Tíminn - 14.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS eina heigi í næði á Chequerssetr inu. Á ieið þeirra þangað, var bifreiðinni snúið af leið til Ux- bridge, Beaconsfield og Ayles- bury, þar sem allir íbúarnir söfn uðust sa.nan til að taka á móti þeim. í Uxbridge lá við að æstur múgurinn rifi þau út úr bifreið inni, enda hafði fólkið beðið þeirra meira en tvær stundir. Fólkið þyrptist að til að taka í hönd þeirra, og um tíma var nær ógerlegt að halda áfram förinni. Winston var spurður, hvort hann vildi snúa aftur. ,,Nei, haldið áfram“, var svarið og áfram var haldið. Hann stóð á fætur og veifaði hattinum, en á meðan sat Clemen tine í sæti sínu og veifaði til mann fjöldans. Skyndilega .rak mannfjöldinn upp allsherjaröskur og ruddist á- fram. Einhver þreif jafnvel vind ilinn úr hendi Winstons. Winston ljómaði . .þau vissu þegar úr- slitin í Uxbridge! Þegar bifreiðin stanzaði til að hann gæti sagt fáein orð, mælti hann: „Það var ekki að minni ósk, að kosningar þessar yrðu haldn ar, en okkur er nauðsynlegt að leita eftir vilja fólksins við og við, Guð blessi ykkur öll, hvar í flokki sem þið annars standið." Bifreiðin hólt áfram förinni' til High Wycombe. þar sem 15000 manns biðu fyrir utan Hótel Rauða Ljónið, þar sem Disareli hélt fyrstu stjórnmálaræðu sína sem frambjóðandi fyrir Wycombe árið 1832. Winston púaði nýjan vindil. ,,Hvar talaði Disraeli?“, spurði hann. Honum var sýndur staðurinn. Hann gekk inn í hótelið, klifraðist léttilega út um svefnherbergis- gíugga og eftir steinbrík, þangað til hann stóð við höfuð stóra ljóns ins, en þar hafði Disraeli staðið fyrrum. Af óskeikulli dómgreind sinni vissi Clementine, að stærsta ósk fólksins er sneri heim úr her- þjónustu í styrjaldarlokin, svo og þeirra er misst höfðu eignir sínar í sprengjuárásunum, væri heimili. Hún talaði um þetta við Winston og varaði hann við. Með þetta í huga, talaði hann til mannfjöldans í Wycombe á þessa leið: „Við verðum að eignast heimili. Hálf milljón ungra manna vilja ganga í hjónaband og hálf milljón ungra kvenna, sem vilja eignast hálfa milljón barna, til að byrja með. Það væri hræðilegt ef brezki kyn þátturinn hætti að tímgast eðli- iega. Eg mun gera allt, sem í mannlegu valdi stendur, ef mér vexður falið það vald, til að koma upp hámarksfjölda húsa á lág- markstíma. Og ef skrifstofubákn, hringir eðá einkasölur standa í vegi fyrir okkur, munum við ryðjast í gegn um allt slrkt án þess að skeyta því nokkuð, á sama hátt og her deildir okkar hafa flykkzt yfir stórfljót og traustar varnir óvin- anna. Eg mun fara í snögga ferð tíl Berlínar til að hitta þar Truman og Stalín. Vegna þess að kosning ar standa yfir, og þar sem ég hefi engan rétt til að ætla, að ég muni ná endurkjöri, að mér muni veit- ast sá ncíður, að verða fulltrúi þjóðar minnar — þá sagði ég við samstarfsmann minn Atlee: ,,Komdu með mér sem vinur og ráðgjafi" og hann svaraði: „Já, það mun ég gera“. Eg get ekki gert mér í hugar- lund að hvaða leyti við gætum verið á öndverðri skoðun. Nú hef ég frétt mér til mikillar furðu, að hann muni ekki hafa þar frjálsar hendur, að her manns sé á bak við hann sem segi honum fyrir um, hvað hann eigi að gera. Við veiðum að geta talað með traustan grundvöll undir fótum, og hver sem talar, verður að tala í nafni þjóðar sinnar.