Tíminn - 23.05.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.05.1964, Blaðsíða 11
SAMEINING ÞÝZKALANDS Framhalri it 7 síðu. okkar um endursameiningu Þýzkalands, ef og þegar tak- ast mætti aS draga úr spenn- unni milli Austurs og Vesturs eins og vonir standa til.“ AÐ LOKUM benti Pell á eina staðreynd, sem virðist orðin ofarlega í hugum ríkis- stjórnarinnar, enda þótt hún hafi ekki verið sett fram op- inberlega. Og svo mikið er víst, að fjölmargir Banda- ríkjamenn utan stjórnar eru sama sinnis. Pell benti á, að „upphróp- uninni um . . . að Vestur- Þýzkaland megi ekki verða fylgiríki Bandarírkjanna, höf- um við fullan rétt til að svara með því, að hafa á henni enda- skipti og segja, að Bandaríkin megi ekki verða fylgiriki Vetur Þýzkalands, þegar ákveðin verður afstaða okkar til Sov- étríkjannna." (Þýtt úr The New York Times). ’SókmennHr að áskorun menntamannanna sex- tíu til Alþingis um að „hlutast til um, að heimild til rekstrar erlendr ar sjónvarpsstöðvar á Keflavíkur- flugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina“. Loks hrekur Þórhallur ýmsar af- sökunarviðbárur, sem hafðar hafa verið uppi af hendi þeiiya, sem vilja láta hermannasjónvarpið ná til umhverfis herstöðvarinnar, þar sem meira en helmingur þjóðarinn ar býr. Þessi bæklingur Þórhallar Vil- mundarsonar er ekki langur, en þar er að minni hyggju saman- þjappað gildustu rökum, sem á ein VINDSÆNGUR kr. 375,— f Póstsendum KJARAKAUP Njálsgötu 112 um stað má fiima gegn þeirri þjóðarhneisu, sem hermannasjón- varpið er, einrátt á íslenzkum heimilum. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að lesa þetta erindi, og grunur minn er sá, að margir þeir, sem dauflega hafa á þessum málum tekið, muni eftir þann lestur finna nokkru meiri hvöt hjá sér til þess að berjast og skipa sér í varnarsveit íslenzks þjóðernis gegn geigvænlegustu hættunni, sem nú situr um það. Mér er það engin launung, að ég tel leyfi það, sem Alþingi og ís- lenzk stjórnarvöld veittu erlendu herliði, sem hér dvelst, til einka- reksturs sjónvarps, sem nær til meirihluta þjóðarinnar, fullkomin þjóðarfjörráð og sviksamlegasta tilræði við íslenzkt þjóðemi og menningararf, sem þjóðinni hefur verið greitt á þessari öld. Dauf eyru Alþingis og rfkisstjómar við hættukalli menntamannanna 60 era svívirða, sem seint verður þveg in af Alþingi því og ríkisstjóm, sem nú situr. Mér er ekki granlaust um, að þessi litli en gagnmerki bækling- ur, þar sem svo gild og sterk varn arrök íslenzks þjóðemis og þjóð- menningar era sett fram, og hætt- an sýnd í svo skörpu Ijósi, muni síðar, þegar afleiðingar-svikaslyss- ins eru komnar betur í Ijós, þykja einn hinn bezti vottur þess, að á stund hættunnar vora þó til menn, sem höfðu augun opin, og flutu ekki sofandi að feigðarósi. Áskoranarmennirnir 60 hófu gagnsóknina í þessari tvísýnú varn arbaráttu. Ef til vill hefur þjóðin aldrei átt eins mikið undir því, að nógu margir fylli nú þann flokk og taki sér þau vopn í hönd, sem duga- Þessi bæklingur er eitt bezta vopnið, sem íslenzka varnarliðið i sjónvarpsmálinu hefur enn í hend- ur fengið. / Andrés Kristjánsson. VÆTA OG HITI Framhald af 12. síSu. hleypt í skurðakerfi Flóaáveitunn ar og er vatnið nú að byrja að renna upp á áveitulandið. Niður- setning í matjurtagarða stendur nú sem hæst og mun víðast hvar verða lokið um næstu helgi. Sauð burður er hafinn fyrir nokkru, svo það er í mörgu að snúast í sveitinni. SEYÐISFJÖRÐUR Framhald af 12. síðu. undum varið til íbúðabygginga. Húsnæðisskortur er mikill hér á Seyðisfirði, og ekki hægt að fá keypt þótt mikið sé í boði. Bygg- ingarframkvæmdir hjá einstakling um era miklar, og ekki undir 30 byggingarlóðum sem úthlutað hef ur verið og byrjað er að byggja á eða í þann mund verið að byrja á. Nýbyggingasvæðið er allt sunn an við ána, utan við spítalann. Nýju götumar þrjár sem fullgerð ar eru