Alþýðublaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 8
Gerizt ’áskrifendur. Bíi-rn og ungllngsr. Komið og seljið Aifoýðiibiaðiðo Allir vilja kaupa Alþýðublaðið. að AlþýðubSaSinu. ,i A'l'þýðublaðið inn a 'bvert heimili. Iiring-’ ið í síma 4900 og 4906.' Föstudagur 8. september 1950. i Rafmagnsvagn af Alfa Romeo-gerð, Myndin sýnir rafmagnsstrætisvagn af ,.Alfa Romeo“-gerð, eins og bæjarráði hefur borizt tilboð um frá Ítalíu. Bæjarréð hefur fengið tiiboð frá Itðiíu um rafmagnstrætisvagn Rasinsókn, er bærinn hefur látið fram- kvæma, lelðir I Ijós, að rafknúnir vagnar eru heppilegri en bflar með benzfnmótor ---------------------*-------- BÆJARRÁÐJ REYKJAVÍKUE hefur borizt tilboð um raf- magnsstrætisvagna, og er tilboðið frá einni stærstu og þekkt- ustu bifreiðaverksmiðju á Italíu. „Alfa Romeo“. Býðst félagið ti3 þess a'ð senda hingað sérfræðing til ráðuneytis um rekstur vagnanna og uppsetningu línanna fyrir þá, en það er á engan hátt bindandi fyrir bæinn að kaupa vagnana, þótt sérfræðingur- inn verði sendur hingað. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá, bar Magnús Ástmars- son bæjarfulltrúi fram tillögu um það í bæjarstjórninni í vor, að athugaðir yrðu möguleikar á því að stofna hér til reksturs rafknúinna strætisvagna í stað benzínvegnanna, sem nú eru, en eins og kunnugt er gengur rekstur þeirra á hinum mestu ii’éfótum. Eftir að þessi tillaga Magn- úsar var samþykkt í bæjar- stjórninni var Jóni Gauta verk- íræðingi falið að rannsaka möguleika á rekstri rafmagns- strætisvagna hér og gera sam- anburð á rekstri þeirra og strætisvagna með benzínvél eða dieselvél. Hefur hann nú skilað ýtarlegu áliti í málinu og kemst að þeirri niðurstöðu, að rekst- ur rafknúinna strætisvagna taki fram hvort heldur sem um er að ræða strætisvagna með benzínmótor eða dieselmótor. Rafknúnir strætisvagnar bafa á undanförnum árum rutt sér mjög til rúms í borgum er- lendis og þykja á allan hátt pægilegri og betri farartæki en t. d. sporvagnar, — og þykja þeir sérstaklega taka fram bif- reiðum með benzínvélum. í tilboði því, sem bæjarráði hefur nú borizt um rafknúna strætisvagna frá Ítalíu, mun ekki vera getið um ákveðið Verð, enda fer það að sjálfsögðu eftir stærð þeirra vagna, sem kynnu að verða valdir, en bif- reiðaverksmiðjan framleiðir slíka vágna af ýmsum stærðum. Bifreiðar, bæði rafknúnar og m&ö benzínvél, frá „Alfa Ro- meo“ eru kunnar víða í Evrópu, meðal annars heía Svíar fengið rafknúna strætisvagna frá verksmiðjunni, og víðar á Norðurlöndum eru bíiar af ,,Alfa Romeo“ gerð vel þekkK ir. Maður slasast á hendl í Höfnum. ÞAÐ SLYS varð í fyrrinótt í Höfnum, að maður fór með höndina í loftblásara í þurrk- húsi og missti tvo fingur en meiðsli voru á hinum nema þumalfingrinum. Beðið var þegar, er slysið varð, um aðstoð frá Keflavikur flugvelli. Kom læknir þaðau og gerði að meiðslum mannsins, en síðan var hann flutú'.r á lands- spítalann í Reykjavík. Maður- inn heitir Þórður Kristinsson úr Kirkjuvogi. KjöliS koslar nú kr. 17.40. SUMARVERÐ á nýju dilka kjöti hefur nú lækkað enn, og verður það framvegis kr. 17,40 fyrir hvert kg. Heildsöluverð hefur verið á- kveðið kr. 