Alþýðublaðið - 21.01.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.01.1950, Blaðsíða 8
Kosningaskrifstofa A-Iistans [ er opin kl. 10—10 j í Alþýðuhúsinu. Símar eru 5020 og 6724. Laugardagur 21. janúar 1950. Stuðningsmenn ] A-iistan: i Komið í skrifstofu listans í AÍþýðuhúsinu og leggið hönd á i>Ióginn í undir- búningi kosninganna. ^1 Ein semt hafa þær aldrei verið verri en |>ær eru nú! GÖTURNAR í REYKJAVÍK eru nú verri en nokkru smrai, eins og hverjum manni, sem um þær fer, hlýtur að vera Ijóst. Holurnar eru vafalaust komnar yfir tvær og hálfa milijón, en „aðalbrautir“ og gangstétlir eru einn forarpollur. Það er hörmulegt að segja frá þessu. Síðar.t liðin fjögur ár hefur íhaldið eytt 26 977 891 krónu til gatna í bænum, en hvað fæst svo fyrir þetta gífurlega fé? Við- haldið á Laugaveginum einum hefur á þessu tímabili kostað 983 682 krónur! Geta menn séð, að eitthvað er athugavert við þessi vinriubrögð, enda hafa elztu bæjar- fulltrúar íhaldsins viðurkennl, að enginn viti enn livernig gera á göturnar. Hér hafa verið erlendir og inrilendir sér- fræðingar, verkfræðingar bæjarins hafa farið utan hvað eftir annað til að „fullnuma“ sig, hér hefur verið gatna- npfnd, en allt árangurslaust. Göturnar eru verri en nokkru srnni, og er vafasamt, að Reykvíkingar hafi fengið minna fyrir nokkurt fé en þær 27 milljónir, sem fóru í göturnar slðustu fjögur reikningsár. Shaldið játar sekt sína: í kom neínd og svo nefnd, en aldrei komu sjúkrahúsin Þýðingarlaust að reyna að kenna rík- inu um vanrækslu íhaldsins. ÍHALDIÐ og málpípa þess, Morgunblaðið, standa nú frammi fyrir bæjarbúum eins og kommúnistar fyrir rétti aust- an járntjaldsins — og játa á sig hina hróplegu vanrækslu bæj- arstjórnarmeirihlutans í sjúkrahúsmálunum. Er það viður- kennt í ræðu Sigurðar Sigurðssonar berklayfirlæknis og leið- ara Morgunblaðsins í gær, að íhaldið hefur ekkert gert nema sldpa nefnd' og svo aftur nefnd, en ekkert sjúkrahús hefur verið reist, nema fæðingardeildin, og hún að miklu leyti fyrir fé oa forustu ríkisins. r ófáanlegir i ður um bæiarmá! Þeir hiudruðu útvarpsumræður og hindruðu sameiginlegan fund. Veitingahúsið Lauga- vegur 28 í nýjum ALLAR TILRAUNIR Félags ungra jafnaðarmanna til þess að koma á sameiginlegum fundi, út.varpsumræðum eða útifundi æskulýðsfélaganna í Reykjavík um bæjarmál hafa nú reynzt árangurslausar, og er augljóst, að ungir sjálfstæðismenn vilja alls ekki mæta hir.um æskulýðsfélögunum í umræðum um bæiarmál. Ungir jafnaðarmenn buðust* í viðræðum um þessi mál til að ganga inn á hvers konar fund, nem hin félögin kærðu sig um. Heimdellingar komu í veg fyr- ir útvarpsumræður með at- kvæði Magnúsar Jónssonar, formanns sambands ungra cjálfstæðismanna, í útvarps- ráði, og hinn ,,ungi“ sjálfstæðis maður Jóhann Hafstein hindr- aði það, að stjórnmálaflokk- arnir létu unga fólkinu eftir annað útvarpskvöld sitt. Þá var einnig rætt um útifund, en kommúnistar og framsóknar- menn gátu ekki gengið inn á það, þar eð þeir þóttust upp- teknir á sunnudag, og