Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÓRl: HALLUR SÍMONARSON Fram-lA 2-3 Alf-Reykjavík Fram og Akranes mætt- ust í 1. deildar keppninni í knattspymu á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Svo fóru leikar, að Skagamenn sigru'öu, skoruðu 3 mörk gegn 2 Fram. Leikurinn var allskemmtilegur og sáust góð titþrif á báða bóga. — Fram náði forystu á 7. mín. f.h. með marki Hallgríms Sceving. Eyleifur Hafsteins- íon jafnaði síðan fyrir Afcra nes og Ríkharður skoraði svo annað mark Akraness fyrir hlé. Grétar Sig. jafn- aði fyrir Fram, 2:2, þegar nokkuð var liðið á s.h. Sig- urmark Akraness skoraði Donni, þegar u. þ. b. 15 mín. voru eftir. — Nú hef- ur Akranes tekið forystu í 1. deild, en annars er stað- an þessi: IA KR Keflav. Þróttur Fram Valur 6:3 2:1 6:5 5:5 7:9 3:6 Brezkir úrvalsmenn koma í boði Þróttar Fyrsta erlenda knattspyrnuheimsóknin á þessu ári er á næstu grösum. N.k. þriSjudags- kvöld er væntanlegt hingað til lands í þoði Þróttar, brezka knattspyrnuliðið Middlesex Wanderers, en það er vel þekkt áhugamannalið. Lið frá Middlesex Wanderers hefur einu sinni áður komið hingað til lands, en það var 1951. Þá lék þetta lið fjóra leiki á fimm dögum, sem var mjög strangt prógram, en eugu að síður vann það alla leikina og skoraði samtals 14 mörk gegn 3. Að þessu sinni Ieikur Middlesex Wanderers 3 leiki og verður sá fyrsti gegn gestgjöfunum miðvikudaginn 3. júní. Því næst leikur hið brezka lið gegn KR, 5 júní og mætir loks liði landsliðsnefndar 8. júní. BOND ■ fyrirliði og þjálfari liðslns. í liði Middlesex Wanderers, sem kemur hingað í næstu viku, eru margir þekktir leikmenn, þótt ekki séu þeir í röðum atvinnumanna. Má t. d. néfna fyrirliða og þjálf- ara liðsins, Bond. Hann er 31 árs og má reyndar segja, að hann sé öllu þekktari sem þjálfari en leik maður. Þegar hinn kunni lands- liðsþjálfari Englands, Walter Wint erboltorn, lét af störfum fyrir nokkru, var Bond einn fjögurra þjálfara, sem komu til greina með að taka við af honum. — Þá má minnast á Miehael Candey, en hann lék með enska Olympíulið- inu á Laugardalsvellinum í fyrra. Hér á eftir fer ágrip af sögu Middlesex Wanderers — en þess má reyndar geta, að lið- ið hefur fellt niður nafnið Middle- sex og kallast The Wanderers, en er nú leitað til leifcmanna víðs- vegar um Bretlandseyjar, en ekki úr nágrenni Lundúna, eins og áð- ur var. Middlesex Wanderers var stofn Framhald á 13. síðu. Valsmenn gáfust upp þegar á móti blés... - og Þróttur sigraði 4:2 oghlaut sín fyrstu stig í 1. deild Alf-Reykjavík, 28. maí Valur og Þróttur mættust á Laugardalsvelli í 1. deildarkeppn- inni á miðvikudagskvöld. — og lieldur óvænt varð það Þróttur, sem hirti bæði stigin, eftir að hafa unnið 41:2. Ekki var lið Þrótt ar neitt sérlega gott í þessum leik, reyndar þurfti þess ekki með, því það var engu líkara en Þrótt ur léki gegn „statistum“ I síðari hálfleik, þar sem Valsmenn voru. Reyndar byrjuðu Valsmenn vel, eins og þeir oftast gera, en þeg- ar líða tók á leikinn fór úthaldið þverrandi og á 10. mín. síðari hálfleiks fengu þeir „knock out“ þegar Þróttur skoraði tvívegis á ódýran máta og náði yfirhöndinni, 3:2. Eftir