Alþýðublaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 4
4 AlfrýfrublaglH Flmmtudagur 17. jan. 1557 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Préttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. A'ugiýsing-astjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Aiþýðuprentsmiðjan, Hverfisgöíu 8—10. AUtaf að lœkkii! ÍHALDSBLÖÐIN tilkynna lesendum sínum dag hvern, að vörur og þjónusta muni hækka stórlega í verði. Sum ir eru svo illgjamir að skilja þetta þannig, að heildsalarn- ir séu í gróðahug og vilji selja sem mest af gömlum birgðum með því að telja al- menningi trú um verðhækk- anir. Þar með er raunveru- lega verið að gefa í skyn, að Morgunblaðið og Vísir séu að þjóna hagsmunum þess- ara aðila með málflutningi sínum. Reynslan mun skera úr um þetta nú á næstunni. Hitt er staðreynd, að ríkis- stjórnin vill halda verðlagi í skefjum. En hvað um af- stöðu heildsalanna og ann- arra aðila, sem þeim eru skyldir? íslendingum hlýtur að vera mn það kunnugt, að þau göfugmenni eru allt- af að reyna að lækka vör- uraar og þjónustuna. Þeim má ekki verða til þess hugsað, að almenningur feorgi einseyring meira en höfuðnauðsyn getur kall- azt. Og nú standa þeir fyr- Ir innart búðarborðin eða sitja við skrifborðin og heyja frækilega baráttu við ríkisstjórnína. Þeir mót- mæla hástöfum sérhverri hækkun og segjast ekki taka slíkan ósóma í mál, enda væri sííkt og þvílíkt brot á öllum þeirra heil- ögu boðorðum. Þeirra vilji er að lækka allt vö-ruverð og alla þjónustu. Ríkis- stjónain ætlar hins vegar að hækka ailt, sem nöfnum tjáir að nefna. Tilgangur- inn er af hennar hálfu sá að níðast á umböðsmönn- um sínum, bregðast gefh- um loforðum og veita flóð- bylgju nýrrar dýrtíðar y£- ir landið. Og ráðstafanir hennar í þessu sambandi eru verðlagseftirlitið, sem Morgunblaðið og Vísir eru sannfærð um að bækki vör ur og þjónustu upp úr öllu valdi! Þetta er svo sem eitthvað annað en þjóðin átti að venj- ast í stjómartíð Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Ingólfs Jónssonar. Þá var ekkert verðlagseftirlit til að valda röskun efnahagsmál- anna, enda muna sjálfsagt allir, hvað heildsölunum gekk mætavel að lækka vör- ur og þjónustu. Nú á að binda enda á þá heillavæn- legu þróun. Er nema von, að Morgunblaðinu og Vísi renni í skap, þegar spilla á heild- salastéttinni með því að auka gróðamöguleika hennar? Og þessu til viðbótar er vinstri stjórnin allt of hæglát við að halda áfram því starfi íhalds ins að binda hinum ríku baggana, en leggur þá þess í stað á faerðar almennings. Morgunblaðið og yísir hafa reiðzt af minna tilefni, því að allir hljóta að vita, hvað þessi blöð gera sér ríkt far um, að krónurnar séu sem flestar og verðmestar í budd um fátæklinganna á íslandi. Hvað segir fólkið, sem staðið hefur utan við búða- borðin síðustu árin og ann- azt innkaupin? Ætli því finn ist ekki, að málflutningur Morgunblaðsins og Vísis sé orð í tíma töluð? Líkur Jóni sterka MORGUNBLAÐBE) segir í gær, að kommúnistar hafi svínbeygt Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði, þar eð sam- komulag hefur náðst um á- framhald þeirrar samvinnu um bæjarmálin, er þar tókst eftir síðustu kosningar. Þetta er sagan um refinn og vínberin í enn einni út- gáfunni. Sjálfstæðisflokkur- inn í Hafnarfirði hefur um langan tíma gengið á eftir kommúnistum með grasið í skónum. Sú bónorðsferð hef- ur mistekizt. Og þá kemur refseðlið upp í Morgunblað- inu. Vínberin