Vísir - 12.01.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 12.01.1918, Blaðsíða 3
Vl&jfi V 181 R. Aigrejðela bl&ðsins i Aðalsiræti A4, opin frá ki. 8—8 4 liverjum degi. Skrifstofa á. sama st&ð. Sími 400. P. 0. Box 387. Eitstjörinn til viðtals frá kl. 2—3. Prentsmiðjan 6. Laagaveg 4, 3imi 133. Anglýsiagam veitt möttaka í Landt- 3tjörnucni eftir ki. 8 á kvöldin. Auglýsingaverð: 40 aar. hver om. dálks í stærri angi. 4 anra orðið smáíuglýaingnm með öbreyttn letri. Hcejtkrfyéftir. í| Afmæli í dag: Halldór Vilh'jálmsson, prentari. Árni Einarsson, verslunarmaSur. Guörún V. Guömundssd., hfr. Ólafur Teitsson, skipstjóri. Einar Ágúst Einarsson. Jens Hjaltalín, prestur. GuSl. Jónsdóttir, húsfrú. Laufey GuSmundsdóttir, ungfrú. Afmæli á morgun: C. Zimsen, konsúll. R. P. Levi, kaupmaSur. Rannveig Gíslad., prestsekkja. Eggert Kr. Jóhannesson, járnsm. Þórhallur Árnasön, bakari. Sigvaldi Kaldalóns, læknir. Sveinn Guðmundsson, prestur. Rfostið. I gær komst frostiö upp undir 20 stig hjer i Rvílc á mælir land- •símans, og full 23 stig hjá stjórn- arráöinu. Svo mikilí var kuldinn, að um hádegiS uröu menn aS hætta grjótvinnunni i öskjuhlíSinni og sagt er aS suma þá, sem þar voru í vinnu, hefSi veriS fariö aö kala á andlit. — í nótt herti frostiö enn xneira og í morgun var þaö orðið 21,2 stig á landsímamælirinn. Óskil nokkur uröu á Vísi í Vestur- bænum í gær, vegna þess aö út- buröardrengurinn treysti sjer eljki til aö bera blaðið út vegna kulda, en tveir drengir aörir, seni fengnir voru í hans staö, uppgáfust viö útburöinn af sömu ástæðu. Eru kaupendur þeir, sem fyrir óskil- unum hafa oröiö, beðnir aö viröa þetta á betra veg. Til útlanda meö Sterling fara héöan um 85 farjiegar og þar á meöal kaup- merinirnir: Guöm. Eiríkss, Tómas Jónsson, Þóröur L. Jónsson, Geir Thorsteinsson, Herluf Clausen, Hj. Guðmundsson og Halldór Éiríks- son, Ragnar Kvaran, cand. theol., Guöm. Hlíödal verkfr., Árni Böö- varsson útgeröarmaður, Guttorm- ur Andrjesson múrari, Þorkell Clementz vélfr.,1 Laud skraddari, Guöm. E. J. Guðmundsson, Karl Einarsson verslunarm., Páll Guö- mundsson skósm., tannlæknarnir Ravnkilde og Tandrup, 3 vélstjór- ar, sem eiga aö vera á skipinu framvegis: Gísli Jónsson, Hafl. Jónsson og Júlíus Ólafsson, ung- frúrnar Sigríður Eiríkss, Sumar- lilja Marteinsdóttir og Karólína Björnsdóttir, og nokkrir menn til að sækja mótorbáta. Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. 