Alþýðublaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. júní 1950. ALÞYÐUBLAÐIÐ ft FRÆGUS MÁLARI sagði Hiér þá sögu, að eitt sinn, er hann vann að málverki úti á eyðisöndum Sahara, hafi hann séð tröll eitt mikið koma labb- andi um sandinn og stefna til sín. Eflaust mundi slík sjón hafa gert margan frávita af ótta, en Jistamaður þessi lagði frá sér pentskúfana og bjóst til þess að heilsa trölisa með handabandi, en sá þá, sér til mikillar undr- unar, að þetta var aðeins loft- speglunarmynd hans sjálfs. Aldrei hefur rnynd fundizt jafn mikið til um stærð mína, — og smæð, sagði listamaður- inn. Ég segi þessa sögu sem eins- konar formála að dálitlu rabbi um aðra gátu Sahara, sem enn er óráðin; það eru sandöldurn- ar. Sumar þeirra eru. aðeins nókkur fet á hæð, aðrar geta orðið því, sem naest hundrað fet á hæð. Og allar eru þær myndaðar úr sama efni, — sandi eyðimerkurinnar, sand- inum, sem allt grefur og gleyp - ir, jafnvel heilar borgir. Þar á eyðimörkinni, sem stormar eru tíðir, mynda sand- hæðirnar lága og háa samhliða öldugarða með sex til tíu metra víðum gjám á milli. Eru gjár þessar eins og langir, krókóttir gangar, allt eftir því hvernig stormsveiparnir hafa myndað þá í æði sínu. Farir þú um þessi göng, er engu líkara en þú sért á reiki um draugalega fangels- isbyggingu. Það er auðskilið hvað því veldur, að þegnar eyði merkurinnar trúa því statt og stöðugt, að þessir gangar séu að seturstaðir drauga og djöfla. Þá eru sandhljómarnir og trumbuslög sandsins enn óráð- in gáta, en þeirra náttúrufyr- irbæra gætir mest í sandhæð- unum í nánd við Ouargla. Eng- inn veit hvað veldur hinum ieyndardómsfullu trumbuslög- um. Ferðamönnum hefur oft brugðið heldur en ekki illa í brún, er þeir heyrðu þau í fyrsta sinn. Álíta sumir, að Mjóðið myndist við það, að sandur fjúki um strám eða ann an gróður og veki bergmál, ,sem margfaldist í þurru loft- inu í sandgeilunum. Sahara eyðimörkin er að vísu ekki fjölfarinn staður sumar- leyfishópa, en auðveldari er hún orðin yfirferðar heldur en marg an grunar. Áætlunarbifreiðir halda uppi reglubundnum ferð- um milli byggðra staða á eyði- mörkinni, oft á viku hverri. Það var þó fyrst árið 1922, sem vélknúnu farartæki var ekið yfir hana þvera. Slík eyðimerkurferðalög eru farartækjunurn þolrauh mikil. Áætlunarbifreiðirnar eru stærð arbákn, á tólf tvöföldum hjól- um. Þær taka fjölda farþega, virðast geta klifið hæstu sand- öldur og sjaldan kemur það fyr ir, að þær sitji fastar. En ef svo fer, verða allir farþegarnir að stíga úr þeim, vopnast skótl um og moka frá ferlíkinu og ýta því, unz það getur aftur farið frjálst ferða sinna, Miður þægilegt mun sumum finnast að 'títa út um glugga bifreiðarinn- ar, þegar hún er um það bil að nalda fram af brún hárrar sand öldu, og virðist þá sem bver- hnípi blasi við. Ekki er auðvelt að rata um eyðimörkiná, og eru því inn- fæddir leiðsögumenn jafnan ineð í slíkum ferðum. Franska stjórnin hefur látið steypa all- háar, þrístrendar vörður á leið- unum með hálfrar mílu milli- bili, en oft kemur það fyrir, að sandurinn gréfur þær á löngu svæði. Auk þess er eyðimörkin svo öldótt, að óvíða sést frá einni vörðunni til þeirrar EYÐIMÖRKIN SAHARA er ekki slík auðn sem margir hyggja, segir ferðalangurinn P. T. Esterton í bók sinni „Yfir víðar auðnir“ (Across the great Deserts), en grein þessi er útdráttur úr einum kafla þeirrar bókar. Mörgum