eru súr! Og svo á maður von á við- bótinni: Sjálfstæðisflokkur- inn ætlaði auðvitað að svín- beygja kommúnistana í Hafn arfirðí. Hann er jafnan Hkur Jóni sterka. uis Jósteinsson SKÓLAMENN og uppeldis- fræðingar virðast mér sammála um að telja fyrsta árið í skóla jafnvel mikilvægast eða áhrifa- ríkast í skólagöngu barnsins. E£ þetta er staðreynd, þá er ómaksins vert, að kennarar og foreldrar geri sér vel grein fyr- ir viðfangsefni sínu, er skóla- skyldan hefst. Þess má líka geta, að eftir því sem mér er kunnugt, þá hafa margir for- eldrar nokkrar áhyggjur af skólagöngu barna sinna, ein- mitt er hún skal hefjast. Mjög mikilsvert er líka, að foreldrar tali við kennarana, þegar í upp- hafi hins fyrsta skólaárs barns- ins, einkum ef eitthvað sérstakt er ástæða til að kynna í fari þess, skapgerð, tilfinningalífi og einnig sjón og heyrn, ef at- huguð hefur verið og afbrigði- leg reynzt. Um þetta síðasta má segja, að stundum hafa mistök af hlotizt, er þessa var ekki nægjanlega gætt á heimili eða í skóla. Fleira mætti nefna, sem undir þessar athuganir heyrir og skólinn þarf að kynnast þeg ar í byrjun skólagöngunnar, þrát.t fyrir athuganir skólalækn is og hjúkrunarkonu, er fara fram nokkru seinna. Það er nýr og merkur þáttur í lífi hvers barns, er það bvrj- ar skólagöngu sína. Þau bíða þeirrar stundar m.eð eftirvænt- ingu og stundum kvíða eins og foreldrar þeirra. Ýmsar spurn- ingar hljóta að rísa í hugum beggja, foreldra og barna. Til dæmis, hvernig þeim muni ganga námið, hvernig þau kunni við sig í skólanum o.s.frv. Eitt höfuðskilyrði til þess, að allt þetta megi vel takast, er, að barnið hafi þroska til þess að ganga í venjulegan barna- skóla. Þá er skólaskyldan hefst, þarf barnið að geta uppfyllt ýmsar kröfur, sem skólinn ger- ir til þess, og þær eru ef til vill fleiri og stærri frá sjónarmiði barnsins en okkur hin fullorðnu grunar að lítt hugsuðu máli. Þessum alhliða þroska, andleg- um og líkamlegum, er taiið, að börn hafi yfirleitt ekki náð, fyrr en um siö ára aldur. Hér er farið eftir umsögn erlendra fæðimanna um þessi efni, því að enn hafa ekki verið birtar (íslenzkar) mælingar um þroska barna hér á landi, en gera má ráð fyrir, að hann sé líkur og annars staðar á Norðuröndum. — Stundum finnst mér gæta misskilnings í því, að börn verði ekki læs, ef þau hafa ekki lært nokkuð að lesa, áður en þau eru skólaskyld. Skólaskyldan frá sjö ára aldri á að tryggja að þetta komi ekki að sök, og skólarnir hafa nú svo mörgum og þjálfuðum kennurum á að skipa til þess að kenna byrj- endum lestur, að engin þörf er fyrir foreldra að hafa áhyggj- ur af vankunnáttu barna sinna í lestri, áður en þau eru skóla- skyld. Enn er það þó svo, að á hverju vori, er innritun sjö ára barna fer fram í skóla þeim, sem ég starfa við, að aðstand- endur barna þeirra, sem engan eða fáa stafi þekkja, telja það miklu máli skipta og greina frá því svona með hálfgerðum leið- indum. Mér dettur stundum í hug, er viðkomandi barn heyrir þetta, að því muni ekki heldur á sama standa og halda kannski, að það sé eitthvað síðra en þau, sem hafa að einhverju leyti til- einkað sér lestrarkunnáttuna. Telja verður fremur illa farið, ef þessi skilningur greipist í hug barnsins, er það skal hefja skólasókn. Skólinn á að taka jafnfúslega og með glöðu geði |inóti þessum ungu námsmönn- um, hvort sem þeir þekkja ein- hvern staf eða eru læsir að nokkrum mun. Það er miklu betra fyrir skólann og nám