heita Miðtún, Múlavegur og Árstígur. — Mikið verkefni bíður okkar þar sem er algjör endurbygging á vatnsveitu staðarins, en það er mjög aðkallandi verkefni. Upp á 9—-10 milljónir króna. Eins og er er vatnið tekið á mörgum stöðum, en eftir tillögum frá verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen er ráðgert að taka vatnið á tveim stöðum fyrir ofan kaupstaðinn. — Vega- og gatnakerfið á Seyð isfirði er búið að sprengja allt utan af sér, og er unnið að lag- færingu á því. í vetur var gerð á 12. hundrað metra löng braut til að taka við þungaumferð af gömlu þröngu götunum, sem ekki þola þá umferð er um þær er. Áður en við föram að hugsa til malbikunar þarf að leysa þetta vandamál með gömlu þröngu göt- umar. Annað hvort með því að breikka þær og endurbæta eða þá gera nýjar þar sem þvi verður við komið. Seyðisfjörður fer held ur illa út úr nýju vegalögunum, því framlag til vega í kaupstöðum er miðað við höfðatölu, og koma því ekki nema um 150 þúsundir í okkar hlut, sem er lítið. T. é. kostaði þessi vegar spotti sem gerð ur var í vetur á milli 5—600 þús- — Úthlutað var Ióðum fyrir tvö ný síldarplön í vetur, og er þar með mest af strandlengju kaup- staðarins úthlutað fyrir athafna- svæði. - Áburðarverksmiðian ÞAKKARÁVÖRP Kæru vinir! Hjartans beztu þakkir fyrir mikla rausn og aðra vin- áttu, mér sýnda þann 8. maí s.l. Jón Gunnlaugsson, Iæknir RAUÐIR OG SVARTIR Framhald af 1. sfðu. málabarátta milli kynþáttanna. Jagan hefur lengi unnið að sjálfstæði B. Guiana, þar sem hann yrði oddamaður. En á s.l. hausti lögðu Bretar fram til- lögu um nýja stjómarskrá, þar sem kynþættimir áttu að fá þingmenn í hlutfalli við fjölda, en það hefði orðið til þess, að blökkumenn hefðu náð völdum. Jagan reyndi að fá stuðning brezka Verkamannaflokksins, en árangurslaust. Og þá hóf Jagan verkfallið og hryðjuverkin, staðráðinn í að koma í veg fyrir, að blökku menn komist til valda. Framhald af 1. síðu. Vilhjálmur Þór, seðlabankastjóri. Stjómarformaður, Pétur Gunn- arsson deildarstjóri, setti fundinn og kannaði lögmæti hans. Fund- inn sátu hluthafar og umboðs- menn þeirra fyrir 98% hlutafjár- ins. Vilhjálmur Þór, seðlabanka- stjóri var kjörinn fundarstjóri og fundarritari Halldór H. Jónsson arkitekt Formaður verksmiðjustjómar, Pétur Gunnarsson flutti skýrslu stjómarinnar um rekstur fyrirtæk isins árið 1963 og hag þess. í árslok 1963 hafði verksmiðj- an starfað í tæp 10 ár og fram- leitt allt 193,560 smálestir kjama. Rekstur ársins var ekki með öllu eðlilegur. Bar tvennt til: — þriggja daga rekstrarstöðvun við spennaskipti, svo og verkfall í tíu daga í desember. Ollu þessi atriði tilfinnanlegu framleiðslutapi. Heildarframleiðsla ársins 1963, varð 20,338 smálestir kjama, en það var 498 smálestum meira, en framleitt var 1962. Meðalfjöldi vinnsludaga allra verksmiðjudeilda, var 338,5 fram leiðsludagar, eða \Vz fleiri en 1962. Heildarorka notuð á árinu nam 127,1 milljón kílówattstunda. Seldar voru á árinu 19,624 smá lestir kjama, og auk þess nokkurt magn ammoníaks, saltpéturssýru og vatnsefnis. Söluverðmæti á framleiðsluvörum verksmiðjunnar nam samtals 57,04 milljónum kr. og var það ea. 2,2 millj. kr. lægra en árið áður. Rekstrarkostnaður hækkaði mið að við fyrra ár um 2,8 milljónir kr., mestmegnis af völdum launa breytinga. Þá skýrði formaður frá því, að þó komastækkun kjama væri ekW orðin að raunveruleika, hefði teWzt að komast yfir erfiðasta hjallann, og stæðu nú vonir til, að innan skamms tíma yrði korn- unardeild verksmiðjunnar komin í lag, og yrði þá hafizt handa xun uppsetningu tækja, til blöndunar á áburði, og á kjarna og kalM. Þá gerði formaður að umtals- efni rekstur Áburðarsölu ríWsins. Árið 1963 var hið annað í röð, sem Áburðarverksmiðjan annaðist rekstur þessarar ríWs- stofnunar. Áburðarinnflutningur nam 26,286 smálestum, eða 4202 smá- lestum meira, en 1962. Kvað hann