Tíminn - 12.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.05.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS degisverð. Winston rétti út hönd- ina eftir stóra gullúrinu á borðinu við rámstokkinn, en missti það á gólfið. Honum var mjög annt um úrið og horfði nú á það liggja- á gólfinu án þess að mæla orð af vörum. „Frú Churchill tók það upp‘% sagði sir John, „lagði það við eyra sér og sagði: „Litla hjarta þess berst allákaft". Þetta þótti mér vel sagt.“ Samuel Rosenman dómari, var einn af nánustu stuðningsmönn- um Roosevelt forseta. Hann var einn þeirra gesta, sem ekf.<i gat stillt sig um að skrá á pappír þá reynslu, er hann fékk við helgar- dvöl á Chequers. Rosenman skrif- aði: „Ef til vill getur bréf, sem ég skrifaði heim daginn eftir dvöl- ina, lýst því bezt, enda ég þá ný kominn úr heimsókninni og minn- ingamar þaðan algerlega óbrengl- aðar: „Kæra Dorothy. Chequers er gamalt landssetur, þar sem er hús er byrjáð var að reisa árið 1430 og hefur síðan verið endurbyggt og bætt við það eftir því, sem ald- imar liðu. Nokkrir upphaflegu veggjanna standa enn! Það ligg- ur í um 40 mílna fjarlægð frá Lundúnum í einhverri fegurstu sveit, sem ég hef augum litið. Þú getur verið viss um, að það líkist í engu sumarsetrinu í Maryland- fjöllunum, nema þá hvað snertir fæð baðherbergja .... Mér var boðið í kvöldverð í gærkvöld, og jafnframt var mér boðin næturgisting. Ég kom á til- settum tíma klukkan 7.45. Hina gestina hitti ég þegar, en ekki for- sætisráðherrann. Ég tel sennilegt að hann hafi sofið til að undir- búa sig undir kvöldið. Gestirnir voru hr. Fraser, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, frú Churchill, sem gift er bróður forsætisráðherrans, Cherwell lávarður, efnahags- og skýrslumálaráðgjafi forsætisráð- herrans, frú Sarah Olivier, dóttir forsætisráðherrans og fáeinir aðrir. Klukkan 8.15 var mér vísað upp til að skipta um föt fyrir kvöld- verðinn. Hvað mig snerti, þurfti ég aðeins að fara í hreina skyrtu og setja á mig svart bindi, þar sem ég var i bláu fötunum mínum. En karlmennirnir klæddust kvöld- klæðnaði. Minn hæfði vel, eftir að ég hafði sett upp svart bindi. En forsætisráðherrann minnti mig á forsetann okkar. í rauninni sló hann hann út. Hann kom niður klæddur einum þessara flugmanna samfestinga, sem hafa rennilás frá hálsi og niður úr. Skyrtuflibbinn var ekki festur um háls hans og hann hafði ekkert bindi um h^ls- inn! Eg get bætt því við, að her- bergisþjónninn neyddi mig til að fara í bað .fyrir kvöldverðinn með því að tilkynna mér hátíðlega að; bað mitt væri til reiðu búið. Þaðj var neðst í köldum og súgasömum' ganginum. ískalt var í hverjum einasta hluta hússins, nema maður þrýsti sér upp að arninum, en þá stikn- aði maður í stað þess að frjósa. Við settumst að kvöldverði kl. 9 e.h. . . Kvöldverði lauk kl. 10. Koníaksdrykkju var lokið kl. 10. 30. Mig var farið að langa til að komst í rúmið, enda var ég orðinn þreyttur og var að reyna að sýnast drekka með hinum. Eg hefði get- að sofnað á staðnum. En kl. 10.30 sneri forsætisráð- herrann sér að Söru og spurði; „Hvaða kvikmynd verður í kvöld?‘ Eg hélt mér hefði misheyrzt, en svarið var nógu skýrt — „Eigið heimili,“ — og hún bætti við um leið og hún sneri sér að mér:„Þér skuluð fara í frakkann yðar. Það er kalt niðri í kvikmyndasalnum.