Tíminn - 20.08.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.08.1964, Blaðsíða 7
Utgefandi FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjón Krist.ián Benediktsson Ritstjórar. Þórarmn Þórarinsson <áb>. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónp.s Krisíjánsson Auglýsingastj. Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarskriístofur i Eddu-húsinu simar 18300—18305 Skrii stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl. simi 19523 Aðrar skrifst.ofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 á mán innan lands. — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.l Ríkisstjórnin átti engan málsvara Ýmsir hafa látið þau orð falla eftir umræðuþáttinn um skattamálin í útvarpinu s. 1. mánudag, að augljóst virðist, að þar hafi átt sér stað stórkostlegt hlutlevsis- brot, því að ríkisstjórnin hafi engan málsvara átt í um- ræðunum. Allir ræðumenn, þar á meðal tveir ráðherr ar, hafi talið skattana allt of háa, ranglæti mikið { álagn- ingu og skattalög þau, sem ríkisstjórnin knúði fram fvr- ir missiri, og nú var farið eftir í fyrsta sinn, mjög gölluð. Alþýðublaðið staðfestir þetta álit um hlutleysibrotið í gær í frásögn af þættinum undir íyrirsögninni: „Þeir voru 90% sammála um skattana“. Ríkisstjórnin átti því enga málsvara þarna. Hennar málstaður og afglöp er fordæmt af öllum — einnig ráðherrunum, þegar þeir koma fram fyrir þjóðina til þess að reyna að bjarga skinninu. En skyldi það nokkurn tíma hafa komið fyrir áður í opinberum útvarpsumræðum um stjórnmál. ?ð ekki einu sinni ráðherrarnir verji málstað stjórnarinnar? Gylfi og verðbólgan í ríkisstjórninni ber einn verðbólgusérfræðingur af öðrum ráðherrum. Hann heitir Gylfi Þ Gíslason. Öllum er í fersku minni, þegar talsmenn og málgögn ríkis- stjórnarinnar lýstu því með fjálgleik í sambandi við kaupsamningana, sem ríkisstjórnin átti beina aðild að. bæði s. 1. haust og í fyrravor, að þessar kauphækkanir, sem þá urðu, væri unnt að veita án hættu á nýrri verð- bólgu, þó að þær mættu auðvitað alls ekki meiri vera. vegna þess hve „viðreisnin“ hefði tekizt vel, og væru kauphækkanirnar árangur hennar. Gylfi hafði um þetta mörg orð og ýmis dæmi. Nú hefur Gylfi svarað sjálfum sér með þessum orðum í útvarpsþættinum s. 1. mánudag- „Menn hafa áreiðanlega ekki gert sér þess nógu ljósa grein, að tekjuaukning þeirra á s. 1. ári var að miklu leyti verðbólguaukning en ekki raunveruleg tekjuaukning11 En menn spyrja: Hvað hefur ríkisstjórnin gert sér Ijóst í þessum málum? Það, sem var raunveruleg tekjuaukn- ing í fyrra, án verðbólguhættu og árangur „viðreisnar- innar, er nú orðin „verðbólguaukning" og „ekki raun- veruleg tekjuaukning“ í munni sömu ráðherra. Tillögur Gunnars Samkvæmt frásögn Vísis sagði Gunnar fjármálaráð- herra það í útvarpsþætti sínum um skattamálin að nauð- synlegastar lagfæringar á skattalögum ríkisstjórnarinnar væru að „hækka persónufrádráttinn . . . og setja inn ákvæði um hliðsjón af vísitölu“. Menn spyrja ef til vill: Er Gunnar fjármálaráðherra höfundur þessarar til- lagna og var hann ofurliði borinn og kom þeim ekki fram á þingi í vetur, þegar lögin voru sett? Öðru nær. Þetta eru tillögurnar, sem hann barðist þá harðast gegn. tillögur, sem Framsóknarmenn fluttu og töldu brýnastar breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Rökstuðning