Alþýðublaðið - 29.09.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.09.1951, Blaðsíða 1
w Veðurúííst? Austan og suðausian gola, skúraleiðingar síðdegis. Forustugreiní | Norræn samvinna. XXXII. árgangur. Laugardagur 30. sept. 1951 221. tbl. B r ÍiL í Útvarpsrœða viSskiptamálaráðherrans: ra á að halda áfram! Heildsalinn í viðskiptamálaráð- herrastól telur álagningu ,hóflega' ngja ■ r <1*1 icö?r Ummæli fru Bodil Begtrup sendi- tierra í tilefni af norræna deginum. ----—:-------- í TILEFNI AF NORPiÆNA DEGINUM í dag sneri Al- þýðublaðið sér til sendiherra Dana á íslandi, frú Bodil Begtrup, og bað hana um að láta því í té nokkur orð um það starf, sem dagurinn er helgaður. Varð frúin góðfús- lega við þeirri beiðni og fara orð hennar hér á eítir: „Órjúfandi bönd, snú- ' in úi' þúsund þráðum, tengja hinar norrænu þjóðir. Persónulega og menningarlega, stjórn- málalega og fjárhagslega eru þær hver annarri ná- komnar, og nú í dag vinn ur Norræna félagið glæsi legt og markvíst starf til grundvallar raunhæfum skilningi og náinni sam- vinnu á mörgum sviðum. Norræna félagið hefur sett sér raunhæft mark- mið, og það er mér ein- stök ánægja að fly.tja því kveðjur og árnaðaróskir fjTrir hönd dönsku þjóðarinn- ar á þessum merkisdegi, því að það er trú mín, að einmitt Norræna félagið leggi mikilsverðan skerf til þeirr- ar viðleitni að tengja þjóðir vorar nánum vináttuböndum. Og það er einlæg ósk mín, að það megi sem bezt takast.“ J Bodil Begtrup. Framdi fáheyrt brot á velsæmlsskyldu og hlufleysisskyldu ríkisútvarpsins ------ BJÖRN ÓLAFSSON viðskiptamálaráðherra gerði í útvarpsræðu í gærkveldi skýrslu verðgæzlu- stjóra um verzlunarokrið, síðan verðlagseftirlitið var afnumið, að umtalsefni og virtist litlar áhyggjur hafa út af henni. Taldi hann skýrsluna sýna, að verzlunar- •álagningin væri „yfirleitt hófleg“ nema helzt á svo- kölluðum bátavörum. Dæmin um óhóflega álagningu væru tiltölulega fá og „engin sönnun þess, að ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar hefðu verið rangar, heldur þvert á móti um hitt, að verðlagið leiti nú til jafnvæg- is“. Því verði, sagði hann, hið frjálsa verðlag látið haldast, fyrst um sinn að minnsta kosti. Norrænn dagur haldinn hátíð- Eegur í dag um öll Norðurlönd ------o------ Hans er hvarvetna minnzt með sér- stakri útvarpsdagskrá, helgaðri honum NORRÆNN DAGUR er haldinn hátíðlegur á öllum Norð- urlöndum í dag; og er hans fyrst og fremst minnzt með sér- stakri útvarpsdagskrá. Flytja forsætisráðherrar Norðurlanda allir ávörp í þeirri dagskrá, en að öðru leyti annast norrænu félögin hana hvert í sínu landi. Hér á landi byrjar útvarps- dagskráin, sem helguð er hin- um norræna degi, kl. 20,?0 og flytja forsætisráðherrarnir fyrst ávörp sín í þessari röð: Steingrímur Steinþórsson (ís- land), Erik Eriksen (Danmörk), Uno Hekkonen (Finnland), Einar Gerhardsen (Noregur) og Tage Erlander (Svíþjóð). Þá flytur Stefán Jóh. Stef- ánsson alþingismaður, formað- jir norræna félagsinsj ræðu, Eva Berge óperusöngkona syng ur, Lárus Pálsson leikari les upp kvæði, Kristmann Guð- mundsson rithöfundur flytur frásöguþátt, Til selja í Harð- angri, og að endingu flvtur Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri, ritari norræna fé lagsins, nokkur kveðjuorð. Á milli hinna einstöku dag- skrárliða verður norræn tón- list flutt af grammófónplöt- um. ' Öll var útvarpsræða Björns Ólafssonar viðskiptamálaráð- herra einhliða málflutningur og áróður fyrir ríkisstjórnina og ráðstafanir hennar í verzl- unarmálunum, og gerði hann sig sekan um fá- heyrt brot á hlutleysisskyldu og velsæmisskyldu