Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1964, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS Mörflvægust hinna sérstöku rannsöknaraðferða í sambandi við flogaveiki er hin svonefnda EEG- aðferQ, sem er elektronisk. Hún er algerlega sársaukalaus, eins og sjá má á myndinni af litlu stúlk- unni hér að neðan, sem er þarna til rannsóknar á barnasjúkrahús- inu Filadelfia í Dianalund. Með þessari nýtízkulegu aðferð er hægt að leita uppi þær heila- frumur, sem sjúkar eru og skrá viðbrögð þeirra á sérstök línurit. Er þannig hægt að fylgjast með sjúkdóminum. ★ Þúsundir manna leyna því, að þeir þjást af flogaveiki, enda þóít sjúkdómurinn hafi verið þekktur í 4000 ár. En h\ers vegna? \ ★ Vegna þess, að hinn frumstæði ótti og hjátrú miðaldanna lifir enn meðal mannanna í nútímaþjóðfélaginu. Hvað er flogaveiki? Aðeins íáir [ geta svarað þessari spurningu á ' réttan veg. Flestir setja eitthvað óhugnanlegt og óeðlilegt í sam- band við sjúkdóminn og flestir sem þjást af honum reyna að ieyna þvL En hvers vegna? Svar- ið verður e. L v. ekki gefið í þess ari stuttn frásögn, en a. m. k. varpar hún nokkru Ijósi á hin margvíslegu vandamál, sem sjúk- dúminum eru samfara. TaTÍð er, að um 25 þúsundir manna í Danmörku gangi með | sjúkdóminn. Aðeins fáein þúsund ! sjúklinganna gera ekki tilraun til að leyna honum. Langflestir reyna | að fara með hann í felur af ótta ! við viðbrögð samborgaranna. — Þessi ótti er allt of mikill segja forsvarsmenn danska félagsins, sem hefur það að markmiði að styðja þá, sem þjást af flogaveiki. Þeir segja, að fyrsta skilyrðið til þess að gera þennan sjúkdóm bærilegan sé, að sjúklingurinn sjálfur viðurkenni sjúkdóm sinn og reyni ekki að leyna honum. Að öðrum lcosti muni flogaveikin ná tökum á öllu lífi sjúklingsins og eyðileggja tilveru hans. Það er enginn vafi á því að flogaveikisjúklingar eru settir hjá í mörgum þjóðfélögum og horn haft í síðu þeirra. Þessi ómann- úðlegu viðbrögð, jafnt í skólum sem á vinnustöðum og hjá hinu op inbera, stafa að mestu af van- vizku um sjúkdóminn, segja sér- fræðingarnir dönsku. Það eru sjálfsagt ekki margir, sem til dæmis vita, að aðeins brot af sjúkdóminum á skylt við and- lega vankanta eða geðveilu, en flestir líta á flogaveikisjúklinga eins og geðbilaða menn. Til eru margs konar afbrigði af sjúkdóm- inum, en aðalflokkarnir eru þrír BiilllP Á FÁTT er nú mcira minnzt í heimsfréttunum en dómana vfir Nelson Mandela og félögum hans og hafa myndir birzt af þjóð- frelsishetjunni, Svörtu Akurliljunni, í blöðum víðs vegar um heim. En það er ekki einungis Mandela, sem á ömurlegar stund- ir með sinn lífstíðardóm. Dómur yfir annarri manneskja var kveð- ínn upp um leið, þ. e. hinni ungu og fallegu konu hans, sem ef til vill á ekki eftir að sjá mann sinn nema gegnurn fangelsisrimlana. Hér að ofan birtum við mynd af henni, sem tekin var, er hun gekk út úr réttarsalnum f Pretoria á dögunum, eftir að hafa hlýtt á fullnaðardóminn yfir manni sínum. Hún heitir Winnie Mandcla. Grand Mal, sem er alvarlegasta tegundin, Petit Mal, sú næst væg asta og svo það sem kallað er Automatismer. Orðið Epilepsi, flogaveiki þýðir nánast „kast“ og á rætur að rekja til truflana í heilanum, sem t. d. geta átt sér stað á fóstur- skeiðinu t. d. ef fóstur verður fyrir höggi eða öðru slysi. í öðrum tilfellum er orsökin enn þá óþekkt sýking á vissum