðrar þjóðir. í dag- legu lífi Persans er minni fyll- ing, ef svo má að orði komast, heldur en manni finnst meðal flestra annarra þjóða. Þó hef ég fyrirhitt meðal Persa ein- hverja þá beztu menn, sem ég hef nokkurs staðar kynnzt á ferðum minum. Persar eru nokkuð vantrúað ir á annarra heiðarleik, oft og tíðum. En gæta verður þess, að núlifandi Persar hafa búið við ótrúlega harðstjórn Reza Shah, — meiri harðstjórn, heldur en dæmi eru til þar í landi á sið- ari tímum. Sá gamli, bragðaref- ur hefur t. d. reynt ýmislegt til þess að snúa á Evrópumenn í landinu og gert róttækar ráð- stafanir í þá átt, sem reyndar hafa ekki borið tilætlaðan ár- angur. Skoðun Persa á sjálfum sér er frekar gagnrýnin og opin- ská. Þeir gera yfirleitt lítið að því að blekkja sjálfa sig.. í þessu sambandi má geta þess, að þær tvær bækur, sem fræg- astar eru af enskum bókum, sem skrifaðar hafa verið um Persíu, eru mjög vinsælar þar í landi. Þessar bækur eru: skáld sagan Hajji Baba eftir James Morir og hin stóra og merki lega bók Persia and the Persi- an Qestion (útgefin 1892) eftir Lord Curzon. í báðum þessum bókum er þó hægt að finna mjög mikla gagnrýni á hendur Pers- úm, þó ekki sé fastar að orði kveðið. Og oft minnast Persar á það, hversu óguðlegir þeir séu í allri framkomu sinni og verkum. Nú er mjög auðvelt að vill- ast á þessu og taka þetta sem GREIN ÞESSI er þýdd úr tímaritinu „World Dig- est“ og er eftir Christopher Sykes. Segir hún frá núver- andi menhingarástandi í Persíu, einkum þó hvað við kemur listum. Greinin er nokkuð stytt í þýðingunni. ‘hugarvíl eða skort á nægu sjálfsáliti. En því er ekki þann- ig varið. Þetta eru einmitt leif- ar af fornu þjóðarstolti, leifar af gamalli sómatilfinningu, sem hefur verið í blóð borin mönn- um af þessum kynþætti, en sem síðan hefur hjaðnað niður ýmsra hlula vegna. En enn þó eimir eftir af þessu meðal þeirra. Persar hafa álit á kynstofni sinum og stundum hefur bor- ið á andúð þeirra í garð annarra kynþátta. En mörg ár eru síð- an að skipulögð ofsókn hefur verið gerð á hendur öðrum kyn þáttum eða minnihluta-trúar- brÖgðum þar í landi. England á enn í dag að fagna öfundsverðum vinsældum í Persiu. Persar minnast Eng- lendinga fyrir það, hvað þeir börðust frækilega á móti þvi, að einræðisstjórn væri mynduð í Persiu árið 1907. Þeir minn- ast þeirra fyrir að hafa skipu- lagt og komið á frjálslegu stjórnarfari svo víða um heim, þar sem heimsveldi þeirra hef- ur haft ítök, meiri eða minni. Þrátt fyrir útlendingahatur Reza Shahs, sem hann reyndi að útbreiða meðal þjóðarinnar á valdatíð sinni, voru uppi há- værar raddir um það, einmitt á sama tíma, að Bretar tækju að sér að vinna námur lands- ins. Ég geri ráð fyrir því, að ég segi ekki of mikið, þótt ég fullyrði, að Persar skoði ítök Breta í landinu sem vinarbragð, en ekki sem tilraun til yfirráða. Ég veit um fjölda Persa, sem eru þó annarrar skoðunar, — en yfirgnæfandi meirihluti mun þó vera sama sinnis. Bretinn þarf ekki að bera kinnroða fyrir þjóðerni sitt i Persíu, — heldur ekki fyrir störf sín eða þjóðfélagslega að- stöðu í landinu. Frá því fyrsta er hann tekinn sem ami de la maison, — þ. e. a. s. ef hann sýnir þá framkomu, sem Pers- ar krefjast, en þeir gefa mikið fyrir góða umgengni í daglegu lífi og háttum. . Sjálfsgagnrýni Persans veld- ur jöfnum höndum undrun, virðingu og næstum því löng- un eftir fullkomnun, einkum hvað snertir samband þeirra við Breta og hið frjálsa stjóra- arfar þeirra. $ Nú skulum við ímynda okk- ur, að við séum komin til Pers- íu. Strax og við komum þar í land, verðum við fyrir góðum áhrifum, — ef til vill af ein- hverju, sem við gerum okkur alls ekki furlla grein fyrir, a. m. k. ekki fyrst til að byrja með. En hefðum við verið stödd þar fyrir svo sem tíu árum síðan, myndu áhrifin vera önnur, þó ekki sé farið lengra aftur í tím ann. Á þeim árum var Teheran ógeðslegt hálf-rússneskt þorp og Asíu-bragur mikill á öllum hlutum. Við hefðum ekki orðið mikið vör við tæknislegt skipu lag í húsum, eða öðrum mann- virkjum á þeim slóðum þá, ut- an nokkur Múhamedsbænahús, gömul og ferin að láta á sjá. En Tehera||t í dag er sú borg, sem einna j^legst ber vitni um fegurð og hagrænt skipulag samkvæmt nútíma tækni og út reikningum á flestum sviðum. Ef hinn íslamski byggingarstíll mun nokkru sinni hljóta veru- lega útbreiðslu, mun Teheran verða talin eitthvert fyrsta höf uðsetur þeirrar listtegundar, sem fram kemur í þeim bygg- ingarstíl. Og á þessum stað eru bókmenntir og listir með mest um blóma í Persíu í dag. Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.