mun það vera kvennafundur kommún- ista, sem æskulýðsfylkingin er svo upptekin við. Samkvæmt yfirliti Sigurðar Sigurðssonar berklayfirlæknis yfir þróun sjúkrahúsmálanna í Eeykjavík, fór fyrst að bera á sjúkrahússkorti um 1940. ' Þáverandi borgarstjóri sett- ist á rökstóla með læknum, og var „ákveðið . . . að bær- inn beitti sér fyrir byggingu- fæðingardeildar, lieilsuvernd 1 arstöðvar og farsóttahúss“. Síðan eru 10. ár liðin, en Reykjavíkurbær hefur enn ekkert gert í sjúkrahúsmál- um bæjarins, nema bíslagið á farsóttahúsinu gamla og svo lagt fram lilut bæjarins á móti ríkinu £ fæðingar- deildinni. Sigurði Sigurðs- syní finnst það vera „nei- kvæð gagnrýni“ og „naum- ast svara verð“, er Alþýðu- blaðið bendir borgarbúum á að þetta eru heldur litlar aðgerðir í alvarlegu* vanda- Tnáli á 10 árum. Þá skýrir Sigurður frá því, þð 1946 hafi íhaldið skipað aðra nefnd í sjúkrahúsmálinu. Lagði hún fram ítarlegar til- lögur um byggingu ýmsra heil- brigðistofnana „með samvinnu ríkis og bæjar“. Svo kemur bófinn til sögunnar, og Morg- unblaðið heldur áfram: „Sú samvinna tókst ekki. Ríkis- valdið sýndi málinu engan áhuga“. Þetta eru hrein ósann- andi, því að Reykjavíkurbær leitaði aldrei til ríkisins um samvinnu í þessum málum. Ríldð greiðir 40% af kostn- aði við heilsuverndarstöðina, sem búið er að sýna teikn- ingar af, og ein ríkisstofnun, • Tryggingastofnunin, hefur lieitið bænum 12 milljóna lánsfé til sjúkramannvirkja í Reykjavík. Það er því aug- ljóst, að íhaldið getur ekki velt sektinni af aðgerðaleys- inu í sjúkrahúsmálum höf- uðstaðarins yfir á ríkisvald- ið. MAGNÚS FRÁ MEL JÁTAR. í Morgunblaðinu í gær játar Magnús Jónsson frá Mel hrein- skilnislega, að hann hafi með atkvæði sínu komið í veg fyrir að æskulýðsumræður færu fram í útvarpinu, og er það athyglisverð játning frá for- manni Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Það stendur því óhaggað, að ungir sjálfstæðis- menn hindruðu sjálfir, að þess- ar umræður gætu farið fram. Magnús ber það fyrir sig, að umræður um Reykjavík eigi ekki rétt á sér í útvarpinu, og ætti hann eftir því að vera eins á móti umræðum stjórnmála- flokkanna nú fyrir kosningar, en þær miðast eingöngu við Reykjavík. Þá hindruðu sjálfstæðismenn sameiginlegan fund í Ligta- mannaskálanum á þeim grund- velli, að þeir vildu ekki fall- ast á, að hver flokkur fengi fjórðung aðgöngumiða, eins og hinir flokkarnir vildu. Þannig nota þeir hvert hálmstrá til þess að losna við að mæta hin- um félögunum á slíkum fundi. Ungir jafnaðarmenn hafa því reynt allar leiðir til að koma sameiginlegum fundi á. Og með því að draga ákvörðun útvarpsráðs í heila viku, hindr- aði Magnús frá Mel einnig, að fulltrúar æskulýðsfélaganna gætu haldið áfram umræðum sínum um fund, þar til í fyrra- dag. VEITINGAHUSIÐ LAUGA- VEGUR 28 hefur nýlega látið framkvæma gagngerðar end- urbætur á húsakynnum sínum og er staðurinn allur með ný- tízku sniði og mjög hreinleg- ur og smekklegur. Eru þarna franveiddir hvers konar matarréttir, kaffi, smurt brauð og