Alþýðublaðið - 31.10.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikúdágur 31. október 1951 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller ititstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Kosnintialærtlómar frá Bretiandi HIN SÍÐUSTU 'ÁR hafa all- háværar raddir verið uppi um það hér á landi, í sambandi við umræðurnar um endur- skoðun stjórnarskrárinnar, að heppilegt væri og raunar nauð synlegt, að hverfa frá hlutfalls- kosningum til alþingis og skipta landinu í eintóm ein- menningskjördæmi, þar sem sá frambjóðandi væri kosinn, er flest fengi atkvæði. Hefur því verið mjög á lofti haldið, hvílík undur slík breyting á kosningum til alþingis myndi hafa í för með sér hér á landi; hún myndi binda enda á „g’undroðann" í íslenzkum stjómmálum, eins og það er venjulega orðað, útrýma hin- um „mörgu, smáu flokkum“, sem að vísu enginn hefur orðið var við hér á landi, skapa örugg an, samstæðan meirihluta á al- þingi hverju sinni, taka fyrir hinar löngu stjórnarkreppur og trýggja landinu sterka stjórn. Öllum þessum staðhæfing- um til stuðnings hefur svo jafn an verið vitnað í þau fáu lýð- ræðis- og þingræðislönd, sem enn hafa ekki tekið upp hlut- fallskosningar, en byggja stjórnarfar sitt á óhlutbundn- um meirihlutakosningum í ein menningskjördæmum; og hef- ur þá aðallega verið talað um Bretland, sem vegna einmenn ingskjördæma sinna nyti al!s hins góða, sem hér hefur ver- ið lýst, og væri svo blessun- arlega Iaust við allan þann glundroða og vanda, sem hlut- fallskosningar hefðu í för með sér. * Það gæti verið lærdómsríkt fyrir þá, sem sjá stjórnskipun Bretlands í svo rósrauðu ljósi og endilega vilja, að við tökum einmenningskjördæmin upp eft ir þeim, að athuga lítils hátt- ar raunveruleika hins brezka kosningafyrirkomulags, eins og hann hefur reynzt í tvennum kosningum á tæplega tveimur árum, í febrúar 1950 og í vik- unni, sem leið. Rétt er það, að ekki hefur hinum „mörgu, smáu flokk- um“ verið fyrir að fara á þingi Breta eftir þær kosningar. Frjálslyndi flokkurinn hefur vegna einmenningskjördæm- anna malazt niður á milli hinna tveggja stóru flokka í stjórn- málum Breta á okkar dögum, Alþýðuflokksins óg íhalds- flokksins.- En öruggan þing- meirihluta hafa Bretar þrátt fyrir það ekki haft í þessi tvö ár. Meirihluti Alþýðuflokksins var svo veikur eftir kosning- arnar í febrúar 1950, að stjórn hans var naumast starfhæf, enda í stöðugri hættu, svo að hún treystist ekki til þess að halda út nema tæpan þriðjung venjulegs kjörtímabils. Og hvemig er ástandið eftir kosn ingarnar í vikunni, sem leið? Mejrihluti . íhaldsflokksins er hér um bil eins veikur og meiri hluti Alþýðuflokksins var. Churchill hefur að vísu reynt að styrkja hann lítillega með því að leita á náðir þess litla brots, sem eftir er af frjáls- lynda flokknum á þingi Breta; og þó veit enginn, hve lengi stjórn hans fær varizt falli eða treýstir sér til þess að fara með völd við svo nauman meiri- hluta. Hún verður að minnsta kosti ekki miklu starfhæfari en stjórn Alþýðuflokksins var síðustu