“ Eftir helgardvölina á Chequers hófst þúsund mílna för þeirra. Þetta var óformleg för vin- margs pílagríms. Alls staðar, þar sem mannfjöldinn safnaðist í kringum þau, stönzuðu Churchill- hjónin til að „rabba“ við fólkið. Sarah var með í förinni. Þau voru þegar orðin klukku- stund'á eftir áætlun, þegar eilefu ára gamall bæklaður drengur hoppaði á hækjum sínum næstum fyrir bílinn. Um ieið og Clementine kom’ auga á drenginn skipaði hún bif reiðarstjóranum að stanza. Bifreið in rann upp að hlið drengsins, þar sem hann stóð rjóður og æst ur. Hann þrýsti stórum blóm- vendi í hendur Clementine og spurði siðan feimnislega, hvort forsætisráðherrann vildi gefa hon um eiginhandaráritun sína. Win- ston dró lindarpenna úr brjóstvasa sínum og drengurinn, sem hét Roy Clarke rétti þá stoltur á svip fram mynd af sér. Winston setti hana á hné sér og skrifaði á blaðið, sem límt var við myndina af Roy: j„Winston S. Churchill.“ | „Hefurðu misst fótinn af völd j um slyss?“, spurði Clementine, Roy ! svaraði, að hann hefði verið lam aður frá fæðingu. ,,Það var mikil ógæfa1-, sagði Clementine. „Hefui allt venð gert, sem unnt! er? Nýtur hann góðrar hjúkrun ar?“ spurði hún móður drengs ins, sém nú stóð við hlið hans. Clementine brosti við drengnum og sagði: „Þú hefur heyrt um Roosevelt forseta. Hann fékk sama sjúkdórrf' og þú og samt sem áður sigraðist hann á sjúkdómnum. Hvenær sem þú fyllist leiða yfir því, sem bagar þig, skaltu hugsa um þann mikla mann.“ Nú hafði fjöldi nágranna og vina safnazt saman umhverfis bif reiðina, en áður en Winston gaf skipun um að halda áfram, bað hann Roy að standa á fótbretti bifreiðarinnar, svo að unnt væri að Ijósmynda þá saman. Fyrsta dag ferðarinnar óku þau í gegnum miðlöndin — Rugby, Leamington, Warwick, Coventry, Birmingham — þau stönzuðu um það bil fimmtán sinnum daglega og Winston, Clementine og Sarah ræddu við eins marga og kostur var á. Næsta dag lögðu þau af 105 stað til Leeds, Halifax, Bradford, Preston og héldu síðan áfram til Glasgow og Edinborgar. Sérstök lest fylgdi þeim eftir á meðan á för þeirra stóð. Þau sváfu í iestinni og í henni hélt Winston áfram opinberum störf um sínum. Ferðin reyndi mjög á líkamskrafta hans, enda . bættust stjórnarstörfin ofan á langar veg ferðir og ræðugerð, svo að hann vann alltaf til miðnættis og oft langt fram á.nótt. Clementine veitti því athygli, hve óþolinmæði og gremja Win- stons óx með hvefjum deginwfn sem leið nær kosningum. Honum gramdist, vegna þess að hann taldi illa valinn tímann til að gera hlé á styrjaldaraðgerðum. Winston sendi kjósendum sín- um varnaðarorð: ,,Við verðum að endurreisa land okkar. 3. septem ber 1939 hófum við hetjulega krossferð fyrir frelsi og réttlæti. Þessu erfiða verkefni okkar er enn ekki lokið. Við eigum enn eftir að sigrast á Japönum, að starfa með banda mönnum okkar að tryggja að sigurinn sé grundvöllur að varan legum friði, að endurreisa land okkar. Þar sem ég hélt að þjóðin þyrfti að standa sameinuð um Spónlagning Spónlagning og veggklæðning Húsgögn og innréttingar Ármúla 20 Sími 32400 12 ur hún ergileg. Hefurðu tekið eft ir því að þú sérð rústirnar úr þessum glugga? Hann hafði vonað að hún gleymdi spurningum sínum, en það dugði ekki. Hún stóð og spennti greipar um brjóstið og sagði