Alþýðublaðið - 10.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.02.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. febrúar 1945. ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Nýjar umræður og deilur um ástandsmálin — Þær hafa vakið fólk til enn meiri umhugsunar um hessi mái — Bréf frá ömmu — Borgari skrifar um ný vandamál, sem mönnum þykja orðið dularfull. ASTANDSMÁLIN hafa verið allmikið á dagskrá undanfar ffi og einstaklingar staðið í blaða ðeilum um þau. Mesta athygli hafa vakið greinar og viðtöl við frú Guðrúnu Guðlaugsdóttur, sem virðist telja allt opinbert eftirlit skaðlegt og hættulegt og álíta, að afskipti hins opinbera af þessum málum hafi fremur verið til tjóns en til góðs. Ég hygg, að frúin eigi ekki marga skoðanabræður, og að minnsta kosti er ég ekki meðal þeirra. Hins vegar er ekki nema gott um það að segja, að djarflega sé ritað um þessi mál og af fullri alvöru og þó að ég és langt frá því að vera sammála frúnni virði ég það við hana, að hafa hugrekki til að tala um þessi mál á þann hátt, sem hún hefur gert og tel ég langt frá því, að skrif hennar hafi verið til skaða. \ ÉG HYGG jafnvel, að greinar liennar hafi vakið fólk til enn meiri umhugsunar um þessi vand ræðamál en an,nars hefði verið og geti jafnvel orðið til þe'ss, að um .þessi rnál sé meira hugsað en gert hefur verið og að vakið verði harðara viðnám en átt hefur sér etað til þessa. Vil ég þó segja það, af tillefni greina fmarinnar, að ungar telpur eða ungar stúlkur yfirleitt verða é einhvern hátt að njóa aðstoðar og verndar þjóðfé- lagsins fyrst þær kunna ekki sjálfar fótum sínum forráð. Um- burðarlyndi og varfærni „í nær- veru sálar“, eins og Einar Bene- diktsson komst að orði, er hvort tveggja nauðsynlegt, en vatns- grautarmiskunnsemi getur orðið skaðleg, þegar átt er við óvita, sem eru að fara sér að voða. ÉG HEF EKKI FARIÐ alveg varhluta af þessum deilum, enda skrifaði ég fyrstur a'llra um þetta vandamál og ræddi um liættuna strax daginn eftir að landið var hernumið og benti á, að þarna myndi liggja aðaihættan fyrir okk ur meðan hernámið stæði. Óttað- ist ég þá, að ástandið myndi jafn- vel verða énn verra en raun varð á, og geta menn þá skilið hversu svartsýnn ég var. Ég hef undan- farið fengið allmörg bréf um þetta, og eru þau öll á sama hátt, gegn skoðunum frú Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Ég get ekki birt Öll{ þessi bréf, en hér er eitt frá kunnri konu hér í bænum: AMMA SKRIFAR: - „Ég hef undrast það, að enginn af mörg- um ritfærum konum og körlum svara frú Guðrúnu Guðlaugsdótt- ur, er hún fyrir nokkrum vikum finnur isig knúða til að fara í heim sökn til dagblaðsins Vísis og tjé siig út af hinum margumtöluðu á- stand'smálum. En við nánari athug un sá ég, að það, sem hún lætur hafa eftir sér í því viðtali, er svo langt fyrir neðan allt velsæmi af ful'ltrúa Barnaverndarnefndar, að það er ekki svara vert.“ „ÉG ÆTLA EKKI AÐ REKJA ,,viðtal“ frúarinnar né svara því. En ég leyfi mér að spyrja í fullri einlægni: Er Barnaverndarnefnd iog Barnaverndarráð samþykkt skrifum frú G. G. um þessi mál? Ef svo er ekki, skora ég á þau hvort í sínu lagi, að sýna í orði og vefki, að þau vilji ekki láta fara sem fara vill um dýrmætustu eignina okkar, ungu stúlkurnar.“ „FRÚ GUÐRÚNU GUÐLAUGS- DÓTTUR vil ég aðeins spyrja: Með hverjum eiga hermennirnir öll börnin, sem bæjarstjórn Reykja víkur var nýlega að ræða um með lög með? Ef til vill er það skerð- ing á frelsi 14—16 ára stúlkubarna, að mega ekki hafa mök við þá fínu menn á hvern þann hátt, er þeim sýnist sjálfum.