tvö ár. * Þetta getur nú komið fyrir hjá Bretum, þrátt fyrir þeirra ágæta kosningafyrirkomulag í einmennings kjördæmunum. Þeir hafa sinn „glundroða'* við að berjast engu síður en þær þjóðir, sem við hlutfalls- kosningar búa; í tvennum kosningum í röð hefur þeim ekki tekizt að skapa neinn ör- uggan eða vel starfhæfan þing meirihluta, — þrátt fyrir út- rýmingu „smáflokkanna11; og enginn getur með sanni sagt, að það séu sterkar stjórnir, sem síðustu tvennar kosning- ar hafa skapað á Bretlandi. Það væri máske líka vert ; íhugunar fyrir þá menn hér ; á landi, sem mest hafa dáð j kosningafyrirkomulag Breta og hvatt til þess að taka það jupp hér í stað hlutfal’skosn- ; inganna, að í kosningunum í jvikunni, sem leið, brá svo und arlega við, að sá flokkur, sem , flést atkvæði hlaut, fékk ekki flesta þingmenn! Alþýðuflokk- j urinn fékk nefnilega 13,9 I milljónir atkvæða, en ekki nema 294 þingmenn; en Ihalds flokkurinn, sem fékk ekki | nema 13,7 milljónir atkvæða, i fékk hins vegar 321 þingmann! En máske telja hinir áhuga- I sömu talsmenn brezka kosn I ingafyrirkomulagsins hér á jlandi slíkt réttlæti vera eitt af því, sem hér beri að keppa að við endurskoðun stjórnar- skrárinnar! * Hér hefur nú verið sýnt fram á það með skírskotun til nýlegrar reynslu á Bret- landi, að einmenningskjördæm in eru að vísu líkleg til þess að halda niðri nýjum flokkum og ma’a aðra niður milli hinna tveggja stærstu; en þau eru, þrátt fyrir það, síður en svo einhlít til þess að skapa öruggan þingmeirihluta og sterka stjórn, og sízt af öllu til þess að skapa stjórnarfars- legt jafnrétti og réttlæti. En það mun nú sannast mála, að þeir sem hér á landi tala hæst um nauðsyn þess að hverfa frá h'utfallskosningum og taka upp óhlutbundnar meirihlutakosningar í eintóm- um einmenningskjördæmum að brezkum sið, meini lítið með öllum þeim lofsöng, sem þeir syngja um ágæti slíks kosn- ingafyrirkomulags; og áreið- anlega er það hvorki jafnrétt- ið né réttlætið, sem þeir bera fyrir brjósti. Það er víst engin tilviljun, að það eru framar öllum öðr- um Framsóknarmenn, sem hér á landi prísa hin brezku ein- menningskjördæmi og vilja láta gera þau að fyrirmynd . kosnirtgafyrirkomulagsins hja okkur. Sá flokkur sér fram á jþað, að við hlutfa’lskosningar muni hann fyrr en síðar fara | minnkandi; og því vill hann breyta kosningafyrirkomulag- inu og skipta landinu í ein- tóm einmenningskjördæmi. Hve lengi það myndi nægja til þess að tryggja valdaað- stöðu Framsóknarflokksins hér á landi, er alveg óvíst; það entist frjálslynda flokknum á Englandi ekki lengi til örygg- is í samkeppninni við Alþýðu flokkinn. En allar líkur eru þó til að fyrst um sinn myndi skipting landsins í eintóm ein menningskjördæmi efla báða stærstu flokkana, íhaldsflokk- ana, en veikja verkalýðsflokk ana. Og auðvitað er þetta hin falda „hugsjón“ Framsóknar- flokksins á bak við allan áróð- urinn fyrir hinu brezka kosn- ingafyrirkomulagi. Hitt, sem uppi er látið og Vandað einbýlishús hf| Kjallari, hæð og ris í Silfurtúni TIL SÖLU. Laust eftir samkomulagi. NÝJÁ FASTEIGNASMAN Hafnarstræti 19. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Breyttar fermingarveizlur. — Hvaða gjafir eru gefnar? — Furðulegt tal fjármálaráðherra. HAU STFERMIN GARNAR eru um þessar munclir. Ferm- ingarveizlur hafa nú fengið aiman svip en var um skeið og i var þá oft minnzt á þær í blaða skrifum og talað um þær í út- ; varp. Það mun nú algerlega hafa lagzt niður að hafa vín um hönd í fermingarveizlunum og er bættur skaðinn, því að oft olli j þetta vandræðum. Enn fremur i munu slíkar veizlur nú vera I orðnar einfaldari og lausarí við íburð en var fyrir nokkrum ár- um. FÓLK GEFUR að vísu mynd arlegar gjafir eftir efnum og á- stæðum, en það mun v.arla þekkjast að fermingarbarn fái þrjú armbönd, dýrindis hringi og margs konar skartgripi. Enn helzt sá siður að geía ferming- því er oftast talið til ágætis í samanburði við hlutfallskosn- ingarnar, stenzt ekki gagnrýni á grundvelli reynslunnar. Það sýna þær tvennar kosningar á Englandi, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Skýringin á hlííisemi kommúnista ALÞÝÐUBLAÐEÐ hefur öðru; hvoru undanfarið minnzt á það hógværum orðum, hvað kommúnistar eru einkenni- lega hlífisamir við ríkisstjórn afturhaldsins og bent á, að hinar nýstofnuðu heildsölur . foringja þeirra kunni að eiga einhvern þátt í þeirri af- stöðu. Þjóðviljinn vill auð- vitað ekki gangast við þessu. Hann ræðir málið í forustu- grein sinni í gær og segir, að stjórnarandstaða Alþýðu- flokksins sé lítils virði, þar eð hann taki ekki skilyrðislausa afstöðu með utanríkisstefnu Rússa! Eftir þessa niðurstöðu fer svo kommúnistablaðið mörgum hörðum orðum um Alþýðuflokkinri og hefur állt á hornum sér. ÚT AF FYRIR SIG er þetta sönnun þess, sem Alþýðublað ið hefur löngum sagt, að kommúnistar hafa engan á- huga á stjórnmálabaráttu heimavígstöðvanna. Þeir hugsa um það eitt að vera hár í hala Rússa. Hlýðnisaf- staðan við Rússa krefst meg- inhlutans af efhi því, sem Þjóðviljinn fly'tur dag hvern. Sama er upp á teningnum, ef menn hlusta á málflutning kommúnistaforingjanna á al- þingi. Og nú segir Þjóðvilj- inn skýrt og skorinort, að það sé ekki til neins að taka af- stöðu gegn gengislækkuninni, dýrtíðinni og óstjórninni. Sú afstaða sé einskis virði, ef ekki fylgi skilyrðislaus hlýðni við utanríkisstefnu Rússa. Hún á með öðrum orð um að vera möndull stjórn- málabaráttunnar ú íslandi! ÞAÐ ER Þ AKKARVERT, að Þjóðviljinn skuli gera þessa játningu. Hún er sem sé lík- leg til þess að opna augu ein- hverra þeirra, sem fylgt hafa kommúnistum lindanfarið í þeirri góðu trú. að þeir væru róttækir andstæðipgar íhalds.-f; unar á afstoðu Alþýðuflokks ins. Nú sjá þeir svart á hvítu hvert er eðli þeirra og vinnu- brögð. Þeir sjá ríkisstjórn aft urhaldsins í friði, enda hefur hún g?rt hinar nýstofnuðu heildsölur kommúnistafor- inganna að arðvænlegum fyrirtækjum á kostnað al- mennings í landinu. En Al- þýðuflokkinn rægja þeir og svívirða dag eftir dag. Það- er ekkert' mark takandi á bar- . áttu hans gegn- áfttjtehúidinu af því að hann er.