það urðu hinir örfáu áhorfendur á Laugardalsvelli vitni að leik kattarins (Þróttar) að mús inni (Val). Valsmenn náðu dável saman til að byrja með og á 9. mín. náðu þeir forustu, þegar Reynir Jónsson skoraði fallegt mark eftir send- ingu frá Hermanni. Hermann sendi knöttinn í eyðu á miðjunni og Reynir notfærði sér tækifær- ið út í æsar. Næstu mínúturnar sóttu Valsmenn enn af kappi en höfðu ekki árangur sem erfiði, hvort tveggja var, að þeir voru klaufskir, þegar reka átti enda- hnútinn, og Guttormur í Þróttar- markinu varði vel. Á 21. mín. tókst Þrótti að jafma. Hornspyrna var tekin frá hægri og hættan virtist ekki mikil. En einhvem veginn hrökk knötturinn af Jens í Valsmarkið og staðan var 1:1. Aftur náði Valur forystu á 39. Framhald i 15. sí3u. ★ ENGLAND sigraði Banda ríkin í landsleik í knattspyrnu í New York í gær með 10:0 og er það mesti sigur Englands síðan 1947, er England vann Portúgal í Lissabon 10:0. í leiknum gegn Bandaríkjunum léku allir varamenn enska landsliðsins, sem nú er á leið til Rio í Brazilíu, þar sem það mun leika gegn Argentínu, Brazilíu og Portúgal. Liðið var þannig skipað: Banks (Leicest- er), Cohen (Fulham), Thom- son (Wolves), Bailey (Charl- ton), Norman (Tottenham). Flowers (Wolves), Paine (SouthamptQiil,. Huut Liverp.l, Pickering (Everton), Eastham (Arsenal) og Thompson (Liv. erpool. — f fyrri hálfleik stóð 3:0 og rétt fyrir lilé meiddist Eastham og kom Charlton (Manch. Utd.) í lians stað. — Breyttist Ieibur Englands þá til hins betra, því Charltori hrærði miskunnarlaust í banda rísku vörninni, og sjö urðu mörkin í hálfleiknum. Hunt skoraði fjögur mörk í leikn- um, Pickering 3, en hann -á- samt Bailey léku nú í fyrsta sinn í enska landsliðinu, Charl ton og Paine eitt hvor, og eitt var sjálfsmark. Þetta var 51. landsleifcur Charlton fyrir England og hefur hann skorað 33 mörk í þeim — eða þrernur mörkum meira, en nokkur annar enskur landsliðsmaður. -k SOVÉTRÍKIN sigruðu Sví- þjóð á miðvikudag í síðari leik landanna í Evrópukeppni lands Iiða með 3:1 og kemst því í undanúrslit í keppninni, sem verður háð á Spáni. Sovétríkin leika við Danmörku og Ung- verjaland við Spán. Þrír af traustustu leikmönnum sænska landsliðsins urðu að tilkynna forföll á síðustu stundu, þar á meðal tveir, sem léku í Norðurlandaliðinu á dög unum. Þetta er fyrsti tapleik- ur sænska landsliðsins síðan haustið 1962, er Norðmenn sigruðu það óvænt. í Gauta- borg. ★ ÍTALSKA liðið Inter, Mil- an, sigraði í fyrsta skipti í Evrópukeppninni í knatt-” spyrnu, þegar það vann Real Madrid með 3:1 í úrslitaleikn- um í Vín á miðvikudag. 73 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem sjónvarpað var til 18 landa. Real sótti mun meir, en ítalska liðið sýndi frábæran varnarleik og skoraði síðan mörk sín í leiftursnöggum unn hlaupum, en þriðja markið var þó hrein gjöf Santamaria. miðvarðar Real. Tveir leikmenn Real, fyrirliðinn Gento' og de Stefano léku í sjöunda skipti til úrslita í keppninni, en eins og kunnugt er sigraði Real í fimm fyrstu skiptin. Á sunnu- dag leikur Inter síðasta leik sinn í ítölsku deildakeppninni Framh. á bls. 15 eftir Friðrik Ólafsson 