Vísir - 24.02.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 24.02.1918, Blaðsíða 3
VISIR Safna verður haldinu 1 Ððmkirkjimm suirmudaginn 3. mars n. k. kl. 4 síðd. Verður þar tekin ákvörðun um, úr hvaða efni viðbót kirkju- garðsins skuli vera. Allir bæjarbúar, sem atkvæðisrétt hafa í safnaðamálum, eru velkomnir á fundinn. S. Á. Gísiason p. t. oddviti sóknarnefndarinnar. Veitið þessu athygli! Nú um tíma verður selt á Vestnrgötu 51B — Skófatnaðurinn er af öllum stærðum. Prjðnakonur vantar sem geta prjónað karlmannapeysur. Vöruliúsiö. Friður saminn milli Færeyinga og Vöruhússins og samkomulag fengið um ódýr kaup á færeyiskum peysum. Kaupið þær hjá oss. Einnig tækifæri »ú að fá sér Olíufö^ (rétt á förum), isl. Togaraföt, Peysur, Nærföt, Teppi og fleira handa sjómönnum. Vöruhúsið. Bæjarfréttir. Afmæli í dag. SigríiSur Guölaugsdóttir,, húsfrú. Jakob Bjarnason, vélstjóri. Hólmfríður M. Bjarnad., húsfrú. ólöf Hafliöadóttir, ungfrú. Einar Arnórsson prófessor. Guöm. Þorsteinsson, bakari. Bresku samningamir. Breski ræöismaöurinn hér hefir nú fengið svar bresku stjórnarinn- ar, við þeirri málaleitun isl. stjórn- arinnar að sendir yröu menn hing- að frá Englandi til aö semja um verð á isl. afurðum, og sér breska stjórnin sér ekki fært að verða við þeim tilmælum. Væntanlega verður þá farið að vinda aö því úr þessu að senda menn héðan til Engalnds til að semjá. í gær var vestan og suðvestan átt um alt land og frost nokkurt. Hér var talið 7 st. frost x gær- morgun, 3 st. á Akureyri, 8 á Grímsstööum og 3,1 á Seyðisfirði. hrepti afspyrnu suöaustanrok, eií frá ísafirði lagði hún síðast allra vélbátanna. Tveir farþegar komu hingað með „Freyju“ frá Dýra- firði, þeir Nathanael Mósesson kaupmaður og útgerðarmaður og Jens Guðmundsson kaupmaður. Síminu var ekki lcominn í fult lag í gær til Norður- og Vesturlandsins, og auk þeirra símabilana, sem á þeirri leið höfðu orðið, hafa orðið ein- hver símslit á símanum til Mið- eyjar og Vestmannaeyja í gær- morgun eða fyrrinótt. Samverjixm. Önefndur maður færði Vísi 15 kr. að gjöf til Samverjans í gær og annar 5 kr. áheit. JarSarför frú Önnu Claessen á að fara fram miðvikudaginn 27. þ. m. SíSustu ísfregnir aS norSan. í simskeyti frá Siglufirði, sem barst hingað í gær, er sagt að ís- laust sé orðið þar úti fyrir og að heita megi íslaust fyrir öllu Norðurlandi, einnig á Húnaflóa, og að „líklega sé enginn ís vi'S Horn“. ísfirsku vélhátamir, munu nú allir vera komnir fram. Tveir þeir fyrstu komu hingað á íöstudagsmorgun eða nótt. Annar þeirra var v.b. „Freyja" (skipstj. Guðm. Jónsson). Hann lá á Dýra- firði á þriðjudaginn ásamt fleiri bátum, sem hleypt höfðu þar inn. Tveir bátamir, „Eggert Ólafsson“ og „Sverrir“ höfðu laskast tals- vert. „Eggert“ hafði hleypt þang- að á mánudag með brotið stefni (eftir ís) og hafði mist „davidana“ cg bát af þilfari. Frá Dýrafirði var „Freyja“ í 33 tíma hingað og Slys vildi til hjer á höfninni viðeina bryggjuna í gærkvöldi. Skip- stjórinn á vjelbátnum „Patreki“r sem lá við Zímsensbryggju, var eitthvað að lagfæra vindu frammi á skipinu en hrökk útbyrðis og lærbrotnaði í fallinu og meiddist auk þess talsvert á annari hlið- inni. Hefir hann líklega lent á bryggjubrúninni en afhenninið- ur í sjóinn milli bryggjunnar og skipsins. Ekki tókst að ná hon- um upp samstundis, enhanngat 305 sagði Chaverny og leit í kringum sig. „Eða kann ske það sé eg sjálfur?