með titrandi röddu: — Ég .vil vita það og þú verður að segja mér það Brett. Ég get ekki haldið svona áfram — ég fæ ekkert að vita um sjálfa mig. Það er eins og að vera lokuð inni í dimmum, loftlausum skáp! Hvers vegna vildi hún ekki að ég fengi einn af hvolpunum hennar? Hann hafði ætlað að draga — Vildi ÉG láta lóga honum, vegna þess að ég nennti ekki að gefa mér tíma til að hjúkra hon- um? Hún virtist hvorki reið né særð, heldur alveg skilningsvana um þetta. — Þú hafðir góðar og gildar ástæður fyrir því, Tracy. Þetta var rétt áður en þú trúlofaðist Mark og þú varst í sífelldum veizlum. Það var mjög skiljanlegt. En það hafði ekki verið skiljan- legt þá, hugsaði hann mjög undr- andi er hann uppgötvaði að hann varði Tracy gegn henni sjálfri. Það var næsta ótrúlegt og fárán- HULIN F0RTÍÐ MARGARET FERGUSON gluggatjöldin fyrir, en nú hætti hann við það og gekk hægt til hennar. Svipurinn á andliti henn- ar | og tónblærinn gerði hann hræddan. Hún var í þann veginn að fá alvarlegt áfall og'hann var nógu skilningsgóður til að vita hvers vegna. — Vertu ekki hrædd sagði hann rólega. — Auðvitað skal ég segja þér það. Það var ósköp lítil- fjörlegt. Þú áttir einu sinni hund fyrir nokkrum árum . . . Hann varð fyrir bíl og rifbrotnaði og fótbrotnaði. Dýralæknirinn sagði að hann mundi ná sér að fullu, ef vel væri annazt um hann. En þú . . . ja, þú varst mjög upptekin um þessar mundir og fannst þú ekki hafa tíma til að hugsa um hann, þess vegna vildir þú láta lóga honum. Nan sem er fanatísk þegar dýr eiga í hlut vildi ekki samþykkja það. Hún annaðist hann unz hann var orðinn frískur og gaf hann þá vinkonu sinni. Það var allt og sumt, Tracy. Nan gerði of mikið úr þessu, vegna sinnar niiklu ástar á öllum skepn- um. — Sagði ég . . .það? skaut Tracy inn í, og botnaði hvorki upp né niður. legt. Það gat ómögulega verið nokkuð áfall fyrir hana að komast að því hvernig hún hafði komið fram, hún var að sjálfsögðu sama manneskjan þótt hún hefði misst minnið. Hún sá fyrir sér augna- ráð litla hvolpsins, þegar hann hafði horft biðjandi og hjálpar- vana á hana og rödd hans varð kuldalegri. — Það var að minnsta kosti þetta sem gerðist. Og það er ástæð an til þess, að Nan kærir sig ekki um að gefa þér neinn af hvolpum Betsýar, ef eitthvað svipað kynni að koma fyrir. En nú verð ég að fara fram og ná í bakkann. Þegar hann hafði lokað dyrun- um að baki sér sneri Tracy sér að glugganum og starði út án þess að sjá nokkuð. Hún fékk hjartslátt af skelfingu, þegar hún sá einhverja veru koma í ljós úti í garðinum. Það liðu nokkrar sek- úndur áður en henni varð ljóst að þetta var mynd hennar sjálfr- ar, er speglaðist í rúðunni. En þótt hún skildi missýninguna þá varð hún samt að grípa um stól til að hníga ekki niður. Það var eitthvað ógnandi við þessa veru, sem horfði á hana. Hún var eins og ókunnug vera, sem væri lokuð úti í nóttinni og reyndi í örvænt- ingu að komast inn í húsið . .. — Halló! Er þér sama þótt ég komi þessa leið . . .? Eitt voðalegt andartak hélt Tra cy að það væri hennar eigin spegil mynd, sem talað hefði, svo greip hún andann á lofti, þegar hún uppgötvaði að önnur kona hafði ýtt upp frönsku gluggunum og kom inn. — Ó! Halló. Nei, komið þér bara inn. Hin eru að hita kaffið. Gesturinn var kona sem virti Tracy fyrir