Alþýðublaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 7. janúar 1955 Útgefandi: Alþýðuflokl(urinn. Éitstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingas'.jóri: Eirirna Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasimi: 4906. A'fgreiðslustmi: 4900. ATpýðiiprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áslji'iftarvérð 15,00 á mánuði. í lausasölu 1/10. Leikfimi og staðreyndir Samfaí við Jósep Húnfjörð áitræðan - FULLVÍST er orðið. að Hamiltonfélagið, ameríski verktaklnn á Keflavíkur- flug\relli, hættir ekki störf um nú um áramótin eins og boðað h.afði venð. Hefur ut- anríkismálaráðuneyt'.ð gef- ið út fréttatilkynningu um þetta efni, en þar er revnt að dreifa athygli þjóðarinn ar frá kjarna málsins. Seg- ir í tilkynningunni, að Ham iltonfélagið hætti ,.al1> út> vinrru nema hvað örfáir menn rhunu en.i í byrjun næsta árs vinna að því að ljúka fáeinum smáverkam/' Síðan er bætt vlð: ,.Auk þess mun félagið fram eftir næsta ári halda áfram eft- irliti rneð verkum, sem það hafði hafið fyr r febrúar 1954. en sem framkvæmd eru af íslenzkum vérktök- um“. Verkfræðingadeild varnarliðsins á h.ns vegar að sjá um flugvallargerð- ina, og segir um það atriði í tilkyiinmgurm': ..Sam- komulag varð um, að verk fræðingadeild varnarljðsins sjái sjálf um flugvallargerð ina og fál leyfi til að ráða til sín erlenda sérfræðinga til þess verks“. Við betta er því að bæta, að verkíræð ingadeildiix hlýtur að fel’a innlendum eða erlendum fyrirtækjum framvæmdirn- ar, svo að ýmisiegt virðist á huldu um árninnzt sam- komulag. Þetta þykir nokkrum tíð indum sæta af því að utan- rikl stnála r á ðh e rra hefur áður gefið í skyn, að Ham- fltorfélarið værj á förum héðan með starfsemi sína. Hann sagði orðrétt. í grein- argerð til alþ.'ngis 2. nóvem ber í hanst, en hún var prentuð í Tímanum daginn eftir: ,JSpjni5 var um, að núverandi aðalverktaki hætti starfsemi s:nni hér á landi. Samningar; sem gerð ir höfðu verið við þennan aðalverktaka um tiltekin verk, sem ekki voru hafin, hafa venð afíurkallaðir. Öruggt er talið, að aðalverk taki hafi lokið útivinru kringum áramótin og hverfi síðan af landi brott. er hann hefur gengið frá vélum sínum, varahluta- birgðum og öðrum málum. Allar sögur um það, að sam S s * s s 1 \ s s s s s s s s c * s s s s s s V s s s s s s s s s s s S’ s * s s s s s s s $ s s :ö hafi verið við hinn ame- ríska verktaka um að starfa hér næsta ár, eru ósannar1-. Þessi orð ráðherrans reyn- ast nú í ósamræmi við veru leikann. Tíminn reynir að gefu í skyn, að mikið hafi á- unnizt um brevtingar á framkvæm-d varnarmál- anna eftir að <lr. Iíristinn Guðmundsison varð utan- ríkisráðherra og reynir að gera lítið úr vanefndum á brottför Hamiltons. Hon um finnst meira að segja óhæfa a'ð vitna til orða ut- anríkisráðherrans eins og Alþýðublaðið hefur gert. Sjálfsagt er framkvæmd vamarmála'nna skárri nú en hún áðair \rar, en ó- fremdarástandið, sem Bjarni Benediktsson bar ábyrgð á, hefur ekki breytzt svo, að viðunandi sé. Enn gætir óhæfilegrar leyndar um þessi efni, og nú er komið á daginn, að þjóðin verður að trúa var lega orðum uíanríkisráð- herrans. Hann hefur ekki staðið við fyrirheit þau, sem hf|n.n gaf aíþingi 2. nóvember, og nú teygir og togar Tíminn orð hans til að brciða húð yfir kjarna málsins. Slíkt er óhæfa. .Þjóðiix hlýtur að krefjast þess skilyrðis- laust, að ábyrgð og frani- kvæmdavilji fylgi orðum nxanns í stöðu dr. Krist- ins Guðmundssoxiar. Núverandi utanríkisráð- herra ætti ekki að nota af glöp og yfirsjónir fyrirrenn ara síns sér tll sfsökunar. heldur gera sér far um að sýna í verki breytíngn til batr.aðar. Alþýðuþlaðið skal fúslega unna honum sannmælis um allt, sem hann gerir vel. En það get- ur ekki lofað frammistöðu dr. Krfstiiis Guðmundsson- ar í samskiptunum við Ham iltonfélagið fyrr en hann hefur breytt orðum sínum í verk. Og Alþýoublaðið vill brýna fyrir núverandi utan ríklsmálaráðherra að segja ekki meira en hann er mao ur til að standa við og hætta sér aldrei út í neina leik- fim; í umgengninni við ste.