reynsluna hafa sýnt, að rekstur Áburðarsölunnar í höndum Áburð Elzta og fullkomnasta----------- ALLT A SAMA STAD MÚTORVERKSTÆÐI BÆNDUR OG AÐRIR. Eigum ávallt til á lager endurbyggðar vélar fyrir: WILLYS-JEEP, DODGE, KAISER, GAZ-69, FORD-6—8 cyl. CHEVROLET, FORD-junior o. fl. Það tekur aðeins einn dag að sWpta um vél í bílnum yðar og við kaupum gömlu vélina. ATH.: Við notum aðeins „ORIGINAL" vélahluti til endurbyggingar vélarinnar, t. d. Thomson-vélalegur, Ramco-stimpilhringi, Borg-Wamer ventla o. fl. o. fl. Endurbyggjum allar tegundir benzín og dieselvéla í bifreiðir og landbúnaðarvélar. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118, sími 2-22-40 aœomæaia arverksmiðjunnar, hefði orðið til lækkunar áburðarverði í landinu, í Gufunesi. meðal annars vegna aðstöðunnar Miðað við fyrirkomulag Áburð- arsölunnar áður, hefir rekstur ár- anna 1962 og 1963 gefið hagstæða raun, sem nemur 7,2 milljónum króna, og samsvarar kr. 1200 á hvert býli á landinu, miSað við 6000 býli. Þá skýrði Pétur Gunnarsson frá því, að ákveðið hefði verið að byggja 1000 smálesta anunoníak- geymir í Gufunesi og flytja nú fljótandi ammoniak í því magni, sem á þyrfti að halda til viðbótar eigin ammoníaksframleiðslu, svo að framleiðslugeta verksmiðjunn- ar á kjama verði að fullu nýtt, þrátt fyrir fyrirsjáanlega minnk- andi framleiðslugetu á ammoníaW hjá verksmiðjunni, af völdum orkuskorts á næstu árum. Þá skýrði formaður frá þeim verkfræðilegu athugunum, sem nú standa yfir á vegum verksmiðj unnar, um það á hvern máta yrði hagkvæmast að mæta brýnni þörf fyrir stækkun verksmiðjunnar, og um það hvaða áburðartegundir helzt beri að framleiða í landinu. Er vænzt, að niðurstöður þessara athugana verði fyrir hendi á kom andi hausti. Foimaður gerði að umtalsefni þá gagnrýni, aðra en um koma- stærð, sem fram hefði komið á kjama upp á síðkastið. Kvað hann gagnrýni þessa óverðskuldaða og ekW á rökum reista. Benti hann á að ákvörðun um framleiðslu kjama hefði verið teWn í samráði við fræðimenn á sviði jarðvegs og ræktunarmála og á grandvelli góðrar reynslu hérlendis . af á-. burði, sem inn var fluttur áður en verksmiðjan var byggð, og var nákvæmlega eins efnalega sam- settur og kjami. Enn fremur að tilraunir gerðar hér á landi,, gæfu ekW tilefni til slíks órta um sýr- ingu á jarðvegi, eins og fram virt ist hafa komið. Auk þess yrði kjarna ekW kennt um verri uppskeru í köldu árferði, eins og verið hefur á 2 síðustu árum, og um notkun kalks væri það staðreynd, að ekW lægju fyrir niðurstöður tilrauna um það hvort, hversu miWð eða hvar þörf væri fyrir að bera kalk á rækt- að land, og meðan svo væri gæti verið tvíeggjað, að framleiða hér eingöngu kalkblandaðan áburð, og ^ ekW hvað sízt, þar sem áburðar- kalk væri fyrir hendi til notk- unnar eftir því sem með þyrfti á hverjum stað eftir kringumstæð- um. Sagði formaður það persónu lega skoðun sína að val á áburðar- tegund (kjama) í upphafi, hefði verið rétt. £ Að lokum sagði formaðurinn, að erlendis mundi það talið mikl- um vanda bundið, að reka svo afkastalitla verksmiðju á hag- kvæman hátt. Þó hefði giftusam- lega tekizt til um starfsemina á þeim 10 áram, sem liðin væru síðan rekstur hófst. Góð nýting verksmiðjunnar í heild, hafi orð- ið landbúnaðinum og þjóðinni í heild til blessunar og hagsbóta. Á þessum tímamótum taldi hann höfuð markmið verksmiðjunnar það, að fullnægja áburðarþörf landsins í ríkari mæli, en nú er unnt. Framkvæmdastjóri, Hjálmar Finnsson las því næst upp reikn- inga ársins 1963. Niðurstöður rekstrarreiknings sýna rekstrarhagnað kr. 191,180, 63, sem lagður var í varasjóð. — Skorti þá á rekstrarafkomu ársins kr. 1.785,819,37 til að hægt væri að fullnægja lögákveðnu fram- lagi fyrir árið til varasjóðs. Reikningar ársins voru síðan samþykktir. TÍMINN, laugardaglnn 23. mal 1964 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.