Alþýðublaðið - 14.02.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.02.1945, Blaðsíða 6
 Gröf þýzks hermanns á Grænlandi * Ucndir 'þessum -krosfei htváilir þýzkiur iiðlsifiorinigi, sem var við veð- uratihuganasitöð í Caipe Suislsi, Slhannon- island við austurströnd Græníands. r Hernaðaraðgerðir frá Islandi gegn þýzkun! bækisföðvum á Grænlandi Bandaríkjamönnum hefir tekizt að granda nokkrum þýzkum veöurathugunarstöðvum AÐUR hafa borizt hingað ó- Ijósar fregnir um hernað- araðgerðir héðan af íslandi, er miðuðu að því að granda þýzk um veðurathuganastöðvum á Grænlandi, en þetta hefur til þessa verið hernaðarleyndar- mál. Nánari frásögn af þessu birtist í amerískum dagblöð- um fyrir rúmri viku og hafa þau nú borizt hingað. Er hér frásögn um margra mánaða starfsemi og fjallar um aðgerð ir bæði sjóliða og hermanna. Mikilvægi íslands í hernað- arátökunum á Norður-Atlants- hafi kemur skýrt í Ijós í skýrsl um sem þessari. Þegar sagan verður öll sögð síðar verður þetta enn ljósara, eins og til dæmis um þátt flugvéla, er hafa bækistöðvar hér, í árásum á þýzka kafbáta. Skýrslur þær, sem nú hafa verði birtar í Bandaríkjunum Lög sfaðfesi í fyrradag FORSETI ÍSLANDS stað festi á ríkisráðsfundi í Reykjavík, í fyrradag, 12. febr. 1945, eftirgreind lög sem alþingi hefir nýlega samþykkt: 1. Lög um samkomudag reglu legs alþingis 1945. 2. Lög um framboð og kjör forseta íslands. 3. Lög um flugvelli og lending- arstaði fyrir flugvélar. 4. Lög um stofnun dósentsembættis í guðfræðideild Háskóla íslands. 5. Lög um prófessorsembætti dr. Sigurðar Nordals. 6. Lög um lendingarbætur í Þórkötlu- staðahverfi1 í Grindavík. 7. Lög um bryeting á lögum nr. 93, 16. des. 1943, um hafnarbota- sjóð. 8. Lög um breyting á lög- um um orlof, nr. 16, 26. febrú- ar 1943. 9. Lög um brunamál í Reykjavík. 10. Lög um eyðing á rottum. 11. Lög um breyting á lögum nr. 106, 23. júní 1936, um útsvör. 12. Lög um heimild fyrir Ólafsfjarðarkaupstað til að taka eignarnámi lóðarrétt- indi nálægt landamérkjum Brimnesss og Hornabrekku. 13. Lög um breyting á lögum nr. 30, 19. júní 1933, um sjúkrahús o. fl. segja frá því, að fjórar snekkj ur strandvðrnaliðsins hafi hrundið tilraunum Þjóðverja til þess að koma upp hernaðar stöðvum á Grænlandi. Hafa þrjár slíkar stöðvar Þjóðverja á Grænlandi verið eyðilagðar. í skýrslu flotans segir, að ein- um, vopnuðum, þýzkum tog- ara hafi verið sökkt, annar var hertekinn, en sá þriðja fannst yfirgefinn. 60 fangar voru tekn ir og loftskeytastöð var tekin og eyðilögð. Auk þess var einni loftárás Þjóðverja hrundið. Þrjár her- snekkjurnar urðu fyrir skemmd u'm í isnum og ein laskaðist svo mjög, að það varð að draga hana til hafnar um 3000 mílna leið til viðgerða. Mesta 'viður- eignin varð 16. október s 1., þegar snekkjurnar Eastwind og Southwind hertóku þýzka tog- arann Externsteine og áhöfn hans, sem í voru 4 foringjar og 30 óbreyttir liðsmenn. Kom til átaka og var skipzt á skotum. Var farið með skipið til Reykja víkur og fangarnir fyrst yfir- 'heyrðir hér en síðan fluttir vest ur um haf. Externsteine * var nýtt skip, 500 smálestir að stærð og það upplýstist, að á- jáöfn þess hafði verið sérstak- lega þjálfuð vegna þessarar far ar og meðal þeirra voru veður- fræðingar. Áður höfðu tveir hópar am- erískra hermanna verið settir á land á Koldewey-ey, aðeins 800 mílur frá norðurpólnum. Þessir 'hópar náðu á sitt vald i loftskeytastöð, þrem liðsforingj um og níu óbreyttum hermönn um, auk ýmissa veðurathugana tækja. í hitteðfyrra höfðu Þjóð verjar sent þangað þrjá slíka leiðangra, en þeim var grandað vorið og sumarið 1943 af leið- angrum, sem sendir voru frá ís landi. Þýzk loftskeytastöð varð fyrir loftárás og tveir veður- fræðingar voru teknir höndum. Voru þeir fluttir til íslands til yfirheyrslu. Mikilvægi veðurathugana í stríði nú á dögum er augljóst. Skortur veðurfregna frá Græn landi er mjög bagalegur fyrir Þjóðverja, þar eð lægðir virð- ast hreyfast frá Grænlandi, um ísland til Bretlands og meg inlandsins. ALÞYÐUBLAÐIÐ Varsjá 1944 Framh. af. 5. síðu Þeir hafa konur og börn bundin framan á skriðdreka BÍna, til þess að ekki sé á þá sikottið. Synir okkar hníga í valinn. Hjálp sú, sem ivið ihöfum feng- ið frá Bretlandi er óíullnægj- andi. Heyr þú oss, — heilaigi Faðir, stiaðgengili Jesú Krists.