Vísir - 27.05.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1915, Blaðsíða 2
V i S » H VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 12-2. Sími 400.— P. O. Box 367. ,Vonbrigði Þjóðverja*. Tímarnir breytast. ---- Nl. Af þessum ummælum má sjá veðrabrigðin, vonbrigðin, ef svo er litið til alls þess, sem gert hefir verið með opinberum tilkynningum og prentbanni til þess að taia kiark í þjóðina. En upp úr þessum von- brigðum sínum hafa svo Þjóðverj- ar, í trássi við sjálfsögðustu alþjóða- lög, tekið upp á því, að vinna and- stæðingum sínum efnatjón á sjó með þeim hætti, að hlutlausum lönd- um gat stafað jöfn hætta af. Þeir h rfa tekið upp óheyrða sjóræningja- aðferð, að granda varnarlausum skip- u.ti úr launsátri (með neðansjávar- bátum). Þjóðverjar hafa kunngert það, að á þeim degi, sem þeim Ienti sam- an við Breta, myndu þeir gereyða b. eskum siglingum og verslun og svelta landið með þeim hætti. En hvað hefir þeim svo orðið á- gengt ? Af 7 beitiskipum, er þeir sendu í öndverðum ófriðnum til höfuðs breskum skipum, er nú ekki eitt einasta eftir. Að vísu hafa þessi skip þeirra sökt 67 skipum og orðið þannig allmikils tjóns valdandi, en á móts við verslunarmagn Bretlands á þessu tímabili nemur þetta tjón að eins rúmum V2V0 — eða 0,68. Hins vegar væri og gaman að bera saman kostnað þýsku loftfar- anna og tjón það, sem þau hafa valdið. Sá samanburður yrði ekki til fremdar Þjóðverjum. Manntjónið hefir að mestu verið fólgið í því, að þeim hefir tekist að sálga nokkr- um konum og börnum og öðrum saklausurn mönnum. En nú hefir bardagaaðferð Þjóð- verja komið þeim út úr húsi hjá Hollendingum, er þeir þó hugðu sér vinveittasta allra hlutlausra þjóða. Reið um albak, er þeir grönduðu hollenska kaupfarinu »Kutwijk«. Þá kröfðust Hollendingar þess í Berlín, að slíkt kæmi ekki oftar fyrir. Hol- lenskur ritstjóri mótmælir í blaði sínu þ. 9. apríl árásum neðansjáv- arbátanna þýsku. Farast honum orð á þessa leið: Menn geta þó ekki leyft sér alt, enda þótt í ófriði sé. Er ekki úr vegi að minnast þess nú, sem fulltrúi Þýskalands á friðarfundinum í Haag 1907, v. Bieberstein, sagði þá um þessi efni: Hernaður lýtur ekki eingöngu sett- um alþjóðalöguni, heldur kemur þar og annað til greina, en það er sam- viska og almenn greind. Meðvit- undin um alþjóðaskyldur og mann- úð er besta tryggingin. Eg þori að fullyrða, að þýskir sjóliðsforingj- Boðsbréf að »Iðunni« hafa verið send út í dag. Þeir sem ekki kynnu að hafa fengið boðsbréf, en vilja skrifa sig fyrir ritinu, geta skrifað sig fyrir því hjá bóksölum bæjarins eða dagblöðunum (Morgunblaðinu og Vísi). Frikirkjan. Það fólk, innan Fríkirkjusafnaðarins, sem vill taka þátt í stofn- un söngfélags, tii þess að halda uppi söng við guðsþjónustur safnaðarins, geri svo vel að gefa sig fram hið fyrsta við organ- istann. Hann verður að hitta í því skyni í Fríkirkjunni á. þriðju- dags- og föstudagskveldum kl. 8V2 síðdegis. Stjórn Fríkirkjusafnaðarins. ar munu út í æsar uppfylla allar skyldur mannúðar og menningar, og í þeim efnum stendur engin þjóð framar þeirri, sem eg hefi þann heiður að teljast til og hafa um- boð fyrir hér. (Þýtt úr iBuIletin des Francais«, 15. apríl 1915). 11 a I í a. Þá mun það loks vera fram kom- ið, sem lengi var búið að býsna fyrir: Eina Evrópustórveldið, sem enn var hlutlaust, þeirra,. er veru- lega mikinn herafla hafa, er nú gengið I stríðið. Áður en heimsstyrjöldin hófst, hét svo, að Ítalía væri í bandalagi við Þýskaland og Austurríki. Það bandalag var frá tímum Bismarks og aldrei verulega eðlilegt, því að Austurríki hefir Iöngum verið böð- 11II Ítalíu, og situr enn að löndum, sem ítölsku-mælandi menn byggja og ítalir þykjasí eiga kröfu til. Og aldrei var þetta nema vamarsam band, og það notuðu ílalir fér, er til ófriðar kom, því að Þjóðverjrr urðu fyrri til að slíta friðinum, en bandamenn, og þóttust ítalir þá eigi skyldugir til þess, að veita þeím vígsgengi. En ekki var nóg með það. Brátt tóku Italir að krefjast landa af Aust- urríki, ef þeir