Vísir - 20.10.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 20.10.1914, Blaðsíða 1
1203 V I S I R Stærsta, besta og ódýrista blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. Mánuður 6C au Ársií.kr.t,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 21/* doll. VISI V I S I R kemur út kl. 8]/* árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- •tr.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri: GnnnarSigurð88on(fráSela- læk). Til viðt.venjul. kl.2-3eiðd. Þriðjud 20. okt. 19l4s Uáilóð árd. kl. 5,40‘ síðd. kl. 6,5 Afmæli á morfun: Anna Christensen frú. Guörún Zoega. Ragnhildur Guðniundsdóttir húsfrú. Bjarni Jónsson prestur. Brynjólfur Björnsson tannl. S t ú k a n Verðandi Funaur í kvöld kl. 81/,, Heimsækendur væntanl. Félagar fjölmenni. Æ. T. G A M L A B í Ó Lifandi lík. Sorgarleikur í 4 þáttum eftir mesta rlthöfund Rússa. Myndin er leikin í Rúss- landiá sömu slóðum sem Tolstoj sjálf- ur hafði hugsað sér. Myndina hafa leikið 1. flokks ítalskir leik- arar frá þjóð- leikhúsinu í Rómaborg Leó Tolstoj. gtiT Þessi kvikmynd er snildarlega vel gerð og leikin. Þetta er mynd sem vert er að sjál Sýningin varir rúma klukkustund. Betri sæti tölusett 50 au. Alm.sæti 30 au. Pantið aðgöngumiða í síma 475, opinn allan daginn ti! kl. 7. Eftir kl. 7 er venjulega bílætasalan opin. Símskeyti London 18. okt. kl. 8„, e. h. Opinberlega er kunngjört að tjón Breta í tjúg- ara-vlðureigninnl hafi verlð 5 menn særðir og dálítll skemd á skipum. Opinber fregn frá Parfs segir að Belgjaher hafi kröftuglega hrint af áhlaupum Þjóðverja á staðinn þar sem farið er yfir ána Yser. Bandahersveitir hafa tekið aftur Armentiers. Sumstaðar í miðjunni hefir bandaher mlðað áfram og sömuleiðls milli Arras og Oise. aVvtv v kjallaiadeild <SSvomsetv$. I. o. G. T. St Bifrösf • y> nr. 43 heimsækir st. »Verðandi« nr. 9 þriöjudaginn 20. þ. m. kl. 9 síðd. Allir félagar stúkunnar eru beðnir að mæta viö það tækifæri. MEÐAN DREPSÓTTÍN GEYSAE Fagur og tilkomumikill ástarleikur í 5 þáttum, leikinn af ágætum leikurum, t. d. CARLO WIETH og C. LAURITZEN og dansmeynni heimsfrægu og óviðjafnanlegu' Riía Sacchetto. Leikurinn fer fram á Indlandi, sumpart í herbúðum Englendinga, sumpart innan um drepsóttarhreysi innlendra manna. Sýningin stendur yfir hálfan annan klukkutíma og kosta aðgöngumiðar 0,50, 0,40 0,30. K 7W £awd W aítvota. Rangárvallasýsla býður fram til byggingar, helst handiðnamanni, skósmið eða söðlasmið, land í Djúpadal við brúna á Eystri-Rangá ca. 33 hektara (100 dagsláttur) að stærð, með rétti til veiði í ánni. j, u Lysthafendur snúi sér til undirritaðs. Efra-Hvoli 19. okt. 1914. jEyÍYtpwi *19\gjússon. BÆJARFRETTIR Pollux fór í fyrri nótt vestur og norður um land. Meðal farþega voru Kolbeinn Þorsteinson og Hjalti Jónsson til Akureyrar, frú María Gísladóttir frá Bolungarvík o. fl. »President« botnvörpungur kom hingað í gær. Hafði verið við veið- ar um priggja vikna tíma fyrir vestan land og fiskað fremur vel. Tekur hann hér kol og heldur svo heim til Englands. f Eulalía Guðmundsdóttir Hverfisgötu 84 Iést 18. þ. ,m. úr heilabólgu, 15ára. Mesta efnisstúlka. Gamla Bíó sýnir nú mjög merki- Iega mynd,sem samin er upp úr einni af hinum frægu sögum Leó Tolstojs. Ceres fór til útlanda í gærg kvöldi. Meðal farþega voru: Jóhs. Kjarval málari, Guðjón Samúelsson, frú Þórunn Petersen dóttir Árna Nikulássonar, alfarin til Khafnar; og Jón Norðmann píanóleikari. Til Vestmannaeyja Gísli konsúll, Gunnar Ólafsson kaupmaður með frú sinni, Árni Sigfússon kaupmaður, Kristján Gíslason o. fl. Umboð hafa þeir Blöndahl og Siverisen útvegað sér fyrir hið mikla kornútflutn.-firma, Quaker Oats, hið sama firma er velferð- arnefndin verslaði við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.