“ Eg fór í frakkann. Forsætisráð herran fór í stóran baðslopp og síðan þrömmuðum við öll nið- ur í frystikistuna, þar sem kvik- myndin var sýnd. Þarna voru 30 eða 40 hermenn, sjóliðar, þjón- ustustúlkur, skutilsveinar o.s.frv. alveg eins og í Hvíta húsinu. Við gengum inn í fylkingu. Forsætis- ráðherrann settist niður með viskí og sóta, og ennfremur var glasi þrýst í hönd mína. . . . . Við klöngruðumst niður kl. 12.30. Og nú var ég ekki aðeins syfjaður, heldur einnig kaldur og hungraður Forsætisráðherrann var reglu- lega skemmtilegur. Hann var aðal maðurinn, fór með ljóð og talaði um heima og geima þangað til 78 klukkan 2.15. Þá sneri hann sér| skyndilega að mér og spurði, ’hvað ég mundi setja í fæðuskýrsluna og hvort ég ætlaði að taka ein-| hverja brezka fæðu frá þeim. Síðan fylgdu alvarlegar umræð- ur, sem ég vil ekki þreyta þig á. > Klukkan þrjú stakk einhver (guð blessi hann) upp á að fara í rúm- ið, Forsætisráðherrann virtist hissa á hvað klukkan var orðin' margt, en ég vissi að hann var i ekkert hissa. Bæði Roosevelt og Harry höfðu sagt mér frá þvf, hvernig þetta mundi fara fram, en í þetta skipt- ið var ég fórnardýrið. Einhver bar mig í rúmið, því sjálfur var ég of þreyttur til að geta gengið — og það var dásam-' legt. Það var gott, að ég hélt ekki; jáfram við drykkjuna, annars hefð irðu mátt taka orðið „bar“ bók- ■ staflega. Eg fór á fætuy klukkan 8.30. Klukkan 9.30 fór ég inn til for- sætisráðherrans til að kveðja hann þar sem hann lá í rúminu og snæddi morgunverð. Var hann kát- ur mjög og hinn hressasti. Við ræddum um stríðsglæpi og síðan ók ég til London. Eg ætla að reyna að vinna upp svefnleysið í nótt. Góða nótt og ástarkveðjur. Það^ var alláhrifaríkt að koma til Che-j quers, en guð forði mér frá slíkuj sem daglegu brauði. Eg hefðij ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þessari heimsókn. Þinn Sam.“ Á þeim árum, þegar þýzki loft- herinn var ákveðinn í að þurka Winston Churchill af yfirborði, jarðar, ef unnt væri, fann Clemen; tine upp varúðarráðstöfun, sem til nota gæti komið á tunglskinsbjört- um nóttum, þegar var fullt tungl, en þá kom þýzki flugherinn venju- lega í árásirnar með tvíefldum krafti. , , Hún. lét útbúa „vara Chequers" í Dytchley Park nálægt Wood- stock, norður af Öxnafurðu. Dytc- hley var í eigu Ronald Tree og frúar, en þau voru gamlir vinir þeirra Churchillhjóna. Ronald Tree var þá aðstoðarmaður upp- lýsingamálaráðherrans, Brendan Bracken á þingi. Dytchley var eitt af fegurstu sveitasetrum í Euglandi, reist á sautjándu öld. -Það stóð rétt hjá Bleneheim höll, þar sem Winston hafði fæðzt. Þrjú hinna stóru herbergja á fyrstu hæð stóðu honum til afnota sem skrifstofur — þó að Winston og Clementine dveldu þar aðeins þær nætur, þegar loftárásir voru verstar — en húsið átti eftir að skipa sinn sess í styrjaldarsög- unni. Eitt sinn mælti gestur á Dytc- hley þeim orðum til Winstons: „að hann hefði blásið kjarki í þjóðina. Þá svaraði Winston: „Eg blés eng- um kjarki í þjóðina. Eg gat að- eins sýnt henni fram á að hún bar hann í brjósti.