Alþýðublaðið - 22.03.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1953, Blaðsíða 4
i ALÞÝÐUBLABEÐ Sunnuclagiim 22. marz 1953 Útgefan&i; Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Hannrbal Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttavtjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- greiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskiiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Saga um kaup og leigu FRÉTT ALÞYÐU BLAÐSINS nm söluna á húsi íandshafnar- innar í Njarðvíkum. hefur vak- ið mikla athygli og orðið til jþess, að stjórn landshafnarinn- ar rejmir að bera blak af ríkis- stjórninni með yfirlýsingu, þar ssm frétt Alþýðublaðsins er mótmælt, þó að hún sé samtím is staðfest í öllum atriðum, sem snáli skipta! Stjórn landshafn- arinnar skýrir frá því, að lengi hafi staðið til að reyna að selja umrætt hús og hreppsnefnd Njarðvíkur verið boðinn for- Scaupsréttur. Hins vegar hafi enginn kaupandi fengizt fyrr en Karvel Ögmundsson sá aum ur á samfélaginu og keypti hús ið m að leigja það fyrir sömu fjárupphæð á hilfu öðru ári og kaupverðinu nemur! Yfirlýsing landshafnarstjórn árinnar er ekki nógu greini- lega orðuð. Þar er lögð of mik- S1 áherzla á aukaatriðin á kostn að' aðalatriðanna. Alþýðublaðið Vill því rifja upp sögu þessa máls með þeim Ieiðréttingum, sem fram haf'a komið og engin ástæða er til að vefengja. 1 * ’ Hús þetta mun upphaflega fiafa kostað 260 þúsundir króna. Notagildi þess reyndist minna en til stóð upphaflega, þar eð stjórnarvöldin hafa dregið landshafnargerðina í Njarðvík- um á langinn eins og svo margt annað. Húsið var leigt út, en tekjurnar, sem þannig fengust, Voru litlar og stopular. Vildi landshafnarstjórnin því losa eig við húsið, en kaupandi að því fékkst ekki með þeim kjör- um, sem upp voru sett, en sam kvæmt þeim átti söluverðið að vera 180 þúsundir. f desember 3951 veitir svo Ólafur Thors leyfi til að selia húsið fyrir áminnzta upphæð eftir að Kar- vel hefur gefið kost á að Scaupa það, en hann situr í stjórn landshafnarinnar og var því raunverulega að selja sjálf um sér. Síðan er gengið frá kaupunum eftir áramótin 1952. Nokkrum mánuðum síðar leig- ir svo Karvel félagsmálaráðu- neytinu húsið með slíkum kjör um, að leigan í hálft annað ár mun nema kaupverðinu, sem kvað eiga að greiðast á tíu árum! Þetta er saga málsins í stór- um dráttum. Hún sýnir, að Karvel Ögmundsson hefur kunnað að notfæra sér dyggi- lega tækifæri til 'f járöflunar á kostnað ríkisins. Hafnarmála- ráðuneytið leyfir sölu á húsi fyrir 180 þúsundir, enda þótt kostnaðar«a,rð þess væri á sín- um tíma 260 þúsundir. Nokkr- um mánuðum síðar tekur svo félagsmálaráðuneytið sama hús á leigu fyrir 120 þúsuncþr á ári. Það má því með sanni segja, að vinstri hönd ríkis- stjórnarinnar veit ekki, hvað sú hægri gerir. * Nú liggur í augum uppi, að nauðsyn er á húsakcsti fyrir verkamenn, ef einhvern tíma verður unnið af alvöru að lands hafnargerðinni í Njarðvíkum. Maður getur því hugsað sér, að þetta sögufræga hús verði keypt aftur eða tekið á leigu vegna þarfa landshafnarinnar, svo að þetta er í meira lagi björgulegt fyrirtæki frá sjón- armiði Karvels Ögmundssonar, en hlutur stjórnarvaldanna þeim mun