“ Þetta vakti almennan hlátur. — Kroppin- bakur opnaði kofadyrnar hljóðlega og stóð á þröskuldinum. Var nú allur alvöru- og á- úvggjusvipur horfinn af honum og brosti hann út undir eyru. „Jæja — hvar er heimanmundurinn?" spurði Chaverny. „Hann er hér,“ sagði Gonzagua og tók seðlahrúgu upp úr vasanum. „Þetta er alt í röð og reglu.“ ' ' . Chaverny hugsaði sig um stundarkorn, en hinir skellihlógu og óskuðu honum ham- ingju. Kroppinbakur gekk hægt og stillilega til Gonzagua, bauð honum kryppuna og rétti honum blek og penna. „Gengurðu þá að þessu?“ spurði Gonzagua áður en hann skrifaðf undir hjúskaparsátt- málann. „Já, eg geng að því,“ svaraði Chaverny. Gonzagua ritaði nafn sitt undir. „Ertu alt af jafn hrifinn?“ spurði hann ICroppinbak. „Aldrei fremur en nú,“ svaraði hann. „Gerðu svo vel,“ sagði Gonzagua og rétti ' Chaverny skjölin. Því næst vék hann sér að Kroppinbak og mælti: „Þú verður í veitslunni — eg býð þér.“ Þessu var tekið með miklum fögnuði. en Paul Fevaí: Kroppinbakisr. 306 Cocordasse leit til Passepoil og hvíslaði að honum: „Þarna er ljónið komið í lambahópinn. Látum þá bara hlæja.“ „Eg mun reyna að gera mig verðugan þess heiðurs, yðar hágöfgi,“ sagði Kroppin- bakur. Veitsluna átti að halda í litlu húsi, sem Gonzagua átti. Var það i afskektri götu og einkennilega bygt. Það var afarskrautlegt að innan og efst í því var stærðar salur með sex hliðum, en út frá honum gengu fjögur her- bergj smærri og skrautbúin mjög. Klukkan var nú orðin átta um kvöldiö og var salurinn allur Ijósum prýddur og blómum. Allir voru gestirnir gamalkunningjar og Cha- verny einn meðal þeirra, en liann var orðinn talsvert svínkaður. Að sjálfsiögðu var þar heldur enginn skortur fríðra kvenna, er flest- ar voru frá leikhúsinu. Allar voru þær kátar mjög og glensfullar og hlógju bæði hátt og mikinn. Ekki vpr Gonzagua þarna viðstaddur sjálf- nr, því að það hafði verið sent eftir honum frá Palais Royal. Var sæti hans því óskipað og þrjú sæti þar að auki — sæti Donna Crúz, er hafði staðið upp frá borðinu jafnskjótt sem Gonzagua var kallaður burt. Vissu menn ógjörla hvort heldur var, að Gonzagua heföi neytt Donna Crúz til að sitja véislu bessá, 307 eða hún með ástleitni sinni hefði neytt furst- ann til að láta sig vera einn boðsgestinn. Þá átti Kroppinbakur eitt sætið, en Cha- vemy var nýbúinn að drekka hann undir borðið í kampavíni. Lá liann þar dauðadrukk- inn úti i horni, en Chaverny hafði fleygt ofan á hann sessum, sjölum og yfirhöfnum, svo að hvergi sá í hann og honum hélt við köfnun. Höfðu menn því ekki slíka skemtun af hon- um sem við var búist. Hvað eftir annað voru gestirnir að ympra á því hverju það sætti, að Donna Crúz var boðin í veislu þessa. Það eitt var víst, að Gonzagua gerði ekkert tilgangslaust. Hafði hann alt að þessu haldið hana á laun, en nú setti hann hana mitt á meðal veislugest- anna. Chavemy hafði spurst fyrir um það, hvort h ú n væri hin tilvonandi brúður sín, en Gon- zagua hristi að eins höfuðið og bað hann vera þolinmóðan. En hvers vegna lét Gonzagua þá þessa ungu stúlku sitja þetta samkvæmi eða þessa samdrykkju fyrst hann ætlaði að Ieiða hana fram fyrir hirðina sem ungfru Nevers ? Nú — þaö mátti hann best vita sjálfur og ekki var hann að skýra öörum frá því. — Menn tóku nú að gerast drukknir og kvensniftirnar voru ofsakátar. Chaverny gekk aö borðinu aftur og settist í sæti sitt „Nú er Kroppinbakur sannarlega búinn að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.