Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. des. 1948. i ■ ....... ■■ T'; i ■ ALÞÝÐUBLAÐtÐ 9 r Opera og KVENNAGULL KEMUR HEIM heitir jólamynd Tripoli- bíó, en það er amerísk mynd um ástir og hjónab.andserfið- leika.. Efni hennar er í stuttu máli þetta: Kay Williams (Lucille Ball) er fulltrúi í einni stærstu tízku saumastofu Bandaríkjanna og er sjálf talin bezt klædda kona álf unnar, enda ákaflega eftirsótt af karlmönnunum. Hún er gift Bill (George Brent), sem- er stríðsfréttaritari í Evrópu. Kay er trygg eiginmanni sín um í fjarveru hans, þótt hún eigi marga aðdáendur, sem erfitt er fyrir hana að bíta af sér. Hins vegar er langt frá því, að Bill sé henni trúr. Einkum er það samstarfsstúlka hans, ljósmynd arinn Magdalena Laslo (Vera Zorina), sem hann á vingott við. Að stríðinu loknu kemur svo Bill heim og það verður mikill fagnaðarfundur þegar bau heils ast. En fyrr en varir kemur það átakanlega skýrt í Ijós hvernig Bill hefur hagað sér. Kay virðist taka þessu með ró, en undir niðri er hún særð og afbrýðisöm. Hún einsetur sér að taka til sinna ráða og gefa manni sínum ráðningu, sem hann gleymir ekki, og fer nú að gefa þremur af aðdáend- um sínum1 meira undir íótinn en áður. Ennfremur lætur hún vera hálfreyktan vindil og karl mannshatt í íbúðinni, og þykist ekki vita hver sé eigandinn, þeg ar Bill spyr um það æfur ef af brýðisemi. Svo er ákveðið. að Bill fari í íréttaleiðangur fyrir tímarit sitt, í fylgd með Magdalenu. Þá þolir Kay ekki mátið lengur, flytur að heiman og kveðst ætla að krefjast skilnaðar. Paul tízkuteiknari fer nú fyr ir alvöru að ganga á eftir henni og hún er ekki að öllu leyti frá hverf honum, þótt í hjarta sínu elski hún Bill heitt eins og áður. Þá er Bill einnig að hugsa um að giftast Magdalenu og kemur með henni á hótelið, þar sem Kay dvelur, án þess að þau hafi hugmynd um. Margt spaugilegt gerist, þsgar Bill fær lykilinn að herbergjum Kays, þeim báð um að óvörum. Þau Kay og Bill eru mjög af brýðisöm og vilja hvorugt leita sætta við hitt. En Magdalena skilur, að Bill elskar Kay enn og kveður hann fyrir fullt og allt. Paul sér einnig hvernig í öllu liggur og dregur sig í hlé. Þá herðir Bill upp hugann og friðmælist við Kay. Skopmyndin Topper sýnd í Bæjarbíó TOPPER, einhver frægasta skopmynd, sem gerð hefur ver.. ið í Hollywpod, er , jólamynd Bæjarbíós í Hafnarfirði. Sagan er um ungu hjónin Georg og Maríu Kerby (Constance Benn ett og Cary Grant), sem ganga aftur og hrella hinn óviðjafnan lega Hr. Topper, sem er prýði- lega leikinn af Roland Young'. Þetta er engin draugamynd, þótt tvær aðalpersónurnar séu afturgengnar, heldur birtast þær og hverfa á sprenghlægi- legan hátt og taka upp á hinum $paugilegustu hlutu.n. jólamynda kvíkmymlahúsanna Douglas Fairbanks og Maureen O’Hara í „Sindbad sæfara“. Sindbad sæfari er jóiamynd Gamla Bíó. SINDBAD SÆFARI, jóla. mynd Gamla Bíós, er ævintýra- leg litmynd, sem hefur á sér blæ Þúsund og einnar nætur. Sagan er um fjársjóðinn mikla á hinni ókunnu Deryabar eyju, en Aga Ahmed er sagður gæta sjóðsins. Nú keppast þeir um að komast til eyjarinnar ævin- týramaðurinn Sindbad (Dougl- as Fairbanks) og hinn voldugi Emír af Daibul (Anthony