kökur og aðrai' veit- ingar alla daga frá klukkan 8,30 á morgnana til kl. 11,30 á kvöldin. llngkommúnfsfar uppfeknir víð UNGIR KOMMÚNISTAR hafa mikið að gera á morg- uiij að því er þeir sjálfir segja. Þegar fulltrúar æsku- lýðsfélaganna ræddu um aameiginlegan útifund með umræðum um bæjarmál, neituðu kommúnistar alveg oina deginum, sem hægt er að halda slíkan fund við dagsbirtu, en það er sunnu- dagurinn, á þeim forsend- urri, að þeir væru upptekn- ir á þeim tíma við annan fund. Er það* fundur kven- félags kommúnista, og er á þessu auðséð, að Katrín og Nanna gera sér ekki von'um milda sókn, ef þær mega ekki missæaf æskulýðsfylk- ingunni aT fundinum! Fanney leifar nú síldar í Hvalfirði Á SÍÐASTA BÆJARRÁÐS- FUNDI var lagt fram bréf frá borgarstjórn Lissabon, þar sem boðið er til þings höfuðborga í októbermánuði 1950, og bæjar- stjórn Reykjavíkur boðið að senda fulltrúa á þingið. Borgar- stjóra var falið að svara boð- inu. SILDARLEITARSKIPIÐ ,,Fanney“ fór í fyrramorgun inn í Hvalfjörð og sund.in við Reykjavík til þess að leita síld- Veitingasalirnir eru á tveim ar’ en engar fréttir höfðu bor- hæðum. Á neðri hæðinni eru *zt frá henni í gærkveldi. Síð- borð fyrir 24, en á efri hæðinni, degis í gær mun skipið heldur fyrir 40 manns. Sú nýjung er ekM hafa getað leitað neitt þarna í veitingasalnum á neðri vegna óhagstæðs veðurs. hæðinni, að þar afgreiða gest- irnir sig sjálfir við „skenki- borð“, og greiða því ekki þjón- ur verið rekin þarna veitinga- ustugjald. Á efri hæðinni er' staður, en nú er lokið gagn- aftur á móti gengið um beina ' gerðri breytingu á sölunum og eins og tíðkast í flestum mat-1 hafa þeir verið málaðir, búnir BÖluhúsum hér. I nýjum húsgögnum og veggir Það er sameignarfélag sem eru skreyttir íslenzkum lista- stendur að rekstri þessa veit-1 verkum. Allar teikningar og ingastaðar, en forstöðukona er ' skipulag á veitingasölunum Kristín Jónasdóttir frá Öxney. ( hefur Steinar Guðmundsson Um nokkur undanfarin ár hef- verkfræðingur gert. Sfarfið aS sigri á-lisfans! STUÐNINGSMENN A-LISTANS eru eindregið hvatt- ir til þess að gcfa sig fram í skrifstofu listans til starfa að undirbúningi kosninganna. Nú er þörf á fleira fólki en nokkru sinni fyrr. Starfað er af fullum krafti í skrifstof- unni í Alhýðuhúsinu kl. 10—10 . Kosning utan kjörstaðar hafin KOSNING UTAN KJÖRSTAÐA er nú þegar hafin og fer hún fram lijá borgarfógeta í nýja Arnarlivoli kl. 10-12, 2-6 og 20-22 daglega. Mönnum er sérstaklega beni á það, að nú er ekki hægt að kjósa utan lands eða á skipum. KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞYÐFLOKKSINS er nú opin á hverjum degi frá lil. 10—10. Skrifstofan er á annarri hæð í Alþýðuliúsinu (inngangur frá Ingólfstræti), og liggur þar frammi kjörskrá. Símar kosningaskrifstof- unnar eru 5020 og 6724. Flokksmenn cg aðrir stuðnings- menn A-listans eru beðnir um að snúa sér til skrifstof- unnar bæði með fyrirspurnsr um kosningarnar og íil þess að gefa sjálfir ýmsar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.