útvarps- ins. Munu þess engin dæmi, að nokkur ráðherra hafi áð- ur misnotað svo herfilega aðstöðu sína til þess að flytja mál sitt í ríkisútvarpinu. Viðskiptamálaráðherrann skirrðist þess jafnvel ekki að ráðast í útvarpsræðunni á Jón Sigurðsson, fulltrúa Aíþýðusambands íslands í verðgæzlunefnd og formann þeirrar nefndar, sem vitan- lega liafði ekkert Tækifæri til þess að bera þar hönd fyr ir höfuð sér á sama vett- vangi. Brá hann Jóni Sig- urðssyni um „trúnaðarbrot11. þar eð hann hefði látið flokks blaði sínu, Altþýðublaðinu, skýrslu verðgæzlustjóra í té „til pólitískt áróðurs", eins og hann orðaði það. En á hitt minntist hann auðvitað ekki, að neitt trúnaðarbrot hefði verið framið, þó að eitt af stjórnarblöðunum, Tíminn, teldi sér heimilt að birta út- drátt úr skýrslu verðgæzlu- stjóra alveg jafnsnemma og Alþýðublaðið. Verður ekki séð, hvernig rík Framhald á 7. síðu. Hefndarráðstöfun heildsalaráð- herrans Barmar að veita verðgæzlunefnd upplýsingar! JÓN SIGURÐSSON, for- maður verðgæzlunefndar, hefur tjáð Alþýðublaðinu, að verðgæzlustjóri hafi til- kynnt honum bann Björns . Ólafssonar viðskiptamála- ráðherra við því, áð verð- gæzlunefnd fái framvegis nokkrar upplýsingar frá skrifstofu verðgæzlustjóra um verðlagsmál! Er þetta bersýnilega hefndarráðstöfun heildsala- ráðherrans, sprottin af því, að Jón Sigurðsson lét Al- þýðublaðinu í té skýrslurn- ar um verzlunarokrið til birtingar almenningi, eftir að ráðherrann hafði dögum saman legið á þeim og gerl allt, sem hann gat til þess að hindra birtingu þeirra. Fundur boðaður í öryggisráð- inu um olíudeiluna í Iran REUTERSFREGN frá New York í gærkveldi hermir, að öllum fulltrúum í öryggisráði sameinuðu þjóðanna hafi verið tilkynnt, að þeir' skyldu vera við því búnir að mæta fyrirvara- lítið á fundi í ráðinu til þess að ræða olíudeiluna milli fran og Bretlands. Talið var í gærkveldi, að viðræður færu nú fram milli Bretlands og Bandaríkjanna um það, hvernig olíudeilan skyldi lögð fyrir öryggisráðið. Brezka stjórnin hélt í gær*-----------------———----------• nýjan fund um þaö, hvernig snúast skyldi við síðasta til- tæki íranstjórnar, hernámi olíuhreinsunarstöðvarinnar í Abadan og brottrekstri síð- ustu brezku olíusérfræðing- anna þar úr landi. Var búizt við yfirlýsingu brezku stjórn- arinar seint í gævkveldi varð- andi hin nýju viðhorf í þessu alvarlega máli. Framhald á 7. síðu. Uppreisn gegn Peron í Argeniínti í gær! Leysist deila lyfsala og sjúkra samlagsins fyrir mánaðamóf? VERIÐ MUN ENN að reyna að ná samkomulagi í deilunni milli lyfsala og sjúkrasamlagsins út af aug- lýsingu lyfsalanna um fulla greiðslu samlagsmeðlima á lyfjum í lyfjabúðunum. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá í gær átti sjúkra- samlagsstjórnin langar við- ræður við lyfsalana á fimmtudaginn, en ekkert samkomulag náðist þá í deil unni. Hins vegar mun nú á- Framhald á 7. síðu. UTVARPIÐ í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, skýrði frá því í gær, að þar hefði í gærmorgun verið gerð úpp- reisn gegn stjórn Perons, eú hún verið bæld niður er fram á daginn kom. Engar fregnir bárust af þess ari uppreisn aðrar en þær, sem útvarp Perons einræðisherra flutti, en samkvæmt þeim á Peron að hafa skýrt svo frá í ræðu af svölurn forsetahallar innar í Buenos Aires í gær- kveldi, að reynt hefði verið að myrða hann, er hann ætlaði inn í einhverjar herbúðir og uppreisnin, sem stjórnað hefði verið af tveimur uppgjafaher- foringjum, átt upprók sín þar. Peron lýsti yfir því í ræð- unni, að uppreisnin hefði þeg- Framhald á 7. síðu. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.