15,00 hvert kg., en áður var það kr. 18,00 og smá- söluverð kr. 20,90. FlupéS nauSlenfl á túnblefti í Keflavík í gæ Tveir menn voro í flngvélinni og sak* aöi ekki, þótt heqnj hvoIfdL Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KEFLAVÍK í gær.. TVEGGJA MANNA FLUGVÉL ÚR REYKAVÍK nauðlenta í dag á litlum túnbletti hér í Keflavík. Rakst hún eftir lend- inguna á girðingu, sem er utan við blettinn, stej'ptist út í urði og nam síðast staðar á hvolfi á milli búsa. Tveir menn voru íi flugvélinni og sakaði hvorugan. Nauðlendingin orsakaðist af: því, að hreyfill flugvélarinnar stöðvaðist skyndilega. Flugvélin er eign Óskars Guð var henni rennt niður á blatt- laugssonar Öldugötu 7 Reykja vík. Var hann sjálfur í flugvél inni og með honum Pétur Pgt- ursson Eskihlíð 13 Reykjav'k. Þeir eru báðir flugmenn. Laust fyrir kl. 6,45 sást héð- an frá Keflavík til flugvélarinn ar inn undir Njarðvíkum. Stefndi hún hingað en flaug lágt. Lækkaði hún svo flugið enn, og þegar hún var komin yfir veginn, sem liggur héðan áleiðis til Reykjavíkur, var hún varla meira en 2—3 metra yfir bifreiðum á veginum. Síðan inn, sem ekki reyndist nógut íangur fyrir lendingarbraut.. Sleit hún girðinguna um leiði og hún steyptist inn á m'.lli: húsanna. Þar sem hún að lokum. staðnæmdist, eru börn oft aði leik, en svo heppilega vildi til„ að þar voru engin, er flugvélinai bar að. Flugvélin er víst furðulítið skemmd, en engin skoðun muni enn hafa farið fram á henhi., og ekki er búið að rannsaka,, hvað olli því, að hreyfillinm stöðvaðist. Verðgæzlusljóri filnefndur. Hækkun rafmagns- ins og heifavalnsins Framhald af 1. síðu. úsar og voru felldar af íhaldinu, en þær hnigu allar í þá átt að draga úr hinni miklu hækkun, sem íhaldið knúði fram á. gjald skránni. Til viðbótar sjálfum raf- magnstaxtanum var samþykkt breyting á heimtaugargjöld- um, 20% hækkun á jarðstrengj um, og inntökugjaldið verður framvegis miðað við rúmmetra- fjölda húsanna í stað fasteigna mats. Loks var samþvkkt heimild til bæjarstjórnarinnar um að hækka rafmagnsverðið á notk- un umfram meðalnotkun í hverj um gjaldskrárlið allt Eð tífallt. Verði þessi heimild notuð, sem ekki er ólíklegt á þeim ?.ím um þegar minnst rafmagn er og mest spennufall, getur þetta orðið drjúgur ábætir á rafmagns verðið. Meðalnotkun á 3 her- bergja íbúð er nú miðuð við 1800 kílówattstundir, en grun- ur leikur á að þetta verði lækk að niður í 1500 kwst., ef heim- ildinni um aukagjald verður beitt. Að minnsta kosti villtist inn á fundinn tillaga um það frá rafmagnsstjóra, sem borgar- stjóri sagði að vísu að hefði aldrei verið ætlunin að bera fram, en þó var tillagan í hönd um Magnúsar Ástmarssonar, og brá borgarstjóra við er Magnús sagði frá henni, en málið mun hafa borið á góma í bæjarráði. Jafnhliða þessari stórfelldu rafmagnshækkun boðaði borg- arstjóri á fundinum í gær, að bæjarbúar mættu vera við því búnir að rafmagnið yrði* af þeim tekið öðru hvoru á næstu þremur árum, þannig að bæn- um yrði skipt í 8 hverfi, og eitt hverfi jafnan tekið úr sam- bandi á dag, þá tíma þegar spennan væri lægst. Sagði hann þó að rafmagnshækkunin væri einn liðurinn í því, að draga úr