Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.07.1964, Blaðsíða 3
Frá vinstri: Herra forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson, og frú Dóra Þórhallsdóttir, Bjarnveig Bjarnadóttir, Snorri Kristján Eldjárn og frú. Safnhús Árnessýslu opnað Sigfússon, GuSmundur Hagalín, LG-Selfossi, 6. júlí. KLUKKAN tvö á sunnadaginn var Safnhús Árnessýslu opnað al- menningi,' en hafizt var handa um bygginguna árið 1961. Sýslumaður Rangæinga, Páll Hallgrímsson, opnaði safnhúsið með ræðu, en meðal þeirra, sem viðstaddir voru athöfnina, var forseti íslands, — herra Ásgeir Ásgeirsson og frú. Safnhúsið er tveggja hæða stein hús, 246 fermetrar að stærð og teiknað af Sigurjóni Sveinssyni, arkitekt. Kostnaðurinn við bygg- ! inguna er áætlaður 1,7 tnilljónir, j en vinnu við húsið er ekki alveg lokið. Á neðri hæðinni er bóka- safnið til húsa og snyrtiherbergi, Safnhús Árnessýsiu. Forsetabíllinn er fyrir utan. en á efri hæðinni er málverkasafn ið og byggðasafnið. Þegar sýslumaður hafði lokið ræðu sinni, tók frú Bjarnveig Bjarnadóttir til máls, en hún gaf Árnessýslu umrætt málverkasafn. Þar næst talaði Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, þá Guðmundur Hagalín, rithöfundur, og síðan var gestum boðið að skoða húsið. Við- staddir opnunina voru í kringum 100 manns. Bókasafnið var áður til húsa hjá hreppnum, en byggðasafníð var geymt í kjallara undir kirkjunni og er r.á í fyrsta skipti til sýnis. Þar er margt merkra hluta, eins og t. d: skrifborð, sem var í eigu Ólafs Magnússonar, prests í Arn- arbæli, altaristafla úr Laugar- dælakirkju, altari úr Hrunakirkju, vínáma með mæliglösum úr Eyr- arbakka, taurulla og ótal margt fleira. Málverkasafnið er í einni Framh. á bls 15 Páll Hallgrímsson sýslumaSur opnar Safnhús Árnessýsiu. Hér á myndinni sjást margir þekktir Árnesingar, sem voru viSstaddir opnun Safnhúss Árnessýslu. M. a. er fremst til vlnstrl Kristinn Vlgfússon, byggingameistari, sem reisti Safnhúsið fyrir 1000 kr. rúmmetrann, en þaS mun algert einsdæmi á þessum dýrtíðartímum. Á VÍDAVANGI í samráði við stéttar- samtökin Þegar Hermann Jónasson myndaði vinstri stjórnina árið 1956, var það eitt af aðalstefnu- málum hennar að vinna að lausn efnahagsmálannn í sam ráði við stéttarsamtökin í land inu. Hermann Jónasson gerði hvað eftir annað um þessar mundir grc'in fyrir þeirri skoð un sinni, að nauðsyn bæri til þess, að stjórnarvöld höguðu vinnubrögðum sínum á þann hátt. Hér var um nýmæli að ræða, og enginn gekk þess dul inn, að byrjunarörðugleikar yrðu mikl'ir — jafnvel að þessi fyrsta tilraun til slíks samstarfs milli stéttarsamtaka og ríkis- valds yrði farin út um þúfur mjög fljótlega. En á þennan hátt vann vinstri stjóirnin um rúmlega tveggja ára skeið að þeim ráðstöfunum, sem gera þurfti í efnahagsmálum á þeim tíma. ^fstaða Sjálfstaeðis- Flokksins 1956—58 En þegar vinstri stjórnin fór að ræða við stéttarfélögirr um ráðstafanir þær, sem hún taldi sig eða Alþingi þurfa að gera til að tryggja rekstur útflutn- ingsatvinnuveganna og koma í veg fyrir verðbólgu, kom hljóð úr horni. Forystumenn og blöð Sjálfstæðisfloksins gerðu hróp að vinstri stjóm'inni og kölluðu það fim mikil og fjarstæðu, að veita stéttarfélögum hlut- deild í meðferð löggjafarmála eins og nú væri gert. Um slík mál ætti Alþingi eitt að fjalla, og væri því ríkisvaldinu óvirð- img ger með því að fara að eins og vinstri stjórnin gerði. Jafnframt gerði flokksfor- ysta Sjálfstæðismanna allt, sem í hcnnar valdi stóð, til að spilla samstarfinu milli ríkisstjórnar imnar og verkalýðssamtakanna. Blöð hennar og útsendarar hvöttu til ótímabærrar kröfu- gerðar og verkfalla, og áttu margir óbreyttir liðsmenn Sjálf stæðisflokksins erfitt með að átta sig á slíku atferli i þessa átt. Þá gerðust m.a. þau undur, að sjálft Morgunblaðið bar Haimibal Valdemarssyni á brýn, að hann héldi niðri kaupi verka manna. Samstarf Einars og Bjarna Þar kom, að oddvitum Sjálf stæðisflokksins tókst að ná sam starfi við Einar og áhangendur hans. í Sósíalistaflokknum, svo og Alþýðuflokksmenn þá innan verkalýðshreyfingarinnair, sem Iitu vimstri stjórnina hornauga. Þetta samstarf bar árangur á Alþýðusambandsþingi í árslok 1958, er vinstri stjórninni var neitað um mánaðarfrest til að semja um ráðstafanir gegn yfir standandi verðbólgu. sem stjórnarandstæðingar höfðu komið af stað. Þeir gerðu ráð fyrir, að ráðhenrarnir myndu Sitja, þótt þeir kæmu ekki fram þeirri stefnu sinni, að gera efnahagsráðstafanir í samráði við stéttarsamtökin. (Dagur) Gesfir skoða málverkagjöfina í Safnhúsinu T í M I N N, þriðjudagur 7. júlí 19Ó4. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.