Vísir - 25.10.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 25.10.1914, Blaðsíða 3
V I S I R F a n g i n n . I klefanum situr hann hnípinn og hljóöur og höndunum styður að kinn. Hann hugsar til gamallar góðiar móður sem grætur nú dreginn sinh. Hann hugsar til konunnar ástríku, ungu sem ódæma sorgina ber — og smánar byrðina, bitru, þungu. og — barnið — í faðmi sér. Hann sér þenna litla, Ijóshærða hnokka og litbjarta — í huga sér. Hvernig hann hleypur um staura og stokka og stendur á mömmu hné. Hvernig hann ólmast og iðar og spriklar og andar og hjalar lágt. Hvernið hann berst um og brýrnar hnyklar og brosir og hlær svo dátt Það hafði verið áform hans insta afli aö verja og fé, til þess að láta hið mesta og hið nrnsta móður og konu í té. Og Ijóshærða hnokkann sinn verja hann vildi fyrir voða hverjum og þraut. Lífi hans í æsku lyfta hann skyldi og leiða hann á framfara braut. En svo kom freistnin og fjötraði hans huga að fæti hans snörunni brá. Hann vildi ei Iáta sig beygja eða buga, og hann bægði henni margoft frá. En freistnin var þung og efld að afli og illsleipt var framundan svell. Hann jafnvægið misti á skarhálum skafli, hann skrikaði í spori og — féll. Og réttlætið þaut þá í flýti á fætur í fjötur reirði hann hörð. Því skildist það mundu hinar bestu bætur að beygja hann æ dýpra að jörð. Það áleit að bolmagn hans yxi og styrkur við iilmensku hegning og böl. Það fleygði honum útí hin ystu myrkur, og eitraði alt líf hans með — kvöl. Ljósið er slökt. Nú legst hann niður á lélegan hálmdýnu beð. Hann hallast á vangann og bæn sína biður, og byrgir sig löfrunum með. Þjáningin linast, limirnir dofna, hann liggur grafkyr um stund. Hve feginn vildi hann sofna, sofna hinn seinasta, eilífa blund! Nú hreifist hann aftur. Öxlin yptist, á augnabliksfriönum er lát. Brjóstið þrengist, og barmurinn lyftist, — nú brýst öll hans kvöl útí grát. Hann byrgir andlitið báöum höndum og biður um svefn og þrótt. En fáir líkna hinum fallna í böndum. — Nú færist aö andvöku nótt. • • Drottinn, vor Guð! Lyftu oss hærra, hærra! Hjálpa oss um leiðandi mund! Kendu oss að meta heilt mannslíf stærra og meira en vörupund! Gef oss þrótt til að bæta hinn breiska með góðu, og bera honum þekkingar lind. Láttu oss ei gerspiila (engur vors bróður lífi — fyrir augnabliks synd! Skýr vora sjón, gef oss matmúð meirí, meira af kærleika og yl! Hjálpa oss að bjarga hinum brákaða reiri, og bæta hvert mein sem er tií! Drottinn, vor Guð! Lyftu oss hærra, hærra! Hrek þú vort andleysi á bug! Signdu vort líf, gjör það sólmeira, stærra! Signdu hverf verk og favem hug! María Jóhannsdóttír. :*c * * §*- 3 & hjá Jóni Björnssyni & Co. fáið þér vandaðar og ódýrar vefnaðarvörur. Miklar birgðir nýkomnár, þar á meðal bestu léreft- in I borginni a m. fl. Utsalan á okkar viðurkendu s j ö 1 u m hættir ura mánaðamótin. Geríð svo vel að koma t tíma til að sæta Uegsta verðinu. • Jón Björnsson & Co. .......... * * Kálmeti! Svo sem: Hvftkál. Rauðkál. Selleri. Rauðbeður. Gulrætur. Blómkál. Purrer. Asier. Piparrót. Laukur ágætur, 30 aura kgr. Kartöflur þær bestu í borginni. 61 ^atarve^l. ^ómasar ^ÓYis^otvat. Sími 212. Bankastræti 10. IO-EAFÍ) EB BEST SÍMI 349 gartvig ^ielsen. m Skrlfstofa Elmsklpafjelags fslands, i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.