Alþýðublaðið - 09.08.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.08.1945, Blaðsíða 5
V Fimmtudagur 9. ágúst 1945 ALÞYÐUBLAÐ9B Siðfágun, sem stendur grunnt — Sjómaður lýsir ókurteisi brúarvarða — Árni Jónsson cm mann í útreiðatúr og meðferð hans á hestum sínum. ÞAÐ er oft íalaS um ókurteisi og ruddaskap okkar íslend- anga og víst er um þaS að í því efni erum við ekki til fyrirmynd- ar. í ruddaskapnum kemur það fram, hvað siðfágun okkar stend ur grunnt. — Þetta er hægur vandi að laga, en það -verður al- drei hægt nema hin innri menn- ing hvers og eins aukizt og að menn hugsi meira um að hjálpa öðrum og hlynna að en nú er gert. Einstaklingshyggjan er góð og naúðsynleg, en hún getur líka geng ið of langt og gerir það sannar- lega. ÞEIR, sem á íeinihvern hátt þjóna almenningi eiga fyrst og fremst að gæta þess að sýna ætíð iipurð og kurteisi og að sjálfsögðu eiga þeir heimtingu á því, að 'þeir, sem þjóna sýni þeim hið sama. í>að er ekki tiltökumál (þó að stráka- skríll tirópi á eftir fólki ókvæðis- orð og háðsyrði — slíkir aumingj- ar verða víst allt af til, en full- orðnir m^nn verða dæmdir hart fyrir slíkt og eru jafn vel alveg óhæí'ir til niokkurra starfa. Þeir fara hezt, einir út af fyrir sig, ein- hversstaoar að moka skít d holu. SJÓMAÐUR skrifar mér iþetta ibréf: ,!,Ég er sjómaðiur og hefi ég heyrt marga hallmæla okkur sjó- möanuniim fyrir ruddaskap, fcn samt gfckk fram af mér ruddaskap ur tveggja manna er ég hitti ný- lega. Ég, ásamt konu minnd, feng um okkur nokkra daga hvíld fdá ,okkar daglegu störfum <og dróg- um okkur út í sumarblíðuna og ssverfltsæluna, sem við nutum í fyllsta máta. Ferðinni var heitið austur í Flóa. Við lögðum áf stað foá Bifreiðastöðinni Heklu og héld imri1 austur. Ailtaf létti okkur í skapi eftir því sem austar kom, þrátt fyrir benzínstybbu og reykj- arsvælu þvi við höfðum það á til- finningumii að við værum farin að anda að okkur fjallalofti og blóma angan.“ í ■ „ÞEGAR VIÐ KOMUM austur að Ölfusá er okkur öllum skipað að fara út úr bílunum og ganga yfir brúna, og er ekki nema gott fum slika varúð að segja. Við tvö vorum alókunnug öllum reglum þar og ætlum því áð leggja strax af stað yfirum. En þá er kallað 'til okkar ,af verðinum: ,,Nú hvern ■djöfulinin á að ana? Reynið að bíða ieftir hinu fólkinu." Við snerum við í flýti, dauðskelkuð við víti og allar þær kvalir, sem iþar kváðu Vera. Ég sneri mér að lögrelgu- þjóni, sem þarna var, mjög prúð- mannlegum og skýrði hann fyrir mér að fólkið aetti allt að ganga í einum hóp á eftir bílnum.“ „VIÐ FYLGDUM svo fjöldanum En þegar yfir er komið heyri ég enn verri öskur og er litið aftur fyrir mig og sé að þar er kona með tvö smábörn sitt við hvora ihlið, og' hafði þar af leiðandi dreg ist örlitið aftur úr aðal hópnum. En hrópin kornu frá hinum prúða verði brúarinnar og hljóðuðu þann ig: „Hailló þið! fteynið þið að drull ast áfram! Hverslags helvítis 'sleif arlag er þetta!