Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.05.1964, Blaðsíða 13
STJÓRNARSKRÁIN Framhald af 9. síðu. mætti segja, enda er það þýfingarmesta stofnun lands- ins, eins og Alþingi hjá okk- ur. Á frjálsu vali Stórþings- manna byggist að sjálfsögðu lýðræði þeirra og þingræði, sem svo glæsilega hefur gefizt norsku þjóðinni. — En eru nokkrar merkar fréttir af öðrum efnum í Nor- egi núna? — Þetta var nú aðeins skyndiferð, og flest snerist að sjálfsögðu um hátíðahöldin, en margt bar samt fyrir augu og eyru(j sem fróðlegt var að kynn ast. Ut í það fer ég þó ekki að sinni, enda á ég eftir að vinna úr ýmsum upplýsingum eins og gengur. En ég get þó sagt það til viðbótar, að ég sannfærðist enn betur um það í ferðinni, sem ég taldi mig raunar vita áður, að við getum margt af Norðmönnum lært í stjórnar- háttum, og vil ég nú aðeins nefna það eitt af mörgu, hve Norðmenn gera skynsamlegar og öflugar ráðstafanir til jafn vægis í byggð landsins, eins og við tökum til orða hér á landi. Norðmenn virðast ráðnir í því að byggja land sitt allt og hika ekki við að gera nauðsyn legar ráðstafanir til þess að svo megi verða, sagði Eysteinn Jónsson að lokum. Bændur Tveir drengir óska eftir að komast í sveit. Eru 11 og 14 ára. Vanir sveit. Upplýsingar á Laugaveg 158, Ragnar Guðbjartsson. TIL SÖLU er 4ra herb. íbúð í Högunum. Félagsmenn hafa forkaupsrétt, lögum samkvæmt. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. BERCO BERCO BELTIOG BELTAHIUTIR Á ALLAR BELTAVÉLAR Höfum á lager og pöntun til skjótrar afgreiÖslu hin viðurkenndu BERCO belti og beltahluti, svo sem keðjur, skó, rúllur, drifhjól, framhjól, og fleira. belti og beltahlutir er við- urkennd úrvalsvara, sem hefur sannað ágæti sitt við íslenzkar aðstæður undan- farin 4 ár. EINKAUMBOÐ á íslandi fyrir Bertoni & Cotti verksmiðjumar Almenna verzlunarfélagið h/f Laugavegi 168. . Símar 10199 & 10101 i...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.