lakari. Landshafn- arstjórnin mun halda því fram, að hún hafi ekki getað notfært sér leigumöguleikana á borð við Karvel. Maður, sem situr í stjórn landshafnarinnar, sér með öðrum orðum engin ráð til þess að koma eign hennar í verð. En þegar hún er komin á hans hendur, þá er húsið orðið slíkt gróðafyrirtæki sem raun ber vitni. Þetta er enn eitt dæmið um ráðsmennsku ríkisstjórnarinn- ar. Fjármunum almennings er ausið út af ábyrgðarleysi og skorti á allri framsýni. Síðan er eignin, sem til var stofnað, fengin einstaklingi í hendur fyrir miklum mun lægra verð en upphaflegi kostnaðurinn nam. Einstaklingurinn getur svo gert úr henni stórgróðafyr- irtæki vegna viðskipta við sama aðilann og lét eignina af hendi við hann! Auðvitað er það ekki tilviljun, að Karvel Ögmunós- son gekk seint á árinu 1951 inn í kai:p, sem ekki hafði fengizt aðili að fj-rr á sama ári og árið áður. Hann hefur fundið pen- ingályktina af r.yju við- horíum á Suðurnesjum. En skyldi það vera tilviljun, að hún barst ekki að vitum lands- hafnarstjórnarinnar og ráða- mannanna í hvíta húsinu við Lækjartorg? Póiitísk kjötkveSjuhálíó. Kjötkveðjuhátíðin í Mainz, höfuðborginni í RJheinland — Pfalz, sem haldin er, þegar fastan gengur í garð ár hvert, þjónar pólitískum tilgangi. Þetta virðist spaugilegt tiltæki í fljótu bragði, en á bak við er ærin alvara. Hér sést Johannes Hoffmann, forsætisráðherrann í Saar, riðandi á gallíska han- anum. Frakkar munu eiga auðvelt með að skilja, hver á sneiðina. Trygve Lie berst fyrir afnsnti rælahalds og ánauðar TRYGVIE LIE, aðalforstjóri ir SÞ. Ein af fyrstu tillögum Sameinuðu þjóðanna hefur aðalforstjórans er, að rann- lagt fram nolckrar ákveðnar sóknum verði haldið áfram, til tillögur, sem miða að því að af þess, að hægt sé að gera sér nema með öllu þrælahald, þræla fulla grein fyrir hve vandamál sölu og hvers konar ánauð ið er umfangsmikið. Ef ríkis- manna í heiminum. Tillögur stjórnir skyldu neita að veita þessar eru bornar fram í umbeðnar upplýsingar, leggur skýrslu aðalforstjórans, sem aðalforstjórinn til. að Efnahags lögð verður fyrir Efnahags og og félagsmálaráðið bjóði þeim félagsmálaráð SÞ (ECOSOC), sömu ríkisstjórnum að gera at sem kemur saman til fundar hugasemdir við, eða skýra upp þann 31. þ. m. í aðalstöðvum lýsingar þeim viðkomandi, sem bandalagsins í New York. | fengizt hafa frá öðrum heimild Skýrsla aðalforstjórans ber um. með sér, að þrátt fyrir alþjóða •samvinnu, sem hófst á þessu ALÞJOÐASAMÞYKKT, SEM sviði snemma á 19. öld, á margs EKKI DUGÐI. konar ánauð sér stað í heimin Alþjóðasamþykkt, sem mið- um og raunverulegt þrælahald aði að því, að þrælahald yrði viðgengst enn þann dag i dag. með öllu afnumið í heiminum Algengasta ánauðin, sem vitað var samþykkt á vegum þjóða- er um. eru skuldafjötrar, ólaun bandalagsins árið 192fJ. En þar uð vinnumennska og barna- sem ekki virðist, að sú sa'<i- þrælkun. Skýrslan nær eklci til þykkt hafi komið að gagni í nauðungarvinnu á vegum ríkis þau 27 ár, sem hún hefur verið stjórna, en það er mál, sem hef í gildi, leggur aðalforstjórinn ur verið tekið til sérstakrar til, að ráðið láti endurskoða al- rannsóknar og meðferðar af þjóðasamþykktina og um leið, nefnd, sem Efnahags og félags hvort