“ Þetta finnst mér mega kalla prúða menn við prúða ibrú. Það kann vel að vera að þefcta sé erfitt og argsamt starf, en held ur ;þú, Hannes minn, að umferðin gangi betur með slíku orðbragði, svo ég minnist nú ekki á ásjónu þessara lipru mama? Ef til vill hefir legið sérlega iila á körlunum þenna eina dag, vonandi að svo hafi verið.“ ÁRNI JÓNSSON skrifar mér: ,,Ég varð sjónarvottur að svo slæmu framtferði nýlega að ég tel rétt að skrifa ’þér um það ef það gæti orðið til varnaðar og vítis fyrir iþá ógæfusömu menn, sem þannig haga sér. Ég kom í sumar ibústað skammt frá Blliðaánum, og er ég ihafði évadð þar nokkra stund gekk ég út á veginn. Þegar ég kom þangað, sá ég mann með tvo til reiðar. Hestarnir hringsnerust annar með manninn en hinn hrökk , fram. og aftur. Staðniæmdist ég um stund til að horfa á þetta' og sá þá að maðurinn var drukkinn og barði hann í síféliu ljósan hest, er 'hann ’hafði til meðreiðar. HESTURINN var orðinn alveg óður af barsmíðinni og hentist á báðar Ihliðar hins llrestsins svo að maðurinn réði ekki við neitt. Er mannskeppnan sá mig kallaði hún á mig og sagði: „Hjálpaðu mér með helvítis bykkjuna. Hún Vidl ekki makka rétt.“ Ég gekk að hest inum og ætlaði að blappa dronum til þess að r.eyna að stilla hann, en hann var orðinn ofsahræddur og óður undan svipúhöggunum svo að enginn vegur var að •stilla hann enda barði maðurinn hestinn við- Frarrh. á 0. ssfvn Þetta eru amerískar flugvélar á leið. til árásar á Japanseyjar. sem nú veiða fyrir hverri stórár- ásimri annarri hrikaiegri. Og nú beita Bandarík jamenn hir.u nýja ægilega vopni — kraftorku- sprengjunni — í loftsókn sinni gefgn Japan. v in nfi Einar Gerhardsen Nfjasfar Sréítir, beziar gretaar og skemmftlegastar sögw fáið |sér í Símið sm 4900 og gerist áskrifandi. C INAR GERHARDSBN er einn þeirra „nýju manna“, sem aðstæðurnar hafa kallað til þess að standa .fremst í þeirri fylkingu, sem rnestu ræð- ur um forustu Noregs, á vori hins endurheimta frelsis. Sem formaður borgarráðsins í Oslo, flutti hann Ólafi rikisarfa árn- aðarkveðjur, í tilefni af heim- komu hans. Og að kvöldi hins 17. maí, dagsins, er hin stór- fenglega þjóðhátíð 'var háð að hinu nýja ráðhústorgi, fegursta stað Osioborgar, tókst honum að túlka gleði þjóðarinnar lát- lausum, ylríkum orðum, og láta hátíðarhrifninguna sam-eina hugi allra í heitstrengingu um endurreisn. Einar Gerhardsen er nú 48 ára að aldri og gamalkunnur innan norsku verkalýðshreyf- ingarinnar. Allir félagsbundnir verkamenn í Oslo kannast við hann ,,Einar“, holdgranna, viljasterka manninn, sem talar með ósviiknum málhreiimi Oslo búans. • Innan félagssamtaka þeirra á hann nú mannsaldurs- langa skipulagsstarfsemi að baki sér, því hann gerðist með- limur Sambantte ungra jafnað- armanna, er hann. var aðeins ,sextán ára að aldri, gekk svo ári síðar í þjónustu Oslofoorgar sem verkamaður við götulagn- ingar og varð, áður en langt um leið, einn af forvígismönn- * um sinna stéttarsamtaka, — Samfoands starfsmanna norskra bæja. — Þrunginn ákafa og hugsjóna- hrifningu