á móti ut- anrikisstefnu Rússa! Alþýð- an á með öðrum orðum að láta sér í léttu rúmi liggja, þó að skorin sé upp herör gegn kjaraskerðingu hennar, ef rússneska kúgunartáknið er ekki borið í broddi fylking- ar. KOMMÚNISTABLAÐINU er ekki of gott að fara ókvæðis- . orðum um baráttu Alþýðu- flokksins gegn núverandi ríkisstjórn. Alþýðublað’ð ætlar sér ekki að elta ólar við þær fjarstæður. En það vill- vekja athygli á þeim, svo að„þjóðin viti af því, hvar :kommúnistar skipa . ,sér í Sveit: Og Alþýð.ublaðið-' mu.n sannarlega ekki. biðja afsöh- ins við einn eða neinn og sízt ,af öllu flokkinn, sem látið hefur undir höfuð leggjast að ræða verzlunarokrið og kpm því ekki í verk við útvarps- umræðurnar á iögunum að taka afstöðu til frumvarps Alþýðuflokksins í verzlunar- málunum. HITT. VÆRI EÐLILEGT, að óbreyttir fylgismenn komm- úriistaflokksins, sem • veitt hafa honum að málum undan fárið -í góðri trú, spyrðu for- arbörnum bækur á fermtnger- daginn og veit ég um pilt, sem fékk 10 fallegar og skemmti- legar bækur á sunnudaginn var. Þar með eignaðist hann í raun og veru heilt bókasafn. ÉG HYGG .LÍKA að varla sé hægt að gefa ungling betri gjöf en góða, fróðlega og sk.emmti- lega bók. Bókin opnar hciium nýjan heim, gefur honum kost á að kynnast fólki, siöum, lönd- um og þjóðfélögum, allt eftir efninu að sjálfsögðu. — Kunn- ingi minn hringdi til mín á jföstudaginn og bað mig uin að segja sér hvaða bók hann ætti að gefa fermingardreng. Þetta átti að vera ný bók, en ekki gömul, því að heimili ferming- arbarnsins er bókaheimili. ÉG FÓR AÐ RIF.ÍA UPP fyr 'ir mér hvað nýlega hefði komið út af bókum eftir ísíenzka höf- unda og ég þurfti ekki lengi að hugsa mig um. Eg svaraði: „Gefðu honum annaðhvoit „Helgafell“ Kristmanns ‘ eða „Ég veit ekki betur“ et'tir Haga lín.“ — Og hann valdi eins og ég hefði líka'valið hefði ég átt aurana. Hann valdi báöar; og það var vel valið. RÆKUR ERU GÓRAR og nytsamar gjafir. Þær vekja gleði og stækka sjóndeildar- hringinn. Hið sama er ekki hægt að segja um ýmsar aðrur gjafir, sem bornar eru fram. SÓLVEIG skrifar: „Það . er tvennt, sem mig langar til að ræða við þig og lesendur dálka þinna.. — Ég hrökk við er ég heyrði Helga Hjörvar segja í þingfréttum eftir . Eysteir.i Jónssyni fjármálaráðherra, að það væri sérstaklega nauðsyn- legt að ,,alþýðustyttirnar“ spör uðu. Hvað meinar maðurinn? Þetta er eins og Björn Ólafsson hefði verið að tala. Eysteiun Fxamh. á 7. síðu. ustumenn hans, hvað valdi hlífisemi þeirra við ríkis- stjórn afturhai'dsins og hvað • til þess köriii, áð þeir béíti sér fyrir . því að stofn a nýj-n r heildsölur á tímum verzlur!- arokursins, þegar Aiþýðú- flokkurinn heyir barátiu fyr- ir því, að sú meinsemd þjóð- félagsins verði skorin burt, Það myndi standa á svöium þeirra. En skýringin fengizt, ef hinir óbreyttu fylgisrnenn sæju það, sem saínast í flokkssjóðinn og vasa ieið- toganna fyrir náð afturhalds stjórriarinnar. - En þsð . sjá á- reiðanléga ekkiméritíl fáir- og Útvaldir. ..;:'Sr>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.