Vísir - 24.12.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1915, Blaðsíða 3
VÍSIR VISIR A f g re 1 ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. lnngangur írá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ú. 1—3. Simi 400.— P. O. Box 367. Frá upphafi. Upphaf heimsins. I upphafi skapaöi guö himinn <og jörö —■ segja trúarbrögöin. En ■menn þykjast hafa rekið sig á, að ýmsar kenningar trúarbragö- anna um heiminn séu rangar, og þeir hafa þvi færst þaö í fang aö rannsaka, hvernig jöröin hafi orö- iö til; ekki af því aö þeir teldu þaö óhugsandi, aö guö héföi skap- að heiminn, heldur af því, að þetta upphaf, sem var ekkert annaö en guð, er þeim óskiljanlegt. — Og upphafiö veröur þeim alt af óskilj- anlegt, og rannsóknirnar sanna hvorki né ósanna sköpun guðs á heiminum. í sögu heimsins geta menn ekki hugsað sér neitt upphaf og engan ondi, að eins breytingar. Og mann vita, aö á jörðinni hafa oröiö af- skaplegar breytingar frá því er hún fyrst varð til. — Heimurinn hefur alt af veriö til, en jöröin, eins og hún er nú, hefir ekki alt af verið til. ' Aðallega er haldið fram tveim kenningum um það, á hvern hátt jörðin hafi orðið til og á sama hátt hugsa menn sér, að allir hnettir í öllum sólkerfum hafi skapast. Þessar tvær kenningar eru kall- aðar: Frumþokukenningin og loft- steinakenningin. Frumþoku-kenningin getur þess til, að sólkerfið hafi upphaflega — ef um nokkurt upphaf getur verið aö ræða — verið einn þokuhnött- Xir, sem hafi snúist eins og sólkerf- ið snýst nú. Þessi þokuhnöttur var avo heitur, að efnin í honum gátu ekki tekið á sig fast form. Eins og menn vita, þurfa sum efni til- tölulega lítinn hita til að breytast í loft -— gufa upp, önnur þurfa 'meiri. Þessi þokuhnöttur, sem sveif í geimnúm, kólnaði smátt og smátt. Geimurinn í kringum var kaldur. En eftir því sem hann kólnaði meira, dró hann sig meir saman, eins og vatnsgufan þéttist við kuldann og verður loks að vatni, en einn pottur af vatni tekur mörg- urn sinnum minna rúm en vatns- gufa, sem myndast af einum potti af vatni. Eftir því sent þokuhnötturinn dróst meira saman, minkaði, eftir því óx snúningshraðinn, og loks varð snúningshraðinn svo mikill á miðbaugnum, að miðflóttaaflið varð þar jafnmikið og samdráttar- aflið. Þar gat því enginn samdrátt- ur átt sér stað, en hnötturinn hélt áfram að dragast saman annarstað- ar og losnaði við það hringur utan af honum um miðbauginn og þessi hringur snerist í sömu átt og hnötturinn og utan um hann. — ,Og smátt og smátt, eftir því sem hnötturinn kólnaði meira og þétt- ist, fjölguðu þessir lausu hringir og urðu loks jafn margir og plá- neturnar í sólkerfi voru. Hver hringur hélt áfram aö kólna og dragast saman, slitnaði og rann aftur saman í sérstakan þoku- hnött, sem snérist í kring um að- alhnöttinn. — Þessir smáu hnettir kólnuöu og þéttust meira og meira unz þeir urðu að föstum líkömum, plánetunum, sem svífa í kring um sólina, þann hluta frumhnattarins, sama hátt og þær af frumhnettin- hafa myndast af þeim sjálfum á sama hátt og þær af frumhnettin- um, sólunni. Ýmsar efasemdir og mótbárur hafa menn haft fram að færa gegn þessari kenningu, t. d. ganga tungl sumra pláneta í kring um þær í öfuga átt viö göngu þeirra sjálfra i kring um sólina. Loftsteina-kenmngin telur jörð- ina hafa myndast af loftsteinum, sem hafi mæzt i geimnum og runn- ið saman, enda er jöröin alt af að stækka á þenna þátt, þótt hægt fari: loftsteinar falla all-títt á jöröina og auka fyrirferð hennar. —í stjörnuþokunum þykjast menn sjá fyrirbrigði sem bendi í þessa átt; en engar hringmyndanir. En stjörnuþokurnar eru samsafn af loftsteinum, eöa ótölulegum grúa