Alþýðublaðið - 16.01.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 16. jan. 1949. Útgefandl: Alþýðuflokknrlnn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kommúnislaáróður út yfir poilmn. KOMMÚNISTAR láta ekkj við það sitja að reka moldvörpustarfsemi sína hér innanílands- Rússneska útibú- ið hér á landi hefur tekið upp skipulagða áróðursstarfsemi á erlendum vettvangi eins og hvað eftir annað hefur verið á kommúnista sannað. Þessi starfsemi þeirra hefur ekki hvað sízt verið rekin á sviði bókmenntanna og hún virð- ist æ færast í aukana. Árang- urinn, sem þeir hafa náð í þessu efni, stafar ekki að ó- verulegu leytf af því, að nokkrir broddborgarar, sem ekki teljast til Kommúnista- flokksins, hafa gerzt dyggir °g tryggir hjálparkokkar rússnesku vinnumannanna í þessu starfi þeírra. Jörgen Bukdahl gerir þetta mál' að umræðuefni í grein sinni Hið frjálsa ísland og Halldór Laxness. Hann bend- ir á, að þessi kommúnistaá- róður sé rekinn undir fölsku flaggi í skjóli ríkjandi van- þekkíngar erlendra manna á því, sem gerjst á íslandi og sé þér um ræða tilraunir til að myrkva vettvang íslenzkra bókmennta og menningarlífs. Er þetta svo athyglisvert mál, að það verðskuldar vissulega meiri eftirtekt ís- lendinga hér heima en þeir veita því. * Afstaða kommúnista til bókmennta og lista fer sann- arlega ekki dulí- Þeir, sem villja kynna sér harua, þurfa ekki aimað en lesa Þjóðvilj- ann og Tímarit Máls og menn ingar og kynna sér úthlutun- ina til skálda og listamanna á Jiðnum árum. Kommúnistar hafa í þessu efni komið sér upp handhægri reglu. Þeir fordæma undantekningar- laust alla þá listamenn. sem ekki hafa gengið undir flokks ok þeirra. Hinir, sem eru kommúnistar eða þægir fylgdarsveinar þeirra, eru hins vegar hafnfr til skýj- anra. En eins og Jörgen Bukdahl bendir réttilega á er þessi starfsemi íslenzkra kommún- ista rekin í stórum stíl á er- •lendum vettvangi. Glöggt dæmj þess er ritgerð Jakobs Benediktssonar í Bókmennta sögu Evrópu, sem sænski rit- höfundurinn Arthur Lund- kvist var ritstjóri að. Dansk- ur maður, Westergárd-Niel- isen, hefur tvisvar sinnum látið frá sér fara ritgerðir um íslanzkar bókmenntir mjög á sömu lund. Þessir menn við- hafa á erle.ndum vettvangi sömu iðju og kommúnistar leggja fyrir sig hér heima. Skáld og rithöfundar úr hópi Kona skrifar um starfsstúlkur, innlendar og erlendar. AF TILEFNI skrifa um inn Iendar og erlendar starfsstúlk ur hef ég fengið eftirfarandi bréf frá frú E. G.: ,,Ég leyfi mér, þó að ég sé ekki íslenzk, cn hef þó verið íslenzk hús- móðir svo árum skiptir, að negja nokkur orð á vegum ís- lenzkra, danskra, norskra og færeyskra starfsstúlkna, sem hingað hafa komið. Sérstakt íilefni gafst mér í pistli þínum 12. þ m. í bréfi frá S. E. Ó. Á SÍÐUSTU SEX ÁRUM hef ég fengið reynslu af íslenzkum og dönskum starfsstúlkum. Margar íslenzkar stúlkur eru • bæði góðar og duglegar, sérstak. lega eru þær fingraliprar og handlagnar. En þær hafa mjög áberandi galla, og tala ég ein- göngu um þær, sem starfa í húsum. Þær líta niður á hús. ; störf og þær álíta alveg ónauð- ' synlegt að læra neitt til þeirra , og vilja ekki taka á móti ráð- leggingum. Það einkennir allt of mikið nútímastúlkuna, að hún eyðir allt of miklum tíma í það að snurfusa sig, fara á dansleiki og í bíó í staðinn fyrir að nota beztu námsár sín, en það eru árin frá 14—20 ára. JAFNVEL ÞÓ AÐ stúlkan sé ekki svo vel sett að eiga