fyrir þessum tillögum þá kallaði fjármálaráðherrann þá að gera hvítt svart. Eftir fyrstu álagningu kemur har.n svo fram fyrir þjóðina og segir, að þessar t.illögnr Fram- sóknarmanna séu helztu úrbæturnar, sem gera þurfi á skattalögunum! PAUL ClAI^ENTEf . Hvers vegna náði Lenshina tökum á fólkinu í N-Rodesíu? Paul Clairmente, fyrrum stjornarerindreki í aiteturhéruðum Norður Ré- desíu, segir hér frá kynnum sínum af Lumpa-trúflokknum og ógnarveldi hins kveniega „upprisna" spámanns. Alice Lenshina LUNDAZ-héraðið er víð- lendasta héraðið í Norður- Rhodesíu og hefir frá fornu fari verið það friðsamasta. Á köfustu þjóðernishreyfingar hafa aðeins reynzt færar um að valda þar vægum og yfir borðskenndum hræringum. Þjóðerniskennd, stjórnmál og önnur slík mál virðast óraun- veruleg og fjarlæg í saggan um og hitamollunni, sem ein- kennir héraðið, hinn langa Lu- angwadal, þar sem Ijón, fílar og tsetseflugur eiga heima. Þorpin í héraðinu eru lítil og dreifð og lúta sterkum ætt- arböndum. Tilraunir til að mennta íbúana hafa borið lít- inn árangur og hjátrúin er engu minni en áður. Börnin eru neydd til að ganga í skóla, en foreldrarnir hjálpa þeim og hvetja þau til að skrópa. Allar tilraunir til framfara og breyt- inga á ríkjandi ástandi, virð- ast unnar fyrir gýg. íbúarnir hafa hvorki áhuga fyrir skóiunum né stjórnmál- um. Þrjár rómversk-kaþólskar trúboðsstöðvar eru reknar þarna, en þeim hefir lítið orðið ágengt og átt við nokkra andúð að stríða. En um miðjan s.l. áratug kom fram hreyfing, sem átti undir eins góðu gengi að fagna. ÞESSI hreyfing átti rætur að rekja til konu einnar, sem gerðist Bemba-spámaður í Chinsali. Hún nefndi sig Len- shinu og fylgjendur hennar nefna hana „móður‘. Hún sagðist hafa dáið og risið upp á þriðja degi. Guð hefði látið henni í té bók, sem hún gat lesið upp úr. Hreyfingin breiddist út eins og eldur í sinu meðal ættflokk- anna í Sengadalnum og Ohewa- dalnum og náði einnig fótfestu meðal nágranna þessara ætt- flokka uppi í hálendinu, en fór þó hægar yfir þar. í þetta sinn voru það dalbúarnir, sem gengu á undan, en fjallabú- arnir, sem fylgdu í slóðina. Mér lék hugur á að komast að raun um, hvers vegna Len- shina hefði svo mikið aðdrátt arafl og hvernig henni tækist að fá svona góðar undirtektir meðal þessa fólks, miklum mun betri en tekizt hafði nokkru sinni áður. Áhrif henn- ar komu fram með ýmsu móti. Mest áberandi voru hinar löngu kirkjur hreyfingarinnar, gerðar úr mold og timbri. Þær risu upp hvarvetna, þrátt fyrir það að allar tilraunir til að fá íbúana til að byggja nýja íbúða kofa eða korngeymslur höfðu oftlega mistekizt og ávallt gengið treglega. UPPSKERAN brást oft á stórum svæðum, en allir íbúar þaðan fóru stundum í píla grímsferðir til „Móður“ í Chin sali, jafnvel þó að tími væri kominn til að búa jörðina und- ir sáningu fyrir regntímann. Á öllum árstímum lögðu menn af stað að heimsækja hinn kvenlega spámann, en þetta voru oft erfiðar ferðir um 300 —400 kílómetra langa leið. Þegar ættarhöfðingjarnir, sem dómarastörfum gegndu í hér- uðunum, voru heimsóttir og bækur þeirra skoðaðar, kom í ljós, að hjónaskilnaðir voru miklum mun tíðari en áður Lenshina boðar einkvæm, en margir karlmenn í þorpunum áttu tvær eða fleiri konur. í dalnum var kaþólsk trú- boðsstöð, sem