mun koma það á óvart, að stór ræktuð land- flæmi skuli fyrirfinnast á eyðisöndum „Sahara“ og íbúar þeirra skipta tugum þúsunda, en frá þessu, og ýmsu öðru furðulegu yarðandi Sahara, segir í þessari grein. næstu. Oft má rekja slóðina, vegna þess að ýmislegt dót og drasl, sem þeir, er á undan fóru, hafa kastað „fyrir borð“, varðar leiðina, en bæði er það, að sandbyljirnir eru eltki lengi að færa niðursuðudósir og ann- að slíkt í kaf, og hirðingjarnir telia oft ómaksins vert að hirða slíka hluti. Sandbyljírnir eru ekki að- eins verstu óvinir þeirra, er um eyðimörkina ferðast, heldur og þeirra, sem yfir hana fljúga. Þeir gera sjaldnast boð á und- an sér. Það er ekki alltaf auð- velt, að hækka flugið svo í einni svipan, að komizt verði upp fyrir stormsveipinn; fer því oft svo að flugmaðurinn verður að nauðlenda. Reyndir eyðimerkurflugmenn hafa því jaínan skóflur og nokkra poka meðferðis. Þegar þeir hafa orð ið að nauðlenda, fylla þeir pok- ana sandi og binda þá við stél og vængi vélarinnar, þekja hreyfilinn með þéttum dúk, og leita síðan sjálfir skjóls inni í vélinni, unz bylnum lýkur. Á síðustu áratugum hafa Frakkar lagt á sig mikið erfiði til þess að rannsaka sem bezt þetta yfirráðasvæði sitt og bæta þar samgöngur. Þeir hafa graf- ið þar brunna og ræktað síór svæði, þar sem aðeins var eyði mörkin áður. Nú dreymir þá um járnbraut, er lögð vær.i yfir eyðimörkina þvera. Yrði þá unnt að ferðast í þægilegum eim lestarvögnum alla leiðina frá ströndum Miðjarðarhafsins til Guineflóans. Slíkt ferðalag mundi taka aðeins fjóra eða fimm sólarhringa frá París til Timbuktu, borgarinnar, sem fyrr meir var hjúpuð sagnfrægð og dularfullum ljóma, og var í meðvitund flestra einn sá stað ur, sem óhugsanlegt virtist að ná. Þegar sá draumur er kom- inn í framkvæmd og tveggja þúsund mílna löng járnbraut hefur verið lögð yfir Sahara, hefur manninum tekizt að sigr- ast á einhverjum örðugasta fdr artálma, sem um getur. Verkið er þegar hafið, og er búið að leggja alllanga braut,- arspotta út á eyðimörkina, bæði sunnan frá og norðan, en eftir er að brúa hina eiginlegu sand- auðn. Mun þessi brautargerð erfiðasta verk, sem járnbrauta sérfræðingar hafa glímt við fram að þessu. Ekki þurfa þeir þó að óttast ryðið, versta skað- vald allra járnbrauta; sandur- inn er svo þurr, að þeir telja ó- hætt að nota brautarhlunna úr járni. Birgðir vatns og eldsneyt is fyrir , eimvélar lestanna verða torleyst viðfangsefni; vera má að sá vandi verði leyst ur með því að knýja eimvagn- ana Diesel-rafhreyflum, en þær aflvélar eru sparneytnar á vatn og geysi kraftmiklar. Hvaða kynþættir eru það, sem hafast við á eyðimörk- inni? Ekki eru það aðeins ætt- flokkar Araba eins og margir hyggja, heldur mestmegnis Berbar, en þeir byggðu Norð- ur-Afríku löngu áður en Ar- abar settust þar að. Enginn veit hvaðan sá kynþáttur er sprottinn. Hefur verið álitið af sumum, að þeir væru keltnesk- ir að uppi-una eins og Skotar og írar, og gætir meðal Berba enn mannanafna, er þykja sanna þá tilgátu, eins M‘Tougi, M'Could og M‘Góun. Berbar eru hvítur kynþátt- ur, það er aðeins sólin og hit- inn, sem veldur því að þeir eru svo þeldökkir. Margir þeirra eru Evrópumönnum jafnbiart- ir á hörund, sumir. jafnvel blá- eygir og Ijóshærðir. Aðrir telja bá afkomendur Vandala. ger- manskra manna, er stofnuðu konungsríki á ströndum Norð- ur-Afríku á fimmtu öld. en hurfu síðan úr