for- eldra. sem geti borgað nám, hennar, getur hún vel sótt nám í kvöldskólum og það fyrir lítið fé. Sumar stúlkur álíta það ekki nauðsynlegt að læra að þvo góLf eða að búa til mat. Stúlk. urnar þurfa sannarlega að læra dálítið til húshalds. Dálítið námskeið gæti gefið þeim hald- bæra þekkingu á því sviði og sérstaklega hvað snertir reglu- semi, sþarsemi og hagsýni. Þær skortir og mjög bæði öryggi og kurteisi. SÍÐAN ÁRIÐ 1945 hefur hingað til lands komið alls kon. ar fólk, gott fólk og slæmt fólk, og af þeim hundruðum danskra stúlkna, sem hingað hafa komið í atvinnuleit, ætti að vera hægur vandi að finna einhverjar, sem eru að minnsta kosti eins full- kornnar í öllum greinum og þær þýzku. Ég held líka, að dönsku stúlkurnar, sem hingað hafa komið. hafi fengið hin beztu meðmæli, þar sem þær hafa unnið. En þess ber að gæta, að meðal svo margra hljóta allt af að finnast svartir sauðir, og er það ekki itiltökumál. Samt sem áður vill það brenna við, að fólk tali mest um þessar undan- tekningar. Ég veit ekki til þess, að allar íslenzkar stúlkur séu englar. ALLT OF MARGAR STÚLK- UR, sem vinna hér í húsum, kunna ekkert og hafa ekkert lært. Og allt of margar leyfa sér það að tala í þeim tón við húsmóðurina, að slíkt mundi hvorki verða þolað í skrifstof- um né í verksmiðjum. Vitanlega verður að taka það fram, að margar húsmæður koma þannig fram. að þær eru óþolandi og þessar húsmæður valda því, að erfitt er að fá stúlkur til starfa. Sjálfar kunna þessar húsmæður lítt til verka og lítil reglusemi er í húshaldi þeirra. Þær eru ] því sízt fallnar til þess að leið- beina ungum stúlkum eða veita þeim fordæmi. ÞÆR GEFA ungu stúlkunum ekki nógu mikið frjálsræði. Ég á ekki við það, að stúlkurnar eigi að hafa ótakmarkað frí, en það virðast margar álita. Ég á við reglubundið frí, sem svarar , til frístunda annarra stétta. ! Stúlkurnar eiga að hafa hinn j reglulega hálfa frídag í viku og j til viðbótar frí frá kl. 4—5 á laugardögum til mánudagsmorg uns. Ungu stúlkuna langar til þess að fá að sofa út einn sunnu dág, en það eru of fáar hús- 1 mæður, sem skilja það. Sumar 1 þeirra segja við mig: „Ég skil ekki. hvers vegna þú gefur stúlkunni þinni svona mikið frí. Hér hefur það allt af verið venjan, að stúlkan fái frí aðeins annan hven sunnudag frá kl. 3, auk frísins í miðri viku. En tím. arnir breytast.“ FRÍIÐ, SEM ÉG HEF gefið mínum stúlkum, er eftir mínu áliti alveg sjélfsagt. Ég hef fengið þessa reynslu, og hef ég reynt báðar aðferðirnar. Þegar þessu er slegið föstu, er ekki hægt að tala um annan máta, og báðir aðilar vita nákvæm- lega hvaða reglur gilda. Annars er enginn vafi á því, að góð hús. móðir og góð stúlka, geta allt af orðið á eitt sáttar. Margar stúlkur telja. að þær eigi kvöld- in sjálfar, en svo er ekki. Stúlk- umar eiga að gæta barna. með. fram, og það nær ekki nokk. urri átt að stúlka fari af heim- ilinu á hverju kvöldi. ÉG SKAL JÁTA, að ég er ekki kunnug starfi stúlkna í sjúkrahúsum. Þó veit ég það, að bæði hjúkrunarkonur og Skaftfeilingafélagið í Reykjavík. Heldur sbemmtifund að Röðsh föstudaginn 1. í þorra 27. janúar n. k. Skemmtiatriði: Félagsvist og dans. Húsið opnað kl. 20. Spilað frá kl. 20.30 til 22.15. Dans til kl. 1. Mætið stundvíslega. Skaftfellingafélaglð. S.G.T. Gömlu dansarnir að Rcðli í kvöld klukkan 9. — Aðgöngu- miðasala frá klukkan 8. Sími 5327. Öll neyzla og meðferð áfengis stranglega bönnuð. Ath. Kaffi veitingar eru byrjaðar aftur. rn MÆ f Nyju og gömlu dansamir í G.T.