Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1947, Blaðsíða 2
ALÞÝÐIJBLABÍÐ Súnnudagur 8. júní 1947, Dr. Richard Beck fimmtugur PRÓFESSOR RICHARD EECK kom hingað til íslands 1944 sem fulltrúi Vestur- íslendinga á lýðveldishátíð- inni. Hann fó.r allvíða um landið, og var honum alls staðar fagnað með kostum og kynium — og ekki ein- göngu vegna hess, að hann var boðberi og fulltrúi ís- lenzkra karla og kvenna vestan hafs, heldur lika fyrir það, hve framkoma hans var með miklum glæsibrag, en ium leið mótuð hjartanlegri og látlausri alúð. Mönnum þótti mikið koma til mælsku hans og háttvísi, og þá voru allir, sem til hans leituðu fregna af ættingjum eða vin- um vestra — eða æsktu þess, að bann reyndi að hafa upp á skyldmennum þeirra í Vesturheimi, hrifnir af lip- urð hans og velvild. Þess vegna er óhætt að^ fullyrða, að ærið margir af íslending- (um hérna megin hafsins hefðu viljað eiga þess kost að þrýsta hönd hans á morgun, en þá er hann fimmtugur. Sumarið 1944, þegar pró- fessor Beck var hér heima, skrifaði ég um ævi hans og störf langa grein í Alþýðu- ‘blaðið, og mun ég þess vegna ekki í þetta sinn skýra svo ýtarlega frá starfsferli hans sem annars hefði verið á- tsíæða til, heldur stikla á steinum nokkurra höfuðat- riða. Prófessor Richard Beck er fæddur á Svínaskálastekk í Reyðarfirði 9. júní 1897. For- eldrar hans voru Hans Beck, óðalsbóndi, og kona hans Vig- fússína Vigfússdóttir. Richard Beck var snemma frískur og ötull. Hann var sjónæmur á allt, sem hann átti að !læra, en einnig var hann mjög duglegur og kapp- samur við hvers konar vinnu, sem hann annars unnið gat fyrir æskusakir. Hugur hans hneigðist snemma til sjósókn- ar, því að þar gat kappið notio sín með skjótum og sýnilegum árangri. Strax á unglingsárum sínum varð Beck bátsformaður og reynd- ist aflasæll og djarfur sjó- sóknari. Og vel er mér kunn- ugt um, að fyrir þrem árum var hann vel fiskinn, þvý að þegar hann var á leið til ísa- fjarðar á varðbátnum Óðni siorðan frá Hólmavík og að ósk hans var numið staðar á grunnmiðum milli Kögurs og Straumness, þá dró hann á örskammri stund 10 þorska, og má segja, að frá fjalla- tindum tií fiskimiða hafi flest fand viljað vera honum iað- skapi. Og svo var hann hress og glaður yfir veiðinni, að vart mundi- hann hafa verið hýrari yfirlitum, þó að hann hefði verið að færa þjóð sinni sigur í kappræð- um við ameríska ræðugarpa. Dr. Richard Beck. Richard Beck tók stúdents- próf árið 1920, og skömmu síðar fór hann til Vestur- heims. Hann varð Master of Arts frá Co'rnell-háskóla í Ithaca í New York ríki árið 1924 og dr. phil. við sama háskóla tveimur árum seinna. Síðan varð hann fljótlega prófessor í Norðurlandamál- um og bókmenntum við rík- isháskólann í Grand For-ks i Norður-Dakota ríki, en í því ríki býr allmargt íslendinga — og þar er fjöldi Norð- manna •— og einnig margir Danir og Svíar. Árið 1925 kvæntist Richard Beck Bertu Samson hjúkrunarkonu, dótt- ur Jóns J. Samson, lögreglu- þjóns í Winnipeg í Kanada. Prófessor Beck er slikur dugnaðar- og afkastamaður, að það má heita rneð fullum ólíkindum. Hann g.egnir all- tímafreku kennslustarfi við ríkisháskólann, og hann hef- ur um langt skeið verið einn af fremstu forvígismönnum íslenzku þjóðræknishreyf- ingarinnar í Vesturheimi, Frá 1933—1940 var hann varaforseti Þjóðræknisfélags- ins, og frá 1940—1945 forseti þess. Þá hefur hann verið forseti og varaforseti Norð- urlanda - fræðafélagsins i Bandaríkjunum og er enn í stjórn þess, og einnig forseti Leifs Eiríkssonar félagsins og formaður Þjóðræknisfé- lags Norðmanna í Grand Forks. Hann starfaði í ótal nefndum á stríðsárunum til styrktar Norðmönnum og Dönum, var formaður mót- tökunefndar, er norskt stór- menni var í heimsóknum o. s. frv. ■ Hann hefur flutt mörg hundruð ræður og fyrirlestra á íslenzku, norsku og ensku um íslenzk og norsk menn- ingar- og þ.jóðernismál og þá ekki sízt um bókmenntir ís- lendinga. Um lýðveldishátíð- ina og stofnun lýðveldis á íslandi hefur hann haldið 40 fyrirlestra, ýmist á íslenzku, ensku eða norsku. Margt af ræðum sínum hefur hann flutt í útvarp í Kanada — og þó einkum í Bandaríkjunum. Hef ég séð fjölmörg ummæli norskra og enskra blaða um starfsemi hans, og er óhætt að segja, að norsku blöðin hossi honum enn meira en nokkurn tíma þau islenzku, og hafa þau þó ekki vanþakk- að honum störf hans. Hann hefur og hlotið auk íslenzkra heiðursmerkja norsk og dönsk — meðal annars Frels- isorðu