Vísir - 22.09.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1914, Blaðsíða 3
VISIR --arpi—-aifta,_.<?)'?._-g)is -’~I ^lt> (5;-y ^jy)&ixáy,l.wS»gv ^r^gyC&jrcod-1^^ SKÓHLÍFAE amerískar og sænskar, nýkomnar. Verö og gæði viðurkent. Ennfremur eru komnir Ennfremur eru nægar birgðir af öllum skófatnaði og alt seit með sama lága verðinu og áður. Það er og verður best að skifta við Láius Gr. Lúðyígsson, Skóverslun, Tvö herbergi eru til leigu á Laugaveg 11. Ágæt fyrir skrifstofur eða lækningastofur. Sólrík og með sérinngangi. Uppl. í verslun Sturlu Jónssonar. Skylda hvers manns er að kynna sér »Vanrækt vandamál þings og þjóðars eftir GUDMUND BJÖRNSSON. Kostar 25 aura. Fæst hjá öllum bók- sölum. 5S6&a\jev$l\xt\ S\&tt\\xx\6ssot\at, Við höfum ekki þaö, sem Þjóð- ' verjar kalla aga. En i staðinn fyrir það höfum við velvild hermann- anna til foringjanna, sem kemur Þeim til að ganga fyrir þá á móti byssukjöftunum út í opinn dauð- ann. Höfum við enga herforingja? Ef til vill ekki. En Þjóðverjar? Hafið þér nokkra? Hverjir eru þeir? En svo að við komum aftur að frönsku foringjunum, þá þekki eg að eins einn, en hann þekki eg líka vel. Það er yfirherforingi vor, Joffre. Eg vil ráða yður til að koma ekki of nærri honum«. Þjóðverjinn svaraði engu. Nú gæti svo farið, að hinn þögli herforingi Joffre sýni honum, hvort foringjar eru til í Frakklandi eða ekki. Hryðjuverkin 1 Antwerpen. þjóðverjar strádrepnlr Maður nokkur er flýði úr Belgíu og kom til Leipzig segir þannig frá: »Aðfaranótt miðvikudags 6. ág. vaknaði eg við háreysti og læti úti á götunum. Þegar eg leit út um gluggann, sá eg mannþyrpingu mikla Þeir æptu og orguðu og réðust að öllu því er þýskt var. Sumir fóru inn í hús sem Þjóðverjar bjuggu í, brutu upp dyrnar, rifu konur og börn, jafnvel sængurkonur, út úr rúmunum, lömdu fólkið með bar- eflum og ráku það út úr húsunum. flýði sem fætur toguðu til að bjarga lífi mínu. Alt fémætt varð eS aö skilja eftir. — Síðan lýsir maður þessi hryðjuverkum Belga í langri grein, kveður þá hafa drepið menn, konur og börn án undan- tekningar. Ýmist hafi þeir stungið fólkið með hnífum eða skotið á það. Búðír Þjóðverja voru brotnar upp og kveikt í sumum. Lögreglan stóð og horfði á og virtist miklu Plæginp:a- maður með góðum hestum og verkfærum er til leigu í lengri eða skemri tíma. Uppl. 1 síma 422. Kartöflur pundið 8 aura og yelverkaður trosflskur f verzl. Asbyrgi Hverfisgötu 71. fremur ánægð. Nálægt 3000—4000 manna höfðu safnast saman á göt- unum þar sem maður þessi var, að því er hann segir. Sumir köst- uðu grjóti, er þeir rifu upp úr göt- unni, snmir kiptu upp girðingum og börðu með þeim. Við illan leik slapp loks mzður þessi á hollensku skipi til Þýska- lands, ásamt þremur félögum sínum. Laukur O g kartöilur. Yersl. Breiðafllik Lækjargötu 10 B. J \ ^t\3\3. Heimskringla í Winnipeg, dags. 20. ágúst, segir svo frá: »Nú eru að fara héðan í stríðið heilar hersveitir, og eru par í íslcndingar, en ekki vilum við hve margir. Hefði verið skemtilegast að hafa þá í hóp út af fyrir sig, en landinn er oft seinn á sér, og gættu menn þess ekki fyr en um seinann. Eínn þeirra, hr. Thor Blöndal, hefur lofað að senda Heimskringlu fregnir þegar hægt er. Hann hefur verið hermaður Bandaríkjanna á Filippseyjum, er af Blöndalsættinni úr Vatnsdalnum, ungur maður og gerfilegur«. Sennilega kunna þeir frá mörgu \ að segja, landarnir, sen auðnast að koma lifandi til baka úr hrikaleg- asta hildarleik, sem háður hefur verið á guðs grænui jörðu. Höliin