æskumannsins, skip- aði Einar Gerhardsen sér í sveit róttækra andstöðumanna undir forustu Martin Tranmæl, er sú hreyfing háði baráttu . sér til brautar á árum fyrri heims- stvrjaldarinnar. Varð hann brátt fremstur í flokki þeirra æ.skumanna, sem næst stóðu Tranmæl. Eftir sigur hinna rót- tæku innan norsku verkalýðs- samtakanna, árið 1918, hófust þessir ungu menn skjótt í á- byrgðarmiklar stöður innan vé- banda þeirra. Einar Gefchard- FTÍRF AEANDI grein, sem fjallar um hinn nýja forsætisráðiierra Noregs, AI- þýðuflokksmanninn ' Einar Gerhardsen biiítist í Morg- on-Tidnpigen, aðalnxálgagni sænska Alþýðuflokksins og i er eftir Halvard M. Lange sagnfræðing pg skólastjóra lýðháskóla norsku verkalýðs félaganna. sen sat í miðstjórn æskulýðs- sami,bandsdns árið 1919 og gegndii þar formannsstörfum frá 1921—1923. Einar Gerhardsen. Eftir að kommúnistar náðu yfirtökum innan þessa æsku- lýðssambands, varð hann for- maður og forustumaður hins nýja æskulýðssambands, A. U. F., sem Alþýðúflokkurinn stofn aði og gegndi hann því stai*fi fyrstu tvö ár þess. Síðan var hann um tíu ára skeið ritari norska Al'þýðuflokksins. eftir skiinaðinn við Moskva-alþjóða- sambandið, en tók þar næst að •sér ritarastöðu í Alþýðuflokki Osloborgar og var það starf á- ■litið mjög þýði.ngarmikið frá fiokkslegu sjórsarmiði séð. Þa? vann hann að skipulagningar- störfum, þangað til hann varð stj órnmálaritari norska Aiþýðu flokksins árið 1933 eða 1934. Hann hefur og átt sæti í mið- stjórn þess flokks síðan árið 1923. Skömmu áður en Gerhardsen hvarí frá ritarastöðu í Oslo- •deildinpi, var hann kosinn í fulltrúaráð Osloborgar og borg arstjórn, og hefur átt þar sæti æ síðan sem fulltrúi Alþýðu- flokksins. Síðasta kjörtímabil fvrir styrjöldina var'hann'þar varaformaður en formaður varð hann 1940. Það er aðeins eðlilegt, að Einar Gerhardsén, hinn reyndi og mikilhæfi skipulagsfrömuð- ur, yrði til þess fyrstur að semja hæfa handbók fyrir starfsmenn verkalýðshreyfing- arinnar, — „Trúnaðarmaður- inn“ heitir hún og er mikxð notuð. Um margra ára skeið helgaði hann starfsorku sdna og áhuga skipulagsstarfi innan flokksins, — yngstu deildunum og stéttasamtökunum. En hið opinbera starf hans bæði sem borgarfulltrua og stjórnmá'laritara flokks síns, beind'i kröftum hans að víðara verksviði, og þó einkum eftir að' Alþýðuflokkurinn tók við stjórn í Noregi 1935. Áfoyrgð- in, sem því var samfara dró hann fljótt í virk kynni við að- alyandamál porsks stjórnmála- I ífs; Um sama leyti tók hann og þátt í starfi flokksins á al- bjóðavettvangi sem fulltrúi hans í Norrænu samvinnu- nefndinni og einnig í hinu Sósíalislíska alþjóðaráði verka manna. Gerhardsen óx að sama skapi og ábyrgð sú, sem fylgdi auknu starfi hans og starfssviði. Og það er ekki nema eðlilegt, að hann tæki við forustu norska Alþýðuflokksins, er ríkisstjórn in og Tranmæl höfðu neyðst til að flýja land eftir innrás Þjóðverja í Noreg 9. apríl 1940. Framh.. á 6. sídu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.