Vísir - 02.07.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 02.07.1915, Blaðsíða 1
Utgefaudi: HLUTAFELAG. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. VÍSI Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMI 400. 5. á r g ■ Föstudag inn 2. júií IS15. 202. tbl. GAMLA BIO Andlitið á glugganum. — GYLDEN DALS-FILM — Áhrifamikill sjónl. í 3 þáttum. Aðalhlutv. leika: Holger Reenberg og Poul Reumertl Dýrtíð og andvaraleysi. Landsmenn allir hafa nú um lang- an tíma fengið að kenna á dýrtíð- inni. — Allar útlendar vörur hafa stígið gífurlega í verði og eru alt af að stíga. — Nú eru innlendu af- urðirnar einnig komnar í geypiverð, svo að framleiðendur í landinu þurfa líklega ekki að kvarta svo mjög yfir dýrtíðinni. — Fiskur upp úr salti seldur á 20 aura pundiö, ullin á kr. 2,50, og loks hefir frélst, að kjötverðið muni verða helmingi hærra í haust, en venjulega. Slátur- félaginu hafa þegar verið boðnir 45 aurar í pundið af sauðakjötinu hér á staðnum, svo líklegt er, að það verði ekki undir 50 aurum í haust. Alt er þetta blessað og gott fyrir bændur og útgerðarmenn — en hvað er um allan almenning í kaup- stöðunum og þurrabúðarmeiin um land alt ? — Hvernig er útlitið fyrir Reykvíkinga ? Vér fáum ekki betur séð, en að hér sé hreinn voði á ferðum. En — ekkert er þó gert. — Menn rífast um ríkisráöið, eins og lífið liggi við, en engum dettur í hug að gera neitt til þess, að af- stýra bjargarskortinum. Botnvörpungarnir eru nú að hætta fiskveiðum, þeir innlendu; erlendir botnvörpungar eru hér engir og geta Reykvíkingar þvf ekki lifað á þeim í sumar, eins og þeir eru vanir. Bærinn er að verða fisklaus. Á nú ekki almenningur heimt- ingu á því, að eitthvað sé gert til þess að fyrirbyggja vandræði? Vilja ekki Reykvíkingar krefjast þess af bæjarstjórninni, að hún leyti einhverra ráða ti! þess að sjá hoiv- um fyrir fiski ? Bærinn hefði ált að vera búinn að eignast botnvörpuskip fyrir löngu. — Eftir reynslunni er það ekkert glæfrafyrirtæki, að gera út botn- vörpuskip, og þótt bærinn græddi ekki eins á útgerðinni og alment gerist, þá mundi hann græða nóg til þess, að hann gæti staðið sig við að selja bæjarmönnum fisk með vægu verði. Nú er hægðarleikur að fá skip, því að ófriðarþjóðirnar geta lítið gagn haft af sínum skipum. Og þótt fiskur sé ekki mikiil nú í svip- inn, þá er enginn efi á því, að fiskverðið er svo hátt, að það sem kynni að tapast á útgerðinni í fyrstu, græðist á skömmum tíma, þegar fer að fiskast vel. í öllu því andvaraleysi, sem hér ríkir, er það líkast skröksögu, að einn einstakur maður skuli hafa lagt annað eins á sig fyrir alrnenn- ingsheillina eins og Guðmundur Guðmundsson, sá sem er að leita að kolunum. — Það er ósanngjarnt að ætlast til svo mikillar ósérplægni af einstökum mönnum. — Og hví- líkan kinnroða mættum vér allir bera fyrir honum, sem heiina sitjum og gerum ekkert til þess að afstýra þeim vandræðum, sem óumflýjan- lega dynja yfir okkur, ef ekkert er gert. Það væri auðvitað huggun, ef Guðmundur fyndi kolin, því þá getum við þó soltið heitir í vetur. Afmæli á morgun. Guðf. Guðnadóttir húsfrú. Ottó V. Ólafsson trésm. Ásgeir Eyþórsson verslunarm. Hallbjörn Halldórsson prentari. Dómh. Ásgrímsd. hnsfrú. Oddný Einarsdóltir ekkja. Salvör Guðmundsd. húsfrú. Guðr. Helgadóttir húsfrú. Felix Guðmundsson skósm. Ásta Árnadóttir málari. Ófeigur Vigfússon prestur. Afmæíiskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. »FI6ra« kom hingað í gær um kl. 5, austan um land, og fór