Tíminn - 16.05.1964, Page 2

Tíminn - 16.05.1964, Page 2
FÖSTUDAGUR, 15. maí. NTB-Stokkhólmi. — Stói- njósnarinn Stig Wennerström sagfíi í réttinum í dag, að hann hafi fyrst njósnað fyrir NATO gegn Sovétríkjunum, síðan geivt njósnari fyrir báða og síð- »~t einungis fyrir Sovétríkin. Dár-ur fcllur í málinu 12. júní '■10 að ísl. tíma. Ákæru- vaWið krefst ævilangrar fang- e'si.vistar. NTB-Kairo. — Krústjoff for- sætisráðherra átti í dag fund með Nasser forseta í bænum Banias við Rauðahaf. Með þeirn þ?* er Abdul Salam Arif, for- seti íraks. NTB-Saigon. — Viet Cong- girr-ruliðar gerðu hermönnum rík* jstjórnar Suður-Vietnam fyr írrét um 50 km. fyrir norðan Saigon í dag og drápu 51 mann. 10 annarra er saknað og 26 særðust. NTB-Washington. — L. B. .Tohnson, forseti Bandaríkjanna mun biðja Bandaríj-jaþing uin að fá að auka hernaðarlega og fiá’-hagslega aðstoð við Suður- Victnam. NTB-Vientiane. — Pathet- T B--hermenn sigruðu í dag bæ- inn Thatom um 145 km. norð- B”'tur af Vientiane. Búist er '■* árás þeirra á bæinn Paksane 11" km. norðaustur af höfuð- ,-'’T-ginni bráðlega. 15.000 ó- J'~iyttir borgarar eru á flótta landsvæði kommúnista fyr- ir norðan Krukkusiéttu. NTB-Róm. — Annar stjórn- a’-flokkanna tveggja á Ítalíu, c/'-ía’istaflokkurinn, yfirvegar r-' að slíta stjórnarsamstarfinn ei’.ihvern tíma í sumar. NTB-París. — Aðalritari mið- órnar sovézka kommúnista- f? kksins, Illihail Suslov, réðist > dag harkalega á kínverska '-"mnuinista á flokksþingi f onska kommúnistaflokksins í S París. NTB-London. — Aukakosn- '"gar fóru frarn í þrem kjör ''■OTim í Bretlandi í gær. — ''mkamannaflokkurinn vann e’tt kjördæmi frá íhaldsflokkn rnn. sem þó er mjög ánægður m3ð úrslitin. NTB-New York. — Willy l>randt, borgarstjóri í V.-Berlín ' iraði í dag við því, sem hann 'mllaði „yfirdrifna þjóðernis- ■-'efnu" í Vestur-Evrópu, því að ’• in gæti haft ægilegar afleið ;-'gar fyrir framtíð Vestur-Evr ónu. NTB-Oslo. — Samningar náð '■st í dag við opinbera starfs menn í Noregi. Gilda þeir fyr 120.000 launþega. Fengu þeir ''ækkun, sem samsvarar upp- færslu um tvo launaflokka. NTB-Tokio. — Forsætisráð 1 erra Japans, Hayato Ikeda. "tti í dag viðræður við Anastas flikojan, varaforsætisráðherra r Sovétríkjanna, sem er í opin. l-erri heimsókn í Japan. >. nmiiiib——i—— i mm Lagt hald á bók- haldið hjá Narfa KJ-Reykjavík, 15, maí. f gær var lagt hald á bókhald útgerðarfyrirtækisins er á togar- ann Nairfa. Var þetta gert sam- kvæmt kröfu Gjáldeyriseftirlits- ins, vegna meintra gjaldeyris- svika. Togarinn Narfi hefur í vetur selt afla sinn á erlendum markaði, og auðvitað fengið greitt fyrir hann í erlendri mynt. Gjaldeyris- eftirlitið telur að óeðlilega lítill gjadeyrir hafi komið til skila, og því farið fram rannsókn á því, hvort farið hafi verið eftir settum regum með gjaldeyrinn. Mál þetta er nú til rannsóknar hjá Saka- dómi Reykjavíkur, og er rannsókn- in enn sem komið er, á algjöru byrjunarstigi. FRUMSÝND GB-Reykjavík, 15. maí. Á annan í hvítasunnu verður óperettan Sardasfurstinnan, eft ir Kálmán, frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu undir stjórn ung- verska hljómsveitarstjórans Ist- ván Szalatsy, sem og er leik- stjóri jafnframt. Annar kraft- ur kemur og frá Ungverja- landi,, söngkonan Tatjana