Vísir - 07.10.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 07.10.1912, Blaðsíða 1
417 Ostar bestir og ódýrastir i verslun Einars Árnasonar Föt og Fataefní Sla'ufur mesta ] úrval. Föt saumuð og afgicidd á_ 12-14 tímum Hvergi ódýrari en í,DAGSBRÚN1. Sími 142. j Kemur venjul.út alla daga nema laugard, 25 blöð frá 26. sept. kosta: Á skrifst.50a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll-3og4-6. Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a. Iega opin kl. 2—4 og 6—S . Venju- Langbesti augl.staður i bænum. Augt. sje skilað fyrir kl.3 daginn fyiir birtingu. Mánud. 7. okt. 1912. Háflóð kl. 2,54‘ árd, og kl. 3,1 T síðd. Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Frú Júlíana Árnason. Á morgun: Póstar. Póstvagn fer til Ægissiðu. Austanpóstur fer. Vesta kemur norðan um land frá út- löndum. Ceres kemur frá Austfjörðum og úl- löndura. Veðrátta í dag. ~5ö " u 3 <5 <u > Vestm.e. 749,0 2,8 NV 1 Heiðsk. Rvík. 748,7 0,5 N 1 Heiðsk. ísaf. 751,3 0,3 N 2 Skýað Akureyri 749,3 1,5 N 3 Skýað Grímsst. 715,0 2,5 0 Skýað Seyðisf. 748,3 5,2 VNV 3 Hálfsk. Þórshöfn 747,3j 9,0|VSV 6 Regn Skýringar. i N—norð- eða norðan, A—aust- eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn.l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Kuidf táknaður með skáletri. viðurkendu, ódým, fást ávalt tilbúnar á Hverfis' götu 6.—Sími 93.—HELGl og EINAR- ^rv\ a^^an^uv að i „Slum“- hátíðinni í Hjílpræðishernum í kveld mót afhendingu þessarar auglýsingar. Ágóðinn rennur til »Slum«-starf- seminnar hjer í bæ. Líkkisturnar bfí o cð o > xi < XS o c > Fyrirlestur Hróalds Ámundasonar —7-- Frh. Fyrst á leiðinni upp voru snævi þaktar brekkur, en svo komu líka brattir skriðjöklar og torfærar brekk- ur á milli, svo að við urðum stun'd- um að spenna 20 hunda fyrir sama sleðann til þess að koma honum upp. Fyrstu nóttina gistum við í 2000 feta hæð. Annan daginn komumst við upp í 4000 feta hæð og höfð- um þá klifrað yfir fjölda af smá skriðjöklum. Þriðja daginn urðum við, til allrar óhamingju, að fara 2000 fet niður á við aftur af því að viö rákumst á stóran skriðjökul, sem lá frá austri til vesturs og skildi fjöllin, sem við vorum búnir að fara yfir, frá fjöllunum fyrir sunnan. Við fórum þá í fljúgandi ferð niður »Axel Heibergs-jökul* og tókum næturstað 3000 fet yfirsjáv- armál, Næsta dag byrjaði okkar lengsta ferð upp á móti. Við urð- um að fara eftir jökli, sem varfull- ur af smá hæðum með sprungum á milli og botnlausum hyldýpishol- um. En yfir flestar sprungurnar lágu nýar snjóbrýr, svo að það var um að gera, að hafa augun í kring um sig. í 5000 feta hæð settum við búðir. Staðurinn var mjög fag- ur, inniluktur milli tveggja fjalla, sem voru 15 þús. fet á hæð. Ann- að var Friðþjófs Nansens-fjall, en hitt Dom Pedro Cliristophersens- fjall. í vestri, við annan endaskrið- jökulsins, var Ole Engelstads-fjall, sem er 13 þús. fet á hæð. Næsta dag komumj við á hásljettu, sem hallaðist lítið eitt, og við álit- um að væri sama sljettan sem Schackleton lýsir í sinni ferðasögu. Sá dagur var hámark fyrirdugn- að hundanna. Þó þeir væru þreytt- ir, fóru þeir samt 17 mílur og klifruðu 5000 fet upp á við. Við settum næturbúðir í 10600 feta hæð. Á einum stað, sem við kölluðum »Slátrarann«, drápum við 24 af okkar hraustu hundum og kjötiðaf þeim var það eina, sem við og hundarnir fengu í þá fjóra daga, sem íllviðrið neyddi okkur til að liggja þar. Það sem eftir var af skrokkunum, var með mestu um- hirðu Iagt í geymslu. Það mundi líklega smakkast vel að fá dálítið af nýu kjöti á heimleiðinni. Þegar við vorum orðnir þreyttir að bíða, fórum við úr þessum hræðilega stað, þó að við sæum ekkert fyrir dimmviðri; en við gát- um samt greint, að við fórum hratt niður á við. Hinn 28. nóv. upp- götvuðum við fjallakamba all-ein- kennilega álitum, þeir voru snævi þaktir og Iáu frá norðri til suðurs í 9000 feta hæð. Þeir urðu okkur seinna ágætt merki. Frh. tr umræðum bæarstjórnarinnar 3. okt. Um uppdrátt af Reykjavík. E>- borgarstjóri hafði lesið brjef SigurðarThoroddsens um tilboðhans að gera nýan uppdrátt af kaup- staðarlóð bæarins, kvaðst hann (borg- arstj.) ekki álíta liægt, að afgjöra það mál á fundinum, ætti því að vísa því til einhverrar fastanefndar eða kjósa sjerstaka nefnd til að íhuga það mál, Tr. Gunnarson: »þessu máli ætti ekki að vísa til neinnar nefndar.