rafmagnsskortinum, þar eð nú myndi fólk spara svo við sig, að minna SDennufall yrði. Magnús Ástmarsson benti þá á, að vafasamur hagnaður vrði að því fyrir rafveituna, að hækka gjaldskrána svo, að fólk drægi stórlega úr rafmagnsnotk uninni, eins og borgarstjóri teldi að það myndi gera eftir hækkunina. Varðandi hækkun heita vatns ins voru- rök íhaldsins einkum tvenn, að auka þyrfti tekjurn- ar til þess, að standa undir nauð synlegum framkvæmdum og við haldi hitaveitunnar, og í annan stað væri þetta réttlætismál gagnvart þeim; sem enga hita veitu hefðu og verða að kynda með kolum eða olíu. Borgar- stjóri sagði að þetta væri mik ið jafnréttismál, en Guðrón Guðlaugsdóttir tók dýpra í ár- inni og sagði, að það væri mann úðarmál, og þess vegna væri sér ánægja að því að greiða at kvæði með hækkuninni og á þann hátt stuðla að því að „sam ræma kjör almennings í bæn- um“. Jóhanna ^gilsdóttir kvaðst ekki geta tekið undir þessi orð | Guðrúnar og benti á, að hagur VERÐGÆZLUNEFND hefur lagt til við ríkisstjórnina, að Pétri Péturssyni skrifstofu- stjóra Sigtúni 53 verði veitt em bætti verðgæzlustjóra. Einnig hefur nefndin skipað verðlags- dómstóla í öllum kaupstöðum landsins. Verðgæzlunefnd er skipuð sjö mönnum, tilnefndum af stétta samböndunum í landin, en for maður hennar er Jón Sigurðs-: son framkvæmdastjóri Alþýou sambands- íslands. Alþýðublað ið snéri sér til hans í gær c.g innti hann frétta af störfum nefndarinnar. „Nefndin auglýsti í byrjun júlí eftir umsóknum um starf verðgæzlustjóra,“ sagðiJón, „og var umsóknarfrestur ákveðinn til 1. ágúst. En á fundi nefndar innar 5. þessa mánaðar, eða á þriðjudaginn, varð samkomu- lag um að leggja til við ríkis- stjórnina, að Pétri Péturssyni yrði veitt starfið. Ekki er ætlazt til þess í lög- um, að verðgæzlustjórinn fjalli um verðlagsákvarðanir, heldur á hann að hafa eftirlit með því, að verðlagsákvæðum fjárhags- ráðs sé hlýtt, annast allan dag- legan rekstur í sambandi við þeirra, er kynda með' kolum eða olíu myndi lítið lagast, þótt þeir sem nytu hitaveitunnar þyrftu að borga jafnmikið fyr ir hitann og þeir. Fór eins með breytingartil- lögur minnihlutaflokkanna varðandi hækkun hita vatns- ins og rafmagnshækkunina, að þær voru stráfelldar, en tillaga meirihlutans um 55 % hækkun | samþykkt með 8 atkvæðum í- haldsins. Pétur Pétursson. verðlagseftirlitið, vekja athygll fjárhagsráðs á því, ef sams kon- ar eða svipuð vara er löglegas seld með mismunandi verði,, svo að fjárhagsráð geti beint; innkaupum þangað, sem þaiv. eru hagkvæmust, og gera sam- anburð á verðlagi og gæðum ís: lenzkra iðnaðarvara og sams: konar vara, sem hægt er að fá erlendis frá.“ j VERÐLAGSDÓMSTÓLL „Þá hefur verið skipað í verð- iagsdómstóla í öllum kaupstöð um landsins. Eiga þeir aði dæma í verðlagsbrotamálum.. Héraðsdómari á hverjum staðl er formaður dómsins, en einm meðdómari og annar til vara á hverjum stað er skipaður sami kvæmt tilnefningu verðgæzlu nefndar. Verðgæzlunefnd leggur kapp á, að verðlagseftirlitið komist; í betra horf en verið hefur og mun leita samstarfs við ai- menning til að það megi tak* ast“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.