ættu eigi að snúast gegn því. Þá sendu Þjóðverjar duglegasta samningamann sinn, v. Búlow, til Rómaborgar, og hefir síðan staðið í samningaþófi, svo sem áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu. Hefir aldrei gengið né rekið og þýsk blöð ætíð verið við því búin að jafnar líkur væru til, hvorstveggja, en blöð bandamanna talið dagana, þangað til Ííalía gengi í lið með þeim. — Ráðuneytið ítalska þóttist vera stranglega hlut laust, en sífelt var þó vígbúist af kappi. Æsingar voru afarmiklar í landinu, og vildu flestir veita banda- mönnum, enda margir sjálfboðar þaðan gengnir í lið þeirra. Nú fyrir skömmu hefir t. d. Annuntio, frægasta skáld ítala, haldið bloss- andi hvatningarræður til landa sinna við hátíðahöld til minningar um Garibaldi, þjóðhetju ítala. Senni- lega hefir og eitthvað sérstakt orðið til tíðinda nú í þessum niánuði, sem riðið hefir baggamuninn, þótt vér vitum það eigi enn þá, því að fyrir skemstu hefði það eigi þótt sjálfsagt, að til ófriðar drægi, þótt Salandra væri fengið alræðisvald, svo sem sagt var í skeyti til vor á dögunum. — Þ, 12. þ. m. átti þingið að koma saman, en þá var því frestað til þess 20., og þá hafa úrslitin orðið, þegar er þingið kom saman. En áður höfðu gengið sögur um það, að enda þótt Aust- | urríki hefði boðið hin glæsileg- ustu boð snemma í þessum mán- uði, hefðu þó samningarnir þá ver- | ið að stranda og Þjóðverjar flúið land í Ítalíu og ítalir á Þýskalandi. Þótti Þjóðverjum þetta benda til þess, að ítalir væru þegar bundnir föstuni sarnningum við bandaþjóðirnar. Það er enginn hægðarleikur fyr- ir oss, að spá í eyðurnar um það, hverjar verða muni afleiðingarnar af þessum nýju stórtíðindum í stríð- inu, meðan ekki eru einu sinni til vor komnar neinar yfirlitsgreinar útlendra blaða um það efni. Það ætti að muna mikið um þáttöku ftala, því að þeir eiga 4. öflugasta herskipastólinn í Evrópu, og land- hernum geta þeir komið upp í eitt- hvað á 4. miljón. Allmikið af því liði munu þeir þurfa til þess, að verja Langbarðaland, því að þar gætu þeim orð.ð innrásir hættuleg- ar, en mesta liðsaflann er líklegt að þeir sendi austur um Adriahaf, til þess, að sækja á lönd þau, er þeir vilja ná af Austurríki. Má og vera að þeir sendi nokkurt lið til hjálp- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d íslandsbanki opinn 10-21/,, og 5V2-7 K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8V2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 11 -21/, og 5'/,_,. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1 síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-6' Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ar bandamönnum, annað hvort til vestur-herstöðvanna, eða þá austur á Gallipoliskaga gegn Tyrkjum, eft- ir því, hvar þess þykir mest þörL Nú vaknar sú spurning hjá flest- um, hvort þetta muni ekki fiýta fyr- ir endalokum ófriðarins, Það er undir tvennu komið. Fyrst og fremst því, hve du glegir ítalir reyn- ast. Allhraustir menn munu þeir vera, margir hverjir, einkum í fyrstu skorpunni, en margt er þar þó ruslaralýðs. sem óvíst er hvernig reynist. í öðru lagi er afarmikið undir því komið, hvernig Balkan- ríkin snúast við þessu. Vera má að þau hallist á sömu sveifina og hugsi sér að þau muni ekki taka steininn í staðinn hjá bandamönn- um, en hitt er iíka hugsanlegt, að þau sjái ofsjónum yfir gengi Ítalíu þar eystra, ef hún yrði Balkan-stór- veldi, og snúist gegn henni, fleiri eða færri, og þá gæti bandamönn- um orðið tvísýnt happ að fylgi hennar. Hvað sem öðru líður, er það ekki líklegt, að Þjóðverjar séu upp- gefnir að sinni, jafnvel þótt nú virðist þunglega horfa fyrir Aust- urríki. Það er ekki svo hlaupið að því, að sækja inn á Þýskaland. Mestu gæti það ef til vill munað, að Þjóðverjar eru nú enn frekar en áður útilokaðir frá samgöngum og viðskiftum við umheiminn. Ef nokkuð vinnur á þeim, þá verður það hungriö. Beyktur LAX §m\x% fæst í Liverpool. Prentsm. Gunnars Sigurðssonar,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.