11 séra Fr. Friðriksson. Kl. 5 séra Jóh. Þor- áelsson. Amundsen og Sverdrup. Norðmennirnir Roald Amuná- sen og Otto Sverdrup, sem báðir hafa afsalað sór og endursent þýskar orður, sem þeir hafa ver- ið semdir, hafa mjög verið í há- vegum hafðir i Noregi fyrir það tiltæki. Nýlega var t. d. haldinn fjöl- mennur fundur í Sandefjord og samþykt að senda þeim ávarp á þessa leið: Menn og konur í Sandefjord og Sandehéraði, sem komið hafa saman á fund í Sandefjord í til- efni af hinni drengilegu og, í bestu merkingu orðsins, þjóð- ræknu framkomu yðar, er þér endursenduð hinar þýsku orður yðar sem mótmæli af yðar hálfu gegn morðunum á friðsömum norskum sjómönnum og hinum skaðlegu meginreglum, sem þýska stjómin hefir fylgt í ófriðnum, senda yður hér með hjartanlegar þakkir og votta yður hina dýpstu virðingu með innilegri ósk um framhaldandi lán og lukku yður og föðurlandinu til handa. Heilbrigði. Margir þykjast sjálfsagt al- heilbrígðir, þó að læknisrannsókn. geti leitt í Ijós ýmsa galla á heilsufari þeirra. Nýlega er þessi t. d. getið í amerísku tímariti, að af 2000 manns, konum og; körlum á þrítugsaldri, sem gengu. undir læknisrannsókn, hafi að eins 53 reynst alheilbrigðir. Af þessu fólki höiðu 107 vott af hjartabilun, 225 veilt hjarta og skemd nýru, 444 óheilt tann- hold, 346 gallaða sjón, 757 höfðu ýmsa kvilla, er stöfuðu af of- drykkju, ofáti eða tóbaksnautn. Alt var fólk þetta hraustlegt útlits og „kendi sér einsbiff meins“. Sýslumannsembættið í Suður-Múlasýslu hefir veriö veitt Sigurjóni Markússyni sýslu- manni í Skaftafellssýslu frá 1. júní n. k. Umsækjendur voru 7 eða 8. | Sýslumannsembættið í Skaftafells- sýslu hefir verið auglýst laust. Nýja Bíó hefir sýnt John Storm síöan um uýár á hverjum degi við mikla aö- sókn. Hefir myndin veriö sýnd í tveim köflum og verður siöari kaflinn sýndur í síöasta sinn í dag. Ljúka allir upp einum munni um það, að mynd þessi sje einhver sú besta, seni hér hafi veriö sýnd, og er þess að vænta að myndin veröi sýnd öll í einu lagi, áöur en lýkur, því þannig nýtur hún sín best. ísfregnir. Frá Siglufirði var símaö í fyrra- kvöld, að isinn væri eitthvað greiö- ari ]mr. En frá Hólmavík var sím- aö í gær, að ]>ar væri alt troöfult af ís, „svo langt sem augaö eygöi“. í morgun barst Eimskipafélag- inu sú fregn í símskeyti frá Seyð- isfirði, aö hafís hafi sést frá Fagra- dal i Vopnafirði. Messufall veröur í Fríkirkjunni á morgun, vegna frostgrimdarinnar. Trúlofun. Ingvar S. Eyþórsson og ungfrú Guðný Jakobsdóttir, Pósthússtr. 14, hafa birt trúlofun sína. 179 180 í8i lands og aldavinur ríkisstjórans. Var hann kominn til Madríd i einhverjum leynilegum erindageröum og tók hiröin honum sem sendiherra. Jean litli kom til mín á hverjum morgni til aö segja mér fréttirnar úr nágrenninu. purstinn var fríðleiksmaður og horfði ekki 1 skildinginn, enda var hann í miklum dá- leikum hjá kvenþjóðinni. Allir voru föru- nautai hans ungir oflátungar og fóru hóp- imi saman Uni götur bæjarins á nóttunni, klifruöu upp á gluggasvalir, mölvuöu ljósker og börðu á sambiðlum sínum. hánn þeirra var mjög ungur aö aldri, tæji- lega átján ára og nefndi sig Chaverny greifa. Var altalað, aö hann væri nettur og smáfríö- ur eins og stúlka og værU allar ,',dömurnar“ í Madríd bálskotnar i honuni. Stundum