ð reyndirnar. Þær láta ekki að sér hæða. Frönskunámskeið Álliance Francaise hefjast 10. janúar. Kennarar verða, ungfrú Delahaye og Magnús G. Jónsson. Allar nánarj upplýsingar á skrif stofu forseta félagsins MjóstræU 6, sími 2012. Veiklun upp í vana kemst ! við að kvarta og æja. Var ég ekki fyrst og fremst fæddur til að hlæja? ,.JÚ, ég verð áttræður þann 7. þessa mánaðar,“ segir Jósep 1 Húnfjörð. „Fæddur að Illuga- stöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu 7. janúar 1375, svo að ekki er um þetta að v;ilast.“ Fæddur og uppali.nn að 111- ugastöðum? ,,Nei, — ég óist þar ekk: upp. Foreldrar mínir voru í húsmennsku og vinnumennsku á ýmsum stöðum; ég var því á hálfgerðum hrakningi og leið j ekki alltaf sem bezt. Fór að vinna fyrir mér sem smali á tíunda ári, en svo vildi mér það til happs, að ég komst aft- ur að Illugastöðum. skömmu eftir fermingu; þar leið mér vel og komst þar brátt til þroska. Húsmóðirin þar, Auð- björg Jónsdóttir, varð mér önn ur móðir. Hún var mesta gæða kona og anriáluð iyrirmyndar húsmóðir.“ LAUSAMENNSKUBRÉFIÐ OG HANNES HAFSTEIN „Þegar ég var á seytjánda árinu, fór ég að hugsa um að verða lausamaður. En .mig skorti aldur til að geta fengið „bréf upp á það“, — og auk þess kostaði slíkt bréf þá sex- tíu og sex krónur og sextíu og sex aura. Það varð því að sam komulagi með mér og húsbónd anum að Illugastöðum, að ég teldist vinnumaður hans. Hreppstjóri sveitarirmar fékk samt einhvern pata aí þessu og hugðist koma í veg íyrir slíka lögleysu á sínu embaittissvæðí, en fékk þó ekki að gert, meðan húsbóndi minn bai’, að ég væri sitt vistráðna hjú. Ekki var hreppstjóri. samt af baki dott- inn; húsbónda nííhum þótti gott í staupinu, og nú beitti hreppstjórinn hann því bragði að gera hann góðglaðari, og komst þá að öllu sman. Var ég þar með uppvís að því. að hafa brotið vlnnuhjúalöggjöfina, og ekki að sökum að spyrja. Pé- sektin elti mig síðan í nokkur ár, og þegar. ég fluttist tll ísa- fjarðar, 23 ára að aldri, var Hannesi Hafstein, sem þá var þar sýslumaður, — og blessuð veri minning hans. — falið að innheimta hana. Einhverra hluta vegná stakk hann þó plaggi þessu und.r stól; hefur sennilega ekki fundist brot mitt jafn alvarlegt og hrepp- stjóranum. Við Hafstein urðum síðar góðir kunningjar. Vann ég und ir stjórn hans sem lögreglu- þjónn á Isafirði einn vgtur í forföllvm annars, og þegar taugaveikifaraldur brauzt þar út, skipaði hann mig til að hafa umsjón með sóttvörzl- unni. HALDIÐ TIL HÖFUÐSTAÐARINS Árið 1908 fluttist ég.frá fsa- firði hingað til Reykjavíkur, og hér hef ég dvai:zt síðan. Stundaði fyrst sjómennsku á skútum, en vann á milli ver- tíða að fiskverkun, fyrst hjá Thorsteinsen á Kirkjusandi, síðan í Kveldúlfi; þótti. fasta- vinnan bæði: skemmtilegri og tekjudrýgri en lausavinna á eyrinni. Síðan vann ég í mörg' ár hjá Völundi, bæði sem að- stoðarmaður við vélarnar og við ýmis önnur srörf. Enda þótt mér hafi alls staðar fallið vel, þar sem ég hef unmð, eftir að ég komst á legg, held ég, að hvergi hafi mér fallið betur. eða verið í betri og skemmti- legri félagsskap starfsbræðra og yfirmanna. Allt samvaldir ágætisdrengir. Annars ’finnst mér eins og huldar vættir hafi leitt m'.g hjá kynnum við alia misyndismenn, því að ég hef alltaf verið samférða góðu fólki á lífsleiðinni. Og svo eru það konurnar m:nar. Ég er fjórkvæntur. Fyrstu konu m'.nm, Emelíu Guðmundsdóttúr, kvæniist ég árið 1893. Þá var ég 23 ára að aldri. Við eignuðumst fjögur Jósep S. Húnfjörð. börn; tvö dóu ung, og annar sonur okkar, þeirra er eftir lifðu, lézt uppkominn. Hann hét Hjalti. Ég á því aðeins einn son á lífi, Vilhjálm Húnfjörð, blikksmíðameistara bér í Rvík. Emelía lézt árfð 1907. Árið 1910 kvæntist ég öðru sinni, og hét kona mín Sigriður Jóns- dóttir, en hún lézt árið 1910. Þriðju konu minni, Björgu Hieronymusardóttur, kvæntist ég árið 1922, en hún lézt árið 1931. Og fjórðu konu minni, Katrínu. Kristbjörnsdóttur, kvæntist ég árið 1933.