4. umferð. Úrslit í þessari umferð voru birt í blaðinu í gær. — f 4. umferð voru tefldar nokkrar ágætar skákir, og ber þar einna hæst viðureign þeirra Portisch og Stein. Stein fórnaði peði í byrjun. inni til að skapa sér sóknarfæri, en Portisch var að þessu sinni vel á verði og lét andstæðinginn ekki villa um fyrir sér. Eftir nokkrar örvæntingarfullai tilraunir af hendi Stein til að flækja taflið sá hann loksins sína sæng upp reidda og gafst upp. — Það virðast ekki allir vera eins lánsamir og Tal. Hv.: Portisch. Sv.: Stein. Kóngs-indversk vöirn. 1. d4. Rf6 2. c4, c5 3. d5, d6 4. Rc3, g6 5. e4, Bg7 6. Rf3, o—o 7. Be2, e5 8. Bg5 (Þessi leikur er upphaflega kom- inn frá Petrosjan, en Portisch er i rauninni að brydda upp á nýrri hugmynd.) 8. —, h6 9. Bd2 (í kerfi Petrosjan hefði framhald- ið orðið eitthvað á þessa leið: S. Bh4, g5 10. Bg3. Rh5 o.s.frv.) 9. —, Rh5 (Stein hyggur á aðgerðir á kóngs- vængnum og Portisch býr sig undir að mæta þeim.) 10. Dcl, Kb7 (?) (Kóngurinn stendur betur á g8 en h7. Svartur hefði því átt að láta til skarar skríða strax og leika 10. —, Rf4.) 11. h4 (Þessi leikur sannar okkur, að svarta kóngsstaðan er alls ekki traust. Um leið og svarti riddar- inn víkur af h5-reitnum, getur bvítur hafið sókn með h4—h5 o.s. frv.) 11. —, Rf4? , (Þessi atlaga er varla tímabær,! eins og fljótlega kemur í ljós. i Reyna mátti 11. —, Rd7 12. g4. i Rf4 12. Bxf4, exf4 13. Dxf4, Re5.) 12. Bxf4, exf4 13. Dxf4, f5 : (Möguleikar svarts virðast góðii fljótt á litið.) 14. Dd2, fxe4 15. Rxe4, De7 16. Bd3 (Nú fer veikleiki peðsins á g6 að koma óþægilega í Ijés). 16. —, Bg4 (16. — Bf5 gæti hvítur einfald-j lega svarað með 17. o-o-o, Bxc4i 18. Hhel og vinnur manninn aftur með yfirburða stöðu.) 17. ojo-o, Bxf3 18. gxf3, Rd7 19. f4, Df7 (Á þessu stigi málsins hefur Steln verið farið að renna grun í, hvert stefndi og han gerir nú sitt ýtr- asta til að flækja stöðuna. Por- tisch minnugur skákarinnar við Tal lætur hins vegar ekki glepj- asf.) 20. h5, Dxf4 21. hxg6f, Kg8 22. DxD, HxD 23. Rxd6, Re5 24. b3, Hxf2 25. Bc2, b6 26. Rf5 cSvartur er nú algjörlega glataður og aðeins kraftaverk gæti bjargað honum). 26. —, b5 27. Hdel, Hae8. 28. c6 (Hótar nú 29. d7 ásamt 30. Rxg7) 28. —, Bf6 29. cxb5 (í slíkrj stöðu er um að gera að taka hlutunum með ró.) 29. —, h5 30. Ilhgl, Hxf5 (Að réttu lagi hefði svartur getað gefizt upp hér, en hann lifir enn- þá í voninni.) 31. Bxf5 Kg7 32. d7, Hd8 33. Hc4, h4, Hgdl, Rf3 35. He8, Bg5f 36. Kbl, Rd4 37. , Bh3, Kxg6 38. Hgl Svartur gafst j upp. f 3. umferðinni áttu þeir Darga og Pachman stutta en skemmti- lega jafnteflisskák. | Hv.: Darga. Sv.: Pachman. Griinfelds-vöm. 1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, d5 4. Bf4, Bg7 5. e3, c5 6. dxc5, Da5 7. cxd5 (Betra er 7 Db3, o-o 8. Db5.) 7 —, Rxd5 8. Dxd5, Bxc3f 9. bxc3, Dxc3 10. Ke2, Dxal 11. Be5, Dcl 12. Bxh8, Be6 13. Dxb7, Dc2f 14. Kel, Dclt jafntefli með þrá- skák. — Geta má þess, að sams konar skák var tefld árið 1954 i Búkarest. Þeir, sem þar áttust '7ið voru tékknesku stórmeistar- arnir Filip og Pachman. T í M 1 N N, föstudagur, 29. maí 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.