sá eg meöfrani gluggaskýlunni ungan og prúðbúinn mann niöri í garöinum. Var hann að vísu hálfkvenlegur í fasi. en ekki gat eg þá ætlað, að þaö væri ])essi dá- samlegi greifi. Hann var ógnar snotur 0g hæglátur að sjá. Auk þess var hann mjög árrisull, en mér þótti líklegt aö Chaverny svæfi frameftir þegar hann luefíSi veriö á slarki alla nóttina. Ýmist settist hann á bekk eöa fleygöi sér Fidilöngum í grasið og hélt alt af á bók i hendinni. Var þaö auðsjáanlega iöjusamur Paul Feval: Kroppinbakur. unglingur. Nei, Jietta hlaut aö vera alt annar maður en Chaverny, nenm ]>á aö sögurnar uni hann væru einber uppspuni. Þrátt fyrir ]>aö var þetta samt hann og liefði eg getaö felt hug til hans ef Hinrik heföi ekki verið, enda var hann svo siðlátur sem mest mátti vera þegar hann haföist viö í garðinum, hvað sem annars öllum hans æskubrekum og æfin- týrum leiö. Stundum sleit hann upp blórn, bar ]>aö aö vörum sér og ílevgði ]>ví í stefn- una á gluggann minn. Hefir gluggatjaldið liklega hreyfst eitthvað af dragsúg, en aö minsta kosti haföi hann komið auga á mig. Einu sinni þegar hann kom ofan í garöinn, hélt hann á eins konar munnbyssu. Hann miðaði henni á gluggann, sem ]>á stóö opinn, og skaut þannig mjög fimlega samanbrotn- um miöa inn um gluggann. Þetta var indælasti ástarpistill. Sagðist greifinn ætla aö giftast mér og aö eg yröi að foröa sálu sinni úr kvölum Helvítis. Eg átti i mikilli baráttu viö sjálfa mig um þaö aö svara ekki bréfinu, en hugsunin uni Hin- rik aftraði mér, svo aö eg lét ekki á mér krælá. Aumingja greifinn litli beiö og beiö og mændi alt af á gluggann og sá eg, aö hon- 11111 vökpaði um augu. Eg fékk sting fvrir hjartaö, cn stóöst ]>ó freistinguna. Eitt kvöldið sat eg úti á gluggasvölunum, sem sneru út að borginni. Hinrik kom óvenjtr seint, en ]>á heyröi eg mannamál fyrir neSan.' mig. „Vitíö þér viö bvern þér eruð aö tala?“ sagöi Chaverny drembinn. „Eg er frændi Gou- zagua fursta.“ Um leiö og hann nefndi þetta nafn flaug sverö Hinriks úr slíörum. Chaverny bjóst til vamar, en mér þóttí þeir standa svo ójafnt að vígi, aö eg kallafíí ósjálfrátt: „Hinrik, Hinrik ! Þetta er ekki nema barní“ Hinrik slíðraði sveröiö undir eins, en greíf- inn tók ofan fyrir mér og sagöi viö Hinrik: „Við sjáumst aftur!“ Eg ætlaði ekki aö ]>ekkja Hinrik fyrir sama mann þegar liann kom inn, svo var liann aískræmdur í framan. Hann talaði ekki orö frá munni, en gekk fram og aftur um gólfið og stikaöi störuni. „Áróra!“ sagði hann loksins. „Eg er ckki faðir yöar.“ Þetta ]>óttist eg nú raunar vita, en eg hélt, aö hann ætlaöi að segja eitthvað meira og- beið ]>ess meö óþreyju. En hann ]>agöi og fór aö ganga um gólf aftur og þurkaði svit- ann af enninu á sér. „Hvaö gcngur aö yður, vinur minn?" spuröi eg lágt. Hann svaraði þvi engu, en spuröi:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.