Dub- novsky, sem fer með annað að- alhlutverkið, en mótleikari hennar er Erlingur Vigfússon, sem er nýkominn frá söng- námi í Ítalíu og tekur nú í fyrsta sinn að sér aðalhlutverk hér á landi. Aðrir leikendur í stórum hlutverkum eru: Bessi Bjarnason, Herdís Þorvalds- dóttir, Valur Gíslason, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Guð- mundur Jónsson og Lárus Páls- son. Söngfólk úr Þjóðleikhús- kómum, um 30 talsins, koma fram í sýningunni og einnig hópur dansmeyja úr ballett- skóla leikhússins. mmm "Mmmm köíis Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, er stóð íram eftir s.l. Kappreiðar Hestamannafélagið Fákur efnir til hinna árlegu kappreiða á skeið- ve'llinum við Elliðaáir á annan hvítasunnudag. Keppt verður á 250, 300 og 350 metra sprettfæri, og meðal hesta, sem hleypt verður þarna, er margt gamalla og góðra kappreiðahesta, og ennfremur er þarna margt af nýjum hestum, sem virðast lofa góðu. Keppt verður í naglaboð- hlaupi, og eru þrjár sveitir skráð- ar til leiks, frá Fáki, Sörla í Hafn- arfirði, og Hergi á Kjalarnesþingi. Veðbankinn verður starfræktur svo sem undanfarin ár. Minjagripasýning Á annan í hvítasunnu opnar „Rammagerðin“ sýningu á ís- lenzkum vörum (minjagripum) í Ilafnarstræti 5. Tilgangur sýningarinnar er að kvnna þá fjölbreytni á íslenzkum vorum, sem erlendum ferðamönn um er boðið upp á og enn frem- ur að hvetja til frekari fram- leiðslu í sama tilgangi. Vörur frá 15 fyrirtækjum verða á sýningunni og enn fremur frá fjölmörgum einstaklingum. Sýningin verður opin virka daga frá klukkan 9—22 og á helg- um dögum frá klukkan 14—22. nóttu, varð samkomulag um eftir- talin lágmarksverð á humar, er gildi fyrir humarvertíð 1964. 1. flokkur (ferskur og heill, sem gefur 30 gr. hala og yfir) pr. kg. kr. 12,70. 1. flokkur, slitinn, pr. kg. kr. 51,00. 2. flokkur (smærri, þó ekki und- ir 7 cm hala og brotinn stór) pr. kg. kr. 4,25. 2. flokkur, slitinn, pr. kg. kr. 22,00. Sé humarinn flokkaður af kaup- endum, þá lækkar hver flokkur um kr. 0,30 hvert kg. Verðflokkun samkvæmt framan- rituðu byggist á gæðaflokkun ferskfiskeftirlitsins. Verðið er miðað við að selj- endur afhendi humarinn á flutn- ingstæki við veiðiskipshlið. Reykjavík, 13. maí 1964. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Sigurjón Björnsson skrifar um Gunnar Gunnarsspn skájd I sambandi við 75 ára afmæli Gunnars Gunnarssonar nú á mánudaginn gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs út ritgerð um skáldskap hans eftir Sigurjón Björnsson sálfræðing. Ritgerðin nefnist Leiðin til skáldskapar, Hugleiðingar um upptök og þróun skáldhncigðar Gunnars Gunnars- sonar. Segir á kápusíðu bókarinnar, að ritgerðin fjalli „um eitt veiga- mesta efnisatriði Fjallkirkjunnar eftir Gunnar Gunnarsson: móður- j missinn. Höfundurinn varpar: pýju Ijósi á áhrifin, sem sá at- í burður hafði á þroskaferil Ugga ! Greipssonar, jafnframt því sem i sýnt er fram á, að hliðstæður efn- isþáttur setur mark sitt á öll helztu skáldverk Gunnars, sem eldri eru en Fjallkirkjan“. Rit- gerðin er 109 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda og er 15. bókin í smábókaflokki Menning- arsjóðs. Þá er væntanlegt í haust rit- gerðasafn um Fjallkirkju Gunn- ars Gunnarssonar. Hannes Péturs Framhald á 15. slðu. Yfir 