starfrækt var af mikilli fórnfýsi af hálfu hinna hvítu feðra. í fjóra mán- uði höfðu regn og uppbólgin fljót einangrað þá frá innan héraðsstjórninni við Lundazi uppi í hálendinu. Lafontaine frá Kanada var táknrænn fyr ir þessa presta, en hann hafði starfað í dalnum samfleytt í sjö ár, þrátt fyrir mikinr. hita og loftraka. Hann var nákunn ugur umhverfis trúboðsstöðina talaði mál innfæddra reiprenn andi og þekkti flesta þeirra persónulega. Ég hafði aldrei vitað til að hann gæfist upp, þó að erfiðleikar og and- streymi yrði á vegi hans, en hann missti kjarkinn, þegar Lenshinu-sóttin tók að geysa Söfnuðurinn, sem hann hafði hóað saman meðal íbúanna. hvarf eins og dögg fyrir sólu Hann sagði engu líkara en að múrveggur hefði verið reistur milli hans og landsbúa. HVAÐ olli því þá, að Len- shinutrúin var svo aðlaðandi? Hvernig fór hún að því að ná svo miklum árangri, þegar ka- þólskum hafði áunnizt svo rítið á löngum tíma? Hún stofnaði sérstaka kirkju, sem hafði sérstakt aðdráttarafl fyrir Afríkumenn. Þeir voru hin útvalda þjóð. Þeir kæmust beint til himna án jarðneskra auðæfa. Evrópumennirnir, sem höfðu öll efnalegu forréttind in, færu beint til helvítis. Hinir hvítu feður voru einnig svert ir með tjörukústi efnalegra forréttinda, þrátt fyrir unnið fátæktarheit. Þeir áttu Lana roverbíla og skotvopn og þeir höfðu þjóna. Lenshina lofaði fylgjendum sínum ekki yfirnáttúrulegu, þúsund ára ríki, en hún lét þeim í té annað, sem afrík- anskara var, eða hreinsaðan einfaldan kristindóm, sem byggðist á fáum kennisetning- um, og þær fáu, sem fyrir hendi voru, reyndust meira að segja mjög svo lausar í reip- unum. Og þetta, sem hún iof aði, féll undir eins í góðan jarðveg meðal hinna ómennt- uðu og hjátrúarfullu íbúa.. Þeir höfðu aldrei aðhyllzt trú hvítu feðranna af jafn heilu hjarta, af því að hún var )f margbrotin fyrir þá ÞORPSBÚ ARNIR, sem ég átti tal við, grunuðu Evrópu- menn ávallt um að búa yfir einhverjum brögðum. Þeir gátu til dæmis ekki skilið nauð syn einlífis hinna hvítu feðra eða trúað á raunveruleika þess. Af þeim sökum var alltaf litið á trúboðana sem utanað- komandi menn, þrátt fyrir ná inn kunnugleika þeirra á mál efnum hinna innfæddu. H Kenning Lenshinu lofaði I ekki aðeins frelsi og ódauð- M leika, sem mesta eftirtekt * höfðu vakið í trú hvítu feðr- anna. Samkvæmt hennar boð- un voru fylgjendur hennar ai- veg sérstakir, en sú tilfinni'ng dafnaði sérlega vel í jarðvegi þorpslífsins. En þessi meðvit und um að vera útvalinn. var beggja handa járn Annars veg- ar nutu fylgjendur hennar ör- yggiskenndar fyrir að vera í söfnuðinum, en hins vegar var þetta hættulegt undanskot i erfðabundnu samfélagi. Athugun á söfnuðum Le.n- shinu Lumpa sannfærði mig um, að grundvöllur þeirra var ótti, tvenns konar ótti. Annars vegar var óttinn við örlög manns ef maður tilheyrði ekki söfnuðinum og hins vegar var óttinn við að vera talinn „öðru vísi“ en fjöldinn. AÐ LOKINNl athugunarferð nokkru áður en Lenshina kom í sína árlegu heimsókn til Lundazi-héraðsins, skrifaði ég í skýrslu mína: „Sóttin breið- ist hraðar og hraðar út eítir því, sem hinn kvenlegi spá- maður nálgast. Sá heimamað- ur, sem neitaði að fara að minnsta kosti eina pílagríms Framhald á síðu 13 FSmINN, fimmtodaginn 10. ágóst 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.