Quinn). Sindbad bjargar skipi í sjávarskáska og kemst að því, að í skipinu er kort, er sýnir ieiðina til hinnar dularfullu Deryabar eyju. Hann verður að bjóða í skipið, og sá, sem mest býður á móti honum þar, er hin fagra ævintýrakona Shireen (Maureen 0‘Hara). Þegar hún sér gullmerkij sem hann hefur í keðju um hálsinn, skilur hún, að hann er raunverulega Anmed prins, sonur Aga Ahmeds, sem gætir fjársjóðsins. Hún heldur að hann hljóti því að rata til eyjarinnar, og hættir að bjóða á móti honum. Þegar Sindbad fær skipið, I r Operumyndin Tosca í Austurbæjarbíó. TOSCA, ítalska óperukvik myndin, sem byggist á sam- nefndum sorgarleik eftir Victori en Sordon og tónlist Puccinis, er jólamynd Austurbæjarbíó. Myndin gerist á Ítalíu1 árið 1300., þegar herir Napóleons sóttu inn á Ítalíu og ítalska lög reglan átti í_höggi við ítalska Jakobína. Málarinn Cavaradossi vinnur við að skreyta kirkjuveggi. Hann sér fagra konu koma í kirkjuna, og notar hana sem fyrirmynd að madonnu sinni, en kemst brátt að raun um, að hún kemur í kirkjuna til að hitta mann, sem falinn er á bak við altarið. Þetta reyn ist vera Angelotti, vinur málar ans sem lögreglan leitar að. Málarinn Cavaradossi er trú ‘ lofaður söngkonunni Tosca, en hinn illræmdi lögreglustjóri er einnig ástfanginn af henni. Út úr þessu spinnast hinir ævin týralegusíu viðburðir, er lög- regluforinginn reynir að hafa upp á felustað Angelottis, pynd ir vin hans málarann, blekkir Tosca. Hér verða endalok sög- unnar, sem ger.ast í kastalanum Engelsborg við Tíberfljót ekki rakin. en þeir, sem þekkja ó- peruna, geta gert sér í hugar lund, hvern veg þau kunna að vera. Mynd þessi er ein af hinum ítölsku óperumyndum, sem vak ið hafa mikla athygli á Norður löndum og víðar. Debora Kerr í ,;Svörtu páska- liljunni“. Svarta páskaliljan sýnd í Tjarnarbíó. SVARTA PÁSKALILJAN (Black Narcissus) heitir mynd, in, sem Tjarnarbíó sýnir á jól- unum. Gerist hún í Himalaya fjöllum í stórfenglegu landslagi og segir frá nokkrum klaustur- systrum, sem gera tilraun til þess að stofna þar skóla fyrir telpur. Efnið er tekið eftir skáldsögu eftir ungfrú Rumer Goddens, en saga þessi vakti mjög mikla athygli og hlaut ó- venjulegar vinsældir meðal enskumælandi þjóða. Myndin er í eðlilegum litum og mjög skrautleg, gerð af myndatöku- félaginu The , Archers, sem er eitt af félögum J. Arthur Ranks. Aðalhlutverkið leikur Deborah Kerr af mikilli snilld, en aðrir helztu leikendur eru Sabu, David Farrar, Flora Robson, Esmond Knight, Jean Simmons og Kathleen Byrron. hefur kortinu verið stolið. Þjófurinn er rakari skipsins, þorparinn Helik, sem býðst til að stýra sltipinu til eyjarinnar. En Sindbad siglir til Daibul, þar sem Shireen er hjá Emírnum. Hann hefur stúlkuna á brott með sér á hinn furðulegasta og snjallasta hátt, og siglir í átt- ina til eyjarinnar. Emírinn elt ir hann og sökkvir skipi hans, en Sindbad og menn hans eru teknir höndum. Hann hættir við að drepa Sindbad, af því að hann ætlar að hafa not af hon- um á eyju föður hans. Myndin endar á því, að Sindbad íekst að koma Emírnum fyrir kattarnef og auðvitað fær hann hiria fögru Shireen. in um aðstoð til útvegsmanna er síídveiðar stunduðu sumarið 1948 Þeir útgerðarmenn og útgerðarfélög, sem njóta vilja aðstoðar ríkissjóðs við innlausn á sjóveðs- og lögveðskröfum og sem að fenginni þeirri aðstoð geta haldið áfram útgerð sinni næstu vetrarvertíð, skulu senda umsóknir um aðstoðina til Reikningaskrifstofu sjávarútvegsins í Reykjavík, fyrir 10. janúar næstkomandi. Umsókninni skulu fylgja: 1. Efnahagsreikningur ásamt sundurliðun skulda og inneigna viðskipta- manna. 