Vísir - 26.04.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 26.04.1915, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R §^r JDtéfcWB SanUas’ ^Uxvt^ s\hot\ o$ feaxxypaxnw. S^m\ \9ö. Þrátt fyrir verðhækkun á efni, selur E Y V. ÁRNASON lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar L í k k i s t u r Lítið á birgðir mínar og sjáið mismuninn áður en þér festið kaup annarsstaðar. Sími 44. Dei kgl octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nieisen. Véla-Tvistur. Járn alls konar. Segldúkur ódýr Bátasaumur Málning Carbolineum Dæksglös Stáívír (allar stærðir) alt nýkomið til Slippfélagsins* Það borgar sig að halda til haga öllum gömlum ullartuskum. Pær eru keyptar háu verði í VöruMsinu. Ðrekkið Píisner Carlsberg Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar. Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Oísen. •'■'i •■f xv Áreiðanleg, dugleg og vönduð stúlka, sem vel er að sér í skrift og reikningi, getur fengið góða atvinnu við eina stærri vefn- aðarvöruverslun hér í borginni. Umsóknir með eiginhendi merkt »1000«, sendist skrifstofu Vísis. 4Í r C Atvmna. Nokkrir duglegar stúlkur geta fengið góða og langa atvinnu á Norðfirði í sumar hjá undirrituðum. Pœr sem eru vel fljótar að beita og fletja, fá mjög hátt kaup. GísIS Hjálmarsson, Hafnía-Lageröl og Pilsner fæst í Versl. »H I í f« Grettisgötu 26. Sá sem versiar í NÝHÖFN í ákg, kaupir áo efa sér í hag! Expori-kaffið ágæta (kaffikannan), nýkomið í VersL H I í f, Grettisgötu 26. ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómsögm. Pósthúsrir. 19. Sími 215. Venjulega heinia kl.l 1— 12 og 4—5 Bogi Btynjélfsson yfirrjettarmálaflutningsmaðnr. Skrifstofa Aðalstiæti 6 (uppi) Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd, Talsfml 2SO. Líkkistur ást með öllum vanalegum litum af ýmsri gerð, einnig úr eik, sléttar eða skornar ef óskað er. Helgi Helgason, Hverfisgötu 40 (áður 6). Sími 93. Prentsmiðja Gunnars Sigurðssonar. ^aupxð ’ót ^§\W §feaWa$t\msson. §\m\ Skrykkjótt gifting. (Ensk saga.) Frh. Það var eins og sprengikúlu heföi slegið niður mitt á milli þeirra, er frammi í stofunni voru. Mon- tagne Smith litli féll saman í h*g. indastólnum sínum, og muldraði um leið svo varla heyrðist: »Enn- þá einn.« Frúin snéri sé forviða að Law- rence og smiðurinn glápti á hann, án þess að 'skilja neitt í neinu. »Eg segi, hvað hafið þið gertaf ungu stúlkunni, sem er — — sem var — meina eg — inni í skápn- um.« »Ungu stúlkunni! í skápnum?« spurði smiðurinn og glápti inn í hann, eins og hann byggist við, að finna hana í einhverju horninu, eins og týndan tfeyring. En svo birti alt í einu yfir andliti hans, hann leit meðaumkunar- og spurnar- augum á hin rykugu föt Lawrence’s og hinn æsta svip hans, sneri sér að Mrs.'Montagne Smith ogsagði: »Auniingja maðurinn. Það er hit- inn, held eg. Hann er bandvitlaus.« »Já, einmitt*, svaraði frúin. »Hann er áreiðanlega vitskertur.« »Nei, fari það, ef eg er vitlaus*, hrópaði Lawrence, »en eg verð það bráðuui. Hver« vegna getur þessi litli bjáni ekki talað? Eg er viss um, að hann veit um þetta.« Lawrence stappaði í gólfið og benti á hinn ógæfusama Montagne Smith, en hann leit mjög svo vand- ræðalega út og þurkaði án afláts svitann af enni sér. »Eg — eg veit ekki, hvað þér meinið«, stamaði hann hægt. »HugSÍð ekki um hann, herra«, svaraði smiðurinn, »talið þér bara eins og hann vill heyra, það á maður altaf að gera við vitfirringa. Hvaða stúlka er það, semþéreigið við?« spurði hann Lawrence. »Það er kærastan mín«, svaraði málarinn stillilega. »Hún kom hing- að inn í herbergið í þessum skáp, og nú er hún horfin.« »Eg neita því«, sagði húsbónd- inn »Millu mamma, láttu sækja lög- regluna, þessi vitfirringur getur myrt okkur öl! saman.« Hann þurkaði altaf stöðugt angistarsvitann af glans- andi enni sér. »Eg er ekki vitskertur, og meira að segja, eg get sannað, að stúlkan hefir verið hérna. Hún hefir auð- sjáanlega verið hér í herberginu, því eg hef fundið lykilinn aðskápn- um. Hann lá á gólfinu alveg við dyrnar að fataherberginu.« »Það er ósatt«, stamaði Montagne Smith. »John! Komdu hingað!« kallaði Lawrence, og öllum til mikillar undrunar, kom hmn æruverðugi prestur fram, í prestshempu, en mjög rykugur og á sokkaleistunm. í hendinni hélt hann á lyklinum, sem strax sýndi sig að gekk að skápnum »Leyfið mér að útskýra þetta fyrir yður, frú mín, sagði prestur- inn. Vinur minn og eg erum hvorki innbrotsþjófar né strokuvitfirringar, eins og þér mættuð ímynda yður, við erum algerlega eins og fólk er flest. Vinur minn, er málarinn Law- rence Smith, og nafn mitt er John Kelby. Eg er prestur í Sytton. Við höfðum mikla ástæðu til aö ímyuda okkur, að ung stúlka, kærasta vinar rníns, sem eg átti einmitt að fara að gifta honum, hefði falið sig í skápnum, sem farið var með yfir til ykkar.« »Æ!« hrópaði Mrs. Montagne Smith, »nú man eg eftir yður, þér voruð úti í herbergjunum, semskáp- urinn var fyrst borinn upp í. En hvað er þá orðið af aumingja stúlkunni?« «Eg hélt — eg hélt, að hún væri innbrotsþjófur, og svo viidi eg ekki hræða þig, elskti Milla,oglokaði hana inni í gestaherberginu, þangað til hægt væri að ná í Iögregluþjón«, stamaði sykurprinsinn og þorði upp á engan að líta. »í guðsbænum! Aumingja stúlk- an| Flýttu þér upp og sæktu hana, sykurmaður, hún hlýtur að vera alveg eyðt‘ögð.« Mr. Montagne Smith lét ekki segja sér þetta tvisvar, en flýtti sér upp, til að losa fanga sinn úr prísundinni, og skýra henni frá málavöxtum, eins og auðið var.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.