600 þús. kr. íslenzkar gefnar til húss öryrkja Aðils-Kaupmannahöfn, 15. maí. Á aðalfundi styrktarsjóðs ör- yrkja í Danmörku, sem haldinn var í Christiansborg í gær, var samþykkt að veita 100 þús. dansk- ar krónur til styrktar íslenzkum öryrkjum. Er þetta gert, þrátt fyrir ákvæði um að öryrkjasjóð- urinn sé eingöngu til styrktar dönskum öryrkjum. f danska dagblaðinu Börsen stendur í dag, að formaður styrkt- arsjóðsins, fyrrverandi forsætis- ráðherra Viggo Kampmann, hafi rætt málið við íslenzka félags- málaráðherrann, og hann hafi verið á þeirri skoðun, að ekki ætti að hindra samstarf þjóðanna á þessu sviði. Peningamír munu verða notaðir í húsbyggingu yfir styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eða eitthvað þess háttar, en ör- yrkjastarfsemi á fslandi stendur langt að baki þeirri dönsku. Stjórn starfsmannafélags ríkisstofnana endurkosin Á aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana í fyrrakvöld> var Sverrir Júlíusson (Raforkumála- skrifstofunni) endurkjörinn for- maður með 202 atkvæðum. cAxel Benediktsson (Innkaupastofnun ríkisins) hlaut 154 atkvæði. Félagsstjórnin var að öðru leyti endurkjörin lítið breytt, en hún er þannig skipuð: Baldvin Sig- urðsson (Lyfjaverzlun ríkisins), Alþingismenn fara tíl .Noregs TK-Reykjavík, 15. maí. Á morgun fara þrír alþingis- menn, þeir Sigurður Óli Ólafsson, Birgir Finnsson og Eysteinn Jóns son til Noregs og verða fulltrúar Alþingis íslendinga við afmælis- hátíðina í tilefni af 150 ára af- mæli stjórnarskrár Norðmanna. Hátíðahöldin hefjast að morgni þess 17. maí og standa í 3 daga. Einar Ólafsson (Tóbaks- og áfeng isverzlun ríkisins), Helgi Eiríks- son (Skipaútgerð ríkisins), Her- mann Jónsson (Skrifstofu verðlags stjóra), PáU Bergþórsson (Veður- stofu íslands) og Sigurður O. Helgason (Tollstjóraskrifstof- unni). í varastjórn félagsins eru: Ásta Karlsdóttir (Skattstofunni), Garð ar Guðmundsson (Vegamálaskrif- stofunní) og Páll Hafstað (Raf- orkumálaskrifstofunni). Á aðalfundinum í fyrrakvöld voru einnig kjörnir fulltrúar fé- lagsins á þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, en lagabreyt ingum, sem m. a. fela í sér breyt- ingar á stjórnarkjöri í félaginu, var frestað til framhaldsaðalfund- ar. Starfsmannafélag ríkisstofnana er stærsta félagið innan BSRB. Munu félagsmenn nú rúmlega þúsund talsins, starfandi í ýms- um ríkisstofnunum í Reykjavík og víðar. Hafstelnn Aostmann leggur slðustu h5nd á frágang málverka slnna. (Ljósm.: TÍMINN). Hafsteinn Austmann sýnir BÓ-Reykjavík ,15. maí. Hafsteinn Austmann opnar málveirkasýningu í Listamanna- skálanum í dag, laugardag, kl. 4, fyrir boðsgesti, og almenning M. 6. Hafsteinn sýnir 50 olíumálverk og 8 vatnslitamyndir, og eru elztu málverkin frá 1958, en flest miklu yngri eða síðan í fyrra og hittið- fyrra. Þetta er þriðja sérsýning Hafsteins, en hann sýndi fyrst í Listamannaskálanum 1956, þá ný- kominn frá námi í Frakklandi, og síðar 1958. Hafsteinn hefur tekið þát í mörgum samsýningum innan- lands og Norðurlandasýningum í Finnlandi og Danmörku. Hann er nú aðalkennari í vatnslitadeild Myndlistarskólans í Reykjavík. Sýningin verður opin frá kl. 2 til 10 daglega, í tiu daga að lík- indum. 2 TÍMINN, SS. 79Ö4.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.