rétt væri að fela Samein málaráðið skipaði í þeim til- _________________________ gangi einum. uðu þjóðunum eftirlit með, að samþykktinni yrði framfylgt, er hún hefur verið endurskoð- uð. Tekið er fram í skýrslunni, að ekki muni ráðlegt að feía SÞ eftirlit með framkvæmdum alþjóðasamþykktarinnar gegn þrælahaldi nema að henni verði breytt til batnaðar. ÝMSAR TILLÖGUR AÐ- ALFORSTJÓRANS. Meðal þeirra tillagna, sem að alforstjórinn ber fram í skýrslu sinni, er sú, að strangt eftir lit verði haft með framkvæmd um alþjóðasamþybkta, sem gerðar kynnu að verða um af nám þrælahalds. Hann leggur t. d. til, að gerðar verði stað- bundnar ráðstafanir til að af nema þrælahald og ánauð með tilliti til aðstæðna á hverjum stað. Það er t. d. greinilegt, að sömu ráðstafanir geta ekki átt við í Austurlöndum sem Af ríku. Loks bendir skýrsla aðalfor- stjórans á leiðir, sem ríkis- stjórnir geti farið til að afnema þrælahald á eigin spýtur og hvaða aðstoð Sameinuðu þjóð irnar gætu veitt þeim í þeim tii gangi. Aíþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar heldur FÉLAGSFUND næstkomandi þriðjudag í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Margir ræ'ðumenn. Félagar fjölmennið. ^ Stjórnin. ÞRIGGJA ÁRA RANNNSÓKN j Tillögur og skýrsla aðalfor- ! stiórans cv- tyggðar á rann sóknum nefndar sem unnið hef ur að því undanfarin þrjú ár að safna skýrslum um ánauð og þrælahald um allan heim. Upplýsingar hafa fengizt frá nærri öllum þjóðum, sem með lirnir eru í SÞ, og auk þess frá öðrum þióðum. Þá hefur og al , þjóðavinnumáílastofnuni;n og ýmsar sérstofnanir SÞ, mann- | úðarfélög og einstakir sérfræð . ingar aðstoðað við rannsóknir j og skýrslugerð um þrælahald og ánauð í heiminum. UMFANGSMIKIÐ VANDA- MÁL. Aðdlforstjórínn bendir á í skýrslu sinni, að enn sé rann sóknum þessara mála ekki full lokið, þar sem enn hafa ekki fengizt neinar skýrslur frá 9 meðlimaþjóðum og nokkrum þjóðum, sem ekki eru meðlim Bœkur og höfundar: Inglófur Krisíjánsson: Synd- ugar sálir. Smásögur. ísafold- arprentsiniðja. Reykjavík 1953. INGÓLFUR KRISTJÁNS- SON rithöfundur hefur sent frá sér smásagnasafnið „Synd- ugar sálir“. í safni þessu eru tíu sögur, sem allar eru ritaðar af frísk- leika og pennayndi og bera vott um, að höfundur er gædd ur ríku hugmyndaflugi. Þær eru auðvitað misjafnar, bæði hvað efni og efnismeðferð snertir, en hvergi er þó um „gat“ í þeim að ræða, ef svo mætti að orði komast. Höfundi tekst vel að láta atburða- og umhverfislýsingar samlagast hvoru öðru. Bezta tel ég söguna „Skóla- systkin“. Einnig tekst höfundi vel með ,,í skugga jólanna“. Koma þar fram góðir sprettir. Þar kristallast dvalheimar úr- hraka mannfélagsins, umkomu leysi þeirra og harmleikur, í bakgrunni allsnægca auðmanns ins. Virðist mér höfundur hafa næma tilfinningu og skilning á öllu því, sem minni máttar er eða útundan haft í okkar hrjáða mannfélagi. Sízta tel ég söguna „Frelsishetjur“. En það, sem einkennir sög- urnar fyrst og fremst, er hinn rammíslenzki andi, sem um þær leikur, svo og hinn lipri og frískandi stíll, sem sums staðar er svo tær, að sér í botn. Þessi bók löfar góðu í fram- tíðinni frá höfundarins hendi, ..j , ;g. sig. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.