aftur héöan í nótt, áleiöis til ísafjarðar. t Öfriðarmyndir0 Nýjar afbragðs myndir frá herjum allra ófriðarþjóðanna. — Þar á meðal hin fræga kvikmynd: Orrusta í Vogesafjollum. f opinberum skeytum frá bresku utanríkisstjórninni sem birtust í Morgunblaðinu, stóð þessi klausa 18. febrúar: >Franskír fjallahermenn unnu mlkið hreystlverk, er þelr tóku 937. hæðina hjá Hartmannsweilerkof«. Myndin er af þeirri orrustu og hún er sönn. Það er hin eina kvikmynd, sem til þessa hefir náðst af virki- legri orrustu og hefir hún hlotið fádæma lof í breskum blöðum. Nýja Bíó tókst það að ná í myndina, þótt eigi vœri hlaup- að því, og sýnir hana í kveld og næstu kveld. Þingmennirnir: Björn Hallsson á Rangá, síra Björn Þorláksson, Jón Jónsson á Hvanná, Steingrímur Jónsson sýslu- maður, Slefán skólastjóri Stefánsson og Þórarinn Benediktsson í Gils- árteigi komu hingað á »Flóru«, og auk þeirra höfum vér heyrt þess getið, að síra Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi komið með skipinu. Great Admirah fór til Englands í nótt. Höfnin. í gær var byrjað að reka niður staura fram af bæjarbryggjunni vest- ur . eftir svo langt, sem aðal-haf- skipabryggjan á að ná, og verður þá sjálfsagt hvað af hverju byrjað á uppfyllingunni á því svæði. Battaríis-uppfyllingunni verður nú haldið áfram, eftir að hafnarnefndin hefir komist inn á samninga við Timbur- og Kolaversl. um það. Spjöll þau, sem talið er að verða muni á lóð Timbur- og Kolaversl. við uppfyllinguna, hafa verið metin á 4000 krónur, en yfir- mats hefir verið óskað. Hafnarumsjónarmaður. Á bæjarstjórnarfundi í gærkveldi var samþykt, að skipa sérstakan um- sjónarmann meö höfninni frá 1. okt. n.k. með 2000 króna launum fyrsta árið, en úr því 3000 kr. Nýja motorslökkvidælu með áföstum stiga, ákvað bæjar- stjórnin í gærkveldi að kaupa, — Dælan á að gefa 600 lítra af vatni á mínútu. — Dælan sem keypt var í vor gefinr 450 litra. Tryggva Gunnarssyni þótti það allmerkilegt á bæjar- stjórnarfundi í gær, að annar mað- ur var honum sammála um eitt mál — og orðlaus varð hann þeg ar hann sá, að ekki var nóg með það, heldur var tillaga hans í mál inu samþykt með 5 atkv. gegn 3. Tillagan var sú, að laun umsjónarm. hafnarinnar yrðu aö eins 2000 kr. fyrsta árið, en ekki 3000 kr. þegar frá byrjun. Sagan, sem nú er að byrja í Vísi, þyk- ir fádœma »spennandi«, enda er hún eftir sama höf. og »Cym- belína hin fagra«, sem eldri les- endur blaðsins kannast við, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. Veðrið í dag. Vm. loftv. 759 a.st.gola“ 8,0 Rv. “ 759 a. gola “ 10,2 íf. 761 a. gola “ 10,1 Ak. “ 761 logn “ 9,8 Gr. “ 725 logn “ 10,0 Sf. 762 Iogn “ 7,3 Þh. “ 764 s.a.kul “ 10,0 Bæjarstjðrnarfuudur. Byggingarmál. Auk þess markverðasta, sem gerð- ist á bæjarstjórnarfundinum í gær- kveldi og getiö er annars staðar f blaðinu, má geta þess, að Stjórnar- ráðið hafði sent bæjarstjórninni til umsagnar beiðni frá B. H. Bjarna- son, kaupm., um að ónýtt yrði byggingarleyfi Þórðar úrsmiðs Jóns- sonar (til að reisa nýtt hús á lóð sinni við Aðalstræti 9), sem mest þjarkið varð út úr fyrir skemstu. — Það var upplýst á fundinum, að eiginlega á B. H. B. að byggja eldvarnarvegg við suðurhliðina á húsi sínu, vegna þess að það er bygt rétt á lóðarmörkum. Það virð- ist því auðsætt, að ekki er í nokkru gengið á rétt B, H. B. með bygg- ingarleyfi Þóröar, og sá bæjarstjórn- in enn ekki ástæöu til þess, að leyfið yrði tekið af Þórði, Framh, á 4. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.