- \ ra I húsinu í kvöld kl. 9. * B H Aðgöngum. seldir frá kl. 6,30 e. h. sama dag. — Sími 3355. Húsinu lokað kl. 10.30. Séra Pétur Magnússon frá Vallamesi flyfur erindi sem hann nefnir Hlufleysi í Austurbæjarbíó í dag kl. 1,30 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir í Austurbæj- arbíó við innganginn. Ný íbúð fii sölu Kjallaríbúð í nýju húsi í Hlíðarhverfinu, 2 stór herbergi, eldhús, bað, búr og geymsla, til sölu nú þegar. íbúðin er til sýnis milli kl. 11—12 ár- degis. Upplýsingar gefur Sigurður Grímsson lög fræðingur Snorrabraut 77, til viðtals kl. 6—7 næstu daga. starfsstúlkur í sjúkrahúsum eru jlla launaðar, þegar tekið er til- lit til hins mikla strits þeirra. Sá tími er liðinn, þegar slík störf byggðust á fórnarlund næstum því einni saman. En stúlkur, sem starfa á heimilum, fá laun frá 400 til 700 krónur á mánuði. Við skulum segja, að launin séu kr. 450 00. Ég álít, að starfsstúlka á heimili eigi betra með að láta kaup sitt duga heldur en stúlkur, sem vinna í verksmiðjum eða í skrifstofum og fá um 1000 krón ur á mánuði. Á ég þar ekki við þær stúlkur, sem eru heima hjá sér og. komast upp með það, að þurfa ekkert að borga heim, en á þann hátt eyðileggja margar mæður dætur sínar. Ég á við þær stúlkur, sem ekki eru þann ig settar, en verða að standa á eigin fótum, og þær eru þó nokkrar. HERBERGI ER VARLA hægt kommúnista eru í blekkinga- skyni köluð róttæk eða vinstrisiiinuð og taumur þejrra dreginn úr hófi fram, svo að jafnvel Gunnar Bene- diktsson hefur verið tekinn í skáldatölu! Hins vegar er þagað að hálfu og öllu leyti um rithöfunda andvíga korru múnistum og jafnvel leitazt við að gera litið úr sumum þeirra- Þannig er vitandi vits reynt að gera hinn kommún- istíska bókmenntaáróður að útflutningsvöru. * Það er ekki nema eðlilegt, að íslenzkir kommúnistar reyni að gera sem mestan veg rithöfunda sinna á erlendum vettvangi eins og hér heima. Það er marmlegt og skiljan- legt. Hitt er hneyksli, að gerðar séu tilraunir til að slá þá til riddara á kostnað ann- arra íslenzkra rithöfunda eins og hvað eftjr annað hefur sannazt á kommúnisía og hjálparkokka þeirra. Bók- menntaskýringar Þjóðviljans og Tímarits Máls og menn- ingar eru sannarlega ekki út- flutningsvara, og menn eins og Jakob Benediktsson, Westergárd-Nielsen og Jón Helgason prófessor taka á sig mikla ábyrgð, þegar þeir bera hana á boðstóla fyrir erlend- ar þjóðir í skjóli vanþekk- ingar um íslenzkar bók- menntir og íslenzkt menning- arlíf. Það er ekki heppilegt að gera bókmenntimar að póli- tísku þræiuepli. Kommúnist- um ætti að vera þetta eins ljóst og öðrum, þvi að naum- ast mun það til dæmis æski- legt fyrir Halldór Kiljan Lax ness, að hann sé lagður að líku sem skáldsagnahöfundur og stjórnmálamaður. Vegna þessa er það mikils virði, að shkur maður sem Jörgen Bukdahl kveðji sér hljóðs'og geri greinarmun á rithöfund- inum Halldóri Laxness og •stjórnmálamanninum Hall- dóri Laxness. Vinnubrögð hans eru alger andstaða við athæfi kommúmsta, sem leitast við að myrkva vett- vang íslenzkra bókmenr.ta ái hinn hneykslanlegasia hátt. Islenzkum bókmenntum er það mikill fengur, að þær séu erlendis gerðar að umræðu- efnj á þann hátt, sem Jörgen Bukdahl hefur gert, og að flett sé ofan af þessum þætti hinnar ..þjóðhættulegu . starf- semi íslenzkra kommúnista.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.