smálíkama, sem flestir eru úr föstu efni. Upphaf lífsins. Hvorri kenningunni, um upp- runa jarðarinnar, sem fylgt er, þá viröist það óhugsandi, að nokkuð kvikt hafi getað hafst við á henni frá fyrstu tímum: Er hún vaú svo heit, að öll þau efni, sem nú eru í henni, héldust í uppgufun. En öll þau frumefni, sem nú eru, hafa alt af verið í henni. Menn geta ekki hugsaö sér neina myndun nýrra efna, að eins breytingar á samsetningrmi svokallaðra frum- efna. — Eða er hún var að eins samsafn nokkurra tiltölulega lít- illa loftsteina, sem ekki gátu veitt neinu lífi nauðsynlegustu lifsskil- yröi, hvorki andrúmsloft né vatn. En hvernig varð þá lífið til? Aöallega hafa menn skifst i tvo flokka í skoðunum sínum á því. Heldur annar flokkurinn því fram, að yfirnáttúrlegur kraftur (guð) hafi skapað lífið. Hinn, að lífið hafi skapast af sjálfu sér. Af guðfræðingum og trúuðum mönrtum munu þeir vera rniklu fleiri, sem enn halda fram kenn- ingunni um sköpun mannsins og allra dýra í þeirri mynd, sem þau nú eru í, heldur en þeir, sem halda fram sköpun jarðarinnar á sex dögum—bókstaflega. En þeir, sem sjálfsköpunar-kenningunni fylgja, halda því fram, að upphaflega hafi að visu að eins veriö til dauð efni, en af þeim hafi mynd- ast lifandi efni, og á þanri hátt hafi allir lifandi „hlutir“ orðið til, en breyzt og þroskast kynslóö eftir kynslóð um þúsundir ára, unz þeir náöu því þroskaskeiöi, sem þeir eru nú á. En á síðustu tímum hallast fleiri og fleiri aö því, að lifandi eða líf- rænu (organisku) efnin hafi, eins og þau dauðu (óorganisku) alt af verið .til. Þau hafi ekki verið til, eðá haldist við á jörðinni lengi frameftir, en ótölulegur grúi. lif- andi agna hafi hafst við í geimn- um. Þessi skoöun er fram komin viö athugun á lífinu á lægsta stigi þess. Allir kannast viö sóttkveikjurnar og vita, að þær eru svo litlar, aö þær sjást ekki, sumar þeirra ekki í sterkustu sjónaukum; svo litlar eru þær sumar, að þær ná ekki x,6 tíuþúsundasta úr millimeter, sem er þaö minsta sem séö verður í sterkustu sjónaukum. En þeirra hefir orðið vart af sjúkdómunum sem þær valda. Þessar lifandi agnir geta bor- ist í loftstraumum svo hátt upp, eöa langt frá jöröinni, að þyngdin, eða aðdráttarafl jarðarinnar, verki ekki á þær; og lengra út í geim- inn geta þær komist á þann hátt, að efni, sem svífur í geimnum, dreg- ur þær til sín. Siðan geta þær orö- ið fyrir öörum hnöttum á braut þeirra, og á þann hátt borist af einum hnetti yfir á annan; og kuld- inn, sem er afskaplegur í geimn- um, drepur þær ekki. Gerlar þola vel sterkasta kulda, sem hægt er að framleiða, og það er sennilegt aö kuldinn í geimnum verki þannig á þá„ að þeir geti þar haldið frjó- krafti sínum um þúsundir ára, og ef þeir svo falla í frjósaman jarð- veg á einhverjum öðrum hnetti, geti þeir tímgast þar og þroskast kynslóð eftir kynslóö. Á þennan hátt er taliö liklegt að lífið, sem alt af hefur verið til, hafi fluzt frá einum hnetti til ann- ars og úr einu sólkerfi í annað. En alt lifandi hefir alstaðar orðið til af örsmáum frjóögnum, sem hafa þroskast kynslóð eftir kynslóð, ef til vill í miljónir ára, unz það hefir náð því þroskastigi, sem það er nú á og hefir veriö í þúsundir ára. En af þessari kenningu leiöir, aö fleiri hnettir en jörðin eru að öllum lík- indum bygðir af líkum lifandi ver- um. Alt, sem lifir, á öllum hnöttum, á þá að vera komið af þessum örsmáu, lifandi frumögnum, sem svífa í geimnum. Þær eru allar skildar, allar myndaðar af kolefni, súrefni, vatnsefni og köfnunarefni. En agnirnar geta verið ólikar í samsetningu efnanna og haft ýmsa mismunandi eiginleika. Og ólíkar lifandi verur eru komnar af ólík- um