* Kr. Þorgrímsson kvaðst vera á sama máli og Tr. G. að þetta mál væri svo ónauðsynlegt, að því ætti ekki neitt að sinna. Kvað þá upp- drætti hafa komið að litlu gagni, sem bærinn hefði kostað uppá, væri þó komið æði mikið fjeí þá, kvaðst hyggja að það væri nær um 20 þúsundir og væri ótrúlegt, að þeir uppdrættir væru svo ófullkomnirað ekki mætti nota þá, þess vegnaætti ekki að vera að tala um annað en það, sem ómælt væri. Einhver: Hvar eru þessi kort? K. Þ.: En hjá bæarverkfræðingi, eins og alt annað. Borgarstjóri sagði það vera rangt hjá Kr. Þ., að svo miklu fje hefði verið varið til uppdrátta af bænum, en sagði það orðið óhjákvæmilegl að fá gott kort afbænum, sem hægt væri að fara eftir um það, hvar lóðir Iægju og hversu stórar þær væru. Bæarfógeta væri með því gjört hægara að gefa veðbókarvott- orð um lóðir þeim er óskuðu, en það gæti oft gjört hlutaðeiganda ómögulegt að fá lán, ef veðbókar- vottorð fengist eigi, og þar af leið- andi gæti hann orðið gjaldþrota. í öðru lagi væri lóðar-gjalda-skrá bæarins víða ónákvæm, og væri fyrst hægt að gjöra hana rjetta, þá bær- inn væri uppmældur, oggóðurupp- dráttur komin af honum, og gæti það orðið talsvérður tekjuauki fyrir bæarsjóð. Ef menn athuguðu þettað, kvaðst hann vita að menn sægju hversu málið væri áríðandi. P. G. Guðmundsson sagðist hafa komist að því, að ekki væri hægt að fá vitneskju um lóðir utarlega í bænum án þess að láta mæla þær upp, og væri gott ef bót væri á því gerð. Vildi hann helst, að sá maður væri ráðinn til að vinna að þessu, sem ekki væri lengi að því og ekki væri mjög kaupdýr, NI. Tvefr druknuðu. Þettað einkennilega atvik gerðist, er vatnavextirnir miklu gengu á Englandi um daginn. Tveir lögregluþjónar voru að bjarga; flekinn sem þeir stóðu á, losnaði frá landi og snerist um í straumkastinu, svo að báðir lögreglu- þjónarnir fóru í ána og hurfu í hringiðunni. Klukkutíma síðar kom annar lögregluþjónninn á lögreglu- stöðina. Það lak úr honum öllum og hann tilkynti með sorgblíðri rödd, að fjelagi sinn hefði druknað. Svo fór hann heim að skifta um föt. En varla var hann fyr kom- inn út úr dyrunum, er druknaði lögregluþjónninn kom inn ogsagði með tárin í augunum frá slysinu og að fjelagi sinn hefði druknað. Það leið á all-löngu, áður en hann skildi, hvernig stóð á því, að allir á skrifstofunni veltust um af i hlátri við að heyra sorgarfregnina. Ur bænum. »Ingólfur« kom frá Borgarnesi í gær og með honum margt manna, helst námsfólk. Meðal farþega voru Rögnvaldur Ólafsson, húsagerðar- meistari, sjera Einar Friðgeirsson frá Borg og Natan umboðssali. Yfirdómslögmenn, Ólafur Lár- usson og Björn Pálsson hafa opn- að skrifstofu í Kirkjustræti 12. "VUan aj tawdv Dáinn erjón alþingismaður Jóns- son frá Múla; dó á Seyðisfirði í gærdag. Hann hafði lengi þjáðst áf krabbameini og var skorinn hjer í vor, sigldi síðan, en fjekk lítinn bata. Hann var vel greindur mað- ur og góður drengnr; umboðsmað- ur Zöllners um langan tíma. Hann var með merkari þingmönnum vor- um. Ferðamolar eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. Jeg mun hafa verið heldur skjót- ráður er jeg lofaði Vísi þvi í vor, að segja lesendum hans fráferðum mínum í sumar. Því að vart mundi mjer tími endast nje rúm í blaðinu, ef jeg segði greinilega frá hverri dagleið og hverjum náttstað þær 9 eða 10 vikur, sem jeg ferðaðist í sumar; og því síður mundi þolin- mæði lesendanna endasttil að verða samferða svo tengar leiðir. Tek jeg því fremur þann kostinn að grípa niður hingað og þangað og dvelja lítið eitt hjá þeim endurminniugum ferðalagsins, sem mjer eru ríkastar í minni. Ekki skal jeg verða fjölorðurum nátúrufegurðina, sem svo víða blas- ir við ferðamanninum nje telja upp ótal örnefni fjalla, dala og sveita, er fyrir verða. En samt verð jeg að minnast lítið eitt á dal þann, er mjer hefur þótt einkennilegastur allra dala, er jeg hefi farið. Jeg fór í júlímánuði um Snæfells- nes og inn í Dalasýslu og þaöan til Borgarness. En í stað þess að fara póstleið um Bröttubrekku, kaus jeg heldur að kanna ókunnuga stigu og fara Hítardalsheiði hina gömlu, eða »Bjúginn«, eins og fjallvegur- inn er kallaður nú milli Selárdals í Dalasýslu og Hítardals í Mýrasýslu. Fjallvegur sá er fremur sjaldfarinn á síðari árum, en jeg bjóst við að þar niundi eins margt að sjá og við fjölförnu leiðirnar, enda brást það ekkí. — Og þótt vegurinn væri sagður ógreiðut, vissl jeg afreynsl- unni, að stórgrýti og urðir voru mjer hvergi eins hvimleiðar og á fjölfar- inni póstleið, eins ogt. d. yfirBröttu- brekku. — Það er engin von að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.