“ Winston og Clementine voru á Dytchley sunnudaginn 11. maí 1944. Skyndilega voru þau ónáðuð í miðri kvikmyndasýningu Marx bræðra. Það var áríðandi símtal við forsætisráðherrann. Það var vinur þeirra, hertoginn af Hamil- ton og hann hafði þær fregnir að færa að Þjóðverji, sem hefði stjórnað eigin flugvél klæddur einkennisbúningi liðsforingja úr þýzka flughernum, hefði varpað sér niður í fallhlif yfir Skotlandi. Eftir að hafa fyrst gefið upp nafn ið Horn, kvaðst maðurinn heita Rudolf Hess, og standa næstur að foringjatign á eftir Hitler. Hann kvaðst hafa varpað sér niður úr 36 heyra ykkur hvert í sínu lagi, sagði Storm. — Ef til vill verð ég auk þess að yfirheyra alla aðra farþega skipsins og áhöfnina auk þess. Eg fer til Finnlands með skipinu og þegar þangað er*komið, fæ ég að- stoð, ef nauðsynlegt er. En til þess að flýta fyrir málinu, vil ég leggja fram nokkrar spurningar að ykkur öllum viðstöddum. Ég verð að fá nokkrar tímaákvarðan ir staðfestar, og þá gæti ef til vill hvert ykkar haft annað að vitni fyrir því, hvar þið voruð á þeim tíma, sem glæpir þessir voru framdir. Storm tók upp pennann og velti honum í hendi sér. — Hér er aðallega um fimm- táu mínútur að ræða, eða nánar tilcekið fyrir klukkan tólf og næstu fimmtán mínútur. Skip- stjóri segist hafa fengið vitneskju um kl. 12 mín. yfir miðnætti. Einhver hafði þá fyrir fáeinum mínútum ráðizt á frú Berg og varpað henni fyrir borð. Þeim brá nokkuð við svo hisp- urslausa og hreinskilna frásögn. Þan höfðu þó greinilega verið við- búin svo válegum tíðindumr og formálsorð Storms höfðu senni- lega sín áhrif, þar sem þau sátu enn þögul og þungbúin, en önd- uðu þungan og hvörfluðu augun- um hvert til annars. Dularfullt bros lék um varir lögreglufulltrúans. Sænski lögreglumaðurinn sat þögull en athugull í horninu, og þótt hann að visu skildi ekki það sem sagt var, renndi hann grun í það, enda gamall í hettunni og orðinn vanur yfirheyrslum. Að minnsta kosti sat hann nú eilítið álútur og virti fyrir sér hópinn með athygli. Liljeström skipstjóri stóð og hallaði sér upp að dyrunum. Hann var sá eini sem ekki sat. Þar sem hann stóð og fylgdist með af spenningi, gat hann ekki varizt þess að hugsa til þeirra með dálítilli illkvittni. Hann gleymdi sínum eigin áhyggjum, en gladdist yfir því, að nú væri sú stund upprunnin, er hulunni yrði svipt af ósómanum. Hann hafði þegar lagt fyrir þau sömu spurningar, sem Ström hafði í hyggju að leggja fyrir þau og þá fengið mjög ófull- nægjandi svör. — Við getum byrjað á yður, sagði Storm og leit á Latvala. — Viljið þér gera svo vel að segja mqr, hvað þér aðhöfðuzt á þess- um tíma. Þ. e. á miðnætti og þangað til fimmtán mínútur yfir. Um leið vil ég leggja áherzlu á, að þetta er opinber lögreglurann- sókn og það er ekki aðeins óvit- urlegt, heldur einnig lagabrot að dylja eitthvað, sem máli skiptir eða segja annað en sannleikann. Þó að Storm virtist vingjarn- legur og enga ógnun væri að merkja í rödd hans, varð Latvala sótrauður í framan. — Ég lá og svaf í koju minni, sagði hann fýlulega. — Getið þér sannað það? - — Það get ég ekki. /— Af hverju ekki? — Kona mín og ég höfðum ká- etu í sameiningu. Eftir að hún . . . hvarf á suðurleiðinni . . . svaf ég þar einn. — Eg skil. Hvenær Iögðuzt þér til hvílu? — Ég held það hafi verið um hálftíuleytið. Eg átti orðaskipti við frú Berg, og eftir að ég fór frá henni. . . Storm hóstaði, og Látvala þagn aði í miðri setningu. Hann hóf brýnnar, en Storm flýtti sér að segja: — Enn eitt — sem ég vil taka fram við ykkur öll. Ég bið ykkur að halda ykkur að þessum ákveðna tíma. Það, sem gerðuð fyrir eða eftir þann tíma, athug- um við síðar. Latvala kinkaði kolli. Storm hripaði niður nokkur orð á papp- írinn. Liljeström stóðst ekki freist inguna, þar sem hann hafði gott tækifæri til að sjá á blaðið hjá lögreglufulltrúanum og kíkti því yfir öxl hans. „Latvala: Svaf. Engin vitni.