í Kar patafj öl 1 u n u m. Eftir Jule8 Verne. Frh. Alt í einu var dyrunum hrundið upp . . . mönnum varð hverft við. En það var einungis Patak lækn- ir, og hversu ímyndunarríkir sem menn hefðu verið, þá hefði verið afar erfitt aö taka hann fyrir einn af þessum hættulegu »Lamies«, sem aö birtast í líki ungrar og yndis- Iegrar konu, eins og Hermóður kennarj haföi skýrt frá áður. Þegar sjúklingur hans var dáinn — þaö hafði læknirinn séð með skarpskygni sinni — hafði hann flýtt sér á fundinn í »Mattías kongi«. »Jæja, þarna komið þér Ioksins«, kallaði Koltz hreppstjóri. Doktor Patak gekk á milli manna og heilsaði öllum með handabandi, eins og hans var siður. þvínæst sagði hann með hárri, háóslegri röddu: «Jæja vinir mínir, þið er. uð að tala um höllina, djöflabælið . . . en garmarnir mínir, fyrst að rýkur úr höllinni, því f ósköpun- um má þá ekki rjúka? Það held eg að það rjúki úr Hermóði kenn- ara, og það meira að segja allan liðlangan daginn. . . . Svei mér sem eg held ekki, aö alt þorpiö skjálfi á beinunum af hræðslu. Eg hefi að minsta kosti ekki heyrt tal- aö um annað, þar seni eg hefi vitj- að um sjúklinga. . . . Andarnir hafa kveikt upp eldinn í höllinni, . . . já. hversvegna skyldu þeir ekki gera það. Þeim hefir verið kalt á skallanum . . . eðaskyldu þeirveia að baka brauð handa vinuni sínum hinumegin? Ekkert er cðlilegra, en að þeir verði að hafa eitthvað til að leggja sér til munns, ef það er satt að menn rísi upp frá dauð- um . . . þetta gætu líka verið bak- arasveinar frá himnum, sem hefðu fundið upp á því, að nota höllina íyrir bækistöð sína. Þannig rak hver fyndnin aöra hjá Patak lækni, og lá við, að á- heyrendum hans findist nóg um, er hann henti slíkt gaman aö svo a'varlegum efnum. En menn létu læknirinn rausa út; að lokum spurði hreppstórinn hann; »Þér álítið þá einskis um vert, það sem er aö gerast í höllinni, Iæknir góður?« «Það veit trúa mín, Koltz hrepp- stjóri«. »Sögðu þér ekki einu sinni að þér væruð reiðubúinn til að fara þangað upp eftir, ef nokkur efaðist utn að þér þyrðuð það?« »Eg?« . . . stamaði gamli skottu- læknirinn, því það kom honum illa að vera mintur á þessi orð sín. »Hvað þá — hafið þér ekki hvaö eftir annað sagt þetta?« hélt hrepp- stjórinn áfram. »Eg hefi nú að líkindum sagt það . . . já, það er vist alveg á- reiðanlegt, og . . . ef þið viljið endilega fá mig til að segja það aftur, þá. . . .« »Við viljum Iáta þig standa við það«. »Standa við það«. »Já«, bætti Koltz hreppstjóri við, »við efumst ekki um, að þér efnið orð yðar. Vér vitum að þér eruð enginn heigull og þér hafið altaf komið okkur fyrir sjónir svo, sem þér væruð ekki hræddur við neitt milli himins og jarðar. Og nú ætl- um við einmitt að biðja yður, að ganga úr skugga um, hvað er að gerast í höílínni«. »Já — en þið skiljið þó vinir mtnir . . . já, auðvitað gjörið þið það . . . en svona uppástunga . ..« »Nú já, því er þá svona varið um yður læknir«, sagöi veitingar- maðurinn, «það lítur út fyrir að þér svíkið, og ef svo er förum vér þessa als ekki á leit við yður. Viö verö- um þá að álíta, sem það sé kjark- leysi að kenna«. »Haldið þið að það sé af kjark- leysi?« »Það er það áreiðanlega*. «Nú takið þér of djúpt í árinni, Jónas«, greip hreppstjórinn fram í samræðuna, er hann sá að læknir- inn var kominn í klípu. Síðan bætti hann við: »Mér finst ekki rétt að bregða Patak vini voruni um hugleysi. Við vitum allir að hann er maður sem efnir orð sín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.