2. Rekstrarreikriirigur yfir síldvéiðár'sumarið 1948. 3. Sundurliðaðar sjóveðs- og lögveðskröfur. Allar upplýsingar skulu gefnar að viðlögðum drengskap. Þeir, sem áður hafa sent skýrslur, geta vísað til þeirra að því leyti, sem þær fullnægja framangreindum skilyrðum. Skilanefnd bátaútvegsins. I V Móðir og barn er jólamynd Mýja Bíó. MÓÐIR OG BARN, jólamynd Nýja Bíós, er óhrifamikil ensk mynd um uppeldisfræðileg vandamál. Ung Lundúnastúlka, Lily Bates (Patricia Rock) elur son, en maður hennar er tví- kvæmismaður og er handtekinn um svipað leyti. Hún setur sér að ala son sinn upp hjálpar laust og kemur honum fyrir á dagheimili. meðan hún vinnur fyrir þeim í verzlun. Hin auð uga frú Frances Norman (Rosa- mund John) hefur misst einka barn sitt fyrir rúmu ári, tekur nú ástfóstri við Jimmy, son Lily. Þsgar Lily varð veik, bauðst frú Norman til að taka við drengnum á meðan, en Lily leyfir Normanhjónum að ala hann upp, er hún sér hversu vel fer um hann þar. þótt hún vilji. ekki gefa hann formlega. Lily verður deildarstjóri í verzluninni, þar sém hún vinn ur, og í sumarfríi kynnist hún kaupmanninum Bill Collina (Bill Owen) og giftist honum síðar. Þegar hún byrjar að búa, vill hún taka son sinn frá Nor man hjónum og fær dómsúr- skurð sér til stuðnings. Jimmy unir sér illa í fátækrahverfinu, þar sem þau búa, og strýkur aftur til fósturforeldra sinna. Bill og Lily sækja hann, en brátt opnast augu þeirra fyrir því, að hin viðkvæma barnssál muni ekki hafa æskileg þroska skilyrði í hinu breytta umhverfi, og þau fara með hann aftur til Normanhjónanna. Þar unir hann sér og gleði Normar.hjón anna verður mikil. Sama daginn og Jimmy verð ur 14 ára, halda Bill og Lily hátíð í öðru t.ilefni. Lily hefur eignazt annan son, Bill yngri. Bróðir Jónatan, fyrsfa mynd Hafnarbíós BRÓÐIR JÓNATAN, brezka stórmyndin, yerður jólamynd og jafnframt. fyrsta kvikmyndin, sem Hafnarbíó sýnir. Hefjast nú sýningar aftur í húsinu við Skúlagötu, þar sem Nýja Bió var um skeið. Sagan af Jónatan hefst, þeg- 1 ar hann var drengur um alda- mótin, og sýnír læknisnámsfer- il hans og baráttu sem lækni í fátækrahverfi í Englandi. .4 hann þar í höggi við margs konar fjandmenn, iðjuhölda og' heldrimannalækna, en storbröt'- in örlög fléttast inn í líf hans um leið. Aðalhlutverkin leika Mary Clare og Finley Currie. i ..... r Astaróður, jólamynd Hafnarfjarðarbíós ÁSTARÓÐUR, amerísk kvik mynd um tónskáldið Robert Schumann og konu hans, píanó snillinginn Clöru Wicck Schu- man, er jólamyndin í Hafnar fjarðarbíó að þessu sinni. Er fjöldi tónverka leikin í mynd | inni eftir tónskáld eins og Schumann, Brahms og Lizs. Paul Henreid fer með aðalhlut verkið, en á móti honum leik - ur Kathrine Hepburn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.