“ „BORGARI“ SKRFAR: „Það virðist sannarlega svo sem öryggi bor|garanna hér í Reykjavik sé mjög að minnka. Tveir menn hafa horfið algerlega á mjög skömm- um tíma af götum Reykjavíkur. Annar var nýkominn á fætur og fór að heiman frá sér snemma morguns áleiðis til vinnustaðar síns skammt frá. Ekkert hefur spurzt til hans. Hinn sást á Lækj- artorgF um miðja nótt og hvarf síðan án þess að hægt hafi verið að rekja slóð hans.“ „FYRIR NOKKRU fannst aldr- aður maður á þjóðvegi örendur og við rannsókn kom í ljóis, að hann var hryggbrotinn, án þess að annar áverki sæist á líkinu. Þá bar það við, að bifreið ók brezkan flugmann niður; sveigði að hon- um til þess á greiðfærri og breiðri braut, og ók svo burt. Og nú ek- ur bifreið konu niður um hábjart an dag, slasar hana og slcilur hana eftir.“ „ÞETTA ERU ískyggilegir at- burðir. Hvað er hér á seyði? Þetta virðist vera svo að segja nýtt fyr- irbrigði í bæjarlífinu. Af hverju stafar það? Aka bifreiðastjórarnir dukknir? Það er von að fólk spyrji.“ Hannes á horninu. Það er orðin sígild saga Gamli og nýi tíminn Myndin er frá höfninni í Lagos í Nigera í Veetair-Aifirlílkiu. ,og isýnir soglibát iaÆ eldigaimialli tgerð eins og þeir innfæddu þar nota enn í dag, við hliðina á flugbát frá British Overseas Airways . Corporation. U G, sem þessar línur rita, ■*“ vil eindregið ráðleggja háttvirtum lesendum, að vera ekki um of hræddir um var,- líðan þeirra sem d'velja í jap- önskum fangabúðum, endaþótc bölvað sé. Ég dvaldi þar í háift þriðja ár; — og ég óskaði þess einna mest, að ég gæti fullviss að skyldmenni mín og vini um það, að í raun og veru liði méi ekki eins illa" og búast mætti við. Ef til vill ætti ég að skýra ,með fáeinum orðum frá þyí, ihivierniilg ivienjiullie;gjuir d'aiguir ileið í fangalbúðuiniuim. í isstiuitltiu miáili var það eitthvað á þessa leið: Um sjö-leytið á morgnana snæddum við morgunverð. Við fengum hrísgrjón til matar, og — ef hamingjan var með okk- ur, — örlítinn sykurskammt. Til drykkjar var einungis te, — -en m,eð því var hvorki sykur né mjólk. Að morgunverði lokn, um, á að gizka um átta-leytið, fór fram nafnakall. Satt að segja þótti okkur dálítið gaman að þeirri athöfn. Til að byrja ,með, skildu Japanarnir ekki stakt orð í ensku; og til þess að við skildum Japana komum við ckkur upp lauslegu kerfi, sam- ansettu af tölum, og ætla ég ekki að útskýra það nánar hér. Við itöldum kianmisíke upp að itíu qg isiöigðium ,svo: igoisi, drottning kóngur og ás, og einhvern veg imn iskfflidlu Japianimir okkur og við þá. Að nafnakallinu loknu, á að gizka um hálf-níu leytið, tók- um við okkur verkfæri í hönd. Vinnan féll okkur mjög misjafn lega vel í geð og var misjafn- lenga þung. Við vorum frekar léttklæddir við hvaða verk, sem unnið var. Hefðum við verið ! meira klæddir, hefði það orðið okkur til óþæginda eingöngu, einkum myndi það hafa aukið lúsina, — af henni höfðum við meira en nóg. Allt, sem maður mátti hafa meðferðis að jafn- aði, var lítil tóbaksdós, fest við mittisóliiina mairms'. En kainnske átti maður ekkert tóþak til þess að geyma í dósinni og þá varð að taka því. Um eitt-Ieytið var gefið mat- arhlé. Aftur fengum við hrís- ,grjón, stundum saltfisk, — og við vorum verulega hamingju- /XREIN ÞESSI er þýdd úr brezka vikublaðinu „The Listener“ og er eftir H. F. Wilson. Segir hér frá dvöl herfanga í japönskuni fanga