sér með augljósri for- vitni. Hún var klædd í hvíta ullar- peysu og dökkgrænt pils. En samt færði hún eitthvað lifandi og lit- ríkt með sér inn í herbergið eins og hún hefði verið klædd í rautt eða appelsínugult. Kannski var það dökkt glansandi hárið og stóru ljómandi augum. Skyndi- lega hrökk hún við. — Hamingjan góða! Það ert þú Tracy! Æ, elskan, þú verður að fyrirgefa, hvað ég er treggáfuð, en þú ert vissulega talsvert breytt. En það er gaman að þú skulir vera komin heim heil á húfi. Hún rétti fram báðar hendur og Tracy neyddist til að taka um þær. — Já, ég er Tracy. Mér er Ijóst að ég hef breytzt harla mikið. Hún dró aftur að sér hendurnar. — Má ekki bjóða þér sæti? spurði hún kurteislega og hin konan leit hvasst á hana. — Tracy, hvað á þetta að þýða? Þú talar eins og þú hafir aldrei á ævinni séð mig fyrr. Ég er Len- ora! — Mér þykir það mjög leiðin- legt, ef ég virðist kjánaleg. Má bjóða þér sígarettu? Tracy rétti fram litla silfurskrínið. —- En ég er hrædd um að ég . . . ég muni alls ekki eftir þér. — Manstu ekki eftir mér? Lenora tók sígarettu og stakk milli varanna, en tók hana fljótt aftur. — Áttu við að þetta svo- kallaða minnisleysi . . . ég meina að þú hafir ekki fengið minnið enn? — Einmítt. Ég er sjálf aðeins að byrja að venjast því, en það er verra fyrir annað fólk .Og það fær mig til að finnast ég svo heimsk og kjánaleg þegar svona kemur fyrir, að ég þekki ekki aft- ur fólk — sem ég á að þekkja mjög vel. — Nan sagði mér að þú hefðir ekki fengið minnið aftur, en ein- hverra hluta vegna gat ég ekki al- mennilega fest trúnað á það, það virtist einhvern veginn svo fjar- stæðukennt. Lenora kveikti í sígar ettunni. Já þá er líklega bezt að ég kynni mig. Ég er Lenora Crayne, gamall og mjög góður vinur fjölskyldunnar. Auk þess var ég brúðarmær við giftinguna þína, ég var í ferskjugulum kjól með rós í hárinu. — Þú hlýtur að hafa verið mjög falleg í því! Tracy, kveikti sér líka í sígarettu til að hafa eitthvað milli handanna. — Ekki eins falleg og brúður- in! ÞÚ og Mark voru glæsilegt par, þó að allir héldu fram á síð- ustu stundu að það yrði . . . nú jæja, en brúðkaupið vakti mikla athygli í Avebury. Hún blés reykj- arhringum upp í loftið. — Ég geri ekki ráð fyrir að þú hafir hitt Mark enn? — Nei. Tracy velti fyrir sér, hvað stúlkan hefði verið komin á fremsta hlunn með að segja, þeg ar hún gerði smá hlé á máli sínu. — Hann kemur heim eftir mán uð, er það ekki? Jæja, þú hlýtur að þekkja hann aftur eftir lýsingu fjöldskyldunnar og af myndum, svo að þér þarf ekki að líða mjög ónotalega. Eitt andartak kom illgirnisleg- ur glampi í augu Lenoru. Tracy drap rólega í sígarettunni. — Minnisleysið er ekki ævar- andi, skal ég segja þér — ég er viss um að ég hef fengið minnið aftur löngu áður en Mark kemur heim. Læknarnir segja það geti gerzt á fáeinum sekúndum, bara þegar eftirköstin eftir taugaáfallið hverfa. Þarna kemur Brett. Lenora sneri höfði og leit ástúð lega á Brett sem kom inn með þungan silfurbakka með bollum í höndunum. — Velkomin heim, Brett. Var ekki allt í lagi þótt ég kæmi inn frá garðinum? — Sæl, Lenora. Auðvitað var það í lagi. Hann setti bakkann frá sér á borðið og leit á þær til skiptis. 14 T f M 1 N N, sunnudanur 14. iúní 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.