Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.05.1964, Blaðsíða 3
 Soraya, fyrrveraudi keisara- ynja, er byrjuð afí leika í kvik- myndum. Og hún leikur enga lakari en fyrrverandi Ungfr.i Frakkland. Málið er þannig vaxið, að fyrr um Ungfrú Frakkland var eiii sinn eiginkona hins látna Aga Khan, en hann réði yfir um 20 milljónum Múliameðstrúar manna á sinni tíð. Á nú að fara að gera kvikmynd um þenn an þekkta mann. ---------------- Perry Mason er eitt vinsæl- asta sjónvarpsefnið víða um Iðhd, en eins ó gallir vita, er hann ineð þeim ósköpum fædd- ur að tapa aldrei neinu mali. Venjul. er eitt eða fleiri morð í þáttum hans, lögreglan liand tekur grunaðan morðingja, sem svo reynist saklaus af öllu sam an. Lögregluforihginn, sem allt- af bíður lægri hlut, kallast Lie utenant Tragg, og nti eru ýmsir farnir að undrast, hvernig í ósköpunum standa á því, að lög regluforingi, sem handtekur slíkan fjölda saklausra manna, skuli ekki hafa verið rekinn fyrir löngu! Veitingamaður nokkur í Vest ur-Berlín stækkaði nýlega vín- stofuna sína á merkilegan máta, sem vakið hefur miklar via- sældir. Hann varð sér úti um tvær geysistórar vínámum, sem hvor um sig gat rúmað 75.000 lítra — og lét síðan umsmíða þær, svo að úr varð eins konar op inn bar. Hin góða lykt innan / ám'unum gerir gestina vægast sagt þyrsta og hefur þessi ný. breytni mælzt mjög vel fyrir Læknar alls staðar að úr heiminum sitja nú læknaráð stefnu í Geneve í Sviss, og virðast þeir flestii' sammáls um, að tár séu eitt bezta lækni? lyf, sem til sé- Telja þeir, að tár séu gott lyf við magasðri og hjartasjúkdómum, auk þess sem þau eyða þuúglyndi manna. iS--------------------- Nýlegá lézt mjög rík kona í New York, Mrs. Miles, og lét eftir sig 45.000.000 milljónir króna. Erfingi hennar var son ur hennar, Larry, sent er 35 ára að aldri. En eitt skilyrði er þó f erfðaskránni. Hann verð ur þegar að eyða 4500.000 krón um í „óþarfa“, svo að hann verði þess var, að hann hati fengið arf! Og Larry hefur skipulagt eyðslúna. Hann hefur boöið fimm vinum sínum í ferð um Evrópu. Ætla þeir að heim- sækja átta lönd og mun ferðin kosta nákvæntlega 4500.0(10 krónur, eins og segir í erfða- skránni. Margir hér á landi muna eft ir kvartettinum danska „Four Jacks“, sem kom hingað fyrir nokkrum árum ásamt Gitte Hænning. Nú er sá kvartett liC in undir lok, en eiun söngvar. anna, Bent Werther, eða Litli Bent, eins og hann kallast, ætl ar að halda áfram á brautinni einn síns liðs. Hann ætlar þó ekki bara að syngja, heldur er draumur hans að gerast revýu- leikari. Og hann virðist vera á góðri leið með að ná því takmarki, því að sjálfur Stig Lommer vill fá hann til þess að lcika á A. B.C.-leikhúsinu í „Sextase“, en sú revýa hef'ur gengið mánuð- um saman. En hvemig sem Litla Bent gengur, þá má segja að eftlr MYNDINNI að dæma sé hann nú þegar kominn í öfundsverð an félagsskap. Ymislegt mun hægt að veiðs í suðrænum löndum, en þó mun ítalski fiskimaðurinn Gi annino Tagliapietra hafa slegið flest met. Hann vaf að vei; um tvær mílur frá strönd ítal íu og veiddi þar lifandi uxa! — Hann gat komið uxanum í land og fjölskyldan fékk nauta steik þann daginn. Ein nýjasta bandaríska söng stjarnan kallast „Little Eva“, en hún er utig blökkustúíka. Og hún er enn eitt dæmi þess, að hægt er að finna upp „söng stjöfnur" með ýinsu móti. Það hófst á því að Carole King og Gerry Goffin, þekktir bandarískir söngvahöf., le.it- uðu að barnfóstru. Einhver mælti með ungri stúlku, og Vinsælustu barnabækurnar í bánmörku þessa stundina eru eftir unga konu frá Kaup- manhahöfn, Grethe Kfemp, sfeiii sézt hcr á MYNDINNI ásaint syni síhum, Fara. Grethe gaf út fyrir nokkru fyrstu bók sína, Cn varð þó að ganga á milii fjölda útgáfufyrir tækja, þar til blaðaútgefandinn Gunnar Bratvold tók að sér að gefa bókina út. Kallaðist húa „Sagan um litla síld“. Nokkru seinna kom síðan ,,Ný saga uns litla síld.“ Báðar bækurnar urðu metsölubækur og nú er von á þriðju bókinni, og verður hún væntanlega einnig urn „litla síld-“ En Gretlie Kemp er þekkt í Danmörku fyrir fleira en baroa bækur sínat. Hún er mjög góð ur teiknari, og vann eitt sinu fyrir sér með því að teikna í dagblöð. Og hún er einnig þekkt jazz-söngkona, og er m. a. ný komin frá Palestínu, en þangað fór hún I söngferð vakti hún þegar athygli söngva höfundanna vegna þess, að hún söng svo fagurlega fyrit börn- iri. Þeir tóku þvi söng hennar eitt sinn inn á segulband, án hennar vitundar, og létu hljóm plötuframleiðanda heyra söng- inn. Og það endaði með því, að „Little Eva“ hóf himingöngu sína í átt til Stjarnanna. Ástin krefst sinna fórna. Og Cheryl Holdridge varð að færa sina fórn. Lance nokkur Reventlow verð nýlega mjög ástfanginn af henni, og hún af honum. En Cheryl hafði engan tíma til þess að trúlofa sig, hvað þá ineira, því að hú;n retlaði sér að verða kvikmyndaleikkona og átti kost á því glæsilegasta tilboði, sem hún hafði enn þá fengið. En Lánce gaf henni engin grið og lýsti því yfir, að hún yrði að velja milli hans og nýja samningsins. Og hún valdi hann. ----------------- Lögreglan í Liege í Belgíu stöðvaði nýlega mann að nafni Alfred Braun, sem ók á stolnu mótorhjóli. En það kom ekki til af neinu góðu, fullvissaði hann lögregluna um: — „Eg varð að stela hjólinu til þess að komast nógu snemma í rétt inn vegna annars þjófnaðar..! T í M I N N, sunnudagur 3. maí 1964. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.