“ OG SVO ER ÞAÐ LJÓÐAGYÐJAN Jósep Hunfjörð er löngu þjóðkunnur sem einn af okkar slyngustu hagyrðingum. Kynni hans og Ijóðagyðjunnar tókúst snemma, hafa haldizt lengi og orðið báðum farsæl. Margar ferskeytlur hans hafa orð'ð landfieygar og munu lifa á vör um almennings, meðan það stranga ljóðform, þar sem heil brigð, rökföst hugsun, orð- snilld og bragsnilld íslerizkrar alþýðu hefur náð listrænastri fullkomnun í tjáriingu gleði og harms, gáska og' alvöru, er enn við lýði. Virðist þvi ekki úr vegi að spyrja hinri áttræða þul, hvenær hann bafi fvrst teklð að líta þá gyðju hýru. auga. „Fyrstu vísúna mun ég hafa ort er ég var sjö éra að aldri. Þegar ég var tíu ára, orti ég þessa vísu til móður minnar og skrifaði undir bréf til hennar: Þér vel líði, þess ég bið, þraut og kvíða losuð við; hér guðs blíða hönd þig styð, hún þér tíðum veiti lið. Og þegar ég var ellefu ára að aldri, var ég farinn að fási vlð hringhenduna. Eitt sinn er ég sat hjá ánum, skall á þoka. Til þess að tapa ekki af þeim, greip ég til þess ráðs að hr.app ! setja þær, eins óg það var kali- að. Það var gert á þann liáít, að maður gekk sífellt í kri.ng- um þær, og minnkað, hring- inn, unz þær stóðu í einum hnapp, svo þröngt, að þær gátu ekki bitið. Þá. ovt.i ég þessa hringhendu: Þokan gráa æðir inn, ekki smá að líta. Hún vlll ná í hópinn minn. svo hann ei fái að bíta. Fimmtán ára að aldri kvað ég þessa hringhendu: Þó að fjand'nn fari á skrið, friður standi á nálum, helgir andar leggja lið lífs í vandamálum. Það er einmitt það. Síðan hef ég margsinnis kom.zt að ráún um, að þetta er sannmæli. Ég býst yið, að ég hafi verlð sæmilega gefinn t;i náms. En öll mín skólavist stóð í hálfan mánuð. Þá dvaldi farandkenn- ari á heimilinu, og ég var þá 11—12 ára að aldrf. Á þessum hálfa mánuði var til þess ætl- ast, að ég lærði margt og mik- ið. Ég komst aftur í þríliðu í reikningl, og þóttist góður. Skrift lærði ég mest af sendi- bréfum. Skrifaði mavgt og mik ið með broddstaf mínum á svell. og skreytti þau rós.um og flúri.“ Eftir að Jósep Húnfjörð ! gerðist fullorðinn, tók hann þá bernskulist upp að nýju. En nú hafði hann yfir handhægar: r;t föngum að ráða en broddstaf og svelli. Þótt höndin væri ef til vill ekki jafn fim og fyrr, náði hann góðum árangri í skrautritun. Má af því ráða. að hann hefur verið gæddur ríkri listhneigð, einnig á því sviði. Og alla ævi hefur hann verið listaskrfari. t I : FÆDDUR TIL AÐ IILÆJA !. Jósep Húnfjörð her vel ald- urinn. Hann er ltvikur í hreyf- ingum, léttur í lund, og marg- ur yngri maðurinn mætti öf- unda hann af bjártsýn; hans og lífstrú. Og enn sem fvrr loi.k ur hann sér að því að kasta fram dýrt kveðinni síöku, þeg- ar svo ber undir. Jósep Hún- fjörð er einn af þeim ástmög- um guðanna, er deyja ungir, hversu aldraðir sem þeir verða. * ,,Já, maður er orðinn áttræð ur, og það hefur oltið á ýmsu á langri leið. Aðalatriðið er að ^halda gleði sinni á hverju sem gengur. Þegar ég var ungur að árum kvað ég þessa stöku, sem> ég hef oft raulað síðart, og það má mikið vera, ef þ.að verður ekki sú staka, sem ég hef síð- ast yfir: Veiklun upp I vana kemst við að kvarta og æja. Var ég ekki fyrst og fremst fæddur til að hlæja?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.