“ Framlkoma Moskvia-manna Ihefur ekki breytzt. Það sann- ar Iþeisisi Isaga (hötfð eftir United Press): „Moskva, 19. ágúst (U. P.) — Pravda, blað kommúninsta flokksins sagði í dag í forsíðu- grein, að uppreisnin í Varsjá væri frá upphafi dauðadæmd. og að þeir menn, sem í Varsjá berðust á móti hersveitum Þjóð verja, væru með andstyggi- Iegum hætti dregnir inn í ævin týri og pólítískt valdabrölt út lagastjórnarinnar í London“. Þann 28. ágúst birti Lúndúna blaðið Daily Mirror eftirfarandi orð í ristjómargrein: . .„Það hefur nú komið á dag inn, að Rússar hafa neitað að aðstoða Englendinga og Amerík ana í viðleitni þeirra til að hjálpa föðurlandsvinunum, sem berjast í Varsjá um hergögn og fæðisbirgðir .... Ameríkanar fóru fram á það, að Rússar störf uðu með þeim í þessum málum í nafni mannúðarinnar, — en fengu neitun. Hafa þeir þó tek- ið vel undir ýmisleg önnur mál jafnvel sömu tegundar.“ Næstu dagana juktu Þjóðverj ar árlásir siínar uim allan helm- ing og hölfðu þær aildrei beiftar legri verið þiar í horig. IÞeir tóku ihivert viarnarvirkið á tfætur öðru. Varsjá var sem eldigýigur, þar hrunnu raðir atf ihúsum. Elzti hluti borigarinnar var al- ;gjörlie;ga í rústum. Og hintn hlóðugi ihildarleilkur hélt átfram. — — Sigldu 11 dráttarbát- um til Svþjóðar Frh. af 3. síðu, vinir hafa unnið. Þeir náðu á sitt sem sé á sitt vald 14 drátt- arbátum og einu björgunar- skipi, sem lágu í höfn í Fred- riksstad og Moss og sigldu þeim úr höfn. 12 skipanna var siglt til sænskrar hafnar, en tveim dráttarbátum varð að sökkva, vegna þess, að ekki voru næg- ar kolabirgðir um borð til þess að komast á áfangastað. Árás þessi var mjög vel und irbúin og uggðu Þjóðverjar ekki að sér fyrr en allt var um seinan. Fregnritari ,,Aftonbladet“ í Srtömstad í Svíþjóð skýrir frá því, að afrek þetta hafi verið unnið samkvæmt fyrirmælum norsku stjórnarinnar í London, þar eð vitneskja hafði fengizt um, að Þjóðverjar hefðu í hyggju að nota dráttarbátana til að draga pramma með her- liði og hergöngum frá Noregi til Þýzkalands. (Frá norska blaðafulltrúanum). Útgerð í Ólatsvík Frh. af 4. síðu. Ólafsvík stendur við ein hin beztu rauðsprettumið, sem til eru við ísland. Öll þau ár, sem dagnót hefir verið stunduð á Ólafsvikurmiðum, hefir afli verið svipaður frá ári til árs, og afkoma dragnótabátanna jafnan góð. Um vetrarmiðin er það að segja, að þau eru mjög skammt undan. Bátarnir eru einn og hálfan tíma að Önd- verðarnesi, og svipaðan tíma, er farið er norður fyrir álinn, en í djúpið — gömlu ára :— og trillubátamiðin — aðeins 45 mínútur. Styttri leið er vart hugsanleg á vetrarmið, og hlýt ur að vera til hins mesta hag- ræðis fyrir útveginn. Þessi mið eru einnig fiskisæl, og má í þvi sambandi benda á, að 'bátar frá ísafirði stunda veiðar einmitt á þessum sömu miðum, siðari hluta vetrar og á vorin. Þessir bátar eru langt frá heimahöfn sinni, og væri þeim vafalaust hið mesta hagræði í því, að góð höfn væri á Ólafsvík, sérstak- lega með tilliti til þess, að nú er fiskurinn að mestu fluttur út ísvarinn. Það virðist ákjósan- legt fyrir þessi skip, að hafa fisk tökuskip liggjandi á öruggri höfn í Ólafsvík, því að þangað er, eins og fyrr segir, stutt af miðunum og leiðin svo hrein, sem leið til hafnar getur verið. Á komandi vori fer fram dýpkun bátakvíarinnar, og verður hún þar með fullgerð. Um leið á að fara fram athug- un á hafnarstæði fyrir stór skip í Ólafsvík. Við Olafsvíkingar teljum, að hér séu skilyrði til byggingar hafskipahafnar fylli lega sambærileg við það, sem annars stðar er hér á nesinu. Þegar rannsókn hefir leitt í ljós, að þetta er á rökum byggt, hlýtur krafan að verða sú, að hafskipahöfn sé byggð í Ólafs- vík svo fljótt, sem kostur er. Þetta er ekki aðeins nauðsyn- legt fyrir útveginn í Ólafsvík, heldur einnig fyrir hinn mikla fjölda báta og skipa, sem á hverju ári stunda fiiskiveiðar undir Jökli og á Breiðafirði. B50i»»»~r3 JANNES A HORNINU Framh. af. 5. síðu um og ljósaútbúnaði bifreiða, það á að vera sama kákið og að ofan er lýst á öðrum framkvæmdum. Ekki að furða !