“ Eftir að hafa lesið þessa stutt-, aralegu athugasemd flýtti hann sér að líta upp í loftið. Hann heyrði Storm spyrja: — Berg verkfræðingur. Hvern- ig var það með yður? Berg var skjótur til svars: — Ég var einnig í káetu minni. Að vísu svaf ég ekki, en las í bók. Ef þér spyrjið, hvort ég geti sann að það, verð ég því miður að svara neitandi. Ég hafði sömu káetu og kona mín, og þar sem það var hún, sem hvarf . . . — Ég skil, greip Storm fram í. Liljeström leit laumulega á blað fulltrúans og sá hann skrifa: „Berg: Einn í káetunni. Engin vitni.“ Skipstjórinn beit á vör, þegar hann sá, að athugasemdin var jafn stutt hinni fyrri. — Lindkvist lögfræðingur, sagði Storm. — Hvar voruð þér? Lindkvist brosti. — Ef þér hefð uð ekki haft þennan formála fyr- ir yfirheyrslunni áðan, mundi ég svara með því að spyrja, hvers vegna þér spyrðuð. Ég þekkti ekki einu sinni frú Berg. Hún var mér alls ókunnug, og ég hafði enga ástæðu til að óska henni neins ills. En hins vegar sé ég ekki ástæðu til að færast undan því að svara ... Storm horfði á Lindkvist og beið svars hinn rólegasti. — Barnum var lokað kl. 24. sagði Lindkvist. — Ég fór út úr honum þá! Ég vildi anda að mér fersku lofti, áður en ég legðist til hvílu og stóð um stund úti á þilfari og reykti sígarettu. Þar var ég enn, þegar allt farganið byrjaði. .. — Sá nokkur til yðar? spurði Strom rólega. — Nei. — Lindkvist varð harð- ur á svip. — Það var dimmt og hvasst. Ég var einn. Storm hripaði enn niður á blaðið fyrir framan sig og Lilje- ström gjóaði augunum á pappír- inn: „Lindkvist: Einn á þilfari. Eng- in vitni.“ Liljeström beit enn á vör. — Má ég þá snúa mér að Jaatinen gjaldkera. Gjaldkerinn leit á Storm og strauk hendinni yfir grátt hárið. Hann svaraði stillilega: — Ég lá og svaf niðri í káetu minni. En ég hefi engin vitni, þar sem Lindkvist klefafélagi minn var uppi á þilfari, eins og hann sagði áðan. — Einmitt. Skipstjórinn sá, að Storm skrifaði: „Jaatinen: Svaf. Engin vitni.“ Storm sneri sér nú að Hiekka, sem sat við gluggann. Sólin skein beint í andlit hennar og hún kipraði saman augun. Sólargeisl- arnir gylltu Ijóst og mikið hár hennar. — Og þér, ungfrú Hiekka? — Ég var einnig gengin til hvílu. Eg var ekki sofnuð, en var ein í klefanum. / — Hafið þér einmennings- klefa. — Nei. Ég hef klefafélaga. — Hvern? — Ungfrú Rask. — Hvar var hún . . . Storm sneri sér skyndilega að Rask. — Afsakið, þér vilduð ef til vill upp- lýsa okkur um það sjálf. Aulikki Rask leit upp, þegar hún heyrði Storm ávarpa sig. Hún sagði yeiklulega: — Ég fékk mér göngu á þil- farinu frammi á. — Einmitt, sagði Storm. — Þér hafið náttúrlega verið að anda að yður fersku lofti. Enga hæðni var að mcrkja í rödd lögreglufulltrúans, en samt sem áður roðnaði ungfrú Aulikki Rask. Hún svaraði ákveðnar en vænta mátti af svo smávaxinni og fín- gerðri stúlku: — Mér skildist, að þér hefðuð aðeins spurt um, hvar ég hefði 14 T í M I N N, þriSjudagur 12. maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.