heilafrumum, sem m. a. getur stað ið í sambandi við röng efnaskipti. Því ógæfusama fólki, sem þjáist af þessum sjúkdómi má segja til hughreystingar að mörg stórmenni sögunnar hafa verið flogaveik og ekki farið varhluta af heimsku og fáfræði samborgaranna af þeim sökum. Júlíus Cecar, Napoleon, Byron lávarður, Nobel og Dostojevsky voru t. d. flogaveikir. Talið er, að hægt sé að lækna flogaveiki í einum þriðja tilfella. Einum fjórða hluta er aðeins hægt að hjálpa lítið, en fyrir afganginú þ. e. um 2/5 eru batahorfur mikl- ar. í Danmörku hefur.verið kom- ið á fót sérstökum stofnunum fyr ir flogaveikisjúklinga og svo er í mörgum öðrum löndum. Þar starfa læknar, sem hafa það takmark að ná yfirhöndinni yfir þessum ömurlega sjúkdómi, en til þess að svo verði verða allir að -leggjast á eitt, sjúklingurinn sjálf ur, foreldrar, kennarar, atvinnu- rekendur og hið opinbera. r>io peKKio visi ou manninn á myndunum. Þetta er hinn þekkti hetjuleikari, Oharlton Heston, sem hyggst nú festa á tjaldið sögu Michelangelos, e- kvikmyndatakan þegar byrjuð. Eins og sjá má á annarri mynd anna, hefur leikarinn látið sér vaxa alskegg til að fá sem eðli legastan svin í kvikmvndinni. e.r mynain xeiun a oiaoa- mannafundi og stendur leikar- inn við hliðina á líkani af einu leiksviðinu. Hin myndin er tekin af hon um á Mount Altiissimo í einu atriði kvikmyndarinnar og ber Heston þar túrban, sem gerir hann líkan öðrum Lawrance oí Arabia. VAR ÞAÐ EINUNGIS DRAPFYSN? Búizt er við, að í lok þessa mán aðar komi hin umtalaða Warr- en-skýrsla um morðið á Kennedy, Bandaríkjaforseta, fyrir almenn- ingssjónir, og verður það umfangs mesta skýrsla sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þótt efni skýrslunnar sé enn í heild á huldu, þykjast þó margir vissir um niðurstöðu Warren- nefndarinnar, þ. e., að Harry Lee Oswald sé einn sekur um forseta morðið. Þó segja sumir að skýrslan verði til að styðja þá mjög útbreiddu skoðun, að Os- wald hafi einungis haft sjúk- lega drápslöngun, hafi viljað drepa, ekki aðeins forsetann, held ur hvaða aðra þekkta persónu sem var. Fylgismenn þessarar skoðun- ar segja, að í augum Oswalds hafi Kennedy aðeins verið eftir- sóknarvert skotmark, sem full- nægði drápsfýsn hans. Taka verður fram, að fylgis- menn þessarar skoðunar hafa úti- lokað alla aðra en Oswald sem hugsanlega morðingja. Til stuðnings skoðun sinni minna þessir menn á skotárás Os- walds á Edwin Walker, hershöfð- ingja, í Dallas í apríl í íyrra. Póli- tísk sjónarmið Walkers eru alveg gagnstæð skoðunum Kennedys heitins og hvernig má það þá vera, ef pólitískar skoðanir lágu að baki skotárásinni á Kennedy, að Oswald skyldi líka gera árás á Walker? spyrja hinir sömu menn Svarið hafa áhangendur framan- greindrar spurningar á reiðum höndum: Báðir þessir menn voru frægir, en svo óheppnir að lenda báðir innan skotmáls riffils Os- walds. í viðtali við Dallas Morn- ing News í síðustu viku sagði ekkja Oswalds, að maður hennar hefði ekki hatað Kennedy forseta n'é Conally ríkisstjóra. „En hann langaði til að verða mikil skytta“, bætti hún við. En hvað svo sem er um þessar og þvílíkar bollaleggingar er það víst, að Warren-skýrslan mun vekja mikla athygli, enda hefur hennar verið beðið með mikilli óþreyju. Marina Oswald HVAÐ ER FLOGAVEIKE? TlMINN, sunnudaginn 21. Iúní 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.