sögunni svo ger samlega, að slóð þeirra verður ekki rakin eftir það. Berbar kjósa að vera öllum óháðir og berjast alltaf gegn „stjórninni", hver svo sem hún er. Þeir berj ast vegna þess, að þeir unna or ustum og margir þeirra tóku þátt í fyrstu og annari heims- styrjöld. Enda þótt. þeir séu grimmir og djarfir, eru þeir dreng’undaðir á vissan hátt og | ala ekki með sér neina óvild til beirra, sem barizt hafa gegr. þeim i orrustum. Þeir eru Ar- ^ öbum ólíkir um bardagaaðferð- j ir, framkomu við konur og afstöðu til nútíma véltækni. Þeir eru hneigðir fyrir vélar eins og Evrópumenn, en Arab- ar álíta allar vélar gerðar af djöíium. Enda þótt margir ættflokk- ar af Berbakyni búi í tjöldum eins og Arabar, vilja þeir helzt dveljast í húsum. Þeir byggia héil þorp úr leir og grjóti; jafn vel stóra kastala með mörgurn og háum varðturnum. Þessar kastalabyggingar má sjá ails staðar á Norðúr-Sahára, hvar sem vatnsból og gróðurbletti er að finna. Þeir eru gerðir úr eins konar steinlími, útveggir eru ákafle^a þykkir, og á hverri byggingu eru margir og háir turnar og virkissvalir með skot raufum, og er byggingarstiUinn hinn sérkennilegasti. í raun réttri er þarna um víggirtar birgðaskemmur að ræða. Ætt- flokkur, sem lifir hirðingjalífi annað missirið, en situr að bú- um sínum hitt misserið, getur ekki flutt með sér allar sínar eignir og nauðsynjar, sízt af öllu kornbirgðirnar. Hann geym ir þær því í slíkum virkjum og' gæta þeirra hraustir varðmenn á meðan hinir eru á flakkinu með hjarðir sínar. Efnið, sem byggingar þessav eru gerðar úr, er mestmegnis sandi blandinn leirmold. Er því þjappað í veggmót, líkt og þeg ar við gerum veggi úr stein- steypu; það harðnar fljótt í hit anum og ' þar eð loftslagið er þarna ákaflega þurrt allan árs- ins hring, geta bvggingar úr slíku efni staðið langan aldur. Virkisturnarnir eru stundum allt að því 20 metrar á hæð. Þökin eru gerð úr viðarrengl- um, þakinn þurrum reir og þétt með leir. Byggingarnar sjálf- ar eru oít margra hæða, gang- ar með rísandi gólfleti eru not- aðir í stað stiga:; birgðageymsl urnar og búfjárstíurriar eru á neðstu hæðinni, en íbúarnir haf ast við á efri hæðunum. Flestir hyggja að vinjarnar á tíahara ejrðimörkinni séu aðeins litlir gróðurblettir umþverf- is vatnsbólin, vaxnir döðlu- pálmum. Sönnunin er sú, að margar vinjarnar eru þúsund- ir ekra að flatarmáli og íbúar þeirra skipta oft þúsundum. Frá brunnunum liggur kerfi áveitu skurða um vinjarnar, og er vinjunum skipt með lágum flóS görðum í litla akurreiti. Þarna er einkum ræktað hafrar, bygg og mais, en pálmaviður er gróð urseftur meðfram akúrreitun- um til þess að veita forsælu. Vinjarnar eru til orðnar vegna ánna, sem spretta upp í háfjöllum Sahara og renna út í sandinn, sem gleyjxir ósa þejrra að mestu eða öllu leyti, og’ verða vinjabúar að treina sér þann litla vatnsforða, sem þeim tekst að geyma. Vinjarnar eru misstórar; sumar varla svo stórar, að ein fjölskylda geti hafzt þar Við með skepnur sínar. aðrar eru sæmilegt landrými 50 þús. manna. Þar, sem árnar hverfa undir sandinn, mynda sumar þeirra allstór neðanjarðarvötn. Á undanförnum áratugum hafa Frakkar starfað að stórfelldum jarðborunum á þessum svæð- um með góðum árangri. í 4000 feta dýpt hefur víða fundizt Frh. á 11. síðu. Eyðimörkin er lahd hyllinganna — eins og þessi mynd sýnir Ijóslega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.