búðum; — einkum er sagt frá daglegu lífi þeirra og starfi. , 1 samir og þótti sem hátíð væri, ef kartöflur eða grænmeti sást á borðum. Matartíminn var að jafnaði hálf önnur eða tvær klukkustundir. En þá var geng- ið aftur til verks og unnið til klukkan sex, eða jafnvel leng ur. Þetta fór mikið eftir, hvort maður var látinn vinna að ein- hverju, sm átti að ljúka við S.amdægurs, eða ekki. Oft var starf oikkar ærið erfitt viður- eignar, en við reyndum að jafn aði að ljiúka því á itilsebtum tíma. Enda urðu Japanirnir alltaf fokvondir ef við sáumst „slóra“, þegar við áttum að vinna. Ef einhver verður fyrir því, að vera sleginn af Japana, er það að jafnaði ekki af því að Japaninn langi mjög til þess að kvelja viðkomandi persónu Heldur stafar þetta af því, að Japönum er yfirleitt laus hönd in. Japanskir hermenn eru oft slegnir duglega af yfirmönnum sínum, — og því skyldi þeim ,ekki finnast sem hvítir menn ættu þannig meðferð skilið al- veg eins og landar þeirra? Samt sem áður hlítur hverjum einum að finnast það ærin móðgun að vera sleginn utanundir af Jap- ana, — því enginn hefir bein- ilíniis Iþörf fyrir þesis háfltar teaktéringair. Qg flœtuim finnsit að jafnaði ástæða til þess að launa fyrir sig með því sama. ,En í japönskum fangabúðum gildir ekki slík framkoma. — Ef einhver gerist svo djarfur að slá japanskan hermann utan- ,undir kostar það líf þess sem verkið fremur, — eða tíu fé- liaiga ihianls. * Við hættum að vinna um sex leytið á kvöldin. Þá fórum við heim í fangabúðirnar og snædd um kvöldverðinn. Enn einu sinni fengum við hrísgrjón. Við reyndum að haga því svo tii, að við ætum það bezta af matnum ,að kvöldinu, þegar við komum beim þreyttir að loknu dags- vrki. Þess vegna geymdum við alltaf kartöflur og aðra ávexti ti-1 kvöldverðarins. Við fengum stundum mauksoðið kjöt og át- um það ásamt kartöflunum. Þetta þótti okkur bezti matur- inn af því, sem við áttum völ á. Eftir kvöldmatinn þurftum við sjaldnast að vinna. í fangelsun- ,um í Singapore voru rafmagns- Ijós, en í fangabúðum lengra í burtu voru notaðir smá lampar eða kerti til ljósa. Helzta skemmtun margra fanganna eftir daginn, var að lesa bæk- ur, ef á þeim var völ á annað borð. Var þá oft lesið upphátt, en félagar þess sem las settust í fcring um hainim, — á gólfið, íletin éða stólkollana. Stund- um skemmtum við okkur með söng, — og jafnvel fengum leyfi til þess að iðka fótbo,lta eða kúluspil. Ýmsir okkar fengust við einhvers konar smíðar í tóm stundum sínum, — smíðuðu ýmiskonar áhöld og jafnvel strengjahljóðfæri. Einisltaka siranum klom það fyrir að fföngunum var öllum skipt í tvo hópa, Var annar hóp urinn látinn vinna allan dag- inn, en hinn alla nóttina, og höfð vaktaskipti. Eftir að við komum heim af vaktinni vor- um við látnir vekja hina hið skjótasta. Þeitta var í raun og vieru ekiki mjög afleitt. Einna verst var að vakna að morgni dags, eftir að piann hefði dreymt — heim: Það var hið versta, sem fyrir ;mig kom. Stundum, þegar ég t vaknaði að morgninum, liggjr andi í fleti mínu innan um lús- ina, reyndi ég að sefja mig til þess áð ímynda mér, að ég væri heima.----------- Ef maður fékk bréf að heim- an, naut maður þeirrar ham- ingju lengi á eftir. í þau tvö og bálft ár, sem ég dvaldi í jap- önskum fangabúðum fékk ég tuttugu og níu bréf samtals frá konunni minni, Þau komu oft- ást nær mörg í einu. Þegar ég fékk bréf, missti ég matarlyst Framh. á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.