þó lögreglustjóri þurfi að taka þlöðin í þjónustu sína við svona herskáar fram- kvæmdir. 1*A SEGIR GUÐMUNDUR: „A1 menningur krefst þess að lög- reglustjóri taki á bifreiðamálun- um þann hátt, að aðalatriðunum sé fullnægt, en aðalatriðið er, að bifreiðarnar séu með löglegum Ijósum bæði að framan og aftan, einnig að þær séu með löglegum skásetningarmerkjum, sé annað hvort þetta þetta eða hvoru tveggja í ólagi, ber að taka bifreið ina úr umferð, þar til því hefir verið komið í lag sem í ólagi er til þess eru bifreiðalög og reglur settar. ;Samkvæmt þeim ætlast lög gjafinn til að þeim sé framfylgt verði þetta ekki gert getur lög- reglustjóri strax lagt niður her- ferð sína, því yfirleitt hlæja menn að áminningum og, smáséktum. HÉR ER UM alvarlegt mél að ræða, þar sem ibifreiðastjórar hafa sýnt sig í því að aka í burtu þegar þeir hafa valdið slysum, hvort heldur er á mönnum, skepn um eða dauðum hlutum, allt í trausti þess að • skrásetningarmerk ið sjáist ekki, af því það er ekki á bifreiðimni, eða það er uppi á anpari hvorri rúðunni, eða það er hvítt pappaspjald, áskrifað Miðvikudagw 14. febrúar 1945 i Frumlegur samkvæmiskjóll með blákrít, eða að númerið er svo brenglað að það er með öllu ólæsilegt, eða að það sést ekki vegna þess, að ljósið, sem á að lýsa það upp, er ekki til. Menn skulu ekki halda, að bifreiðastjór anum sé ekki fullkunnugt um það í hvaða ásigkomulagi númerin. eru á bifreið hans og ljósaútbún aður og hagi sér svo eftir því ef eitthvað kemur fyrir, sem þeim þykir þægilegra að sleppa frá.“ „LÖGREGLUSTJÓRANUM í Reykjavík ber að sjá um, að þær bifreiðar, sem eru í hans umdæmi og ekki uppfylla þau skilyrði, sem sett eru í lögum og reglugerðum um notkun bifreiða, séu teknar úr umferð, þar til við það hefur verið gert, sem ábótavant var. — Þar sem engar róstur eru hér, en lögreglustjóri hefir 100 manna lögreglusveit á að skipa, ætti hon um að vera það vorkunnarlaust að hafa þessi mál ílagi, án þess að fá til þess auka lið og þá ekki hvað sízt þar sem bifreiðaeftirlitsmenn irnir heyra undir hann og þessut 4ii viðbótar getur lögreglustjóri fyrirskipað skoðun bifreiða, hve nær sem er.“ „HVERS VEGNA hefir lögreglu stjóri ekki fyrirskipað skoðun á bifreiðum í byrjun ljósatíma hvers árs? Hefir lögreglustjóri ekki séð fyrr en nú í hversu ófremdará- standi bifreiðarnar í umdæmi •hans eru, hvað Ijós og númer snert ir? Hefir ekki lögreglustjóri hugs að sér að láta lögreglumenn sína hafa eftirlit með þessu framveg- is? Er það ekki meining lögreglu- stjóra að koma þessum málum nú strax í fullkomið lag svo hægara sé að hafa þessi mál í lagi eftir- leiðis? Veit lögreglustjóri í hvað mörg ár þessi mál eru búin að vera í því ófremdarástandi, sem þau nú eru í?“ 'r *i Sfcianáfflskeil ÍR að Koivtðarbóll | ÞRÓTTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR efnir um þessar mundir til skíðanámskeiðs að KolviSarhóli og hefst námskeið ið á mánudaginn kemur. Er þetta námskeið þegar full skipað, en í því taka þátt 20 manns. Mun námskeiðið standa yfir í vikutíma en að því loknu hefst strax annað námskeið og geta þeir, sem hug hafa á að taka þátt í því gefið sig fram í verzl. Pfaff við Skólavörðustíg. Kennari á námskeiðunum verður Magnús Kristjánsson, fyrrverandi skíðakappi Vest- fjarða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.