frumögnum. Sérhver hinna ýmsu flokka dýra og jurtaríkisins ætti að vera kominn af sérstakri tegund frumagna. Þessi kenning, að lífræn efni hafi alt af verið til, er kölluð Panspermi. Upphafs- maður hennar var þýskur læknir, að nafni Richter. Hún kom fyrst fram 1865. Árið 1906 tók hinn frægi sænski vísindamaður, Svante Arrhenius hana að sér, en í ýmsum atriðum frábrugöna kenningu Richters, og hefir hann unnið henni mest fylgi. Henry George. Af umbótamönnum nýrri tíma eru fáir nafnlcendari en Henry Ge- orge. Víða um lönd er allmikill fiokkur manna, sem kendur er viö hann, og hefir það i stefnuskrá sinni að koma í framkvæmd kenn- ingum hans um umbætur á þjóð- félagsskipuninni með því að setjá eitt skattgjald í stað allra annara skatta og láta það hvíla á verði landeigna (jarða og lóöa). Með því aö hér á landi er einnig farið að bóla á þessari stefnu, er ekki úr vegi að minnast litið eitt á hana og höfund hennar. Henry George var Ameríkumað- ur, og eins og fleiri landar hans var hann ekki viö eina fjöl feldur. Hann var fæddur í Fíladelfíu 2. sept. 1839. Hann var fyrst búðar- drengur, en fór svo í siglingar og sigldi um viða veröld. Síðan gerð- ist hann prentari, en fór svo til Kaliforníu að grafa gull. Það mis- hepnaðist og gerðist hann þvi setj- ari í blaðaprentsmiðjum í San Francisco. Síðan fór hann að fást viö blaðamensku og stofnaöi sjálf- ur blað skömmu eftir 1870. Árið 1879, þegar George var fertugui, gaf hann út í San Francisco rit það, sem gerði nafn hans frægt. Það nefndist: „Progress and Po- verty“ (Framfarir og fátækt). Ár- ið eftir komu út af því tvær út- gáfur í New-York og fjögur næstu árin 10 útgáfur í London. Auk þess var það þýtt á fjölda tungumála, þar á meðal kínversku og jap- önsku. Áriö 1883 ferðaðist Henry George til Englands, hélt fyrir- lestra í helztu borgunum þar og vann þar fjölda af fylgismönnum. í Ameríku háfði hann einnig feng- ið mikið fylgi, einkum í New- York, og árið 1886 var hann af verkamannaflokknum tilnefndur borgarstjóraefni í New-York. Hann náöi ekki kosningu, en fékk samt 68 þús. atkvæði, enda var hann studdur af alefli af jafnaðarmönn- um. En árið eftir, þegar hann var tilnefndur af verkamannaflokknum til fylkisstjórakosningar, lýsti hann því yfir, aö hann væri andstæður jafnaðarmannastefnunni, og unnu því jafnaðarmenn á móti kosningu hans og fékk hann tiltölulega fá atkvæði. Síðan studdi hann flokk „demókrata" í von um að vinna hann á sitt mál og 1897 var hann enn tilnefndur til borgarstjóra- kosningar í New-York, en hann dó meðan á kosningabaráttunni stóð, 29. okt. 1897. Auk rits þess, sem nefnt hefur verið, skrifaði H. George fjölda af öðrum ritum, sem fengið hafa mikla útbreiðslu, og sjálfur út- breiddi hann kenningu sína í fyrir- lestrum í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi og Ástralíu. Hið mikla fylgi, sem hann liefir fengið, á hann ekki rninst þvi aö þakka, að hann hef- ir kunnað aö færa kenningu sina í léttan búning og að framsetning hans er svo ísmeygi- leg, aö lesendunum finst fundin vera eina rétta lausnin á öllum vandræðagátum þjóðfélagsskipun- arinnar, eina allsherjar lyfiö við öllum meinum þjóðfélagsins. í riti sínu „Framfarir og fátækt“ tekur Henry George sér fyrir hendur að rannsaka af hverju það stafi, að jafnframt því sem auð- urinn vex og framfarir aukast í iðnaði og framleiðslu, verður fá- tæktin æ meiri og átakanlegri, og hann kemst að þeírri niðursjöðu, að það stafi af þvi að allar fram- farir í framleiðslunni miði að því að hækka jaröarverðið og þar af leiðandi leiguna fyrir notkun henn- ar, svo að mest allur ágóðinn af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.