Danmerkur fyrir starf semi í landsnefnd í Banda- ríkjunum, sem vann til styrkingar málstað Dana á styrjaldarárunum. Hann er og heiðursfélagi í ýmsum fé- lögum í Kanada og U.S.A. Prófessor Beck hefur skrifað fjölmargar ritgerðir í tímarit og blöð á íslenzku, norsku og' ensku, og þá einkanlega um íslenzkar bókmenntir, en einn- ig um bókmenntir Norð- manna, Dana og Svía, og gat ég um margt af þessum rit- gerðum hans í grein minni 1944, en af því, sem hann hef- ur síðan skrifað, á ensku, vil ég nefna æviágrip helztu ís- lenzkra rithöfunda, birt í safn- riti um heimsbókmenntir, er út ikom í New York haustið 1946 (Encyclopedia of Litera- ture) og ritgerð í The Ameri- can Scandinavian Review um íslenzkai’ bókmenntir á síðustu árum. Þá vil ég' minna á ljóða- safnið Icelandic Lyrics, sem út kom 1930, með ljóðum á ís- lenzku og ensku eftir 30 fs- lenzk skáld, en prófessor Beck safnaði ljóðunum, skrifaði for- máia fyrir bókinni og smágrein ar um höfundana og auk þessa margar skýringar. Einnig sá hann um útgáfu á Icelandic Poems and Stories, er út komu 1943, og ritaði framan við ljóð in og sögurnar yfirlitsgrein um íslenzkar bókmenntir. Líka skrifaði hann grein um hvern höfund — en þeir eru 29. Þá hefur komið út eftir Beck ljóðasafn á ensku, og er hann heiðursfélag'i í skáldafélagi Mi^vesturlandsins1 í Bandaríkj- unum. Á íslenzku hefur hann birt eitt kvæðasafn, og í ráði er, að bráðlega verði gefið út hér á landi úrval ljóða hans, gamalla og nýrra. Prófessor Beck er ritstjóri Almanafcs O. Thorgrímssonar og' Tímarits þjóðræknisfélagsins. Hann hef- ur séð um útgáfu á.ýmsum rit- um á íslenzku, og má þar nefna heildarútgáfuna af kvæðum og kviðlingum Káins og Ijóðum séra Jónasar A..Sig- urðssonar, en þau komu út 1946. Prófessor Richard Beck hef- ur tekið afbrigðavel á móti Is- lendingum, sem á ferð hafa verið vestra, og víst mun f.yr- irgreiðsla hans fyrir Karlakóri Reykjavíkur í fyrra ekki hafa verið nein ómynd. Er ekki of mikið sagt, þó að svo sé að orði komizt, að prófessor Beck sé sífellt á verði um það, hvar Norrænf sfúdenfamót í Finnlandi r I • í ÁGÚSTMÁNUÐI í sum- ar verður haldið norrænt stúdentamót í Finnlandi. Hefst það í Abo þann 14. ág., en síðan verður haldið til Helsingfors, og mun mótið standa yfir í nokkra dag. Ef einhverjir stúdentar, ungir eða gamlir, kynnu að eiga ferð um þessar slóð;r, væri æskilegt, að þeir gætu komið þar fram fyrir hönd ís lenzkra stúdenta. Alls hefur íslenzkum stúdentum vcrið boðið að senda 20 fulltrúa, en vegna erfiðlefika á far- kosti og gjaldeyrisfátækt, er ekki heppilegt að hvetja menn til slíkrar farar án annarra erindagjörða. ' Þeir, sem hafa í hyggju að dveljast í Finnlandi eða ná- grenni um þessar múndir, eru beðnir að gera stúdenta ráði aðvart í síma 5959 (kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga), ef þeir vildu vera viðstaddir á móti þessu. Frá stúdentaráði. Minningarspjold Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. og hvernig hann megi verða fóstui^örð sinni til gagns og sóma — og íslenzkum mönn- um að liði, og auk þess rækir hann svo frændsemi við Norð- menn, að þeir meta starf hans sem væri hann einn af Noregs beztu isonum vestan hafs. Sem maður og félagi er pró- fessor Beck hinn glaðasti og skemmtilegasti, því að fjör hans, líísþróttur og löngun til að gera hverjum þeim vel, sem nokkurs góðs er maklegur, er allt með eindæmum. Enn er h&nn ungur maður, maður með óbilað starfsþrek og lífsfjör, og er sízt að efa, að hann finni verkefni, sem hann fái úr leyst, þjóð sinni, vestan hafs og austan, til þurftar og heiðurs, og hrókur fagnaðar og stoð góðra samtaka mun hann verða hér eftir sem hing- að til. Vinir hans og gamlir félag- ar hér heima, fjölmargt manna, sem hitti hann hér sem fulltrúa Vestur-íslendinga — og raunar þjóðin öll biður hon- um og fjölskyldu hans bless- unar á fimmtugsafmælinu, þakkar það, sena liðið er, og óskar honum, að hann megi verða allra karla elztur í Vest- urvegi. Guðm. Gíslason Hagalín. Minningarspjöld Barna- spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd 1 Verzlun Augustu SvendseUs Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. GOTl ÚR ER GÓÐ EIGN 6d8I. 6íslaso<i Úrsmiður, Laugaveg 63, Baldvin Jónsson hdl. Málflutningur. Fasteignasala. Vesturg. 17. Sími 5545. Munið Tivoli. tii cló Cjrœoa landldt■ c=Lecjcjic Tf •'i ókerf t cJLand^rœoóLiiójoö. SLifitofa J<(appardí$ 29

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.