barnanna þar, að þau væru auð ugri að orðaforða og þekkingu á umhverfi sínu, en þó að þau stauti eitthvað í lestri. Mörg börn eru nokkuð læs, er þau koma í skóla á því ári, sem þau eru skólaskyld. Sum hafa verið í tímakennslu eða undirbúnings skólum, önnur hafa lært heima m.eð aðstoð heimamanna, eða stúndum að miklu leyti af siálf um sér, og eru það venjulega ágætir nernendur alla sína skóla : göngu. Ef barn innan skóla- [skyldualdurs af sjálfsdáðum spyr um tölustafi og bókstafi, þá virðist sá tími í hönd fara, að það hafi náð skólaþroska, , en sé það frábitið þessum hlut- um. þá mun bezt að lofa því að bíða um sinn, unz skyldan kall- ar það. í þessari grein er ekki svigrúm til þess að víkja nánar að þessum þætti, þó að þess Sværi full þörf að nefna athug- : anir og niðurstöður erlendra Ýálarfræðinga hér að lútandi. | Það hefur mikilsverða þýð- i íngu fyrir dvöl barnsins í skól- anum og í framgangi þess í | námi með hverjum hug það kemur í skólann. Skólaganga barnsins verður oft erfið og ó- farsæl, ef kennararnir eru not- aðir sem grýla á það og komið er inn hjá því kvíða og minni- máttarkennd. Við tökum við öllum börn- 1 um í skólana hér, á hvaða þroskastigi sem þau eru, aðeins er spurt um. hvort þau hafi náð skólaskyldualdrinum. Til er það víða erlendis, að börnin eru ekki látin hefja skólagöngu í almennum barnaskóla. fyrr en þau hafa náð vissum þroska, þó að þau hafi náð tilskyldum aldri, og jafnvel látin fara heim eftir nokkurra vikna at- hugun á skólaþroska þeirra. í þessum löndum hagar að ýmsu leyti öðruvísi til en hér hjá okk ur, hvað þessu viðkemur. Við þetta finnst mér því margt at- hyglisvert, og ekki get ég mælt með því, að þessu yrði beitt hér, en það yrði oflangt mál að ræða það. Heldur hallast ég að því, að skólinn sé þann veg tækj um búinn, að hann geti veitt misjafnlega þroskuðum byrj- endum viðfangsefni við sitt hæfi. Mikil breyting verður á til- veru barnsins, er það er kallað í skóla. Nú er heimtað af því starf, framkvæmt á vissum tíma. Tilvera barnsins er nú þríþætt, má segja: heimili, skóii og frítími. Vellíðan þess er mjög háð því, hvernig því tekst að skipta rétt og vel tíma sín- um, og hvers styrks það nýtur hjá heimili og skóla í þessu efni. Skilningur á málefnum beggja þessara aðilja er ómiss- andi. Góður hugur og gott um- tal hjá hvorum fvrir sig. er hið ósýnilega, trausta samband milli heimila og skóla. Og þann ig er það í flestum tilfellum gott, finnst mér, þrátt fyrir allt. sem um þetta er sagt. Fyrstu vikunni, sem hinn ungi nemandi er í skóla í fvrsta sinn, skvldi verja til þess a.ð kynna honum skólann, helztu reglur hans, leiðbeína í leikj- um, skapa hreinlætisvenjur og , gott samstarf við félaga sína og umhverfi. Foreldrar skyldtt ekki búast við bóknámi, að |minnsta kosti fyrstu vikurnar, sem byrjendur hefja. skóla- göngu. Heimanámi alli-a baraa skyldi mjög síillí í hóf nú á tímum hér í Reykjavík. og al- veg sérstaklega til níu ára ald- urs. Og svo að lokum. Til þess að uppeldi og skólaganga heppn ist vel, þurfa aðstandendur barnanna og kennarar að skilja lítil börn. Við skulum. þó að við tölumst ekki oft við. foreldrar og kennarar, hlýða þessu kalli, verma öll börn okkar á faeiœ- ilum og í skóla við yl bekking- ar og ástríkis. Hér eigast við danskur og egypzkur glímumaður. Þeir eru í hinni svokölluðu fjölbragðaglímu, sem er, eáns og allir sjá ~ - k íslenzkri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.